Mánaskál

18.01.2008 09:17

vikan að klárast...

Ása María varð þrítug á miðvikudag þann 16. janúar og ég gleymdi að hringja í hana. Einnig átti Aggi bróðir afmæli þann 16. janúar og ekki mundi ég heldur eftir að hringja í hann.. ég er alveg ferleg! Til hamingju með afmælin bæði tvö :)

Enn er ekkert að gerast hjá mér í hestamálum, Ótti er enn fyrir austan svo ég er bara að bíða eftir að hann komi í bæinn. Ég hef ekkert frétt af tryppunum mínum, verð að muna eftir að hringja norður. Ég las á Röðuls-síðunni að holdafar hefði ekki verið mjög gott á þeirra hrossum vegna slæmrar tíðar.. sem þýðir það sama um mín hross geri ég ráð fyrir. Einhverra hluta vegna hef ég á tilfinningunni að Ótti komi í bæinn um helgina.. þar sem ég er að vinna!

Næstu helgi er árshátíð hjá Atla. Ég er að vinna þá helgi líka en ætla að reyna að fá frí svo ég komist með þangað. Svo er auðvitað þorrablótið á Klaustri 2. febrúar og svo er árshátíð Kaupþings 15. mars.. ég hlít að þurfa að kaupa mér nýjann kjól! Reyndar keypti ég rosa sætann kjól í Boston sem ég notaði um jólin.. en það er svo gaman að vera í nýjum kjól :) Ég sé til hvað ég geri í þessu.. ég gæti alveg komist upp með það að fara alltaf í sama kjólnum enda aldrei sama fólkið í kring um mann.. nema Atli.. og hann er karlmaður ;)  Ég hugsa að ég kíki samt í búðir við tækifæri. Ég sá æðislegann kjól í Flash á Laugaveginum um daginn.. ég held að ég verði að fara að skoða hann.. allavega að kíkja á verðmiðann :)

Atli var að vinna í nótt sem er frekar glatað, ég þurfti að kúra ein :( Ekki skánaði það þegar ég gat ekki sofið vegna kviðverkja og veltist um og grenjaði vel framyfir miðnætti :( Svo til að toppa allt voru engar verkjatöflur til.. og öll apótek bæjarins lokuð! Ekki nóg með það heldur svaf ég líka mjög illa þarsíðustu nótt og þarf því að hefja vinnuhelgina illa sofin og ómöguleg.. æðislegt! 

Djöfull skitu íslendingar á sig á móti Svíum í EM í handbolta í gærkvöldi. Það var eiginlega bara pínlegt að horfa á þetta, seinni hálfleik sérstaklega. Þetta er bara svo spælandi þar sem við getum svo mikið mikið meira. Svo urðum "við" allt í einu lifandi rétt fyrir leikslok.. en þá var það auðvitað allt of seint. Úff ég hef bara ekki taugar í svona! Ég vona að næsti leikur gangi betur :)

Þessi vika hefur liðið frekar hratt, en hún var líka í styttra lagi hjá mér. Ég er að vinna um helgina og hlakka mikið til þegar helginni verður lokið. Ég er ekki alveg í stuði fyrir helgarvinnu núna.

Myndirnar úr afmælinu hennar Ásu eru enn á leiðinni, þær eru reyndar enn í myndavélinni minni en þær koma á endanum :)

 

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174777
Samtals gestir: 24143
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 07:00:36

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar