Mánaskál |
|
05.02.2009 03:08Fjölskyldan komin heimJæja þá er litla fjölskyldan komin heim og kominn tími til að koma með fréttir. Við fengum að fara heim af fæðingardeildinni í fyrradag og lífið er bara yndislegt. Það gengur allt svo vel, hún er svo vær, brjóstagjöfin er öll að koma til og við getum bara ekki kvartað undan neinu held ég. Hún er bara fullkomin Skrifað af Kolla 02.02.2009 14:28Stelpa fæddÉg sé að þetta var komið inn í kommentin við seinustu færslu en ákvað samt að skella þessu hér inn eins og um var samið Skrifað af Kolla 01.02.2009 17:34Gangsetning, fædd frænkaPetra frænka átti stelpu í dag, ég hef ekki fengið myndir eða fregnir af stærð en öllum heilsast vel og þetta gekk vel fyrir sig. Til hamingju Petra, Leifur og Sóldís stóra systir .. þangað til næst .. Skrifað af Kolla 31.01.2009 11:11Engar fréttirÞað eru engar fréttir frá þessum bæ, allt með kyrrum kjörum. Ég er núna að fara á MORGUN á spítalann.. svolítið sérstakt að hugsa til þess.. ég vona bara að ég fari ekki að byggja upp einhvern kvíða. Maður á alltaf von á að fara bara af stað allt í einu og þá bara gerast hlutirnir.. það er ekki eins aðlaðandi að eiga að mæta á einhverjum fyrirfram ákveðnum tíma til að láta ýta á "on" Skrifað af Kolla 30.01.2009 14:56Ekkert að gerastJæja búin í þessari fínu "belglosun" það var bara ekkert hægt að gera, allt lok og læs. Ég á að mæta í gangsetningu á Lansann á sunnudagskvöld 1. febrúar. Ég held bara áfram að bíða.. enda þolinmóð með eindæmum hehe.. þetta styttist nú samt! Kannski að pabba mínum verði bara að ósk sinni og hann fái þetta barn í afmælisgjöf þann 2. febrúar Skrifað af Kolla 30.01.2009 08:2441. vika + 4 dagarÓþarfi að halda niður í sér andanum.. 11 dagar framyfir og enn ekkert að gerast. Ég fer aftur í mæðraskoðun í dag og nú á að losa um belginn Skrifað af Kolla 29.01.2009 11:2841 vika + 3 dagarEkkert að gerast enn.. ég ætla að fara út og finna mér eitthvað að gera í dag ![]() Skrifað af Kolla 28.01.2009 11:1441 vika + 2 dagar.. allt með kyrrum kjörum enn.. þetta kríli hefur það greinilega bara fínt í bumbunni .. meira um þetta í næsta fréttatíma Skrifað af Kolla 27.01.2009 11:3141 vika + 1 dagur.. og enn gerist ekkert. Ég trúi ekki að ég ætli að ganga með eins og fíllinn.. ég var viss um að ég myndi ekki gera það. Ég er svosum að nýta tímann, er að koma mér almennilega af stað í skólanum og svona.. en þetta má nú alveg fara að koma samt. Ég hlakka svo til þegar allt er farið að detta í rútínu og ég get farið á stjá með litla orminn ![]() Skrifað af Kolla 26.01.2009 12:1041 vikaJæja! Komin 41 vika í dag! .. og ekkert að gerast enn Ég er orðin svo spennt að vita hvernig þetta fæðingardót allt virkar.. hvernig eru þessir verkir og hversu vont er þetta og allt það.. en svo er bara ekkert að gerast. Svo er maður svo clueless, veit sko ekkert hvað maður er að fara út í.. Petra frænka er t.d. búin að vera með rosalega fyrirvaraverki lengi lengi en ég fæ bara eitthvað sem mér finnst vera smá verkir (örugglega persónubundið samt hvernig fólk flokkar verki) og ekki oft heldur. Er hún kannski bara orðin vel undirbúin fyrir átökin á meðan það er allt enn lok lok og læs hjá mér, engin útvíkkun og ekki neitt og ég þarf að taka þetta allt saman í maraþoni þegar ég fer loksins af stað! Þetta verður spennandi.. ég er allavega farin að hlakka rosalega til Skrifað af Kolla 25.01.2009 15:2040 vikur + 6 dagarEnn gerist ekkert merkilegt.. annað en að það var fjárfest í sófa í gær ![]() Ég er að fá einhverjar pílur eins og bara verður að teljast eðlilegt.. en kannski dreg ég þetta bara framyfir mánaðarmót. Pabba myndi nú ekki leiðast það þar sem hann á afmæli 2. febrúar ![]() Þangað til næst.. Skrifað af Kolla 24.01.2009 11:0440 vikur + 5 dagarAllt með kyrrum kjörum enn.. erum farin út að skoða sófa.. Skrifað af Kolla 23.01.2009 09:4740 vikur + 4 dagarÉg er enn óköstuð ef ég má orða það þannig. Ég er alveg með smá pílur og svona.. eitthvað er að malla. Svo er þetta greinilega að styttast skv. væntanlegu mjólkurbrúsunum mínum. Ég fer nefnilega ekki ofan af því að við erum bara ekkert öðruvísi en dýrin, þetta virkar allt eins! Eins og hestamenn vita þá fylgist maður með júgrinu á hryssunum til að sjá hvað er stutt í köstun.. og ég held að við séum bara alveg eins. Hlæjið bara, ég sé bara lífið og tilveruna út frá hestum og hundum og það er bara ekkert við því að gera Jæja það er víst komið að enn einni mæðraskoðuninni. Ég á ekki von á öðru en að allt sé enn í góðum gír, þessi meðganga hefur gengið eins og í sögu. Ég vona þó að þetta sé mín síðasta mæðraskoðun í bili. Ég er enn keyrandi og get farið allra minna ferða sjálf.. ætli ég endi ekki á að keyra mig á fæðingardeildina líka! Það kæmi mér sko bara ekkert á óvart þó ég gæti það.. á meðan ég næ enn í stýrið þá eru mér flestir vegir færir Skrifað af Kolla 22.01.2009 08:4640 vikur + 3 dagarAllt með kyrrum kjörum enn, var með smá verki í skólanum í gærkvöldi og smá seiðing núna í morgun en enn allt rólegt Skrifað af Kolla 21.01.2009 19:0840 vikur + 2dJæja ég vona að ég hafi ekki platað einhverja.. enn er ekkert að gerast. Ég blogga þetta seint þar sem ég fékk í hausinn og hef bara legið fyrir í dag. Ég er þó komin á ról og mætt í skólann.. en ekki hvað! hehe Það eru enn framkvæmdir heima, Atli og Svenni eru rosa duglegir að mála og tengdó eru enn á fullu líka. Það er rosalega gott að hafa allt þetta góða fólk með sér, ég geri ekki mikið sjálf það er nokkuð ljóst. Ég get alveg enn sinnt heimili en ég fer kannski ekki í stórhreingerningarnar samt. Ég reyni að þvælast sem minnst fyrir. Ég á nú von á að það sé allt að fara að detta í logn á heimilinu og ég er viss um að krílið komi um leið og síðasti pensilinn er lagður niður.. þetta er allt búið að ganga svo vel svo það hlítur að koma bara akkúrat þegar allt er orðið tilbúið .. þangað til næst Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 81 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 313 Gestir í gær: 40 Samtals flettingar: 377145 Samtals gestir: 43292 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:05:52 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is