Mánaskál

05.03.2008 11:41

Tamingar, nýr vinnustaður, afmæli

Ég er ekki alveg að standa mig í blogginu, ég hef bara of lítinn tíma í svona dunderí.

Ég komst ekki í hesthúsið í gær þar sem útibúið mitt var að flytja aftur! Núna fórum við reyndar bara hinum megin við vegginn góða en við vorum bara í bráðabirgðahúsnæði. Ég er því komin með skrifstofu og fínerí og útibúið er auðvitað mikið flottara en það sem við vorum með. Flutningarnir gengu vel fyrir sig og þessa vikuna er boðið upp á kökur og með því svo það eru allir velkomir að kíkja á mig í vinnuna.. Kaupþing, Hamraborg 9

Ég fór í hesthúsið á mánudagskvöld en hafði ekki mikinn tíma í það skiptið, þar sem það var keyrt á bílinn minn þegar ég að leggja af stað uppeftir! Ég dundaði smá í hryssunni og ég er sko alveg búin að komast að því að taming er alveg eins og að kenna hundi og hundauppeldi er eins og barnauppeldi.. svo ég held að ég sé bara í góðum málum á öllum stöðvum. Reyndar er hundurinn minn ekki vel upp alinn.. ætli það sé slæmt ?hehe. Bylting er semsagt að læra trix núna, t.d. að lyfta fótum og framfótarsnúning. Ég er viss um að hún verður eins og hundur í vor!

Jæja en að bílamálunum.. ég var semsagt að skutla Atla heim og ætlaði að hendast aftur í hesthúsið en í þann mund sem hann steig út úr bílnum var bíl bakkað á "fullri ferð" inn í hliðina á bílnum.. farþega hliðina! Ég er dauðfegin að Atli varð ekki undir!! Út úr bílnum steig stelpukind, voðalega vandræðaleg eins og gefur að skilja. Til að gera langa og fyndna sögu stutta þá var hún nýbúin að festa kaup á bílnum, búin að greiða fyrir hann en hann var ekki skráður á hana og ekki búið að breyta tryggingunum. Hún var að taka bílprófið og var enn með bráðabirgðaskírteini! og hún er jafn gömul og ég! Frekar fyndið allt saman

Núna þarf ég semsagt að bæta tryggingaskoðun við "to-do" listann.. það þarf nefnilega að gera ýmislegt fyrir bílinn minn.. t.d. að þrífa hann.. en ég er líka enn að bíða eftir geislaspilaranum sem ég keypti í Boston í haust.. einhver gæðadrengur ætlaði að tengja hann fyrir mig.. haha nú fæ ég skammir !!

Ég veit ekki betur en að það eigi að járna drottinguna mína í dag. Fannar ætlar að koma í húsið til Lilju og járna fyrir okkur Maríu og jafnvel Lilju líka. Núna fer boltinn að rúlla þegar daman er komin á járn.. gaman gaman.

Þrátt fyrir frekar háann aldur hef ég komist að því að ég kann ekki að telja! Ég var að sjá að ég er í fríi helgina fyrir afmælið mitt en ég hélt að ég væri að vinna. Ég á afmæli 7. apríl en það mega samt allir gleyma því þar sem ég er að verða 27 sem er "fullorðins". Þið sem ekki gleymið, takið frá laugardagskvöld 5. apríl :) Það er aldrei að vita nema að ég geri eitthvað skemmtilegt með aðdáendum mínum

Hef ekki fleira í fréttum í bili.. þangað til næst



Flettingar í dag: 767
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 885
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 178280
Samtals gestir: 25096
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 04:05:54

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar