Mánaskál |
|
20.01.2009 15:1240 v + 1dBara að láta vita að það er ekkert að gerast.. ég og krílið erum bara að læra saman og mætum galvösk í skólann í kvöld. Skrifað af Kolla 19.01.2009 15:1140 vikurJæja þá er þessi langþráði áætlaði fæðingardagur runninn upp Ég og ormurinn erum þó bara í rólyndisgír ennþá, ætlum ekkert að flýta okkur um of.. enda þolinmæðisfólk hér á ferð! hehe Skrifað af Kolla 18.01.2009 12:3539v6dEkkert að gerast enn.. allir geta verið rólegir áfram Ása frænka fékk að fara heim með prinsana sína á föstudaginn og hún og Konni eru að finna nýja taktinn í lífinu. Það er auðvitað engin smá breyting að vera allt í einu með tvo nýbura á sínum höndum allan sólarhringinn. Þetta gengur samt bara rosa vel og allir eru í skýjunum. Petra frænka er enn ósprungin eins og ég og er að deyja úr spenningi. Mig grunar að hún sé farin að prufa allra handa húsráð til að koma sér af stað og verður spennandi að sjá hvenær allt gerist hjá henni Atli og tengdó eru að fínisera íbúðina okkar. Það er allt að verða voða fínt. Verið að mála og hengja upp hillur og dót og þrífa. Allt er að smella á sinn stað og orðið rosa kósí inní svefnherbergi Annars er fátt í fréttum.. þangað til næst.. Skrifað af Kolla 13.01.2009 15:52Tvíburarnir fæddirJæja tilkynningarskyldan hér..
Til hamingju Ása og Konni! .. og auðvitað ömmur og afar og allir hinir líka .. þangað til næst.. Skrifað af Kolla 11.01.2009 19:09Styttist í kríliðJæja ég er nú bara svona að láta vita að það er ekkert að gerast hjá mér. Ég er bara í rólegheitunum að sinna mér og heimilinu og krílið er alveg rólegt. Í dag eru 8 dagar í settan dag sem þýðir svosum ekki annað en að þetta er að styttast. Ég er alveg salíróleg og liggur ekkert á. Ég ætla að vera dugleg að láta vita af mér á næstu dögum svo endilega fylgist með Skrifað af Kolla 05.01.2009 21:30Kominn tími á bloggJæja núna er ég farin að slóra í blogginu... Ég náði öllum prófunum! og þarf því ekki fara í nein endurtektarpróf í janúar. Ég verð nú bara að segja að ég er ansi stolt af mér fyrir að hafa náð að klára heila önn í fullu námi með fullri vinnu og kasólétt Ég ætla bara að vera ansi ánægð lengi lengi hehe Atli kom svo heim á gamlársdag og við áttum fín áramót með tengdó og Tinnu og Garðari. Við spiluðum póker upp á Machintosh mola fram á nótt. Ég tapaði reyndar.. en það var samt ekki afþví að ég hefði étið alla molana mína! Skrifað af Kolla 23.12.2008 09:13Jólin alveg að skella áJæja núna er Atli minn loksins kominn heim ohh það er svo notalegt. Hann er reyndar hálfslappur greyjið sem er ekki nógu gott en hann jafnar sig vonandi fljótlega. Skrifað af Kolla 19.12.2008 22:23komin helgi og jólin nálgastMikið er ég fegin að það er komin helgi.. það er bara erfitt að vera komin aftur í vinnuna. Ég á eftir að gera jólagjafainnkaupin og þrífa og fleira svo helgin er mjög kærkomin. Í gærkvöldi gerði ég huggulegt inni í svefnherbergi, breytti pínkulítið og er alveg farin að sjá fyrir mér barnarúmið. Ég held að það sé um að gera að breyta sem mest á meðan Atli er ekki á landinu svo ég fái nú að ráða einhverju hehe Einkunn nr. 2 var að detta inn. Ég fékk 7 sem ég var ekki nógu sátt við en svo ákvað ég að það væri ekkert hægt að vera í fýlu yfir því. Ég get örugglega ekkert þrætt við kennarann og ég nenni því heldur ekki þar sem hún er bresk og er farin af landinu. Ég ætla bara að vera sátt við að vera búin að ná þessu fagi og þakka fyrir að þurfa aldrei að spá í þessu rugli aftur Þetta var með tilgangslausari áföngum sem ég hef setið. Svo á ég að fá út úr 2 fögum í næstu viku og þá er það bara bókfærslan sem bíður framyfir áramót. Skrifað af Kolla 17.12.2008 09:19JólafríJæja þá er kominn tími á smá fréttir af mér og mínum. Skrifað af Kolla 08.12.2008 22:28PróftörnJæja þá ætla ég að leyfa mér að líta aðeins upp úr bókunum og blogga smá. Ég var í fríi alla síðustu viku og verð í fríi þessa viku og fram á þriðjudag vegna prófanna. Próftörnin byrjaði á fimmtudag í þarsíðustu viku og hefur verið stanslaus síðan þá. Ég tók 2 próf í síðustu viku, markaðsfræði og aðferðarfræði. Mér gekk mjög vel í báðum prófunum enda varla annað hægt miðað við undirbúninginn sem var lagður í þetta. Við vorum alltaf 3-5 saman að læra og skiptum með okkur köflum til að glósa og fleira í þeim dúr. Við stóðum vaktina frá morgni og fram á nótt flesta daga. Ég er búin að búa í skólanum í allan þennan tíma, hef réttsvo komið heim til að sofa. Strax eftir markaðsfræðiprófið voru næstu bækur opnaðar og undirbúningi fyrir næsta próf skellt í gír. Helgin fór svo öll í stærðfræðilærdóm. Ég fór ásamt fleirum í einkakennslu í stærðfræði á laugardags- og sunnudagsmorgun og svo var setið fram á kvöld yfir skruddunum. Í gærdag var ég svo slæm í skrokknum, með samdrætti og bakverki, að ég fór bara heim um sexleitið og lagði mig. Ég var farin að halda að ég færi af stað í stressinu. Ég ákvað því að fara heim og ná að slaka smá á og læra heima í rólegheitum til að ná mér niður. Atli sat svo með mér yfir stærðfræðinni til að verða 2 í nótt og hjálpaði mér. Alveg yndislegur þessi drengur Í morgun fór ég svo upp í skóla og hélt áfram að læra fyrir prófið sem var kl. 2. Jáhh.. get ekki sagt að prófið hafi farið vel. Ég er fallin nema að prófið verði kært og allir hækkaðir um eitthvað í einkunn. Það er mikil óánægja með þetta próf, bæði þung og mjög langt. Ég held að það hafi bara 2 verið farnir þegar að próftíminn var búinn. Við vorum eitthvað um 40 í prófinu. Ég átti nú von á að mér gengi ekkert sérstaklega vel en ég átti ekki von á að engum gengi vel. Miðað við það sem ég hef heyrt þá verða endurtektarprófin í janúar ansi þéttsetin. Næsta próf er á fimmtudag og svo bókfærslan á mánudag. Eftir það ætti ég að geta slakað pínu á.. en þá bíður auðvitað blessaða stærðfræðiprófið ennþá Ég verð bara að krossleggja fætur og vona að ég nái að taka prófið í janúar. Skrifað af Kolla 26.11.2008 09:53Ferð í Mánaskál, próf og fleiraNú eru öll verkefni og próf annarinnar búin og eftir þessa viku koma svo lokaprófin! Ég klára síðasta prófið 15. des og get ekki beðið! Eftir það ætla ég að einbeita mér að því að vera ólétt og hafa það gott og dunda mér í öllu því sem ég hef ekki getað gert hingað til. Jólaskrautið er komið í bæinn svo ég ætti að geta gert huggulegt fyrir jólin Ég var í mæðraskoðun í morgun, enn lítur allt vel út og ég get ekkert kvartað að ráði. Auðvitað er lífið orðið eitthvað erfiðara en það er ekkert sem ég þarf að velta mér uppúr. Ég kemst enn fram úr rúminu óstudd, sef á nóttunni og get gengið án verkja. Ég er semsagt bara nokkuð sátt. Ég er nú samt hrædd um að prófin eigi eftir að taka toll, núna stend ég frammi fyrir mikilli lærdómstörn og ég á ekki endilega gott með að sitja lengi. Ég er búin að fá lengri próftíma svo ég geti staðið upp og teygt úr mér án þess að þurfa að skera það niður af eðlilegum próftíma. Svo mun ég sitja við bækunar allar stundir fram í miðjan des svo ég er hrædd um að þreyta fari að segja til sín. Núna á ég að fara í mæðraskoðun á tveggja vikna fresti og næst verður farið að skoða hvernig barnið snýr og svoleiðis. Ég er gengin rúmar 32 vikur svo það eru tæpar 8 eftir.. og þetta líður hratt! Ég fór upp í kjós á laugardaginn að kíkja á Birtu, hún er bara sátt að vera komin út sýnist mér. Sárið lítur rosa vel út og ég fer bara að senda hana norður mjög fljótlega. Hún var ekkert endilega vinsælust í stóðinu eins og gerist alltaf þegar ný hross bætast í hópinn en það var samt ekki búið að éta hana Atli og Siggi Vals fóru norður á fimmtudaginn og löbbuðu um alla landareignina í leit að rjúpum. Þeir sáu fáar en náðu þó 3 fuglum. Ég og Steffý hans Sigga fórum svo saman norður á laugardaginn til strákana. Þegar við vorum að komast heim á bæ sá ég tófu koma hlaupandi og æstist auðvitað öll upp enda vel upp alin í þessum veiðimálum Ég gólaði á Steffý að stoppa bílinn og bakka og hún skildi bara ekkert hvað var að mér. Ég var búin að rífa mig úr beltinu, komin fram í glugga og farin að berja í mælaborðið ef ég man rétt! Ekkert gerðist nógu hratt. Ég hringdi heim og skipaði strákunum að koma. Við bökkuðum og lýstum á tófuna sem lá í grasinu, hún fór svo af stað upp á veg og við eltum hana smá spotta áður en hún fór út af veginum hinum megin. Við stoppuðum bílinn við hana og lýstum á hana meira, hún lagðist niður en fór svo fljótlega af stað aftur. Á endanum hljóp hún í burtu og ólétta ég gat ekkert gert. Steffý skildi bara ekkert afhverju ég var með þessi læti, afhverju ég hringdi í strákana, afhverju þeir ætluðu eiginlega að koma eða bara hvað var að gerast! hehe.. svona er ég nú geðveik svo var ég ótrúlega spæld að hafa misst af henni og ég er búin að panta byssu fyrir mig! Mér finnst auðvitað ekki ganga að ég hefði geta skotið hana oft sjálf þó að ég hafi enga reynslu því hún var bara alveg við tærnar á okkur. Hrossin hafa það enn bara gott en þau verða nú komin á gjöf fyrir jól. Aldrei að vita nema að þau fái rúllu nú um helgina. Ég sé enga ástæðu til að spara heyjið ofan í þau ef það á að fara norður hvort sem er. Það þarf nú líka að passa að sparigrísirnir byrji ekki að léttast. Bylting er feitust sem kemur ekkert á óvart. Myrkvi og Drungi eru ekki jafn feitir en fínir samt, þó vil ég alls ekki að Myrkvi grennist neitt, mér finnst hann aldrei nógu feitur. Atli stefnir á að fara norður um helgina og sjálfsagt fara einhverjir gaurar með honum. Núna er síðasta rjúpnahelgin og vonandi verða þeir eitthvað varir allavega. Svo myndi þeim ekki leiðast ef tófan kæmi í heimsókn Ég verð aftur á móti í bænum að læra undir próf en ég svindla samt á föstudaginn en þá fer ég á jólahlaðborð með bankanum.. nammi namm Ég er aðeins búin að dunda mér í síðunni eins og sést, komið annað lúkk og svona. Ég bjó til ný myndaalbum af hrossunum og breytti hestahluta síðunnar líka. Ég geri ráð fyrir að fikta eitthvað meira í henni á næstunni en það verður ekkert fyrr en í janúar samt held ég. Búin að blaðra nóg í bili..þangað til næst Skrifað af Kolla 20.11.2008 11:05Draumatófan - Birta farin útÞessi vika líður rosalega hratt, helgin er bara alveg að skella á! Skrifað af Kolla 18.11.2008 10:20Vika 32 - fengið að láni frá doktor.is# Barnið vegur 1,9 kg og lengd þess nálgast 30 cm # Þvermál höfuðsins er 8,2 cm. # Fitulagið undir húðinni þykknar og því breytist húðlitur barnsins frá rauðum yfir í bleikan lit. # Táneglur vaxa # Í sérhverri mæðraskoðun er fyglst með blóðþrýstingnum og athugað hvort þú hafir eggjahvítu í þvagi eða vaxandi bjúg. Þá er m.a. verið að leita að einkennum um meðgöngueitrun. Það virðist aðeins vera farið að minnka leikplássið! Skrifað af Kolla 16.11.2008 22:26Allt of langt síðan síðast..Jæja nú er sko kominn tími á blogg og vel það.. allt of langt síðan síðast. Skrifað af Kolla 28.10.2008 11:04Ferð í Mánaskál og fleiraJæja tíminn flýgur áfram.. núna er október að verða búinn! Ég er komin rúmar 28 vikur á leið, rúmlega 6 mán. svo þetta er allt að styttast. Litla krílið mitt er ansi fyrirferðarmikið á köflum og minnir reglulega á sig í bumbunni Mér líður bara ósköp vel þrátt fyrir auka þyngslin og allt það. Ég er alveg fær í flestan sjó ennþá og læt ekkert stoppa mig sem þarf ekki að gera það. Atli er líka voða voða góður við mig og passar upp á að ég fari mér ekki að voða. Ég fæ svo mikla athygli þessa dagana og endalaus knús að ég verð örugglega bara abbó út í litla barnið þegar það fer að stela athyglinni frá mér Mér finnst svo ósköp notalegt að fá alla þessa hlýju. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is