Mánaskál |
|
08.07.2009 07:02Fréttir úr sveitinniÞað hefur gengið erfiðlega að blogga en ég netsambandið hér í Mánaskál gerist bara ekki hægara og því fara allar myndir beint í myndaalbum en ekki inn á bloggið. Ég náði loksins að setja inn síðustu færslu sem aldrei birtist. Ég setti inn myndir í albumið í gær og það tók ekki nema 6-7 klukkutíma, ég er ekki alveg viss hvenær upphalið hætti því ég fór að sofa! Mig vantar líka eitthvað af myndum sem mamma og Lólý eru með í sínum vélum. Ég bið þær að setja þær beint inn fyrir mig bráðlega.
Atli er að verða tilbúinn með suðurgaflinn undir járn, það verður rosalega spennandi að sjá hvernig húsið mun líta út. Sólpallurinn er líka að taka á sig mynd, skjólveggirnir eru komnir upp svo það verk er líka á áætlun.
Skrifað af Kolla 29.06.2009 07:45Fréttir úr fríinuJæja þá er sumarfríið hafið.. æðislegt! Við lögðum af stað seinnipart fimmtudags en ég hafði eytt deginum í að græja okkur fyrir fríið, pakka niður, versla og allt það. Atli fór aftur á móti austur fyrir Selfoss snemma morguns til að kaupa traktor! Jei loksins traktor í Mánaskál J Traktoramálin enduðu þannig að vélin fór á bíl í Staðarskála og Atli keyrði svo traktorinn þaðan.
Ég er ekki búin að fá járningu ennþá en það stendur til bóta.
Skrifað af Kolla 23.06.2009 20:00Langþráð frí..Litla fjölskyldan fór austur á Klaustur á svokallaða Mosahelgi. Þar kemur móðurfjölskyldan hans Atla saman einu sinni á ári á Mosum rétt fyrir utan Klaustur. Hátíðin var vel mætt, 58 stykki ef ég man rétt. Þórdís Katla fékk fullt af athygli hjá ömmum og frænkum og allir skemmtu sér vel.
Skrifað af Kolla 10.06.2009 09:45Ferð austur og fleiraVið vorum ekki heima síðustu helgi frekar en aðrar. Við skelltum okkur austur á Klaustur í þetta skipti. Atli var að vinna fyrir veiðifélagið og ég að hestastússast.
Hestaferðalagið með Vöku gekk bara vel en ég heimleiðinni stoppuðum við á Glóru en þar var einmitt gulrótin sem dró Atla með mér austur.. traktórinn sem okkur langar svo í! Atli er búinn að vera með hugann við þessa vél í nokkra mánuði, eitthvað búið að karpa um verð og svona svo þegar hann var loksins ákveðinn að kaupa vélina og borga það sem karlinn vildi fá fyrir hana þá var hann líklega hættur við að selja hana! Þetta er nú bara svona ef maður hikar.. og svo er maður bara oft svo ferlega óheppinn. Nema hvað karlinn hafði samband aftur í gær og vélin er föl eftir allt saman Við fórum því að skoða hana svona formlega og því miður er hún meira ryðguð en okkur fannst áður svo nú erum við aftur orðin efins um að kaupa hana.. þetta er voðalega erfitt að ákveða. Þetta skýrist örugglega á næstu dögum.. spennó! Skrifað af Kolla 04.06.2009 05:49Önnur sveitaferðVið skelltum okkur aðra ferð í Mánaskál, við vorum þar síðustu helgi og fram á þriðjudag. Atli var duglegur eins og alltaf og í þessari ferð voru t.d. gluggarnir á skemmunni pússaðir og málaðir og þakið á skemmunni fékk fyrstu umferð. Það er sko allt annað að sjá heim á bæ þegar þökin eru orðin svona "sveitabæjarauð". allt annað að horfa heim á bæ! Það er allt í einu eins og við Atli eigum fullt af fé.. allavega lítur út fyrir það ef það er horft heim á bæ til okkar þessa dagana. Kindurnar sækja voða mikið í okkur og virðast ekki fá straum þegar þær fara inn í öll hólf hjá okkur. Reyndar er alveg greinilegt að þær kunna þetta því þær setja undir sig hausinn og hlaupa þegar þær ætla í gegn! Svo var ég búin að taka eftir því líka að þær stoppa hjá hrossunum og fá sér salt og vítamín. Ætli þetta verði ekki fastur áfangastaður hjá þeim í sumar á rúntinum. Ég held að við þurfum bara að eignast kindur líka, það þarf hvort sem er að gefa hrossunum.. er ekki bara hægt að gefa fé út rúllur líka og leyfa þeim að ganga inn og út úr skemmunni? Bara hugmynd.. ég veit allavega að það væri mjög flott að eiga fulla kistu af lambakjöti núna þegar grilltímabilið er að renna í garð! Við erum á leið austur í dag og verðum yfir helgina. Atli þarf að veiðistússast eitthvað fyrir veiðifélagið og ég ætla að sækja Vöku mína og koma henni á Kjóastaði. Lilja ætlar að taka hana með sér yfir Kjöl sem er bara besta mál, Vaka kemst þá í form áður en ég byrja sumarfríið mitt. Skrifað af Kolla 25.05.2009 18:02Komin heim úr sveitinniJæja þá er fjölskyldan komin heim úr sveitasælunni. Þetta er nú meiri paradísin sem við eigum þarna! Við vorum heppin með veður, þetta var æðislegt! Þórdís Katla var eins og ljós allan tímann. Svaf báðar leiðir í bílnum, svaf allar nætur, svaf úti í vagni eins og hún fengi borgað fyrir það og svo kom út stundum út í vagninum og horfði á okkur vinna.. bara draumur! Skrifað af Kolla 20.05.2009 10:12.. á leið í sveitina!Jæja enn líður of langt á milli frétta á þessum bæ. Við erum á leið í Mánaskál í dag.. veðurspáin er fín fram á helgi og það á að mála þökin! Vá hvað það verða mikil viðbrigði að sjá allt í einu fagurrauð þök! Bærinn hefur verið hvít/grár litlaus forever svo þetta verða tíðindi! Svo á jú líka að reyna að klæða húsið að hluta í sumar.. smíða pall og fleira og fleira! Bylting er í tamningu á hjá Söndru Marin, þetta gengur ágætlega. Hún er ekkert vitlaus merin þó hún hafi aðeins skransað hjá henni um daginn. Ég geri mér allavega vonir um að framhaldið verði fínt. Ég ætla að girða smá fyrir hrossin í þessari norðurferð. Ekki veitir af að rýmka á þeim fyrir sumarið. Við erum ekki enn búin að fá traktór en núna er búið að auglýsa á Húnahorninu fyrir norðan svo kannski finnum við sniðuga vél þarna á svæðinu... sem minnir mig á það.. ég þarf að panta heyskap aftur :o) Atli fór út til Bretlands fyrir nokkrum dögum og var í 4 daga úti. Við Þórdís Katla vorum þá bara einar heima á meðan því meira að segja Svenni fór austur í sauðburð. Við vorum auðvitað voða kátar að fá hann pabba heim og hann var ekki síður glaður að hitta stelpuna sína aftur. Þórdís Katla er auðvitað svo endalaust sæt og fín að það hefur bara ekki verið til annað eins barn hehe! Gunni og Sveinbjörg voru að koma heim frá Svíþjóð og þau komu færandi hendi í gær. Þórdís fékk fullt af fínum stelpufötum og meira að segja sundföt.. svo nú verðum við að fara að drífa okkur í sund!
Skrifað af Kolla 08.05.2009 05:40prófin búin.. sumarið að hefjastJæja þá er próftörnin búin! Ég byrjaði í próflestri strax eftir skírn og hef varla verið viðræðuhæf síðan þá. Þórdís Katla hefur verið hálf móðurlaus en hún átti í staðinn duglegann pabba! Hún var á daginn hjá Karen frænku og svo var Sveinbjörg amma dugleg að taka hana og Lólý frænka líka Ég get ekki annað sagt annað en ég sé hæst ánægð með próflokin.. þetta er svo erfitt á meðan á því stendur.. og erfitt á eftir reyndar líka. Ég var eins og draugur í gær, þreytan eftir próftörnina var að gera út af við mig en ég er vonandi að komast á rétt ról. Núna tekur bara við bið eftir einkunnum, þær detta inn í rólegheitunum en sú fyrsta kemur væntanlega ekki fyrr en á þriðjudag og næsta á miðvikudag og svo hinar eitthvað aðeins seinna. Þórdís Katla er orðin rúmlega þriggja mánaða.. þetta líður svo hratt að ég á ekki orð! Ég hef ekki tekið mikið af myndum af henni undanfarið þar sem ég hef bara varla séð hana í 3 vikur.. en ég tók samt nokkrar í gær og í fyrradag af prinsessunni..
Ég er örugglega að gleyma einhverjum "fréttum" en ..jæja best að fara að gera eitthvað "að viti" .. Skrifað af Kolla 18.04.2009 23:24Daman er komin með nafn!Jæja þau stórtíðindi áttu sér stað í dag að Litla Atladóttir var skírð og fékk hún nafnið Þórdís Katla Betra er seint en aldrei eins og einhver sagði. Ég held að það séu bara allir voða sáttir við nafnið hennar og ekki leiðinlegt fyrir skvísuna að heita í höfuðið á besta pabba í heimi Í baði með ömmu Sveinbjörgu
Ég átti nú víst afmæli um daginn, kerlan bara orðin 28 takk fyrir.. úff! Voðalega er maður að þroskast. Það er samt svo skrítið að mér líður samt ekkert öðruvísi en þegar ég var 27.. Skrifað af Kolla 03.04.2009 23:04.. nóg að geraJæja lífið er enn ljúft og gott á þessum bæ. Verkefnatörnin mun líklega taka enda á hjá fyrr en síðar. Ég er að leggja lokahönd á verkefni sem á að skila á sunnudag og um helgina eru líka 2 próf.. gaman gaman! Svo held ég nú að brjálæðið sé búið í bili.. næst dembist bara yfir mig próflesturinn. Atli ætlar svo að fara í Mánaskál á morgun og vera eina nótt. Við Litla verðum heima á meðan og reynum að læra áfram. Atli er að fara í dótaferð í sveitina, með vélsleða og fleira skemmtilegt Hann verður bara að heilsa upp á hrossin fyrir mig þar sem ég kemst ekki fyrr en eftir próf norður.
aðeins byrjuð að halda á dóti
Skrifað af Kolla 30.03.2009 11:17Nýjar myndirÞað var eins og ég hélt.. Litla er enn að þyngjast og allt eins og það á að vera Hún var 5.170 grömm á fimmtudaginn og 58,5 cm. hress og kát og komin í náttgallann Skrifað af Kolla 25.03.2009 22:17Fréttir, myndirVá hvað tíminn líður hratt! Ég er nú eiginlega farin að skammast mín fyrir bloggleysið. Svona er þetta víst bara þegar maður er orðinn "full time mom", það er lítill tími í annað. Síðasta vika var ansi strembin á þessu heimili, það var skólavika hjá mér og Atli var að vinna á kvöldin. Sveinbjörg Amma, Gunni afi og Tinna frænka redduðu okkur á meðan ég var í skólanum Kærar þakkir fyrir það!
Litla í bílaviðgerðum með pabba
Skrifað af Kolla 08.03.2009 18:18Nýjar myndirLitla fjölskyldan skellti sér í sveitina í viku og hafið það voða gott í snjónum. Ég og snúlla vorum auðvitað bara inni en Atli gat dundað helling í skemmunni. Það var hvítt en auður vegur þegar við komum en bætti heilmikið í snjóinn á meðan við vorum þarna. Flesta dagana var still og bjart en þegar við vorum farin að hugsa okkur til hreyfings heim gerði byl og ófærð. Það gerði ekki mikið til, Atli komst á Blönduós í búðina og við biðum róleg eftir betra ferðaveðri.
Hrossin hafa það ósköp gott í sveitinni. Ég tók nokkrar myndir af þeim þó að ég hafi lítið sem ekkert verið utandyra í þessari ferð.
Skrifað af Kolla 26.02.2009 08:35Klárlega kominn tími á fréttirÞað er sko aldeilis kominn tími á fréttir af litlu fjölskyldunni, mér gengur bara ekkert að blogga þessa dagana. Skrifað af Kolla 10.02.2009 14:00Daman rúmlega vikugömulJæja þá er prinsessan á heimilinu orðin rúmlega vikugömul.. já þetta líður sko hratt!! Heimilislífið gengur vel fyrir sig. Hún er dugleg að drekka og sofa og kúka í bleyjur.. hvað á maður svosum annað að gera þegar maður er svona lítill Næturnar hafa verið góðar, hún vaknar einu sinni á nóttu og svo bara aftur um morguninn, eftir þann sopa má sko bara alveg halda áfram að sofa. Pabbinn hefur aldrei sofið eins mikið og hann hefur gert núna og kannski var löngu kominn tími á að hann hvíldist almennilega, hann er alltaf eins og þeytiskífa því það er svo margt skemmtilegt hægt að gera ef maður á pínu lausann tíma Við fengum heimsókn frá Svíþjóð á laugardaginn því þá kom Habba systir Atla og krakkarnir hennar Birta og Kári. Birta ætlar að vera barnapía hjá okkur og Kári ætlar að guttast eitthvað á meðan. Þau verða hjá okkur fram á næstu helgi og það er sko ekki leiðinlegt fyrir okkur að hafa svona marga að snúast í kring um prinsessuna, þeim mun fleiri pásur fyrir okkur Ég er búin að vera með myndavélina uppivið til að gleyma nú ekki að taka myndir. Svona kríli stækka svo ógurlega hratt að maður verður að passa að missa nú ekki af neinu. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 191 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 304 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 330443 Samtals gestir: 39776 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:13:15 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is