Mánaskál

06.12.2007 09:38

dagur 10.. kæri jóli


Skella mín á jólunum

Núna er ég á tíunda degi í reykleysinu og er að standa mig eins og hetja! Í dag er 4. dagurinn án plásturs og ætli ég sé ekki bara laus við nikotín tyggjóið líka. Ég fékk mér tyggjó í gærmorgun og kannski seinnipartinn er ekki alveg viss.. en svo tókst mér að læsa lyklana mína inni í herbergi og pabbi, sá eini með aukalykil var að vinna. Tyggjóið mitt var semsagt inni og ég að verða geðveik en komst svo bara yfir það. Í morgun fór ég á fætur með ekkert tyggjó og fór í vinnuna.. og enn sem komið er er mér alveg sama.

Það er kominn 6. desember.. 18 dagar til jóla! vá hvað þetta líður hratt. Mér finnst svo stutt síðan árið byrjaði.. og þetta þýðir bara eitt.. ég fer að verða árinu eldri.


Atli kom heim í gær en því miður stendur það ekki lengi yfir því hann er að fara út aftur eftir nokkra daga. Það er nóg að gera hjá mér, ég er að vinna um helgna og auk þess er vinnustaðahittingur hjá trygginaráðgjafa útibúsins á laugardaginn og ég held að við fáum eitthvað gott að borða. Þetta eru svona hálfgerð litlujól sem þýðir að ég þarf að muna eftir að kaupa pakka! Þarnæstu helgi fer ég kannski norður en það er ekki alveg ákveðið. Ég þarf eitthvað að fara að gera fyrir blessuð tryppin mín. Ég er farin að vorkenna þeim að vera úti og langar að fara að koma þeim á gjöf. Enn hef ég ekkert frétt af Ótta en ég held að hann sé í góðum málum ennþá því hann er gengur enn undir Dimmu. Meðan hún mjólkar þá heldur hann áfram að stækka og dafna en auðvitað þarf að fylgjast vel með hrossunum í svona tíð eins og hefur verið. Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af Dimmu en af Ótta.

Ég fór í ræktina í gær.. ohh ég er svo dugleg! Nema hvað að ég kom mér fyrir á uppáhalds hlaupabrettinu mínu og þá er bara engin stöð 2.. getur þetta company ekki borgað áskriftargjöldin! Vá hvað þetta var ömurlegt.. ég sem er alveg að verða komin inn í Bold and the beautiful og Neighburs! Það er algjör snilld að þessir þættir eru sýndir alla daga.. á þeim tíma sem ég fer í ræktina.. perfect! Ef þetta er ekki komið í lag þegar ég fer eftir vinnu í dag þá veit ég ekki hvað ég geri!. Reyndar var ég mjög heppin í gær því Dýravinir voru á skjá einum en það er bara einu sinni í viku svo ég vil fá stöð 2 aftur!

Þegar ég var búin á hlaupabrettinu og ákvað að þetta væri bara komið nóg sný ég mér við og .. vola.. blessaður Raggi! Haha ótrúlega fyndið, ég er að verða komin yfir óþægindin sem fylgja því að fara í ræktina, þe. hræðsluna að það sé einhver að horfa á mann aulast.. svo er maður í sakleysi sínu að hlaupa og áttar sig svo á að einhver sem þú þekkir er á bretti fyrir aftan þig. Frekar óþægilegt en þetta hlítur að lærast eins og annað. En þetta er sko allt í góðu því Atli keypti handa mér svona tösku undir iPhone til að festa símann á upphandlegginn þannig að þegar ég er búin að setja tónlist í símann minn þá verð ég ótrúlega flott á því að hlusta á tónlist úr símanum mínum í ræktinni. Það eru sko ekki margir sem eiga jafn flottann síma og ég :)

Stelpur hvað segið þið um að hafa síðasta frænkukvöldið fyrir jól svona hálfgerð litlu jól.. við getum eldað saman.. hlustað á jólalög og jafnvel bakað! Who is in?
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189268
Samtals gestir: 25642
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:11:32

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar