Mánaskál

04.12.2007 11:58

.. og enn er bloggað

Jæja í dag er 8. reyklausi dagurinn minn. Í gær var fyrsti dagurinn minn án nikótínplásturs. Þetta er bara alveg að ganga hjá mér, ég fann reynar alveg fyrir því í gær að ég væri ekki með plásturinn, sérstaklega á skapinu en þetta gekk upp. Svo er kominn nýr dagur og enn er ég plásturslaus. Ég er reyndar endalaust svöng og nartþörfin er að drepa mig.. en það á eftir að líða hjá. Ég er að reyna að standa mig í ræktinni til að koma í veg fyrir að ég verði eins og hvalur um jólin!

Ég er enn að lyfta þrisvar í viku fyrir vinnu hjá Skarpa í Sporthúsinu. Núna er ég svo að fara eftir vinnu líka í brennslu. Ég fór 3 sinnum eftir vinnu í síðustu viku og í þessari viku ætla ég að fara á þri og fim. Ég var slöpp í gær og fór því bara heim eftir vinnu og á föstudaginn er ég að vinna í Dögg svo ég þarf að sleppa ræktinni eftir vinnu. Annars er planið bara að halda áfram að lyfta þrisvar í viku og fara helst að brenna 5 sinnum í viku. Þá trúi ég ekki að ég fitni! Ég held allavega að Kári í deCode gæti þá fundið fitugenið í mér ef ég fitna þrátt fyrir alla þessa hreyfingu.. spurning um að selja honum smá blóð :) Í raun ætti ég að fara í rætkina á miðvikudaginn líka en ég á pantaðan tíma í klippingu þá og Atli er að koma heim ef verður leyfir. Reyndar þarf hann að læra fyrir próf svo kannski finn ég smugu til að fara í ræktina.

Að öðru leiti er allt við það sama held ég. Ég er mikið að hugsa til tryppanna minna sem eru úti fyrir norðan. Það getur verið að ég fari norður þarnæstu helgi, þe. á næstu fríhelgi til að freista þess að ná þeim. Ég vil fara að koma þeim undir mannahendur svo ég geti verið örugg um að öllum líði vel.

Ég hugsa rosalega mikið norður þessa dagana, kannski er það vegna þess að ég hef ekki margt annað að gera. Ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég myndi eiga marga hunda ef ég ætti heima í Mánaskál, ég er búin að sjá fyrir mér hundaaðstöðuna, hvar reiðhestarnir eiga að vera og allt það... alltaf er jafn gaman að láta sig dreyma.

.. jæja ég er víst í vinnu.. þarf að gera eitthvað..

þangð til næst..
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189268
Samtals gestir: 25642
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:11:32

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar