Mánaskál

19.03.2008 10:00

Síðasti vinnudagur fyrir páska

Vá hvað ég er glöð að páskafríið er að byrja! Þessi tími er alltaf jafn frábær.. vorfílingurinn er farinn að kræla á sér og svo veit ég til þess að Tjaldurinn er farinn að sjást svo það er pottþétt að vorið er á næsta leyti.

Ég fór í hesthúsið í gærkvöldi til að dunda mér. Ylfa "smáraútibúsgella" og Konni hennar.. haha nóg af þessum Konnum í kring um mig.. komu ríðandi til mín frá Heimsenda. Ylfa var á rauðblesóttri hryssu sem mig langaði að skoða. Daman er til sölu og ég get auðvitað lengi á mig blómum bætt :) ég á nú líka allt of lítið af hrossum finnst mér, ég á ekki einu sinni eitt tamið.. ég má sko alveg kaupa mér hest  Ég ætla að kíkja á hryssuna aftur eftir páska.


Rauðblesótta sokkótta Gloría

Ég mokaði fyrir Vilhjálm og dundaði svo í Byltingu. Ég tók hana úr heyjinu og út á stétt, og merkilegt nokk.. henni var alveg sama! Hún er nú meiri draumurinn þessi hryssa (7-9-13). Ég sýndi henni aðeins hvernig taumurinn virkar, svona nettar hægri vinstri æfingar. Svo lagði ég bara á hana og fór á bak. Hún stendur alveg eins og klettur, dettur ekki í hug að gera neitt og ég held að henni finnist ég fara of varlega á köflum. Prímadonnan mín fékk svo bara dekur í stíunni, kembingu og greiðslu á faxi og tagli. Hún er farin að ganga svo úr hárum að hún er meira að segja að missa faxið! Ég hef aldrei séð hross ganga svona rosalega úr faxinu! Taglið er að verða rosa fínt líka, fullt af spreyji og hárnæringu. Hún verður svo fín og flott þegar ég fæ tækfæri til að baða hana  Hún er svo silkimjúk að það hálfa væri nóg.. ég var farin að sjá eftir öllu þessu spreyji þegar ég tók í faxið og ætlaði að skella mér á bak.. hún er nefnilega orðin ansi sleip

Það er allt að verða tilbúið til að fara að gera eitthvað fyrir alvöru.. núna vantar mig bara aðstoð. Hér með óska ég eftir einhverjum til að teyma undir mér og lónsera mig á henni. Ég er viss um að það þurfi bara nokkur skipti áður en ég fer að sleppa mér á henni.

Flettingar í dag: 551
Gestir í dag: 181
Flettingar í gær: 1634
Gestir í gær: 611
Samtals flettingar: 177179
Samtals gestir: 25008
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 18:19:56

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar