Mánaskál

27.06.2007 23:45

Tryppin mín

Þá eru allar myndirnar komar í myndaalbúmið. Ég tók bara nokkrar myndir af tryppunum mínum, það var greinilega bara skemmtilegra að mynda folöldin.


Hér er hann Myrkvi minn, 3. vetra sláni. Myrkvi er undan Dimmu frá Búðarhóli sem er með fín 2. verðl. og Kjalari frá Skagaströnd sem er brúnskjóttur Hilmissonur. Myrkvi er stór og myndarlegur en ég hefði nú kosið aðeins meira fax. Það þýðir þó ekkert að kvarta þó hann sé bæði "bara brúnn" og faxrýr.


Hér er svo primadonnan í hópnum. Bylting 3. vetra undan Hjálmari frá Vatnsleysu og Jörp frá Haga.

Svo er það Drungi undan Dimmu "minni" og Klett frá Hvammi.. einnig "bara brúnn en þó aðeins meira af faxinu en á Myrkva stóra bróður". Drungi er 2. vetra og er frekar gelgjulegur greyjið. Hann á vonandi eftir að braggast vel í sumar.

Svo held ég að ég verði bara að skammast mín.. ég tók nefnilega enga mynd af höfðingjanum mínum Mána gamla.


Svo verð ég nú bara að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég tók af folöldunum hennar Signýjar..
Rosalega sætur hestur


Blesa með sinn jarpblesótta fola


Sylgja með brúnblesótta, hringeygða hryssu með leist á vi afturfæti.. æðislegur litur!

Flettingar í dag: 690
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1019
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 189095
Samtals gestir: 25626
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 21:01:51

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar