Mánaskál

06.05.2008 21:37

Myndir af Vöku

Jæja þá er enn ein vikan á góðri leið og verður búin áður en maður veit af.

Hér koma myndir af Vöku "minni" sem ég er að kaupa. Hún er svo fín með ljósa faxið sitt





Við Lilja fórum saman eina bunu í kvöld og auðvitað fór ég á sparimerinni "minni" henni Vöku. Lilja er svo auðvitað að temja Byltingu og það gengur bara ok. Hún er búin að fara eina götu á henni og hún komst allavega heim í heilu lagi.. það dugar mér í bili  Reyndar þarf ég að panta tíma fyrir hana hjá Björgvini dýra í munnskoðun þar sem okkur grunar að eitthvað sé að angra hana.


Birta "mín" þessi leirljósa blesótta er ekki komin suður en ég vona að ég fari að frétta eitthvað af hennar ferðum.


Ég var á námskeiði í vinnunni í dag og verð líka meiri hlutann af morgundeginum. Svo er ég á hraðlestrarnámskeiði á miðvikudagskvöldum en svo er bara kominn fimmtudagur og á hesthúsið. Ég er svo að vinna næstu 2 helgar en þá er ég líka hætt í blómabúðinni og farin að njóta sumarsins

Atli er á fullu að reyna að klára skólann sinn. Hann er að vinna að lokaverkefninu sínu en það hefur veri svo mikið að gera í vinnunni hjá honum svo hann er kannski ekki kominn þangað sem hann hefði viljað. Ég reyni að hjálpa eins og ég get.. en hvað veit ég um rafmagns"eitthvað" hehe Ég held að ég haldi mig bara við heimildaskrána

Ég sit núna á verkstæðinu hjá Atla en við þurftum aðeins að skjótast í vinnuna til hans. Ég er bara að blogga á meðan hann bjargar einhverri flugvél. Ég fór inn í flugvélaskemmuna áðan.. vá hvað þetta er stórt! Ein flugvél, eins stór og hún er rúmast bara mikið meira en vel þarna inni. Það er svolítið spes líka að sjá inní flugvél sem er búið að taka í sundur í frumeindir.. og svo á maður að treysta einhverjum gaurum til að muna að tengja alla víra aftur hehe.. úff.. ég held að ég taki ekki að mér að fara í fyrstu ferð

Ég er með fleiri myndir sem ég á eftir að skella hér inn, t.d. myndir af vöku í reið. Svo á ég líka nýjar myndir af Byltingu.

Jæja þetta er gott í bili.. þangað til næst..

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174790
Samtals gestir: 24151
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 12:37:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar