Mánaskál

20.02.2008 21:02

Tíminn líður og líður..

Ég fór í heimsókn til Berglindar Önnu í gær. Tjica (www.tjica.com) var voðalega mikil vinkona mín.. auðvitað enda er ég besta frænka ever.. Vikotría var líka bara pínu hrifin af mér.. eða .. ég er reyndar alltaf svo ánægð þegar krakkar garga ekki á mig að þetta var bara brilliant. Hún setti meira að segja upp svona "gesta show" fyrir mig, þe. að þykjast vera týnd í gardínunum sínum. Við Begga gláptum svo bara á DVD og átum snakk og nammi eftir að stelpan sofnaði.. og Tjica fékk að sjálfsöðgðu að kúra hjá okkur :)

Ég mætti í ræktina í morgun þrátt fyrir að hafa alls ekki nennt því. Ég mætti ekki á mánudag eða þriðjudag og þvi var kominn tími til að sprikla smá. Ég var reyndar mjög dugleg í ræktinni í síðustu viku og mætti alla morgna.

Eftir vinnu fór ég upp að Rauðavatni með Sömbu og Skellu mína. Það var allt of langt síðan ég sá Skellu síðast og Sömbu veitir ekki af hreyfingunni. Þess má geta að Samba og Skella fóru báðar í augnskoðun síðustu helgi og stóðust báðar. Það er auðvitað ekki að spyrja að því.. Samba var stilltasti hundurinn á svæðinu.. eins og flestir eru búnir að heira oft og mörgum sinnum.. pabbi er sko alveg með þetta á hreinu. Það hefur aldrei verið til jafn stilltur hundur held ég og þessi dekurprinsessa þeirra!! Við "tíkurnar" eins og einhver orðaði, fórum stóran hring við Rauðavatn í grenjandi rigningu en annars fínu veðri. Ég var auðvitað eins og algjör sveitalúði, í galla og alles.. ég fann ekki svörtu regn/hlífðarbuxurnar mínar og því var ekki annað á dagskrá en að grípa skærgulu 66°N buxurnar mínar. Ég held að ég hefði ekki komið óséð að neinum allavega.. sást from a mile away. Þetta var frábær ferð, tíkurnar skemmtu sér rosalega vel og meira að segja léku sér saman.. eins og Samba hatar Skellu mikið.. þetta var ótrúlegt. Reyndar var þráðurinn stuttur hjá Sömbu og friðurinn var úti þegar Skella sóttist eftir smá knúsi frá mömmu sinni.. það var einum of fyrir Sömbu. Ég elska að fara út að labba með hundana mína í ekkert voðalega skemmtilegu veðri, ef maður er rétt klæddur þá skiptir veðrið engu máli en snilldin við þetta er að maður hittir sjaldnast hræðu. Það eru ekki allir eins og ég sem láta sig hafa það að fara út sama hvernig viðrar. Svona á þetta nefnilega að vera, maður á að geta farið út að ganga með hundana sína í lausagögnu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af umferð, öðrum hundum, gangandi vegfarendum eða hestamönnum.. það er rosalega fínt að vera bara aleinn með hundunum í friði.

 
Skella að kíkja á útsýnið


Samba




Ég gerði eina heiðarlega tilraun til að stilla vinkonunum upp saman fyrir myndatöku.. þær eru nú eiginlega bara eins og dauðadæmdar þarna.. ferlega asnalegar báðar tvær.

Eins gaman og það er að hafa alltaf myndavél með sér þá er ekkert jafn pirrandi og það hvað ég er óánægð með myndavélina mína.. hún er bara ekki að gera sig!! Allt of sein að taka myndir.. lengi að vinna þær, er heilan dag að gera sig tilbúna til að taka næstu mynd.. þetta er bara ferlegt. Ég hafði svo mörg tækifæri til að taka fínar myndir af stelpunum en endaði yfirleitt með hálfann hund eða engann loksins þegar myndavélin varð tilbúin!! ARG! Mér finnst að bankinn hefði átt að slysast til að gefa mér myndavél sem skilur hvað ég vil.. ekki eitthvað dót sem klúðrar öllu fyrir mér :)

Eins og áður kom fram var mjög gaman á spilakvöldinu hjá Karenu.. eins og þessar myndir bera með sér.. 


Karen með flottustu ryksugu í heimi sem við gáfum henni fyrir að vera komin inn í prógramið á Reykjalundi! Til hamingju Karen AKA Karen Kinky :)



Konni hennar Ásu.. verulega karlmannlegur með einhvern ónefndann bleikan drykk



Karen sá um að enginn þornaði upp.. Mmmm OPAL :)

Hehe.. frekar fyndið.. Konni minn.. afhverju ert þú á eiginlega öllum myndunum mínum frá þessu kvöldi?? Hættu nú þessari athyglissýki drengur!!

Jenný.. þú mátt senda mér myndir frá spilakvöldinu og frá þorrablótinu á manaskal@gmail.com :)

Enn stefni ég á að fara í Mánaskál um helgina. Ég veit ekki enn hvort ég fer ein eða ekki.. ég ætla allavega að fara. Ég hlakka rosalega til að kíkja á tryppin mín.. sem minnir mig á það.. ég þarf að kaupa ormalyf og jafnvel fleira fyrir norðurferðina. Ég vonast líka til að geta tekið Skellu með mér í sveitina, ég veit að við höfum báðar gaman að því :)

Eitt að lokum.. hvernig er það er ekki almenn kurteisi að kvitta í gestabókina??

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 173875
Samtals gestir: 24028
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 08:38:03

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar