Mánaskál

15.01.2008 22:46

Janúar hálfnaður.. hætt að vinna hjá KB í Smáranum..

Janúarmánuður er hálfnaður.. ég er nú ekki alveg að ná þessu. Þetta ár ætlar að líða enn hraðar en það síðasta held ég.

Ása María vinkona verður þrítug á morgun og hélt upp á það á laugardaginn í góðra vina hópi. Við vorum nokkuð mörg frá Suðureyri sem var svolítið gaman enda fólk sem ég hitti ekki á hverjum degi. Við fórum svo út á lífið og skiluðum okkur heim undir morgun. Ég var með myndavélina með mér og tók eitthvað af myndum. Ég held reyndar að þær hafi verið fáar sem teljast góðar en þó náðist ein ótrúlega ógeðsleg af mér.. og ég ætla að skella henni hingað inn. Það er nefnilega alveg merkilegt hvernig ég myndast stundum.. úffff ég kem mér svo oft í furðulegar stellingar :)

Sunnudagurinn var óttalegur letidagur hjá mér og maður hefði pottþétt getað nýtt tímann í eitthvað nytsamlegt. Svona er þetta bara stundum, svo ótrúlega gott að gera ekkert. Pestin "góða" náði svo í mig á aðfaranótt mánudags sem var ekki skemmtilegt en ég var svo komin í vinnu aftur á þriðjudag enda ekki annað hægt því það stóð til að flytjast búferlum í vinnunni.

Dagurinn í dag var að mestu eðlilegur nema að það var allt í kössum í útibúinu. Á slaginu fjögur var svo mættur hópur manna til að flytja okkur út úr smáranum og upp í Hamraborg. Það tók nánast engann tíma að breyta útibúinu í tóman geim með nokkrum skrifborðum.. hvert einasta snitti horfið út í sendibíl. Við vorum svo framyfir níu að koma okkur fyrir í "nýja-notaða" útibúinu okkar. Ég held reyndar að þetta muni ganga ágætlega en ég vona að smiðirnir hinum megin við vegginn verði ekki mjög hávaðasamir á meðan þeir koma upp nýja húsnæðinu okkar.

Ég var búin að fá þær fréttir að Ótti kæmi í bæinn annað kvöld.. en svo breyttist það.. ég er nú alveg að fá nóg af þessu! Ég hringdi í karlinn sem er með Ótta til að fá að vita hvenær ég mætti eiga von á honum á morgun, svona ca allavega þar sem ég þarf að blikka Lilju til að taka á móti honum ef ég er enn að vinna þegar hann kemur. Nei nei.. þá eru þeir hættir við að gera þetta á morgun.. og það verður sko ekkert í þessari viku heldur.. og þeir munu sko bara koma honum í bæinn sama hvenær það verður og vilja bara hafa það þannig, ég á ekkert að spá í því! Halló.. ég þarf nú að vita eitthvað.. ég vildi fá hann inn fyrir löngu síðan og er alveg búin að fá nóg af þessari bið. Ég þarf nú líka að vera til taks þegar folinn kemur, ég er eiginlega alveg viss um að þeir hringja þegar þeir eru að leggja af stað eða eru hálfnaðir í bæinn til að láta mig taka á móti honum.. og ætli ég sé þá ekki að vinna í blómabúðinni eða eitthvað! óþolandi! Vá hvað ég verð fegin þegar hann verður kominn til mín... og eins gott að ég fái rétta folaldið í hendurnar.. það væri það eina eftir að fá vitlaust folald!

Ég þarf nú að fara að fá fréttir af tryppunum mínum að norðan, ég vil fara að heyra eitthvað af þeim. Ætli ég bjalli ekki í Signýju til að athuga stöðuna. Mér þykir nú verst af öllu að hreinlega komast ekki norður sjálf til að kíkja á þau, ég er að verða hálf taugaveikluð yfir þeim.

Ég er að vinna næstu tvær helgar þar sem ég þurfti að skipta helgum til að geta verið í fríi þegar þorrablótið á Klaustri er. Ohh hvað það er leiðinlegt að vinna svona helgi eftir helgi.. en svo fæ ég reyndar 2 í frí í röð og það verður kærkomið. Verst að það er svo langt þangað til ég kemst norður næst.. febrúar er eitthvað svo langt í burtu :(

Það er ótrúlega mikið að gera í social lífinu, búið að bjóða manni í annað þrítugsafmæli næstu helgi. Anna Marín verður örugglega með skrautlegt party á Álftanesinu ef ég þekki hana rétt. Næstu helgi eru líka 2 Díf sýningar (www.dif.is) sem hefði verið rosalega gaman að fara á. Reynar er aldrei að vita nema að ég reyni að ná fyrri hlutanum af þeim áður en ég mæti í vinnuna í blómabúðina. Á laugardagskvöld er svo hittingur hjá Díf félögum á Players sem mig langar mikið að kíkja á en ég kemst því miður ekki í matinn því ég er auðvitað að vinna. Ég reyni að fara á báða staði hugsa ég en þó líklega í mýflugumynd á báða.

Ég fékk ótrúlega flotta mynd senda af systurdóttur minni í dag.. Ég horfði nú lengi á myndina áður en ég fattaði hvað mamma hennar meinti. Daman var búin að klippa toppinn á sér.. og það líka ekkert smá! Hún var sem betur fer ekki byrjuð að snyrta síða hárið að aftan! Hún er með rosa sítt og flott hár og mamman hafði sko ekki húmor fyrir þessu! Pabbinn skemmti sér þó heldur betur en mig grunar að hann hafi ekki sýnt Lólý mikið hvað honum þótti þetta spaugilegt. 

 


Komið nóg af bloggi í bili.. reyni að henda inn myndum á morgun

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174779
Samtals gestir: 24144
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 07:32:00

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar