Mánaskál

03.05.2008 12:26

Kominn tími á blogg.. mikið að gerast!

Ég er ekki alveg að standa mig í bloggheimum. Ég hef haft svo mikið að gera.. aðallega þó það sem ég vil helst gera. Ég er búin að vera dugleg í hesthúsinu undanfarið en ég þarf að fara að gefa mínum eigin hrossum smá tíma! Ég er farin að ríða svolítið út með Lilju og ríð þá auðvitað bara þjálfunarhrossunum hennar. Ég held að ég fari að taka prósentur hehe.

Hesta málin standa svona.. úfff hestastúss! Lilja er með hryssu í þjálfun sem heitir Vaka og er rauðglófext, tvístjörnótt dóttir Svarts frá Unalæk. Hún sagði við mig í vetur að hún væri búin að finna hest fyrir mig, þessi hryssa væri akkúrat það sem ég væri búin að leita að! Ég var auðvitað ekkert á leiðinni að kaupa hesta núna þá svo ég spáði ekkert meira í það. En mig dreymir samt um að eiga gott reiðhross til að grípa í í sveitinni í sumar. Svo fór ég á bak með Lilju um daginn og hrossið sem hún sótti fyrir mig var rauðglófext hryssa.. auðvitað! Ég varð svo auðvitað voðalega hrifin af henni. Þetta var bara akkúrat hryssan sem Lilja var viss um að hentaði mér og viti menn mér finnst hún æði. Lilja þekkir mig sko eins og handarbakið á sér! og nema hvað.. hún er til sölu.. og mig langar að kaupa hana! Hún kostar reynda ansi marga peninga svo þetta er flókið. En hvað á maður að gera.. ég leitaði í marga mánuði að reiðhesti fyrir 2 árum og fann ekkert og er því enn hestlaus í dag. Ég er nú enn að hugsa málið.. en samt er ég búin að selja fellihýsið mitt og velja mér "horn" til að stunda viðskipti á hehe.. en samt er ég bara að hugsa málið. Mig langar nú ansi ansi mikið í þessa hryssu!

og næsta mál á dagskrá..  ég er búin að láta Ótta minn í hestakaup. Ég á von á 5. vetra hryssu í staðinn, leirljós blesótt Háfetadóttir frá Hvolsvelli. Hún heitir Birta og er frá Blönduósi, ræktandi er Tryggvi Björnsson á Blönduósi. Hún er tamin og komin langt á leið í gangsetningu. Ég á eftir að fá mynd af dömunni og þá skelli ég henni örugglega hér inn. Mig vantar svo eitthvað reiðhross til að hafa fyrir austan í sumar. Ég sé það alveg í hyllingum að geta riðið út á Klaustri á meðan Atli gerir við bílinn eða eitthvað.. hahe.. sérstaklega ef það væri minn bíll   Ég er voða spennt að fá gripinn í hendurnar. Þessi skipi voru í athugun þegar að Vaka hreinlega dettur í fangið á mér.. og hvað svo?? Verð ég kannski allt í einu komin með 4 hross á hús.. ég sem ætlaði ekkert að vera með inni? Svona er maður nú ruglaður! Ég hugsa að ég þurfi eitthvað að rýmka til þegar Birta "mín" kemur í bæinn og ætli það verði ekki Myrkvi sem verður sendur í sveitina til Gumma og Sjafnar. Ég þarf allavega að gera einhverjar ráðstafanir áður en hryssan birtist á tröppunum hjá mér 

Ég fór í afmæli til Rakelar á miðvikudaginn, skvísan varð 25 ára.. til hamingju með það Rakel! Ekkert smá góður afmælisdagur þessi 30. apríl.. það er alltaf frí daginn eftir  Það var heljarinnar húllum hæ í afmælinu og ég endaði á að fara með í bæinn. Ég fór nú reyndar fyrst heim enda átti að nota frídaginn vel.

Í kvöld stendur til að fara á stórsýningu hestamanna í Víðidalnum og á bjórkvöld á eftir. Það eru ár og aldir síðan ég náði Lilju á "djamm" og ég ætla sko að nýta það vel.

Lilja er að ríða Byltingu fyrir mig, daman er auðvitað ákveðin eins og hún á ættir til  Hún fór upp á endann í gær enda hafa svona prinsessur ekki endalaus úrræði ef það á að neyða þær til að gera annað en þær vilja. Annars held ég að þetta sé allt á áætlun með hana og ég veit að Lilja gefur ekki tommu eftir.

Ég er búin að fara á bak Myrkva en vantar einhvern til að teyma undir mér. Ég vil reyna að nota tímann í eitthvað gáfulegt fyrst hann er á húsi en minn tími fer minnkandi... sérstaklega ef ég verð allt í einu komin með 4 hross á hús haha.. ég er ótrúleg.

Ég er búin að fara á hundavaði yfir líðandi stund þar sem ég er að leysa af í þjónustuveri bankans.. vá hvað það hringja margir inn! En svona er þetta.. ég kom þá allavega einhverju frá mér.

Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174800
Samtals gestir: 24161
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:53:33

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar