Mánaskál

19.12.2007 14:39

5 dagar til jóla

Núna styttist aldeilis í jólin, 5 dagar í hátíðina. Ég er enn hætt að reykja og alveg að verða búin með jólagjafainnkaupin. Jólin mega bara bráðum koma.. svona þegar ég er búin að kaupa síðustu gjöfina, búin að fara í klippingu og svo framv. það er sko nóg að gera þessa síðustu daga!

Ég gleymdi alveg að minnast á það í síðustu færslu að ég tók fröken Sömbu með mér í hesthúsið í gær og hún fékk að fara með okkur í reiðtúr. Ég er hálf hissa hvað greyjið gat hlaupið þar sem hún er nú ekki í neinu spes formi. Mamma var nú samt alveg viss um að hún væri með harðsperrur í morgun, hún fór víst eitthvað varlega út í garð að pissa. Mér finnst það eiginlega ekki skrítið, ég er sjálf aðeins aum og stirð.

Ég fór í ræktina í morgun og í síðustu mælinguna á þessu ári. Ekki er ég nú mjög kát með afrekið.. búin að þyngjast, fitna og stækka síðan í haust þrátt fyrir lágmark 3 skipti á viku í ræktinni. Ég hef nú heldur ekki étið svona mikið á þessum tíma, eða það finnst mér ekki! Ég er nú reyndar alltaf svöng eftir að ég hætti að reykja en ég er samt ekki að háma í mig nammi.. hef bara svolítið meiri matarlyst.. hvað getur maður eiginlega gert. ARG hvað þetta er pirrandi!

Í kvöld eru litlu jólin hjá okkur frænkunum. Ætlum að hittast hjá Karen, borða saman, hlusta á jólalög og eitthvað fleira skemmtilegt. Svo verður auðvitað skipst á litlum pökkum í tilefni dagsins.

Svo á ég nú eftir að pakka inn öllum mínum gjöfum, jólakortin fóru í póst í dag og meira að segja fóru 2 þeirra óvart frá mér án heimilisfangs.. á eiginlega ekki von á að þau skili sér :S að öðru leiti þá koma jólin bara þegar þau koma.. eins og Sigga frænka segir.. þá koma jólin sama hvort þú ert búin að skúra eða ekki! og það er svo satt!

 

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189279
Samtals gestir: 25643
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:02:29

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar