Mánaskál

12.12.2007 10:04

Fyrsti jólasveinninn kominn til byggða

Dagur 16 í reykleysi.. ég fer að hætta að nenna að telja lengur því ég er að standa mig svo vel.. ég veit að þetta er í höfn :) Ég verð þó að viðurkenna að ég á í pínu erfiðleikum með skapsveiflurnar ennþá. Ég fór t.d. í verslunarleiðangur í gær þar sem ég leitaði að buxum. Ég skil ekki alveg hvernig Lólý systir nennir með mér í svona því það er ekkert sem fer meira í skapið á mér! Í fyrsta lagi þá eru ekki nema 2 verlsanir í Smáralind sem selja buxur í minni sídd.. halló ég er enginn dvergur samt! Það er óþolandi að fá aldrei buxur í réttri sídd því ég er yfirleitt ekki ánægð þegar ég læt stytta buxur fyrir mig. En ég kom heim með einar buxur sem er betri árangur en sl. mánuði. Ég geri ráð fyrir nokkrum buxnaleiðöngrum í viðbót næstu daga.. úfff greyjið ég.

Ég heyrði aðeins í Signýjyu á Balaskarði í vikunni. Tryppin mín eru í allavega 2 hópum á dalnum og tíðin ekki svo slæm. Ég vona bara að þetta haldist allt í góðu lagi. Ég er komin með smá mömmuáhyggjur af börnunum mínum. Signý sá Myrkva um daginn og segir hann líta vel út. Það eru góðar fréttir og ég vona að það haldist svo. Ég stefni á að fara norður fyrstu lausu helgi í janúar og skoða gripina.

Atli fer út á morgun til Kanada. Ég er nú hálf leið yfir því, ég væri sko alveg til í að hafa hann svona rétt fyrir jólin. Hann kemur ekki heim fyrr en á þorláksmessu en ég er að vinna þá.. vona að ég geti fengið frí.

Fyrsti jólasveinninn kom loksins til byggða.. nema að hann kom ekki að heimsækja mig. Ég held að ég sé búin að vera voðalega stillt og þess vegna skil ég þetta bara ekki. Mér dettur reyndar í hug að Atli hafi staðið vaktina í nótt og hrakið hann í burtu.. þarf greinilega að ræða þetta við hann.

Ég á ekki mikið eftir í jólaundirbúningi. Ég er búin með flestar gjafir og það sem er eftir er nokkurn veginn ákveðið. En ég þarf endilega að drífa mig af stað til að klára þetta. Annars þekki ég mig.. verð á síðustu stundu í reddingum!.

Við Lilja erum búnar að mæla okkur mót í hesthúsinu næsta mánudag.. vá hvað ég hlakka til!! Ég er alveg með fráhvarfseinkenni frá hestamennskunni. Ég fæ eitthvað gott undir bossann en það verður forvitnilegt að sjá hvort ég passa í reiðbuxurnar mínar :S
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189268
Samtals gestir: 25642
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:11:32

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar