Mánaskál

26.12.2007 19:16

Gleðileg jól

Gleðileg jól!!


Jæja þá eru jólin gengin í garð. Ég bloggaði síðast nokkrum dögum fyrir jól svo ég hlít að skulda nokkrar línur.

Síðustu dagarnir fyrir jól liðu ansi hratt enda nóg að gera fyrir jólin. Ég snyrti einn laugardag í Dýrabæ (man ekki hvort það var búið að koma fram) og það var ósköp gaman að hundast aftur. Ég var á nokkuð góðu róli með jólagjafainnkaupin þó að aðalgjöfin hafi beðið fram á Þorláksmessu. Ég var nú alltaf nokkurn veginn ákveðin í því hvað ég ætlaði að kaupa handa Atla svo ég var ekki mjög stressuð. Ég held meira að segja að hann hafi bara verið mjög ánægður með dótið sem hann fékk.

Atli kom heim á Þorláksmessumorgun og ég sótti hann í Leifsstöð. Við fórum svo bara heim og lögðum okkur enda var ennþá nótt hjá honum eftir dvölina í Kanada og ég var líklega ekki búin að sofa í nema um 4 tíma þegar ég þurfti að fara á fætur til að sækja hann. Það var rosa gott að fá hann heim :) Þorláksmessa var svo bara mjög skemmtileg, aðallega letilíf. Við enduðum svo á því að fara með Svenna á Þrjá frakka í skötuveislu. Meira að segja ég fékk mér skötu og smá íslenskt brennivín. Mér fannst nú tvöfalt staup einum of og lét strákana draga mig að landi. 


Svenni með íslenskt brennivín

Við rötlum svo Laugaveginn í góða veðrinu. Það var mikið líf í bænum og rosalega gaman að trítla þetta. Við ætluðum á tónleika með Ullarhöttunum en það var aðeins of pakkað þar og engin sæti í boði svo við skelltum okkur á Apótekið í smá stund og fengum okkur smá bjór. Ég var orðin smá full áður en við fórum heim, skil eiginlega ekkert bara í því en drykkirnir mínir bara leituðu allir í gólfið hmm.. ég þarf eitthvað endurskoða þetta.

Á aðfangadag rétt drattaðist ég á fætur til að fara að snyrta sparikúnnana í Dýrabæ. Ég er auðvitað að tala um Skellu mína og svo tjúana Zorró og Vífil. Ég var aðeins og sein í snyrtingunum.. en það er nú bara voðalega líkt mér.. alltaf á síðasta séns. Ég var komin heim um fimm og átti þá eftir að fara í sturtu og allt áður en jólin byjuðu fyrir alvöru. Mamma er nú svosum ekki voðalega stressuð fyrir jólahaldinu svo ég var í góðum málum. 


Skella orðin fín, að sjálfsögðu með  jólaslaufu

Ég fékk fullt af fínum gjöfum og er mjög sátt við mitt. Fékk meira að segja myndavél frá bankanum og húfu og vettlinga frá mömmu og Lólý sem ég ætlaði að kaupa mér á Þorláksmessu.. en besta gjöfin var auðvitað eftir :)

Eftir að við vorum búin að opna okkar pakka fórum við til Lólýjar og Kidda.. og vá hvað það var gaman hjá krökkunum!! Þau höfðu geymt pakkana frá okkur til að opna um leið og við kæmum og það var sko hamagangur! Sandra að opna dúkkvagn.. Ágúst fékk Liverpool galla og svo var það auðvitað bílabrautin og meira og meira og  meira.. ótrúlegt hvað svona stubbar fá mikið af fínum gjöfum.

Ég fór svo til Atla eftir hamaganginn í Rjúpnasölum. Við opnuðum gjafnirnar okkar saman sem var rosalega gaman. Ég fékk ótrúlega skemmtilega jólagjöf. Ég var nú samt ekki að átta mig á því hvað var í pakkanum þegar ég sá hann. Málið er að Atli sagði um daginn að hann hefði verið að kaupa gjöfina mína og þá var hann staddur í Kanada. Það var ekkert óeðlilegt að hann verslaði þar og því grunaði mér alls ekki að ég fengi það sem ég fékk. Þegar ég sá gjöfina mína hugsaði ég.. afhverju kaupir hann handa mér veiðistöng! Ekki það að ég hefði alveg verið ánægð með veiðistöng en við höfum ekkert talað um að fara saman að veiða og því fannst mér þetta furðulegt. Mér datt bara ekkert annað í hug sem var svona í laginu. Svo las ég kortið og þá bara varð ég að klípa í pakkann.. þetta var girðingastaur! og fleiri biðu eftir mér úti! Ég var samt hissa að fleiri staurar væru úti því við vorum að koma inn og ég sá ekkert óeðlilegt úti. Atli fór svo með mig út og ég var alveg hætt að skilja þetta þegar ég var komin niður á bílaplan. Ég átti svo víst fleiri staura úti, drengurinn var með sendilbíl fyrir utan með bretti af girðingastaurum! Ohh æði.. ég hlakka ótrúlega til að fara að girða! Hann keypti semsagt fullt af staurum og var búinn að koma þeim suður frá Selfossi á sendibíll sem hann fékk lánaðann og núna þurfum við bara að drífa okkur norður með gullið mitt :D

Á jóladag var svo matarboð hjá mömmu í hádeginu. Við hefðum nú alveg verið til í að sofa út en ég er aldrei til í að missa af hangikjöti sem maður fær nú yfirleitt bara á jólunum. Atli kom með mér og sýndi mikinn hetjuskap fannst mér. Þetta gekk auðvitað stóráfallalaust fyrir sig og að sjálfsögðu komst til tals hvað drengurinn minn væri sætur eftir að við fórum :) Jóladagur var svo með rólegra móti, bara rólegheit og leti.

Á annan í jólum fór Atli austur en ég svaf út. Ég mætti svo í jólaboð í Flúðaselið. Þetta var hefbundið jólaboð með krónuleik og æsispennandi fjölskyldubingói. Ég fékk ekki vinning þetta árið frekar en fyrri ár. Konni hennar Jennýjar vann krónuvasann þar sem hann giskaði á þá tölu sem næst kom upphæðinni í vasanum. Ágúst Unnar vann svo fyrsta vinninginn í bingóinu og var auðvitað alsæll eins og "að verða 6 ára" drengir verða þegar þeir vinna pakka. Þetta var mjög fínt, alvöru heitt súkkulaði og tilheyrandi.

Það var ótrúlega gaman að segja frá því hvað ég fékk frá Atla í jólagjöf, viðbrögðin voru mjög mismunandi. Karen sagði t.d. að ef hún hefði fengið girðingarstaura þá hefði hún notað einn þeirra til að rota viðkomandi hehe. Flestum fannst þetta bara rosa flott þar sem fólk þekkir mig.. ég er nú ekki eins og fólk er flest :) Mér finnst nú bara æðislegast að hann hafi haft svona mikið fyrir þessu. Ég á það nú líka eiginlega skilið miðað við tímana sem ég eyddi í veiðibúðum og á netinu í rannsóknarvinnunni minni :) En svo fékk ég auðvitað vinnumann í girðingarvinnuna líka svo þetta voru nú aldeilis ekki bara staurar !! Ég ætla sko að geyma kortið þar sem hann lofar ómældum tíma í að pota þeim niður þar sem ég vil hafa þá !! :D :D

Í kvöld á svo að skella sér í bíó með fænkum og frændum.

Áramótin eru ekki orðin skipulögð hjá mér og þónokkuð í stöðunni hjá mér. Ég ætla mér allavega að eiga góð áramót þar sem ég hef ekki átt djammáramót í herrans ár þar sem ég hef verið með hund á heimilinu og svo í vaktavinnu ofan á allt. Núna er ég laus og liðug og get gert það sem ég vil!

Þegar ég var að bæta inn myndum núna rakst ég á eina af okkur Skellu frá því að hún var lítil. Ég verð bara að setja hana inn þar sem hún var auðvitað bara sætust af öllu sætu!!! Vá hvað ég væri til í svona skvísu aftur!! 


hvað er sætara !! vá ég bara bráðna


Ætla líka að benda á að ég er byrjuð að flytja myndir yfir í myndasíðunna hérna. Þetta eru aðallega hestamyndir og fleiri myndaalbúm eru væntanleg.


Gleðileg jól allir.. skjáumst á nýju ári!!

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189312
Samtals gestir: 25649
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:01:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar