Mánaskál

03.03.2008 10:43

Helgin, vinna og hesthús

Jæja þá er enn ein vinnuhelgin að baki.

Á laugardag var pókerparty hjá Atla og Svenna og rosa gaman bara. Svo er aldrei að vita nema ég fái lánaðar myndir hjá Svenna til að skella inn. Við Atli fórum reyndar ekki í bæinn, ég var að vinna um helgina svo það var ekki alveg í boði fyrir mig að leggja af stað í bæinn eftir kl. 04.. þá var best að fara í bælið... enda er það alltaf gott :) Strákarnir drifu sig samt í bæinn og ætluðu að mála bæinn rauðann. Þegar ég vakaði svo rúmlega átta á sunndagsmorgun var party frammi. Nei sko.. Svenni kom heim með stelpukindur! Góður! Nánar um það síðar.. kemur allt í ljós ;)

Ég ætlaði að fara í hesthúsið á sunnudagsmorgun en svo var bara svo gott að kúra að það varð ekkert úr því. Reyndar fékk ég sms frá Vilhjálmi þar sem hann bað mig að gefa. Ég reddaði því auðvitað en þar sem það var svo erfitt að fara uppúr bælinu fengu hrossin að éta í seinna fallinu. Betra er þó seint en aldrei!

Ég er byrjuð að lónsera Byltingu. Ég gerði það fyrst á fimmtudaginn minnir mig sem gekk bara ótrúlega vel. Ég tók nú bara sénsinn á að hún myndi teymast alla leið í hringgerðið, það er nefnilega ótrúlega bjánalegt að standa allt í einu úti á miðri götu og hrossið bara neitar að halda áfram. Það getur verið vont að lenda í svoleiðis aðstæðum aleinn og yfirgefinn. Þetta gekk nú samt bara eins og í sögu. Ég lét hana nú ekki hlaupa marga hringi enda snérist þetta um að læra hvað á að gera en ekki að púla.

Annars er ég bara enn að strjúka henni og lyfta fótum og svona. Hún mannast örugglega mjög hratt enda er hún ekkert hrædd, það er bara í nösunum á henni ef eitthvað er.

Ég fór í hesthúsið á laugardagsmorgun, ótrúlega fersk bara.. meira að segja komin á undan Lilju uppeftir.. þá hlít ég nú að vera hetja! Ég gaf og dundaði mér. Samba kom með mér og fannst sko ekki leiðinlegt, hún fór meira að segja með mér að lónsera og hljóp fyrst með hryssunni utan með gerðinu en svo hætti hún að nenna því og settist bara inn í miðju hjá mér :)

Ég á eftir að sækja allt hestadótið mitt í húsið til Lilju og koma því fyrir í "húsinu mínu". Svo á ég von á að Bylting verði járnuð í vikunni líka og þá fer boltinn að rúlla. Ég er búin að semja við Lilju um teymingar og svona svo núna fer taminingin af stað fyrir alvöru. Nú þarf hún sko að vinna fyrir matnum sínum eins og Lilja segir svo oft :)

cheers í bili..
Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 1634
Gestir í gær: 611
Samtals flettingar: 177027
Samtals gestir: 24948
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:37:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar