Mánaskál

10.03.2008 09:52

Tamningu miðar vel, vinnuhelgi að baki.

Bylting var járnuð á föstudaginn en ég gat ekki verið viðstödd þar sem ég var búin að lofa mér í afleysingu í blómabúðina. Fannar járnaði fyrir mig í húsinu hjá Lilju og að sjálfsögðu stóð drottiningin eins og klettur... svo vel tamin auðvitað

Ég fór svo í hesthúsið snemma á laugardagsmorgun og gaf og dundaði í hryssunni. Ég lagði á hana hnakk í fyrsta skiptið og það gekk bara vel. Ég teymdi hana svo út í gerði og lónseraði hana með herlegheitin. Hún lónseraðist sem aldrei fyrr en þetta gengur orðið það vel að ég get verið með myndavélina á lofti í leiðinni.













Hún er orðin svo skítug eftir aðeins 2 vikur á húsi.. ég verð að fara að gera eitthvað í þessu! Hún er ein í stíu og liggur greinilega eins og skata þar inni. Það er rétt svo hvítt bakið á hanni annað er gult eða brúnt! Þessi hegðun þýðir bara að hún kynnist slöngunni bráðlega






Ég fór ekkert í hesthúsið í gærmorgun enda var þá sunnudagur... og þynnkudagur í þokkabót. Ég kíkti nefnilega á Svellkaldar ístöltmótið í Laugardalnum eftir vinnu. Lilja og María voru báðar að keppa en ég náði reyndar ekki að sjá þær inni. Ég sá úrslitin og það var nóg fyrir mig, botninn þolir ekki að sitja lengur en það á pöllunum. Það væri ósköp vel þegið ef einhver myndi minna mig á þetta að ári.. koma með teppi og púða til að sitja á!

Það er ekkert að gerast í bílamálum hjá mér, stelpubjáninn er ekkert farin að gera í sínum málum. Ég hringdi í hana í gær og skammaði hana, ég vona að það hafi dugað. Ef hún stendur sig ekki núna þá fer ég bara með tjónaskýrsluna í tryggingarnar og hef ekki meiri áhyggjur af hennar málum. Ég get ekki verið að eltast við svona.

Ég var að vinna um helgina.. úff hvað ég er fegin að það sé kominn mánudagur aftur. Ég er núna í fríi næstu 2 helgar, þe. næstu helgi er árshátíð hjá Kaupþing (ég er ekki búin að ákv. í hverju ég ætla að fara!!) og svo byrjar páskafríiið í vikunni þar á eftir  Ég hlakka svo til að gera eitthvað skemmtilegt! Við Atli stefnum á að fara norður um páskana.. ég ligg á bæn og bið fyrir góðri færð og veðri þessa dagana.. og jú svo að við fáum að sjá stóru hvítu draumatófuna hans Atla

Enn er ekkert að frétta af Ótta Eiðssyni.. ég verð að hringja eina ferðina enn og ath með hann. Ég hef ekki einu sinni pláss fyrir hann lengur í Gusti svo hann þarf að fara beint að Baugsstöðum (minnir að það sé nafnið) til Gumma og Sjafnar. Ég vona bara að hann sé ekki orðinn að saltkjöti í tunnu!

Flettingar í dag: 455
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 1634
Gestir í gær: 611
Samtals flettingar: 177083
Samtals gestir: 24967
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 10:53:24

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar