Mánaskál

24.06.2012 20:30

Hryssur til stóðhesta og fleira

Á miðvikudag var kominn tími til að keyra fyrstu hryssunar undir hest en þær Gleði frá Þóroddsstöðum og Vaka mín fóru á stefnumót við Dagfara frá Sauðárkróki sem er leirljós, blesóttur, sokkóttur undan Hvítasunnu frá Sauðárkróki og Hróð frá Refsstöðum. Hann er því eðalættaður og vonandi sannar hann sig svo í dómi. Ég vonast auðvitað til að fá leirljósa blesótta hryssu en ég er búin að læra að vera bara allavega glöð ef ég fæ folald yfir höfuð og ef það svo lifir svo litur og kyn skiptir ekki öllu. 


Gleði er fallega skjótt og faxprúð Hilmisdóttir

Ég held svo Vöku minni þetta árið en hún á svo að vera reiðhesturinn minn áfram. Hún hefur ekki átt folald og er orðin 12 vetra svo ég ætla að koma folaldi í hana núna og geyma hana þar til síðar í folaldseign. Ég skelli hér inn mynd af henni síðan hún var spengileg en hún hljóp í spik hjá mér þarsíðasta vetur þar sem hún átti að vera fylfull og var úti heilan vetur með folaldshryssunum. Hún er ekki svona spengilega enn í dag emoticon en hún verður svo tekin undir hnakkinn aftur þessi elska þegar hún kemur frá Dagfara svo hún er ekki komin í frí alveg strax.


Vaka er rauð tvístjörnótt Svartsdóttir

Við Atli höldum þremur hryssum í ár og það er dálítið skemmtileg staðreynd að þær eru dálítið skyldar í gegn um feður sína. Hugsýn er undan Kjarval frá Sauðárkróki, Vaka er undan Svarti frá Unalæk sem er hæst dæmda afkvæmi Kjarvals og Assa frá Þóroddsstöðum er svo undan Núma frá Þóroddsstöðum sem er hæst dæmda afkvæmi Svarts frá Unalæk, það er bara spurning hvort mig vanti semsagt ekki eins og eina Illingsdóttur til að halda áfram með vitleysuna hehe.

Í lok þessarar viku fer Hugsýn svo aftur undir Abraham frá Lundum II og Assa fer til Kvists frá Skagaströnd. Atli er að halda þeim báðum og er því orðinn stórtækur í hrossaræktinni. Það var umsamið að hann ætti folaldið hennar Hugsýnar í ár sem varð hans fyrsti hestur en við misstum hann svo tveggja daga gamlann. Atli fær því að halda Hugsýn aftur undir Abraham en þar að auki var hann mjög spenntur fyrir Alexander frá Lundum sem við áttum pantað undir en hann er bróðir A-bræðranna frá Lundum eins og Abraham. Alexander er undan Kvist og fallega brúnblesóttur en við misstum svo af tækifærinu til að halda undir hann þar sem hann stoppaði stutt í Eyjafirðinum. Atli greip þá til sinna ráða og pantaði undir Kvist sjálfann emoticon og fer hún Assa undir hann. 


Assa er undan Núma frá Þóroddssstöðum og mamma hennar er sýnd með 7.90 og er undan heiðursverðlaunahryssunni Sjöfn frá Laugarvatni. Assa er töluvert skyldleikaræktuð þar sem mamma hennar, Sjöfn frá Laugarvatni, er einnig mamma Glímu frá Laugarvatni sem Númi er undan. Glíma hefur einnig heiðursverðlaun og eru því báðar ömmur Össu því heiðursverðlaunahryssur emoticon




Ég er núna bara með tvö hross á járnum þar sem Vaka er komin í leyfi. Drungi undan Klett frá Hvammi er búinn að vera á járnum síðan í apríl en Rák var járnuð í síðustu viku. Ég skellti mér svo með þau tvö á kerru yfir á Neðr-Mýrar og skellti mér í reiðtúr með Sindra og Birnu. Þetta var skeifnaspretturinn á Rák sem nú er orðin 21. vetra og hefur ekki verið brúkuð síðan í stóðréttunum í fyrra og viti menn, gamla hefur þetta ennþá! Svo rúm og fín og viljinn endalaus emoticon Hún verður sparimerin mín í sumar.




Tryppin voru sett á "dalinn" í vor ásamt Flugu sem er orðin 23. vetra og verður ekki járnuð í sumar. Fluga og Rák eru svo miklar vinkonur að Fluga fer aldrei langt frá og þar af leiðandi eru hún og tryppin heimakær. Þau rölta hér um svæðið en skila sér svo alltaf heim aftur sem mér finnst bara ansi notalegt.

Orða mín frá Stórhóli hefur þroskast vel og er mjög falleg að mínu mati. Hún er líka ljúf og hlý í umgengni svo er liturinn hennar bara alveg æði finnst mér. Ég elska upplitið á henni með sín bláu augu.





17.06.2012 22:08

Hugsýn og "Fóstri"

Við fengum Jóa og strákana hans í heimsókn um helgina sem vakti mikla lukku hjá heimasætunni. Henni leiðist aldrei að fá litla gesti. Jói átti erindi yfir í Skagafjörð og var því ákveðið að sækja Hugsýn í leiðinni því hún á að fara undir hest fljótlega. Við komum því við á Narfastöðum og hittum Hugsýn með litla rauðstjörnótta fóstursoninn.



Á hestakerrunni er rúmt um hrossin svo það var alveg pláss til að fá sér sopa á leiðinni. Ferðin gekk vel og nú eru Hugsýn og "Fóstri" liti saman í hólfi neðan við bæinn þar sem ég get dáðst að þeim út um gluggann emoticon







Krakkarnir fengu vatn í sundlaugina og skemmtu sér vel.



Við kláruðum svo girðinguna loksins í dag en hún hefur tekið ógurlegann tíma. Núna er semsagt komin fín girðing í kring um nýja túnið okkar og nýræktina. Atli á sko hrós skilið fyrir þessa endalausu girðingu! Núna er bara að vona að það fari að rigna almennilega svo grasið fari að spretta. Reyndar fengum við góða dembu í gær sem vætti aðeins í en mikið þarf í viðbót ef vel á að vera.


Nýja túnið og nýræktin


Staurarnir loksins komir allan hringinn

Bylting er köstuð í Þýskalandi og átti þennan fína jarpskjótta hest undan Álfgrími frá Gullberustöðum


16.06.2012 12:14

Útskrift og fleira

Það gengur illa í hrossaræktinni á Mánaskál um þessar mundir en við misstum eina folaldið sem fæddist okkur í ár. Hugsýn kastaði myndarlegum brúnstjörnóttum hesti undan Abraham frá Lundum II sem er undan gæðingamóðurinni Auðnu frá Höfða og Vilmundi frá Feti. Abraham er bróðir Auðs, Arðs, Als og Asa frá Lundum sem allir hafa staðið sig vel á kynbótabrautinni og/eða í keppni. Atli dreymdi um að fá brúnt tvístjörnótt undan Hugsýn og Abraham og fékk brúnstjörnótt sem var bara nokkuð nálægt væntingum. Litli folinn var ekki kominn með nafn þegar hann drapst 6. júní aðeins tveggja daga gamall. 

Atli varð var við það að Hugsýn var orðin folaldslaus og strax var farið að leita að folaldinu, það var ekki í girðingunni og því var leitað á dalnum þar sem hugsanlega hefði hann getað farið út úr girðingunni og slæðst í burtu með nærliggjandi stóði. Svo urðu hann og Sindri, sem aðstoðaði við leitina, varir við að Hugsýn var að slást við hryssurnar í hólfinu. Fundu þeir þá litla folann og hafði hryssan verið að verja hann. Hann hafði horfið ofan í jörðina í gegn um smá holu og þar undir var mikið holrúm blaut leðja. Hann átti því aldrei séns litli folinn fyrst hann féll þarna ofan í. Við vorum auðvitað miður okkar yfir þessu enda áttum við ekki von á að þessi hætta leyndist í hólfinu. Hugsanlega er um að ræða vatnsuppsprettu sem okkur var ekki kunnugt um. 





Það var algjör martröð að lenda í þessu og það var mikil sog á heimilinu. Við misstum hryssu frá folaldi í fyrra og maður taldi að við værum búin með þennan kvóta í bili. Ég auglýsti strax á netinu að ég væri með mjólkandi hryssu ef folaldi vantaði fósturmóður. Ég náði sjálf að venja Bratt undir Grímu frá Lundum í fyrra og ég gat ekki annað en boðist til að aðstoða aðra fyrst ég var búin að upplifa það að fá svona góða aðstoð í fyrra.

Daginn eftir fór Hugsýn í lán á Narfastaði í Skagafirði en þar var folald sem var móðurlaust og tilraunir til að venja það undir hryssu voru ekki að bera árangur. Svo fór að Hugsýn gekkst við folaldinu og er nú að mjólka ofan í lítinn fola. Í dag verður hún svo sótt ásamt folaldinu og þau fara svo saman til móts við stóðhest fljótlega.

Á föstudag í síðustu viku fann Atli lambræfil sem hann kom með heim. Lambið var undanvillingur, vanært og með skitu. Svo fór að við fóstruðum litlu gimbrina sem náði sér svo aldrei almennilega á strik þrátt fyrir góða tilraun. Hún drapst svo eftir helgina og þá var maður orðinn feginn að hún fékk að fara því það var orðið ljóst að þetta var töpuð barátta, hún bara veslaðist upp.




Þórdís Katla og Alexíus aðstoða við að gefa lambinu

Síðustu helgi útskrifaðist ég svo sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri emoticon Þetta var oft á tíðum erfitt en nú er ég búin að uppskera gráðuna og fjölskyldan mín á þakkir skilið fyrir þolinmæði og aðstoð í gegn um námið.


Mamma og pabbi komu norður til að vera viðstödd útskriftina og svo fékk ég góða gesti líka en frænkurnar mínar fjölmenntu með mökum og áttum við góða helgi saman.


Það voru ekki allir að þekkja Atla svona skeggjaðann en jú ég er enn með sama karlinn, er ekkert búin að endurnýja emoticon

Alexíus frændi kom með í sveitina yfir þessa helgi og það var rosalega gaman hjá honum og Þórdísi. Þau fengu meðal annars að kúra saman í veiðihúsinu sem var mikið sport.


Alexíus og Þórdís Katla



Amma Sveinbjörg og afi Gunni keyptu sundlaug handa skvísunni og sem betur fer átti Atli einhverja loftdælu til að blása í gripinn því við hefðum aldrei getað það með lungunum.


Þórdís og Alexíus fengu að prufa sundlaugina sem var mjög gaman



Á mánudagsmorgun fengum við góðan gest en hún Lína litla frá Sturluhóli kom í heimsókn eina nótt. Hún og Þórdís voru miklar vinkonur og var Þórdís ansi hrifin af þessum litla gormi. Hún er bara hvolpur og gauragangurinn eftir því emoticon Hún fékk samt að fara með Atla í girðingavinnu og er orðin útskrifuð sem sveitahundur.



Ég varð vitni að því þegar Týri stal af henni nagbeini en þá greip hún til sinna ráða og kom inn með alvörubein sem Týri hafði væntanlega sett á góðan stað til að geyma til mögru áranna emoticon




04.06.2012 23:41

Ár á Mánaskál

Það er kominn júní en síðastliðna helgi var orðið ár síðan fjölskyldan flutti hingað norður. Mér finnst bæði eins og við séum nýkomin og að við höfum alltaf verið hérna. 

Atli varð svo líka þrítugur á sunnudag og fékk gjafir og tertu í tilefni dagsins. 


Nágranni okkar hann Sindri á Neðri Mýrum varð einnig þrítugur síðasta fimmtudag og að tilefni þessa var haldið smá teiti á Neðri Mýrum á föstudag. Mikið af góðu fólki leit við og fengu strákarnir ýmsar skemmtilegar gjafir t.d. rabbabara og bruggkút svo væntanlega verður reynt við rabbabaravíngerð í sumar. Mál málanna var væntanlega samt að þeir fengu folatolla að gjöf og töldu þá allir að ég þyrfti að nú aldeilis að reyna að vinna mér inn prik hjá Atla mínum til að komast yfir tollinn. Fyrir mér lítur dæmið þó ekki þannig út þar sem hann þarf væntanlega að vera góður við mig til að fá lánaða hjá mér hryssu! Reyndar kom svo upp úr hattinum að annar hver maður í teitinu var tilbúinn að lána Atla hryssu í folaldseign svo greyjið maðurinn þyrfti ekki að vinna sér inn prik hjá frúnni til að fá lánaða hryssu. Við sjáum til hvernig þetta endar allt saman en það er ljóst að Atli er á leið í hrossarækt.

Sveinbjörg og Gunnar komu til okkar um helgina og auðvitað sátu þau ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Hér var borið á tréverk, settar niður kartöflur og vatnsbólið var hreinsað. Sólin lék við okkur alla helgina. 


Ég var að vona að Atli fengi folald frá Hugsýn í afmælisgjöf þar sem hann átti að fá að eiga folaldið hennar. Um kvöldmatarleyti á sunnudag kíkti ég á hryssuna og sá að það var komin mjólk í hana svo þetta var að skella á. Ég vakti aðeins eftir henni en ákað svo að fara bara að sofa, þetta kæmi hvort sem ég væri að horfa á eða ekki. Atli vakti mig svo um klukkan þrjú með þær fregnir að það væri komið brúnt folald. Ég stökk auðvitað upp úr rúminu og út til að kíkja á gripinn og þetta var þessi líka sæti og blauti brúnstjörnótti hestur. Núna þarf Atli að finna nafn á folann sinn þar sem ég var bara klár með hryssunafn.



Í dag komu hinga blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablaðinu en það verður víst ekki þreytt saga að við skulum hafa flutt af mölinni og hingað í buskann. Þetta fólk var auðvitað velkomið í heimsókn þó svo okkur finnist við ekki hafa neitt að segja. Þeim langaði svo að mynda einhver hross og leist rosalega vel á að mynda nýja folaldið okkar svo við æddum út í stykki og vorum þar mynduð í bak og fyrir með Hugsýn og litla folaldið. Hugsýn er mikil mamma og passer vel upp á ungann sinn. Við komum þarna askvaðandi með ljósmyndara og Týra og það var allt í lagi, en þegar hinar hryssurnar komu nálægt þá tropaðist gamla mín. Hún vill sko ekki fá þær nálægt sínu afkvæmi.

 


Sætur með hálfu stjörnuna sína

Næstu helgi er kvennareið Neista sem ég missi því miður af þar sem hún er sama dag og útskriftin mín. Ég er voðalega svekkt því ég var sko búin að ákveða að mæta í þessa ferð. Ég er að fá til mín gesti í tilefni útskriftarinnar svo hérna verður vantanlega fjör næstu helgi. 


30.05.2012 21:32

Hitt og þetta

Núna er sumarið klárlega komið og ég kann sko vel að meta það!

Síðasta vika var mjög annasöm hjá Atla en hann og Sindri og Neðri-Mýrum voru að tæta tún, bera á og fleira í þeim dúr. Atli sást varla heima svo dögum skipti en ekki kvarta ég þar sem ég fékk nýtt tún fyrir vikið. Núna er hann svo að girða í kring um nýræktina okkar.  Einnig er búið að bera á tvö tún hjá okkur en við erum að spá í að skella áburði á allavega eitt tún til viðbótar.




Á fimmtudag kom dýralæknirinn að gelda Bratt og ég lét hann líta á Hugsýn í leiðinni og taka DNA sýni úr henna og Össu frá Þóroddsstöðum.


Assa frá Þóroddsstöðum

Við fengum góða gesti hér um helgina en Aggi bróðir og fjölskyldan hans komu í heimsókn alla leið frá Vestmannaeyjum. Við áttum von öðrum næturgestum þessa helgi svo ég fékk veiðihúsið lánað og Aggi, Snæja, Guðrún Ósk og vinkona hennar hreiðruðu um sig þar. Týri minn kannaðist sko alveg við þetta góða fólk og hann fór sko með þeim út í veiðihús og gisti þar hjá þeim. Það var heldur ekki að spyrja að því að Aggi mætti með harðfisk handa Týra vini sínum sem kunni vel að meta það.  

Á laugardag fór ég á Blönduós en tók með mér kerru með rusli í leiðinni. Aggi keyrði á eftir mér sem reyndist vera ágætt þar sem ég keyrði greinilega eins og bavíani með kerruna og drefiði rusli um alla sveitina. Þau voru í fullu starfi að hirða upp rusl eftir mig!

Við fórum í hesthúsið og ég lagði á Drunga fyrir stelpurnar og þær fengu að dóla á honum inni í gerði. Hann er alveg lúsþægur í svona. Þórdís fékk svo auðvitað að fara á bak líka og fékk meira að segja að halda í tauminn og hún var alveg með á hreinu hvernig maður á að stoppa hest. Angela í Lækjardal kom svo og kíkti á Vöku fyrir mig í annað skipti. Vaka var greinilega betri á vissum stöðum en enn eitthvað bólgin á öðrum. Ég var voða spennt að prufa hana og sjá árangurinn því mér fannst augljóst að þetta hafði eitthvað að segja. Angela í raun staðfesti það sem ég þegar vissi að einhvern tímann hefur eitthvað komið fyrir hálsinn á henna. Drungi fékk líka smá meðhöndlun en það var ekkert að sjá að honum en það er aldrei verra að vera viss.

Á heimleiðinni úr hesthúsinu þurfti ég að stoppa fimm sinnum til að hirða upp rusl eftir sjálfa mig! Ég hef semsagt heldur betur dreift ruslinu.

Á laugardagskvöld grilluðum við og horfðum á Eurovision sem endaði eins og það endaði, mér fannst þetta nú ótrúlega lélegt gengi og lög eins og hjá Tyrkjum voru að meika það sem ég skil bara ekki. Þessi sjóræningi á bátnum sínum átti bara heima á barnaleikriti í leikhúsi fannst mér.  Bryce vinur Atla og tveir skólafélagar hans mættu á svæðið og fengu gistingu hjá okkur á ferðalagi sínu um landið.

Á sunnudag fóru Aggi og fjölskylda á Akureyri en ég fór á Blönduós með nýju fínu hestakerruna mína að sækja Drunga og Vöku. Það gekk eins og í sögu að setja þau á kerruna og ég var alveg himinlifandi þar sem ég var búin að sannfæra Atla að Drungi yrði ekki svona erfiður að fara á góða kerru, en við vorum búin að lenda í vandræðum með að koma honum á hestakerru oftar en einu sinni. Þetta bara gekk eins og í sögu og við lögðum af stað með bros á vör. Ferðinni var heitið í Lækjardal til Angelu en til stóð að leyfa Bretunum  að fara á hestbak. Ég fékk lánað eitt þægt hross frá Neðri Mýrum sem var í Lækjardal og við fórum fyrst á bak inni í skemmu en svo var lagt af stað í smá reiðtúr. Allir skiluðu sér heim svo ég var bara sátt.

Á mánudag fór Atli í smá bílaviðgerðir bæði fyrir okkur og Bryce. Kvöldið fór svo í að gefa ormalyf, klippa síðustu hófana og færa til hross.

Ekki er enn komið folald á þessum bæ en ég tel að það sé orðið ansi stutt í það. Hugsýn er kannski að bíða eftir afmælinu hans Atla en hann verður þrítugur um helgina


Týri er að standa sig vel sem smalahundur og sér til þess að fé haldi sig frá túnunum okkar. Gamla mínum finnst þetta nú frekar erfitt samt en hann kannski verður orðinn spengilegur eftir sumarið.

Ég sé nú að ég hef ekki verið nógu dugleg að taka myndir og þarf að bæta mig í því! Vonandi fylgja fleiri myndir næstu fréttum! 

20.05.2012 20:46

Sumarið er vonandi komið

Jæja núna er sko löngu kominn tími á fréttir! 

Þar sem að svo langt er síðan ég skrifaði fréttir síðast þá verður hellingur útundan en ég ætla að reyna að stikla á því helsta. Ég kom heim um miðjan apríl eftir dvöl í Ungverjalandi, Þýskalandi og loks Svíþjóð. Lokaverkefnið mitt sem ég er búin að vera að vinna að síðan í haust var ekki enn tilbúið en þetta var sem betur fer allt að smella. Fleiri vikna vinna að baki í þessu verkefni og því lauk loksins núna í maí og er farið í dóm. Ég verð nú samt að segja að þetta tók ótrúlega á, sérstaklega á lokasprettinum og til að gera langa sögu stutta þá er ég ein af fáum ef ekki bara sú eina sem mætti með lokaverkefnið á pósthúsið grátandi! Ég sem man svo greinilega eftir því þegar ég var stödd á pósthúsi síðastliðið vor og sá stelpu póstleggja lokaverkefni. Ég öfundaði hana svo rosalega og hlakkaði svo til að standa í hennar sporum, en nei ég var bara miður mín. Var ekki 100% sátt við fráganginn á verkefninu og varð að senda það frá mér samt sem áður. Ég er viss um að starfsfólkinu á pósthúsinu hafi þótt þetta frekar skrítið emoticon Ég var svo ósátt við útlitið á verkefninu að ég sóttist eftir því að fá að skila nýjum eintökum, sem ég fékk, og þau eru nú á leið í pósti emoticon Reyndar týndist verkefnið líka í Reykjavík, bara svona til að bæta ástandið, en ég hef fulla trú á að það sé á leiðinni núna. Einkunn skilar sér svo um mánaðarmótin og útkskriftin er 9. júní emoticon .. ég er strax farin að gjóa augunum að öðru B.S. námi en ætli ég verði ekki að hemja mig um sinn.

Við Þórdís eyddum nokkrum dögum í Svíþjóð hjá systur hans Atla og fjölskyldu. Það var kominn tími til að fara þangað í heimsókn og það verður sko pottþétt farið þangað aftur. Þórdís Katla á svo frábæran frænda, hann Kára, sem var endalaust duglegur að leika við hana. Þórdís fékk líka að fara með Kára á fótboltaæfingu og ætli ég hafi ekki þar með tapað henni úr hestunum í fótboltann, allavega var áhuginn gýfurlegur! 


Hún fékk sko líka lánaðann fótboltabúning sem hún fór ekki úr í tvo daga! Algjör fótboltastelpa hér á ferð emoticon og taktarnir sko alveg á hreinu... 



Eftir dvölina í Svíþjóð ókum við mæðgur yfir til Kaupmannahafnar í flug en frændi hans Atla hitti okkur á flugvellinum og tók bílinn. Hann fór svo með Norrænu heim til íslands með bílinn okkar og hestakerruna. 

Þegar við komum heim var allt autt og heldur vorlegt á að líta en það átti eftir að breytast. Í síðustu viku gerði hér snjó, ís og ógeðis veður svo mönnum og hestum var nóg boðið. Ég hafði flutt Vöku og Drunga á Blönduós um leið og ég kom heim að utan og setti veturgömlu tryppin út í staðinn. Þetta veður sem skall á var ekki alveg það sem tryppagreyjin þurftu. Þetta endaði þannig að fyrst Atli var ekki heima þá hertók ég skemmuna hans og gerði þar stíu fyrir tryppin og Hugsýn. Þetta var sko ekki vandamálið, tvær spítur og eldhúsborð er allt sem þarf emoticon .. svona þangað til gamla mín losnaði og hrakti tryppin út úr stíunni og yfir allt dótið hans Atla í skemmunn! vúps þá var mín ekki vinsæl! Þetta fór nú samt allt vel og enginn slasaðist. Það var bara ekki hægt að horfa á tryppin í þessu veðri, þegar fullorðnu hrossin sem voru búin að vera úti í allan vetur skulfu, þá gat maður bara rétt ímyndað sér hvernig tryppunum leið svona ísilögðum. Núna eru auðvitað allir komnir út aftur og hafa það gott.


Orða



Brattur


Gamla mín, Hugsýn


Gleði

Af hryssumálum er helst að frétta að Gleði er seld og fer erlendis eftir áramót. Henni verður haldið í sumar áður en hún fer til nýs eiganda. Ég er ekki viss hvort það er folald í Hugsýn, ég skipti um skoðun nær daglega, suma daga er ég mjög svartsýn en aðra finnst mér vera einhver von. Dýralæknirinn mætir væntanlega í næstu viku að gelda Bratt og þá verður hann fenginn til að skera úr um þetta. 

Reiðhestarnir eru semsagt búnir að vera á húsi síðan ég kom heim en þar sem ritgerðin var ekki búin hefur lítill tími verið til útreiða og við Þórdís líka oft einar í kotinu. Við erum samt búnar að fara saman í heimsókn í hesthúsið og Þórdís fékk að æfa sig aðeins á Drunga.



Nú þegar ritgerðin er búin á að koma sér í grírinn og ég fór á bak í gær og átti ágætis túr á Vöku minni en hún er ekki eins og hún á að sér að vera. Hún er stíf og viðkvæm fyrir taumi. Ég varð vör við þetta sl. haust og til stóð að láta líta á hana um leið og hún kæmi inn um áramót, það dróst svo alveg þangað til í apríl. Í dag kom hún Angela í Lækjardal til okkar í hesthúsið til að líta á dömuna og það var eins og við héldum, hún er stíf í hálsi og með vöðvabólgur bæði í hálsi og baki. Hún var nudduð í bak og fyrir og það sást alveg á henni hvernig spennan rann af henni. Hún var hálf ósátt fyrst en svo sá maður hana lygna aftur augunum og henni fannst þetta greinilega orðið gott. Hún fékk svo líka nálastungur. Nú er spennandi að sjá hvernig hún bregst við þessu öllu saman en meðferðin er ekki búin, það þarf að meðhöndla hana í nokkur skipti í viðbót. 

Til stendur að halda Vöku, Hugsýn og Össu þetta árið plús Gleði en það fer eftir því hvort Hugsýn sé með folaldi núna undir hvern henni verði haldið. 

Atli er iðinn eins og alltaf og þessa dagana er verið að vinna í litla Benz, rafstöðin er komin í gagnið aftur og ný varmadæla komin í gang. Girðingaefnið er komið á staðinn og nú stendur til að girða og rækta upp emoticon

Þetta er nú hálf snubbótt fréttafærsla en svona er þetta þegar of langt um líður, þá gleymist bara svo margt. Ég stefni á að vera duglegri héðan í frá.

20.03.2012 15:58

Þýskaland

Tíminn líður á ógnarhraða hérna í Þýskalandi. Ég ætlaði að skrifa fréttir strax eftir ferðalagið hingað frá Budapest en svo eru allt í einu 20 dagar liðnir! Alveg merkilegt.

Við erum í Hedendorf sem er úthverfi frá Buxtehude sem er bær rétt sunnan við Hamburg. Við erum semsagt eiginlega úti í sveit. Hérna í þessum smábæ, sem er örugglega ekki stærri en Blönduós, eru hesthús og fjós inni í íbúðagötum, það er fjárhús fyrir aftan húsið hjá okkur og þar eru örfáar kindur á beit allan daginn. Sauðburður er greinilega á næsta leiti, allavega er komið eitt lamb í hópinn. Um daginn mættum við Þórdís stelpu á hesti hérna í götunni okkar. Þetta er semsagt allt voðalega sveitó hérna.

 

Hér eru tré örítið stærri en gengur og gerist heima


Gatan okkar

Við erum í íbúð í jarðhæð í rosalega fallegum þýsku húsi með fínum garði fyrir okkur að leika í. Búð er í göngufæri svo við Þórdís björgum okkur hérna á daginn. Við komum hingað 1.  mars en fórum strax daginn eftir til Bremen til að skoða bíl.. og viti menn.. kagginn var tekinn með heim. Um er að ræða 7 manna Benz station svo það ætti að vera nóg pláss fyrir fjölskylduna í þessu farartæki.. já eða aðallega kannski draslið sem fylgir okkur endalaust.


Húsið okkar og bílinn fyrir utan.. já og Atli og Þórdís Katla líka

Á efri hæðinni í húsinu okkar býr maður sem er kominn á eftirlaun, hann er alveg yndislegur við okkur. Hann setti t.d. fuglahús við glugann hjá okkur og gaf Þórdísi Kötlu fuglafóður til að gefa fuglunum. Hún er voðalega dugleg að sjá um smáfuglana.


Þórdís Katla með fótboltamarkið sitt


og traktorinn (ekki þennan stóra sem mömmuna dreymir um að kaupa handa henni!)




 Þar síðustu helgi fórum við á rúntinn yfir til Hamborgar. Hér er allt lokað á sunnudögum svo það var kannski ekki rosalega mikið um að vera þennan dag sem við fórum þangað en þetta var gaman og Hamborg er bara ágætlega heillandi borg.

 


Þórdís Katla keypti sér þýska fánann.




 

.. og ég fann rauð "Ted Moseby" stígvél! 


Ég ligg yfir ritgerðinni minni alla daga eins og ég kemst mögulega upp með. Þórdís verður auðvitað að fá einhvern tíma greyjið en þessi ritgerð er sko alveg að drepa mig.. það er enn að koma mér á óvart hvað það er endalaust langur tími í þetta! Ég veit ekki hvernig ég hefði farið af að skrifa ritgerðina heima með vinnu. Þetta fer nú að taka enda samt sem betur fer. Ég er búin að vera að stefna á að skila þessu um mánaðarmótin en ég veit ekki hvort það hefst hjá mér. Þetta hlítur þó að hafast fyrir skiladag og þá er bara útskrift í júní emoticon

Ég er auðvitað farin að hugsa fram á betri tíð í hestamennskunni og hlakka mikið að koma heim á klakann. Ég þarf að vinda mér beint í að flytja folöldin mín á milli staða til að búa til pláss fyrir reiðhestana emoticon Það hefur staðið til að taka Vöku og Drunga inn en núna er ég með þá hugmynd að taka Gleði inn til að prufa hana og sjá hvernig mér líkar hún. Ég veit ekki alveg hvernig ég pússla þessu þá þar sem ég hef ekki nema 2 pláss, kannski finn ég eitt í viðbót eða Drungi/Vaka þurfa að vera áfram úti, ég hef ennþá dálítinn tíma til að spá í þetta. 

En núna er komið nóg af fréttum í bili emoticon



28.02.2012 06:12

Sex vikur að verða liðnar

Þá eru sex vikurnar að klárast hérna í Budapest. Það er með ólíkindum hvað þetta hefur liðið hratt! Fjölskyldan er ekki á heimför eins og til stóð heldur er ferðinni heitið til Hamborgar í Þýskalandi í aðrar sex vikur. Það verður því smá seinkun á því að Þórdís fari á leikskólann og ég í vinnuna að ógleymdu hesthúsinu! Folöldin mín bíða eftir mér í hesthúsinu á Blönduósi og mér skilst að þau séu stillt og prúð. Orða litla er að verða spök eins og Brattur og ég hlakka ansi mikið til að koma heim upp á hestamennskuna að gera þó að hér sé ansi frábært að vera. Reiðhestarnir eru úti á gjöf og Sindri stórbóndi á Neðri Mýrum sér um þau fyrir mig. Hugsýn mín hefur það vonandi gott og vonandi er nú folald í henni þetta árið. Hún var sónuð með fyli í sumar, en það gerði hún líka sumarið þar á undan en svo virðist hún hafa misst fylið þá. Ég vona að sagan endurtaki sig ekki og ég fái fallegt folald í vor undan henni og Abraham frá Lundum II. Nú má vorið allavega fara að koma til að skera úr um þetta emoticon 

Svo fer alveg að líða að því að ég fari á yfirsnúning vegna stóðhestamála. Til stendur að gera aðra tilraun til að halda Vöku sparimeri þar sem hún hefur ekki átt folald áður, svo held ég Hugsýn og hinni brúnu Össu frá Þóroddssstöðum. Ég ætla aðeins að sjá til hvað ég geri með Gleði þá rauðskjóttu frá Þóroddsstöðum, það kemur í ljós í vor hvort ég ætla að halda henni eða ekki þetta árið. 

Vaka undan Svarti frá Unalæk


Hugsýn undan Kjarval frá Sauðárkróki

Assa undan Núma frá Þóroddsstöðum og Þrúði frá Laugarvatni


Gleði undan Hilmi frá Sauðárkróki

Lokaverkefnið mitt gengur ágætlega og er farið að taka á sig góða mynd. Það er ótrúlegur tími sem fer í eina svona ritgerð, ég er búin að liggja yfir þessu og á samt ótrúlega mikið eftir. Ég er svo glöð að hafa fengið tækifæri til að skrifa ritgerðina í fríi frá vinnu. Ég get ekki sagt annað en að maður sé farinn að sjá útskriftina handan við hornið en það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir í skil á ritgerðinni og þá er ég búin! Hlakka ótrúlega til emoticon


Þórdís Katla að leira kökur




..snúa sér í hringi








Við fórum í útsýnissiglungu á ánni sem rennur í gegn um Budapest. Þetta er rosalega falleg borg og hún er algjört æði þegar það er farið að rökkva. Margar af þessum hrikalega fallegu byggingum eru upplýstar eins og t.d. Parlamentið þeirra.


Parlament building - Þinghúsið

Í gærkvöldi fórum við í göngu niður um verslunarhverfi þar sem ein aðalgata, svipað og laugavegurinn okkar. Úti á götu voru líka fjölistamenn og þessi var rosalega skemmtilegur að mati okkar. Þórdís Katla hljóp um tortið og elti sápukúlurnar hans emoticon





Það er allt að verða tilbúið fyrir Þýskalandsferðina. Við bókuðum flug með Ryanair en ég held að við gerum það ekki aftur. Maður verður bara pirraður yfir öllum aukagjöldnum sem þeir demba á mann. Það þarf að borga sérstaklega fyrir það að bóka sig, velja sæti og svo framvegis og maður bíður alltaf eftir næsta gjaldi. Ég ætla samt ekki að kvarta ef við komumst yfir til Þýskalands á réttum tíma. Við erum búin að panta okkur bílaleigubíl í Þýskalandi til að koma okkur frá flugvellinum til Hamborgar og til að sækja nýja bílinn okkar. Atli er semsagt búinn að finna bíl handa okkur þarna úti og fyrir valinu varð svartur station Benz, eins Benz og við áttum nema station fyrir Týra og hann er líka sjö manna svo það er nóg pláss fyrir sundferðirnar á Blönduós í sumar emoticon

Týri minn hefur það gott í Vestmannaeyjum. Hann varð 11 ára um daginn og fékk gott að borða í tilefni dagsins. Hann hefur aldeilis verið dekraður þarna í Eyjum og fær meðal annars harðfisk með smjöri á tillidögum og fær heila dýnu til að sofa á inni hjá heimasætunni. Nú er bara spurning hvort hann vill koma heim með mér aftur!



Það er kominn mikill framkvæmdahugur í hobby "bændurna" á Mánaskál. Mörg flott verkefni liggja á teikniborðinu og það verður sko gaman að koma heim og taka hendur fram úr ermum. Ef við verðum heima í allt sumar þá verður sko mikið gert á okkar bæ emoticon Fyrsta verk á dagskrá er að girða nýtt stykki en þar á að sá korni fyrir Neðri Mýra bóndann. Svo stendur til að klára að klæða húsið og fara í eldhús og bað. Svo koma örugglega upp ný og spennandi verkefni þegar líður á sumarið. 

Nú er best að koma sér aftur í ritgerðasmíðin

Kveðja frá Budapest

15.02.2012 06:04

Fréttir frá Budapest

Tíminn flýgur hérna í Budapest!

Það er ekki hægt að segja annað en að fjölskyldan hafi það ósköp gott. Ég reyni að vinna í lokaverkefninu mínu en það er stundum erfitt að halda einbeitingunni. Verkefnið þokast áfram og skil eru í apríl svo ég þarf að fara að haska mér.


Hótelgarðurinn í vetrarbúningi

Þórdís Katla er hress og kát en þó verður þreytandi til lengdar að umgangast bara fullorðna. Á hótelinu okkar virðast ekki vera börn, allavega höfum við ekki hitt þau. Við sjáum stundum börn á leikvöllum úti en Þórdís vill ekki reyna að leika við þau þó maður sjái að hún hafi mikinn áhuga á þeim. Ég er búin að prufa að auglýsa eftir íslensku barnafólki hérna í Budapest en ég veit að Íslendingar hafa verið duglegir að sækja nám hingað, en leitin hefur ekki skilað neinu. Það styttist í að við förum héðan en það eru ekki nema ca tvær vikur núna. Heimferðinni okkar seinkaði samt því við förum til Hamborgar í Þýskalandi í sex vikur um næstu mánaðarmót. Þórdís Katla er farin að tala við vinkonur sínar í gegn um Skype svo vonandi finnur hún minna fyrir vinaleysinu hérna úti. Þær vinkonur voru báðar hálf óframfærnar í fyrsta símtali en ég er nú viss um að það jafni sig og þær verði farnar að blaðra um heima og geyma innan skamms. 



Þórdís Katla að borða snjó





Við erum búin að finna íbúð rétt fyrir utan Hamborg við smábæ sem heitir Buxtehude. Þaðan er stutt að skreppa yfir til Hamborgar ef maður vill. Við erum núna að leita að bíl í Þýskalandi en við erum að hugsa um að kaupa okkur nýjan bíl þar. Skodinn okkar er því til sölu!  ( http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=1&cid=250093&sid=247423&schid=28c32743-da1b-4893-ba73-ac48b4eec020&schpage=1 ) Ég verð með svefnsófa ef einhver vill kíkja í heimsókn! 

Ég var að fikta í hrossahluta heimasíðunnar. Er búin að bæta inn upplýsingum um Össu, Gleði og Orðu. Það á eftir að draga til tíðinda á þessari síðu fljótlega! Ég er alltaf að brasa eitthvað emoticon manninum mínum til mikillar gleði!! emoticon


Assa með folaldið sitt undan Ás frá Ármóti


Gleði undan Hilmi frá Sauðárkróki


Orða

Sindri á Neðri Mýrum er að sinna hrossunum mínum heima. Þar er jörð auð en girðingar eru illa farnar vegna fannfergisins sem var framan af vetri. Vonandi verður ekki eins mikið af snjó seinni hluta vetrar. Við erum svo farin að spá í framkvæmdir vorsins en það stendur til að girða og rækta upp! emoticon Húsfreyjan á Mánaskál getur ekki bætt við sig hrossum nema að fá almennilega uppskeru.

Ég hlakka til að koma heim og taka reiðhestana undir hnakkinn. Ég er farin að hugsa um hestaferð í sumar og auðvitað stóðréttirnar í haust! Ég var að búa til facebook síðu fyrir hestaferð/stóðréttir og ætla að reyna að fara í léttann business í hestatengdri ferðaþjónustu. Það er ekki frá því að ég sé orðin ansi spennt! Ég fer bara alveg á flug að skoða myndirnar frá þessu, þetta er svo rosalega skemmtilegur tími emoticon Ég mæli sko með því að fólk prufi þetta! 

Fleiri myndir komnar í Budapest albumið!
Kveðjur frá Budapest!

26.01.2012 22:30

Budapest vika 2

Héðan er allt gott að frétta af okkur. Lífið er ljúft og veðrið ansi fínt emoticon Á meðan flestir eru á kafi í snjó heima á klakanum sést til sólar hér hjá okkur. 

Ég er búin að vera aðeins duglegri með myndavélina svo ég hef nokkrar myndir til að sýna. Ég setti líka slatta af nýjum myndum í albumið Budapest.





Við erum búin að fara aðeins í skoðunarferðir um borgina. Síðustu helgi fórum við út í eyjuna sem er hérna á Canalinum sem rennur í gegn um borgina. 











Við fórum svo í Museum of transport og kíktum á lestar og fleiri skemmtileg farartæki.







Þórdís Katla er að verða algjör selur. Hún fer helst í sund á hverjum degi og er að verða rosalega dugleg. 








Við fórum í dýragarð í vikunni. Þetta var fínasti dagur og veðrið lék við okkur. Garðurinn hafði mörg dýr og kom mér eiginlega á óvart því í fyrstu virkaði hann ekkert rosalega stór. Ég veit ekki alveg hvor skemmti sér betur ég eða Þórdís Katla, þetta var allavega mjög gaman.



















Núna í vikunni fórum við út seinnipartinn í göngu meðfram ánni sem rennur í gegn um borgina. Útsýnið er hrikalega fallegt þegar farið er að dimma og myndir ná eiginlega ekki að fanga það. Hér eru margar fallegar byggingar og bara æðislegt að rölta um miðbæinn að kvöldi. 















Í kvöld fórum við út að borða á veitingaghús sem er í göngufæri við hótelið okkar. Staðurinn leit vel út en maturinn var hrikalegur. Frekar skondið kvöld eiginlega. Ég er enn ekki að fatta matinn sem var boðið upp á þarna en þjónustan og allt var tipp topp, eftirréttirnir voru fínir en aðalréttirnir voru mikil vonbrigði. Þórdís fékk gasblöðru og eftirrétt með flugeld ofan á svo þetta var ekki alslæmt emoticon

Fullt af myndum í albumi!


18.01.2012 21:39

Budapest

Þá er fjölskyldan sameinuð í Budapest emoticon
Ég var nú víst búin að lofa mörgum að vera dugleg að blogga á meðan ég væri að heiman en svo finn ég það nú þegar að tíminn er farinn að hlaupa frá manni. Ég ætla samt að reyna að standa við þetta og blogga sem oftast.

Við Þórdís og Týri fórum suður til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld þar sem veðurspáin fyrir föstudag og laugardag var síðri. Við sömdum við Sindra á Neðri Mýrum um að gefa hrossunum mínum og svo eru folöldin þau Brattur og Orða á húsi á Blönduósi við fínan aðbúnað. Ég á því að geta verið áhyggjulaus hérna en auðvitað er ég að hugsa til þeirra og á eftir að fylgjast náið með emoticon 

Við Þórdís fórum í Hveragerði á föstudaginn og ég skellti mér í surprice 2xfertugsafmæli þar sem frændi hans Atla og konan hans áttu bæði afmæli og fengu semsagt ekki að sleppa við að halda upp á það! Fjölskyldan tók málið bara í sínar hendur. Þetta var voðalega gaman og Atli missti af heilmiklu finnst mér.

Á laugardag mættum við Þórdís Katla í afmæli til Alexanders og Christians en þeir voru að halda upp á 3. ára áfangann. Ó já.. þessi börn eru víst öll að detta í 3. ára! Alveg merkilegt hvað tíminn líður. Þórdís mín verður 3. ára eftir nokkra daga emoticon 
Ég keyrði Þórshamar Týra svo í flug á laugardaginn. Hann beið svo kurteins og fínn með mér inni í farþegasalnum. Hann dillaði skottinu og brosti í hvert sinn sem einhver kom inn og iðaði allur þegar börn komu inn, samt svo stilltur. Svo kom bara vallar starfsmaður og teymdi hann með sér út. Týri var bara glaður með það og elti þennan ókunna mann, enda er hann alltaf glaður þessi hundur! Hann var svo bara glaður að sjá Agga bróðir úti í Eyjum og ég efast ekki um að hann sé að standa sig þarna. Bara eins gott að ég fái hann til baka emoticon ég veit nefnilega að það er ekkert mál að falla fyrir þessum hundi!

Á laugardagskvöld fór ég á Hamborgarafabrikkuna með Ásu Maríu og Sólveigu. Það er ekki svo oft sem maður hittir þær svo það erum að gera að nýta svona Reykjavíkurferðir. Svo var líka maturinn bara fínn! Ég fer örugglega þangað aftur. 

Elsa vinkona komst ekki með á Fabrikkuna þar sem hún var að sækja hrossin sín norður. Í staðinn þá fór hún á fætur fyrir allar aldir og kom með mér upp á völl á sunnudagsmorgun.. já ef það má segja að það sé kominn morgunn kl. 5 á morgnana! Þórdís Katla vaknaði þegar ég bar hana út í bíl og var svo bara hin hressasta. Elsa sat með okkur dágóða stund í flugstöðinni áður en við Þórdís fórum upp í fríhöfnina. Það var búið að semja um það að Þórdís fengi að velja sér dót í fríhöfninni og það var sko nóg um að velja.




Pet shop dót varð fyrir valinu og var mikið handleikið á leiðinni

Það var voða sport að fara í flugvélina og svo var hún eins og engill alla leiðina. Horfði á sjónvar, litaði og lék sér að dótinu sínu. Ég hefði ekki getað beðið um meira! Ég gat bara setið slök og horft á bíómynd.



Við millilentum svo í Amsterdam og þurftum að bíða þar í tæpa þrjá tíma. Ég gat tékkað farangurinn alla leið svo við þurftum ekkert að vesenast á þessum flugvelli. Ég var með brottfararspjöldin útprentuð svo við þurftum bara að finna Gate-ið okkar og bíða rólegar.



Þórdís lék sér og trallaði fyrir flugvallargesti og náði fram ansi mörgum brosum þann daginn emoticon Í fluginu með KLM flugfélaginu svaf Þórdís eiginlega alla leiðina. Við fórum á fætur kl. 4 svo það var ekki skrítið að litlar prinsessur væru orðnar þreyttar.

Atli beið svo eftir okkur á flugvellinum í Budapest og við tókum taxa "heim" á hótel. Við erum með fína íbúð, rúmgóða og fína. Eldhúsið er stærra en ég átti von á og svo erum við með þvottavél og þurrkara. Bara flott. Sundlaug, gufa og heitur pottur ásamt líkamsrækt á hæðinni fyrir neðan... ég ætla sko í ræktina um leið og ég er búin að kaupa mér föt og skó í ræktina!

Við röltum svo út á Fridays og fengum okkur í gogginn saman.



Á degi 1 var nú strax farið í búðir emoticon


Fyrsta skref var að kaupa bílstól fyrir Þórdísi



svo fékk hún kút, bát og bolta fyrir sundið!





Við Þórdís erum búnar að vera duglegar að finna okkur eitthvað að gera á daginn.. enda er ég ekki enn búin að fylla ferðatöskurnar svo ég hef ennþá verkefni! Annars er ég með ritgerðina mína opna allan daginn og er að vinna í henni þegar ég tapa ekki baráttunni við dótturina um tölvuna! Hún vill nefnilega horfa á myndir í henni á sama tíma og ég vil læra.. ég þarf eitthvað að hugsa þetta upp á nýtt! 


Þórdís fyrir utan hótelið okkar

Við áttum frábæran dag saman í dag. Við röltum í Mall-ið og versluðum dálítið í HM á Þórdísi. Ég ætla að fara aðra ferð í HM bara fyrir mig! Hún stóð sig ótrúlega vel í þessu rölti og græddi líka heilmikið á því að vera stillt og prúð! emoticon 

Ég kom líka við í Vodafone en ég er í vandræðum með nýja símann minn!.. sem ég keypti í Vodafone á Íslandi áður en ég kom út. Ég var svo glöð að fá mér loksins síma sem maður getur notað á netið, facebook og fleira skemmtilegt.. en nei, í fyrsta lagi gat ekki ekki tengst netinu í gegn um 3G og svo þegar það er búið að bjarga því fyrir mig (í vodafone hérna úti) þá get ekki ekki gert neitt á facebook í gegn um símann emoticon Það lítur út fyrir að síminn minn sem er glænýr og ekkert notaður sé bilaður! frábært! Ég hafði samband við Vodafone heima og þeir segja að ég eigi að geta framvísað nótunni fyrir honum sem ábyrgðarskírteini í allri Evrópu.. en sjáum til hvernig það gengur! 

Það er kannski best að það komi fram að ég er ekki að nota íslenska númerið mitt hérna úti. Ég er komin með ungverskt símanúmer (man ekkert hvað það er!) og því þýðir ekki að senda mér sms eða eitthvað þannig. Mæli með að senda mér skiló á facebook eða bara á manaskal@gmail.com. 

Ég ætla að vera duglegri að taka myndir á næstu dögum. Ég fór nú af stað í dag með Canon EOS vélina mína en hún varð rafmagnslaus við útidyrahurðina svo ég reyni kannski aftur á morgun hehe.

Héðan er semsagt allt gott að frétta og allir skemmta sér vel. Verðin eru frábær, hér er allt til. Ég sakna reyndar ýmissa hluta úr ísskápnum heima en ég svelt varla hérna samt. Maður er bara svo góðu vanur heima, hérna er t.d. bara einhver G mjólk.. hvað er málið með það! Annars er matur hérna svo ódýr að maður getur ekkert kvartað.. og Tesco! Draumastaður! Það er sko matvörubúð í lagi!!

Bless í bili


06.01.2012 19:59

Desember 2011

Það er orðið dálítið langt síðan ég skrifaði fréttir síðast svo ég ætla að reyna að stikla á stóru um helsti fréttir síðan síðast.

Það sem af er vetri hefur verið nóg af snjó



Við fórum í jólatrésleiðangur á þorláksmessu sem var svakalega skemmtilegt. Í Gunnfríðarstaðarskógi má velja sér jólatré og höggva sjálfur. Við fórum í frábæru veðri í skóginn og fundum okkur jólatré til að taka með heim. 


Atli og Þórdís Katla skima eftir jólatré


Kolla og Þórdís Katla


Leiru Þórshamar Týri - Íslenski fjárhundurinn á bænum


Búið að velja jólatré og þá þurfti að saga


Jólatréð dregið til baka

Við áttum ósköp notaleg jól hérna í sveitinni. Tengdó voru hjá okkur yfir jólin og við áttum yndislegar stundir saman. Þórdís var ótrúlega róleg yfir þessu jólastússi en var svo mjög dugleg að opna pakkana þegar byrjað var á því á annað borð. Hún fékk auðvitað fullt af fínum gjöfum eins og aðrir og var mjög hamningjusöm með sitt emoticon







Þórdís gerði cornflakes kökur handa okkur á jóladag


Hér eru öll hross löngu komin á gjöf og þau fengu líka afskruðinn af jólatrénu á aðfangadag emoticon þeim leiðist nú ekki að naga svoleiðis


Drungi kíkir á jólatréð




Heldri hryssurnar mínar þær Rák og Fluga


Bylting að fá sér vítamín og steinefni


Vaka sýnir hvað henni finnst um mig


Hugsýn mín sem fór undir Abraham frá Lundum II síðasta sumar

Gríma og Brattur fóru á Blönduós nokkrum dögum fyrir jól og Gríma fór svo með hestabíl heim á Lunda en Brattur á að vera á húsi á Blönduósi þangað til hann fer á Bjarghús í fóðrun. Ég kíkti auðvitað í hesthúsið um jólin og hafði myndavélina meðferðis. Brattur er alltaf hress og kátur og það er gaman að honum.


Brattur, undan Birtu minni sem ég missti í sumar og Feng frá Meðalfelli

stuð í gerðinu




Týri fær svo auðvitað að koma með í hesthúsið

Eðall Byltingarsonur er farinn til nýs eigandans en hann var sóttur óvænt hingað af Jakobi hestabílstjóra. Ég var bara í þvottahúsinu að dunda mér þegar allt í einu er bankað. Ég fór til dyra og standa þá tveir hestabílstjórar úti á palli og hestabílinn opinn og tilbúinn fyrir neðan bæinn. Ég fékk alveg áfall þar sem ég átti ekki von á bílstjóranum og folaldið var enn úti með Byltingu. Nú voru góð ráð dýr og mér fannst ekki annað hægt en að drífa sig út og reyna að ná folaldinu einn tveir og bingó. Það var orðið dimmt og ég átti von á að þetta yrði eitthvað skrautlegt. Ég greyp með mér múl og brauð og lokkaði hrossin strax inn í gerði. Á svona stundum er gott að eiga brauðhross emoticon Ég tók Byltingu í taum og mýldi svo folaldið henni við hlið og það gekk eins og í sögu. Þá var bara eftir að koma folaldinu upp á hestabílinn. Bylting var teymd með honum að bílnum og það gekk ótrúlega vel að koma honum upp. Hann var kannski ekki alveg til í að fara í einum rykk enda skildi hann bara ekkert hvað var að koma fyrir hann og hvert átti að troða honum. Upp fór hann og hann átti nú dálítið bágt þarna fyrst, lagðist bara niður og ætlaði bara að vera þar á meðan hann hugsaði málið. Bílinn var tómur svo hann hafði engin hross til að hlaupa til. Hann fór svo á sinn stað og lagði í sitt ferðalag austur á firði. Grey Eðall minn var heila 14 tíma á bílnum emoticon litla greyjið. Það gengur bara vel með hann á nýja staðnum og eigandinn er ánægð með hann svo við erum ánægð líka. 


Eðall frá Mánaskál lítill og sætur í sumar

Eðall í ágúst/sept

Það eru nú líka fréttir af Byltingu minni en hún er nú komin til nýrra eigenda í Þýskalandi. Ég átti von á hestabíl hérna daginn fyrir gamlárs en svo fór að ég flutti hana á Blönduós og fékk til þess góða hjálp hjá nágranna mínum Sindra á Neðri Mýrum. Ég þurfti að fá snjómokstur því hingað var ekki fært fyrir hestabíl eða kerru. Það gekk allt eftir pöntun svo það var ekkert mál að draga kerru. Bylting fór svo á bíl sama dag og fór til Gunnars og Krissu í Horse Export þar sem hún fór í læknisskoðun og allt það. Hún fór svo í flug þann 4. janúar og er komin til nýrra heimkynna og nýir eigendur eru voðalega lukkulegir með hana. Ég bíð nú spennt eftir fréttum og nýjum myndum af henni.



Eftir að ég hafði sett Byltingu á bílinn fór ég sjálf suður til að taka á móti Atla mínum. Þórdís var fyrir sunnan hjá ömmu og afa í Hveragerði og Týri var hjá þeim líka. Það var dálítið sérstakt að vera alein í kotinu, ekki einu sinni barnið eða hundurinn. Sameinaða fjölskyndan var svo í mat hjá fjölskyldumeðlumum á gamlárskvöldi og allir skemmtu sér vel. Týri fékk að fara með í party og stóð sig vel sem selskapshundur við það tilefni. Hann var ótrúlega rólegur á miðnætti og eiginlega bara ekkert mál að hafa hann með þó hann hafi verið á ókunnugum stað líka. 




Þórdís Katla og pabbi með blys.. eftir það voru sjörnuljós ekki skemmtileg


Týri partyhundur emoticon

Ég tók allt of fáar myndir á áramótunum svo ég verð að blikka Tinnu og fá lánaðar hennar myndir þar sem hún var mikið duglegri að hafa myndavélina á lofti.

Eins og ég var búin að segja frá áður þá keypti ég mér folald í haust en ég var ekkert búin að gera því nánari skil. Ég og Elsa misstum okkur semsagt aðeins á Skype í haust og úr varð að við ákvaðum að kaupa okkur sitthvort folaldið. Folöld sem við sáum í haust í réttunum í Víðidalnum og ég var auðvitað búin að sjá myndir líka á netinu. Folöldin eru frá Stórhóli í Vestur Húnavatnssýslu. Við Elsa ætluðum svo að drífa okkur í heimsókn að Stórhóli og kíkja á gripina sem við vorum búin að festa okkur.. nema hvað að svo kom aldrei rétti tíminn. Elsa kom svo loksins norður milli jóla og nýárs og ég gat hliðrað til vinnunni til að komast í björtu á Stórhól. Viti menn.. þetta er veðrið sem við fengum..




alveg frábært veður til að skoða hross!



Til að segja loksins frá þessari hryssu þá heitir hún Orða og er undan slettuskjóttum hesti sem heitir Dísill frá Hæli. Sá er undan Hóf frá Varmalæk og Smáradóttur. Hún er rauðstjörnótt, glaseygð á báðum. Þar sem ég fékk enga hryssu í vor sjálf þá varð ég bara að kaupa mér hana emoticon 
Við fórum svo í gær eftir vinnu að sækja Orðu en hún beið eftir okkur í hesthúsinu á Stórhóli ásamt hryssunni sem Elsa vinkona keypti. Það var svo mikill snjór að ekki var hægt að koma hestakerrunni að hesthúsinu en þá varð bara að teyma hana að kerrunni. Garðar bóndi á Stórhóli fékk það hlutverk að mýla hryssuna og þetta gekk vel en voru samt aðeins meiri læti en þegar ég mýldi Bratt úti á túni fyrir stuttu síðan emoticon Þetta var nú ekkert sem stórbændur á Stórhóli kippa sér upp við enda gekk þetta svo bara stórvel. Hryssan hafði auðvitað aldrei fengið á sig múl og hvað þá taum með tveimur karmönnum á. Hún teymdist svo bara furðuvel að kerrunni og strákarnir voru ekki lengi að koma henni upp og loka. 

Við keyrðum svo kerruna upp að hesthúsinu á Blönduósi, ég krætki taum í múlinn hennar og svo labbaði hún bara inn. Þetta gekk eins og í sögu.


Orða frá Stórhóli




greyjið hún.. ég er auðvitað strax byrjuð að abbast upp á hana emoticon
Núna þarf ég að nota næstu daga vel til að mannvenja hana. Brattur minn var ekki alveg nógu sáttur við að þurfa allt í einu að deila stíunni sinni með öðru folaldi og er frekar vondur við hana en ég ætla rétt að vona að þetta jafni sig mjög fljótt og litla Orða mín fari að svara fyrir sig.

Hérna eru eldri myndir af Orðu sem ég fæ að láni frá Maríönnu á Stórhóli:









Eins og flestir örugglega vita þá fór Hugsýn mín undir Abraham frá Lundum II í sumar og var sónuð með fyli svo vonandi fæ ég folald að vori. Vinsælast væri að fá hryssu og það væri nú ekki leiðinlegt ef hún væri eins og þessi 4. vetra Hugsýnardóttir


Hempa frá Holtabrún. F. Borði frá Fellskoti. Mynd Hulda G. Geirsd.

Systir hennar Þökk frá Holtabrún er til sölu og það er búið að lækka verðið á henni

For Sale:


A beautiful Icelandic mare, five years old. Trained for one winter, clear gaits, good spirit. Fully vet-checked and x-rayed last year. Confirmed in foal with 1st prize stallion Þristur frá Fet (also 1st prize for offspring)i. Could produce a very interesting colorful offspring next year. 
F: Mökkur frá Hólmahjáleigu 1st prize (son of Hilmir frá Sauðárkróki)
M: Hugsýn frá Stóra-Sandfelli 2 (daughter of Kjarval frá Sauðárkróki)
Price ISK 550.000 (ca. euro 3.700) - send me a message if you want more info :)

Þrátt fyrir að vera búin að skrifa heil ósköp.. já eða allavega dæla inn myndum, þá eru aðalfréttirnar kannski að ég er á leiðinni til Budapest í 6 vikur ásamt fjölskyldunni emoticon 


Ég ætla að vinna í lokaverkefninu mínu á þessum tíma og verð vonandi búin með verkefnið eða nálægt því þegarég kem aftur. Reiðhestarnir mínir verða úti þangað til ég kem til baka en þau verða drifin inn við fyrsta tækifæri því ég er skráð á námskeið sem verður byrjað áður en ég kem heim. Ég og Drungi ætlumað vera dugleg að vinna heimavinnuna okkar og stökkva inn í námskeiðið þegar ég kem til baka. Á meðan verða Brattur og Orða í plássunum mínum á Blönduósi en fara svo að Bjarghúsum í fóðrun.

Ætli þetta sé ekki nóg af fréttum í bili.. ég er klárlega að skilja helling eftir en vonandi verð ég duglegri að koma með fréttir héðan í frá.

28.11.2011 17:58

Veðurblogg

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í sveit emoticon 

Það var búið að vara mig við slæmu veðri hérna á þriðjudag.. einfalda ég tók því bara sem heilögum sannleik og því kom veðrið mér á óvart sem blasti við mér í morgun. Ég lagði ekki í að fara á fólksbílnum í vinnuna svo jeppinn fékk hreyfingu. Veðrið var vægast sagt ógeðslegt og á leiðinni í vinnuna var ég farin að spá í því hvort ég væri sú eina sem hefði farið út úr húsi í morgun. Veðrið var nú alveg þess legt á Skagastrandarveginum emoticon svo fór ég nú að mæta bílum svo það voru þá allavega fleiri bjánar á ferð en ég emoticon Við Þórdís komumst loks í vinnuna, vorum meira en tvöfalt lengur en vanalega en komumst þó. 

Mér stóð ekki alveg á sama með allt þetta veður, það var bara alveg blint í morgun og ekki gæfulegt að þurfa að stoppa margsinnis úti á vegi því maður sá ekki húddið á bílnum.

Ég ákvað að fara snemma heim úr vinnunni, fór rúmlega þrú, þar sem mér var sagt að það væri nú meiri hálka og ég ætti að reyna að drífa mig heim áður en það færi að hvessa en það á að auka mikið í vind. Ferðin um Skagastrandarveginn var mikið betri á heimleiðinni, því það var ekki svona blint eins og í morgun.

Það var dálítill þæfingur á Mýrarbrautinni en ekkert mál samt en Skodi hefði átt í smá vandræðum með þetta held ég. Ég hitti Sindra á Neðri Mýrum við afleggjarann hans þar sem hann var að moka snjó af veginum með traktornum. Það var ágætt að vita að hann var með símann í vasanum ef ég myndi lenda í vandræðum.
 
Þegar ég kom að afleggjaranum okkar var semi þokkalegt veður og ég sá að Bylting, folaldið og Vaka voru undir hólnum beint á móti afleggjaranum okkar. Þær voru orðnar innlygsa þar á milli skurða þar sem ég held að þær fari ekki yfir þessa skurði þegar það er búið að skafa svona mikið. Þau stóðu í mjög djúpum snjó og ég hafði áhyggjur af því að það færi allt á kaf þarna undir hólnum og þau kæmust ekki í burtu. Ég var með múl í bílnum svo ég sótti hann og ákvað að freista gæfunnar að ná annari merinni og teyma þær yfir girðinguna. Viti menn ég náði Byltingu sem ég hef aldrei náð úti fyrr. Það er eins og hún hafi viljað láta bjarga sér. Ég tók strauminn af í gær svo ég gat losað vírana úr einangrurunum og trampað vírinn niður undir snjóinn sem var nógu þéttur til að halda vírunum. Ég náði svo að teyma Byltingu yfir girðinguna og Vaka og folaldið eltu. Þau eru semsagt komin á gjöf líka þó að það hafi ekki verið ætlunin að Vaka færi á gjöf!  Hin reiðhrossin og Hugsýn eru á betri stað í girðingunni en þau eru í skurðstykkinu við veginn svo ég hef engar áhyggjur af þeim. En ég vil nú samt fá Hugsýn á gjöf líka þar sem hún er jú vonandi fylfull. Um leið og ég sleppti hryssunum varð veðrið vitlaust aftur! 

Þá var að koma sér heim! Ég keyrði upp afleggjarann en komst ekki nema að gamla hliðinu. Ég var að vona að ég kæmist nógu langt til að geta snúið við og haft bílinn í réttri aksturstefnu fyrir morgundaginn en það var ekki svo gott. Ég þurfti því að bakka allan afleggjarann til baka sem tók langann tíma með mig hálfa út úr bílnum því ég sá ekki neitt. Ég skildi semsagt bílinn eftir niður við hlið. Þá var að koma sér uppeftir. Þórdís var sofandi allan þennan tíma en var núna að rumska. Hún fór að gráta og það gekk ekkert að hugga hana. Ég var með matvörur með mér sem ég setti á snjóþotu og ætlaði að draga á eftir mér þar sem ég vissi að Þórdís gæti ekki verið á snjóþotunni í þessu veðri, ég yrði að halda á henni.Þórdís var mjög hrædd í þessum byl og það var mjög erfitt að halda á henni og draga snjóþotuna í þessari færð því snjórinn var ansi djúpur. Ég varð því að skilja þotuna eftir með matnum og halda á barninu heim. Ég kom gjörsamlega andlaus heim á hlað og klofaði yfir skaflinn við útidyrahurðina. Týri minn var rosalega glaður að sjá okkur eins og alltaf! Síminn hringdi og hringdi og það var Sindri að gá að okkur. Það er flott að eiga góða nágranna emoticonÉg fór svo út að ná í þotuna með vasaljós því það var farið að dimma töluvert. Þegar ég kom upp var komið að því að fara aftur út, í þetta skipti að kíkja á rafstöðina. 

Núna er ég bara dauðfegin að vera komin heim og inn! :) Hér er hlýtt og gott og nóg til af mat ef illa fer hehe.

27.11.2011 21:41

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Þá er aðventan gengin í garð og vonandi verður hún bara notaleg og fín. Veðrið hefur verið mjög gott undanfarið og vonandi verður það gott áfram. Það spáir reyndar einhverjum leiðindum í þessari viku en það er bara spá, þarf ekki endilega að hafa neitt með veðrið að gera emoticon Við tökum á því þegar að því kemur!





Það er allt gott að frétta úr sveitinni, bæði af mönnum og dýrum. Hver vikan á fætur annari hverfur og kemur aldrei aftur. Nú styttist óðfluga í jólin og ég ætla sko að hafa það gott að aðventunni þar sem nú eru engin jólapróf að plaga mig! Ég er að vinna í lokaritgerðinni minni en það er ekki sama pressan og þessi blessuðu desemberpróf. Ég reyni samt að nýta dagana og komst t.d. aðeins áfram með verkefnið í síðustu viku emoticon 

Ég er á leið suður í höfuðborgina í þessari viku ef færð og veður leyfa. Þetta verður nú bara stutt stopp en sjálfsagt vel nýtt eins og gerist yfirleitt þegar dreifbýlistúttur koma í bæjarferð. Eins og áður verða bæði Þórdís Katla og Týri með í för. 

Við Þórdís Katla áttum frábæra helgi saman sem hófst á piparkökubakstri í leikskólanum á laugardagsmorgni. Þórdís Katla mætti í nýja jólasveinakjólnum sem amma og afi í Hveró voru að gefa henni.







Seinnipartinn var svo kveikt á jólatrénu á Skagaströnd og við Þórdís Katla mættum þangað líka. Við látum okkur sko ekki vanta þangað sem von er á að jólasveinar láti sjá sig! Þórdís sofnaði í bílnum á leiðinni þangað og var hálf stúrin þegar við fórum út.Hún var lengi vel hálf feimin en svo þegar hún fann vinkonu sína af leikskólanum varð þetta rosalega gaman! Þær leiddust saman í kring um jólatréð.. algjörar dúllur! Birgitta vinkona þeirra var líka á svæðinu en hún er fótbrotin svo hún þurfti að horfa á. Jólasveinarnir komu svo í heimsókn og gáfu börnunum poka með gotteríi og gengu í kring um jólatréð. Við leigðum okkur svo eina DVD og sátum saman á laugardagskvöldi og horfðum á Rio og fengum laugardagsgotterí emoticon

Þórdís Katla og Sigríður Kristín 


Í dag fórum ég svo í eftirlitsferð, bæði í rafstöðvarhúsið og upp að inntakinu og það lítur allt glymrandi vel út. Ég hafði með mér myndavélina og tók nokkrar myndir í leiðinni.







 Þórdís kom svo með mér að líta á hrossin og hún fékk far á snjóþotu sem var sko æðislegt að hennar mati! Hún skemmti sér konunglega á þotunni á sinni á meðan mamma dró.




hrossin komu á móti okkur

Þegar vi'ð komum til hrossanna varð myndavélin mín rafmagnslaus emoticon Ég sem ætlaði loksins að mynda hrossin og veðrið var frábært í það. Ég verð bara að grípa næsta tækifæri í það.

Ég ákvað að taka hana Grímu og Bratt fósturson hennar heim í dekur. Það er svo gott að eiga við hana Grímu að ég labbaði bara út í stykki með múl og sótti hana og Bratt og labbaði með þau heim. Síðan sótti ég traktorinn og náði mér í eina rúllu út í stæðu og opnaði fyrir þau. Þetta gat ég sko allt sjálf og er ógurlega montin emoticon ég hef nefnilega látið Atla um það að gefa en þar sem ég er grasekkja þá gekk ég bara í málið sjálf. Og svona til að monta mig aðeins þá lenti rúllan alveg eins og til var ætlast og ég notaði traktorinn til að taka plastið ofan af henni.. alveg eins og Atli gerir alltaf emoticon Það er nú samt eins gott að það var enginn til að fylgjast með aðförunum emoticon Gríma og Brattur eru allavega komin með hey svo það eru allir sáttir. Hinar hryssurnar fara að koma á gjöf líka en það bíður þangað til Atli kemur heim og getur aðstoðað mig í þessu öllu saman.

Ég myndir af hrossunum við fyrsta tækifæri! 

Nú styttist í að ég fari að taka Drunga og Vöku á hús og hlakka ógurlega til! Bóklegi hlutinn af knapamerkjunum er búinn svo nú er ég tilbúin í verklega jíhaaa emoticon Ég er ekki enn búin að ganga frá kaupunum á nýju hryssunni "minni" svo það verða engar fréttir um hana að þessu sinni.. vonandi næst! 


13.11.2011 17:14

Haustið í öllu sínu veldi

Jæja núna er ég eiginlega farin að skammast mín fyrir fréttaleysið. Ég er búin að vera ferlega löt við að setja inn fréttir en það er aðallega því ég hef ekki verið nógu dugleg að setja inn myndir.. þá gerist ekkert á fréttasíðunni heldur.

Það er orðið svo langt síðan síðustu fréttir litu dagsins ljós að ég gleymi örugglega einhverju. Ég lofa að taka mig á og fara út með myndavélina á morgun og vera svo dugleg að hafa hana uppi við. Það hefur verið nóg að gera í vinnunni. Í síðustu viku fór ég til Reykjavíkur á fund og á námskeið. Í kjölfarið tók ég mér frí í vinnunni og stoppaði yfir helgi fyrir sunnan. Við Þórdís og Týri fengum gistingu hjá Dagnýju og Sigga og það fór ósköp vel um okkur. Þórdís fór svo í pössun í Hveragerði til ömmu og afa en ég nýtti helgina eins vel og ég gat í lokaritgerðina mína. Já mín er sko byrjuð að skrifa og gengur vel fyrir utan það að finna tíma í þetta. Það er að koma mynd á ritgerðina en það er ansi mikil vinna eftir í þetta.

Þegar við Þórdís komum heim á sunnudeginum var ég nú ákveðin í að halda áfram með skrifin fyrst ég var komin á gott skrið en þegar ég kom inn í hús tók á móti mér lykt sem ég kunni ekki við. Þegar ég fór niður til að athuga málið steig ég inn á parket sem dúaði undan mér.. frábært, hérna hafði allt farið á flot. Fremsta herbergið í kjallaranum var þakið vatni og það hafði komist fram á gang og eyðilagt parketið. Ég taldi mig nú samt frekar heppna því í herberginu var svosum ekkert sem ekki mátti blotna. Ég fór bara í það að ausa vatni í fötur og hlaupa með út því niðurfallið í kjallaranum virkaði ekki emoticon. Ég gat því ekki notað vatnið og eina sem mér fannst koma til greina var að frárennslið frá húsinu væri stíflað vegna snjós. Þetta kvöld var því pissað úti og ekkert uppvask.

Þegar ég kom heim úr vinnunni á mánudag var niðurfallið farið að virka.. ég var mjög glöð með það. Ég lét renna lengi úr krananum í eldhúsinu og viti menn, það kom ekkert vatn upp úr niðurfallinu. Til að halda upp á þetta skellti ég í þvottavél.. og viti menn.. kjallarinn fór á flot emoticon ohh vandamálið var semsagt ennþá til staðar. Ég tók því fram föturnar aftur og jós og jós vatni. Þvottavélin dældi af sér nokkrum sinnum og alltaf þurfti ég að fara niður og halda áfram að ausa vatni. Svo þegar þetta var nú allt saman liðið hjá kveikti ég á kertum og ætlaði að setjast niður og skrifa smá í ritgerðinni minni emoticon .. ég mundi þá eftir þvottinum í þvottavélinni og ákvað að fara niður með hann í þurrkarann. Mér til mikillar "hamingju" var kjallarinn aftur á floti!! Nú var ég búin að fá nóg, þetta var semsagt að koma að utan og kvöldið mitt var ekki búið! Ég hélt áfram að ausa og ausa og þegar ég horfði á vatnið koma jafnóðum upp um niðurfallið þá hringdi ég í nágranna minn og bað um aðstoð. Sindri á Neðri Mýrum kom til mín og hjálpaði mér að moka upp rörið frá húsinu. Sem betur fer hófst það og stíflan losnaði, ég hefði annars verið uppi alla nóttina að ausa vatni. 

Ég á nú svo mikið af góðum nágrönnum að Magnús á Syðri Hóli kom svo í vikunni og skipti um rafgeymi í jeppanum fyrir mig. Það var svosum ekki að spyrja að því að svona í tilefni af því að Atli væri að heiman þá gerði snjó og jeppinn stóð rafmagnslaus úti á hlaði.. frábært.. eintóm hamingja hjá mér emoticon

Við fórum svo aftur suður í vinnuferð í þessari viku, aftur var það fundur og svo námskeið. Við Þórdís og Týri vorum hjá mömmu og pabba í þetta skiptið en fröken Samba fjárhundur verður bara að venjast því að í fjölskylduna er kominn annar hundur og það má ekki drepa hann.. sama hversu mikið hana langar til þess. Mamma og pabbi komu svo norður núna yfir helgina og fröken Samba var með í för. Helgin gekk nú mikið betur en ég átti von á svo ég hef engar áhyggjur af þessu lengur. Þau verða ágæt saman einn daginn. Þessi tík þarf bara að komast niður af silkipúðanum sínum og átta sig á því að hún er ekki prinsessa emoticon Þórshamar Týri er sko kóngurinn í þessari sveit.

Bóklega námskeiðið í knapamerkjunum eru á fullu um þessar mundir. Ég hlakka orðið rosalega til að fara að byrja á verklega eftir áramót. Ég er búin að finna pláss á Blönduósi fyrir Vöku og Drunga og get ekki beðið eftir því að taka á hús emoticon Þórdís Katla ætlar að vera dugleg að koma með mér í hesthúsið og fara á hestbak. Útigangurinn hefur það gott hérna úti. Næg beit og veðrið frábært eins og er. Það var reyndar skítaveður hérna um daginn en það gleymist fljótt þegar veðrið skánar. Hrossin eru svo mjúk og fín þessa dagana og lyktin af þeim unaðsleg. Ég elska lykt af útigangshrossum.. ég er auðvitað bara svona klikkuð. Folöldin eru stór og spræk. Brattur er reyndar ekki jafn fallegur og Eðall, hann er samt ekki lítill og ræfilslegur en það þarf kannski að dekstra hann dálítið í vetur. Gríma mjólkar enn ofan í hann og þau eru eins og sönn mæðgin. Brattur er líka bara svo frábær karakter að ég held að ég muni ekki kynnast öðru eins folaldi, hann er bara æði emoticon Mér finnst svo frábært að hann kemur til mans og þiggur knús og klór og hreinlega elskar athyglina. Pabbi setti svo rúllugreipina á ámoksturstækin í gær svo núna erum við Þórdís Katla tilbúnar að byrja að gefa þegar tíðin gefur tilefni til þess. 

Ég er aðeins búin að fikta í hestahlutanum á síðunni, en ég mun gefa mér meiri tíma til breytinga síðar. Ég þarf nú að búa til pláss fyrir nýjustu hryssuna emoticon Við Elsa vorum aðeins að missa okkur á Skype um daginn og uppúr dúrnum komu smávegis hrossakaup. Þetta verður formlega kynnt síðar en það er bara gaman að þessari vitleysu. Ég er viss um að við Elsa verðum vel ríðandi hér í stóðréttunum eftir nokkur ár! 

Ég fékk óvæntan gest hingað áðan en bróðursonur afa frá Mánaskál, sem býr á Skagaströnd, kom í heimsókn og ætlaði að fá að sjá rafstöðina hans Atla. Þar sem Atli var ekki heima þá geymdi hann að skoða stöðina og kemur aftur síðar. Atli hefur sko bara gaman að því og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að allir sem hafi áhuga á að sjá stöðina séu velkomnir í hemsókn.

En núna er best að fara að sinna einhverjum húsverkum og setjast svo niður og skrifa emoticon
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 627
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 190146
Samtals gestir: 25690
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 17:29:24

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar