Mánaskál |
|
Færslur: 2009 Febrúar26.02.2009 08:35Klárlega kominn tími á fréttirÞað er sko aldeilis kominn tími á fréttir af litlu fjölskyldunni, mér gengur bara ekkert að blogga þessa dagana. Skrifað af Kolla 10.02.2009 14:00Daman rúmlega vikugömulJæja þá er prinsessan á heimilinu orðin rúmlega vikugömul.. já þetta líður sko hratt!! Heimilislífið gengur vel fyrir sig. Hún er dugleg að drekka og sofa og kúka í bleyjur.. hvað á maður svosum annað að gera þegar maður er svona lítill Við fengum heimsókn frá Svíþjóð á laugardaginn því þá kom Habba systir Atla og krakkarnir hennar Birta og Kári. Birta ætlar að vera barnapía hjá okkur og Kári ætlar að guttast eitthvað á meðan. Þau verða hjá okkur fram á næstu helgi og það er sko ekki leiðinlegt fyrir okkur að hafa svona marga að snúast í kring um prinsessuna, þeim mun fleiri pásur fyrir okkur Ég er búin að vera með myndavélina uppivið til að gleyma nú ekki að taka myndir. Svona kríli stækka svo ógurlega hratt að maður verður að passa að missa nú ekki af neinu. Skrifað af Kolla 05.02.2009 03:08Fjölskyldan komin heimJæja þá er litla fjölskyldan komin heim og kominn tími til að koma með fréttir. Við fengum að fara heim af fæðingardeildinni í fyrradag og lífið er bara yndislegt. Það gengur allt svo vel, hún er svo vær, brjóstagjöfin er öll að koma til og við getum bara ekki kvartað undan neinu held ég. Hún er bara fullkomin Skrifað af Kolla 02.02.2009 14:28Stelpa fæddÉg sé að þetta var komið inn í kommentin við seinustu færslu en ákvað samt að skella þessu hér inn eins og um var samið Skrifað af Kolla 01.02.2009 17:34Gangsetning, fædd frænkaPetra frænka átti stelpu í dag, ég hef ekki fengið myndir eða fregnir af stærð en öllum heilsast vel og þetta gekk vel fyrir sig. Til hamingju Petra, Leifur og Sóldís stóra systir .. þangað til næst .. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 242 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 304 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 330494 Samtals gestir: 39776 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:56:10 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is