Mánaskál

26.05.2010 19:40

Sumarið er skollið á emoticon sem er bara frábært!
Allar einkunnir eru komnar í hús og ég er bara sátt við árangurinn. Ég er nú bara að standa mig ansi vel miðað við tíma og aðstæður svo núna er stefnan sett á útskrift að ári! Get ekki beðið! Nú ætla ég að njóta sumarsins áður en ég fer að hugsa um skólann aftur.

Við fjölskyldan fórum austur á Kirkjubæjarklaustur síðustu helgi í jarðarförina hans afa. Athöfnin var mjög falleg, sérstaklega minningarathöfnin í Reykjavík. Við vorum heppin með veður og bara allt gekk upp. Það var gaman að koma austur þó svo að maður hefði kosið aðrar aðstæður og það var fræbært að hitta allt fólkið sitt, það er allt of sjaldan sem fjölskyldan kemur öll saman. Því miður gátum við ekki stoppað en það hefði verið svo flott að eyða helginni á Klaustri fyrst maður var kominn þangað.

Þórdís Katla fór svo heim í Hveró með ömmu og afa og var hjá þeim fram á mánudag. Við Atli fórum beint frá Klaustri norður í Mánaskál með nýju sláttuvélina okkar á kerrunni emoticon  Sláttuvélina fengum við hjá Kjartani í Fagurhlíð svo hún fór í dágott ferðalag.

Við eyddum helginni í traktoraviðgerð og girðingavinnu. Við lokuðum norðurtúninu og löguðum girðinguna sem var slitin. Ég verð alveg að skammast mín og segja frá því að ég tók engar myndir í þessari ferð þrátt fyrir æðislegt veður og góða helgi emoticon  Þórdís Katla átti líka góða helgi í Hveró, fór í sund og veislu og lét örugglega stjana við sig alla helgina!

Vaka og Birta eru farnar út. Þær fóru til bráðabirgða upp í Mosfellsbæ og fara alla leið norður þegar þær hafa jafnað sig á hestapestinni sem er að ganga. Til að bæta hrossaflutningum á mína könnu þá var ég að fá mér aðra hryssu. Sú er jarpskjótt Kjarvalsdóttir og fer beint í folaldseign hjá mér. Merin heitir Hugsýn og hefur verið í folaldseign síðustu ár með góðum árangri. Undir henni gengur folald í dag svo það verður lítið folald að skottast hjá mér í sumar. Ég kannaðist við þessa hryssu og hef þekki til systkina hennar og hafa þau verið notuð í keppnir með góðum árangri. Ég held að ég verði ekki svikin af þessum kaupum.

Ég er að vona að ég fái betri myndir af Hugsýn en ég ætla að pósta því sem ég hef af henni núna.




Hugsýn með Hnykk hennar Lilju


Hugsýn að hausti, Lilja heldur í.

Að fleiri gleðifréttum þá var afsalið fyrir Mánaskál að koma í pósti í dag. Við Atli erum semsagt búin að kaupa Agga út og ætlum að gera jörðina upp i framtíðinni. Nú get ég klárlega farið að safna hrossum emoticon  Í dag eigum við rúma 300 ha undir hvert hross.. ég held að ég hafi pláss fyrir fleiri emoticon 

Núna eru stóðhestapælingar á fullu og ekki veitir af fyrst ég er að bæta við mig hryssum. Ég á þá núna tvær jarpskjóttar, tvístjörnóttar hryssur og leiðist það ekki. Það er margt í stöðunni með stóðhesta og ég hef sko farið í marga marga hringi.

Ég fór fyrir nokkrum dögum til Helgu í Miðengi að kíkja á Hvata frá Miðengi. Sá er 3 vetra móvindóttur foli undan Eið frá Oddhóli og er arfhreinn um vindótta litinn, gefur semsagt eingöngu vindótt! Klárlega plús.







Um helgina er svo Eurovision og þrif hjá Lólý systir en það má ekki láta svona óléttar stelpur púla við þrif í nýbyggingunni. Ég vona að við Þórdís getum gert meira gagn en ógagn.

Þangað til næst..

15.05.2010 23:02

Komið sumar

Jæja já.. eigum við eitthvað að ræða það hvað tíminn liður hratt! Mér finnst dagarnir og vikurnar fljúga áfram og áður en ég veit af eru orðnar margar vikur frá síðasta bloggi.

Ég er búin í prófum emoticon og er alsæl með það! Þetta er alltaf erfið törn og tekur á alla fjölskylduna. Ég er svo heppin að hafa í kring um mig gott fólk sem hjálpar okkur í gegn um þetta því ég þarf oftar en ekki pössun á meðan prófundirbúningi stendur. Svefninn var líka af skornum skammti á meðan á ósköpunum stóð og ég var sko klárlega andlega fjarverandi þegar ég mætti í vinnuna strax eftir síðasta prófið, ég var algjörlega ónothæf af þreytu! Annars held ég að prófin hafi bara gengið vel, ég er búin að fá fyrstu einkunn í hús sem var sko bara alveg í lagi og vonandi verð ég sátt við það sem kemur á eftir.

Atli var svo sætur í sér að hann keypti handa mér gjöf í tilefni próflokanna. Tvíbreið sæng og rúmföt fyrir Mánaskál! bara æði því ég þoli ekki að sofa með tvær sængur og ekki einu sinni eins sængur.. bara vesen. Ég á því eftir að sofa eins og engill á Mánaskál í sumar í nýju sænginni minni.. og já Atli má nota hana líka emoticon

Ég trúi varla að ég hafi verið að ljúka 2. árinu mínu í HA, þetta líður rosalega hratt! Ég er sko farin að sjá fyrir mér útskriftina emoticon alveg merkilegt! Ég stefni á útskrift næsta vor þó að það þýði að ég taki tvær annir í 120% námi til að klára á tíma. Ég verð ekki búin með mitt nám þegar ég klára þetta svo það er eins gott að halda áfram.

Þórdís fór í húsdýragarðinn með ömmu Gústu, Ágústi og Söndru á meðan mamma var að læra






Við Atli og Þórdís Katla fórum austur á Klaustur síðustu helgi. Atli var að fara á fund hjá veiðifélaginu en við Þórdís fórum bara í heimsókn í sveitina og kíktum á sauðburðinn. Það voru margir mánuðir síðan við komum síðast austur svo þetta var kærkomið frí. Þórdís skemmti sér mjög vel í fjárhúsunum og fannst þetta allt mjög merkilegt.







Haddi afi á Klaustri lést á fimmtudaginn öllum að óvörum. Við erum því á austurleið aftur, í þetta skipti í jarðarför.



Það er svo skrítið að hugsa til þess að hann sé dáinn, hann var að kaupa sér húsbíl og hlakkaði til að fara í húsbílaferðir í sumar. Manni datt ekki einu sinni í hug að hann væri að fara að skilja við þennan heim. Svona er lífið víst, við munum öll hittast aftur síðar.

Við Þórdís Katla erum að reyna að njóta lífsins fyrst að skólinn er búinn í bili og hægt er að gera eittthvað skemmtilegt. Við kíktum í Gust á fimmtudaginn og gáfum merunum okkar ormalyf. Við hittum líka Myrkva "okkar" svo við gáfum honum bara ormalyf í leiðinni. Merarnar eru svo að fara norður á mánudaginn og verða örugglega bara fegnar. Birta var mjög lengi með hóstapestina en Vaka er því miður með hana núna. Þessi pest verður því miður ekki umflúin. Svo þarf að fara að komast á hreint hvernig stóðhestamálin mín verða þetta sumarið en ég ætla að halda prímadonnunum þremur og bara spurning hver eða hverjir verða svona heppnir að fá að sinna þeim emoticon

Við Þórdís fórum í sund í dag með Lólý og krökkunum hennar. Þetta var æðislega gaman! Ég held að ég gerist sundmamman eftir þennan dag. Þórdís skemmti sér rosalega vel og ég ekki síður. Krakkarnir voru líka duglegir að leiða hana um og leika við hana. Veðrið var líka bara frábært sem skýrir brunatilfinninguna á bringunni og öxlunum.. ég er nú meiri albínóinn emoticon

Ég fékk sms frá Lilju í dag sem sagði að Deild væri fædd.. ja hérna.. Duld hennar Lilju var semsagt úrskurðuð tóm (ekki fylfull) af dýralækni fyrir 3 vikum sem var mjög spælandi því hún lét fyli í fyrra. Duld var því bara járnuð og brúkuð eins og hin hrossin. Svo var bara folald í stíunni hennar í morgun! ekki nóg með það heldur var þetta bara líka móvindótt hryssa emoticon  bara geggjað! Við Þórdís komum við til að sjá gripinn en Þórdís sofnaði akkúrat þegar við komum í hlað, enda þreytt eftir sundið. Hún fær því bara að sjá folaldið seinna. Hafþór var hjá Duld og Deild litlu þegar ég kom og mér sýndist að hann væri bara ansi stoltur enda var þetta örugglega vinsælasti viðkomustaðurinn í hesthúsahverfinu þennan daginn! Ekki alltaf sem það eru nýköstuð folöld til sýnis þar. Vá hvað ég hlakka til að fá folöld sjálf emoticon þó að ég fái yfirleitt bara brúna hesta!

Við erum að bíða færist til að komast norður, það bíða næg verkefni þar! Atli er á fullu að smíða og gera og græja í skúrnum. Rafstöðin fer vonandi í gagnið í sumar, svo verður klárað að skipta um gluggana, mála, girða, slá (með nýju sláttuvélinni sem er að koma í bæinn emoticon ) og allt hitt! Atli verður í fríi í 2 mánuði og ég hugsa að hann verði að mestu leyti fyrir norðan. Við Þórdíd komum svo þegar okkar frí byrjar.

Við erum bara sátt og sæl hér í Njarðvíkinni og allt gott að frétta. Ég verð vonandi duglegri að koma með fréttir núna í skólafríinu. Ég hef reyndar meira en nóg af verkefnum þrátt fyrir það en ég ætla að gera mitt besta emoticon






10.04.2010 23:11

Páskar og fleira

Atli skellti sér á jeppanum að kíkja á gosstöðvarnar á skírdag. Hann kom alsæll heim úr ferðinni enda gekk hún vel. Myndirnar tala sínu máli..













Fleiri myndir í myndaalbumi!

Fjölskyldan úr Njarðvíkinni fór í páskafrí norður í Mánaskál. Mamma og pabbi komu líka og voru aðeins lengur en við. Samba "sveita" hundur var að sjálfsögðu með í för emoticon  Við fórum af stað á skírdag eftir fermingarveislu í grafarholtinu. Við vorum aðeins í seinni kantinum eins og svo oft áður en í þetta skiptið tapaði ég sko aldeilis á því.. ég fékk nefnilega ekki að stoppa í Hafnarfirði til að sækja stóra páskaeggið sem ég hafði keypt mér. Í staðinn var keypt eitt lítið handa Atla í bónus (ég mátti víst fá aðeins með honum). Þegar við svo komum norður var ég himinlifandi að páskaeggið hefði lifað af ferðina norður í bónuspoka aftur í skotti.. og auðvitað rak ég mig í það og það brotnaði í gólfinu!! Ekki nóg með það heldur fékk ég í dag páskaeggið mitt úr Hafnarfirðinum, viku eftir páska og missti það fyrir utan hjá mér!! Mér virðist vera ófært að koma páskaeggi heilu á milli staða emoticon





Páskarnir voru ansi ljúfir. Veðrið var gott og bjart en það snjóaði af og til. Færðin var í lagi fyrir fjallabíla eins og okkar emoticon  en mamma og pabbi voru tæpa 4 tíma að koma sér út úr dalnum á þriðja í páskum.. og endaði á því að Einar á Neðri Mýrum dró þau úr síðasta skaflinum á traktornum emoticon Já pabbi minn.. svona er að eiga Suzuki emoticon

Þórdis Katla fékk því miður að vera lítið úti í þessari ferð þar sem snjóþotan hennar varð eftir heima og það var of mikill snjór fyrir hana til að labba sjálf og hún er orðin of þung til að maður geti haldið á henni lengi. Hún fékk þó að fara út að skoða hestana með mömmu emoticon


svo mikill snjór!!


.. datt!


"Stóðið" mitt hefur það gott. Einar á Neðri Mýrum sér um að gefa þeim og hefur auga með að allt sé í lagi. Atli opnaði rúllu fyrir hrossin þegar við komum en þá var einmitt gjafadagur hjá þeim. Mér finnst æði að sjá Atla minn á traktor að sækja rúllu fyrir hrossin.. hvað getur verið betra! Sveitó sveitó.. love it! Hrossin voru spæk og kát og hlupu eins og bjánar um túnið. Ég hefði sko viljað vera með myndavélina á lofti þarna því það var töluverður snjór svo það þurfti að lyfta löppunum til að komast eitthvað áfram! Þau voru mjög glæsileg bæði tvö emoticon





Við komum með nýja glugga norður fyrir húsið. Atli skipti um í eldhúsinu í þessari ferð en því miður var ekki hæft að skitpa um fleiri þar sem eitt glerið passaði ekki og annað brotnaði. Þessu verður klárlega reddað í næstu ferð.








glæsó!

Atli og pabbi dyttuðu líka að traktornum svo hann verði tilbúinn í slátt næsta sumar. Skemman kemur að góðum notum á svona stundum!



Við litum aðeins inn í kaffi til Signýjar og Magnúsar á Syðri-Hól. Þórdís fékk að kíkja á kusurnar í leiðinni og fannst þetta bara dálítið spennandi skepnur.



Birta og Kári komu fyrir páska í frí til Íslands. Þórdís Katla græddi á ferðinni því Habba fór í smá verslunarleiðangur fyrir hana.


.. ætlar sko að fá að fara í sund í sumar !


.. lítill klifurköttur í nýjum Hello Kitty náttfötum emoticon

Að öðru leiti er lífið að ganga sinn vangang og maður er farinn að hlakka til sumarsins. Ég get ekki beðið eftir próflokum á sama tíma og ég kvíði fyrir próftörninni því nú verð ég ekki í góðu upplestrarfríí eins og áður.

Pabbi og mamma voru að setja á koppinn tjaldvagnaleigu og ég hvet alla til að kíkja á heimasíðuna þeirra www.123.is/tjaldvagnaleiga !


Ein mynd svona í lokin til að sýna hvernig lífið á heimilinu gengur fyrir sig þegar mamman bregður sér af bæ emoticon



28.03.2010 08:13

Léttar fréttir

Lífið gengur sinn vanagang hér í Innri-Njarðvík og allir sáttir í vinnu og hjá dagmömmu. Það er farið að síga á seinni hlutann af verkefnavinnuni hjá mér í skólanum.. sem betur fer! Þetta er búin að vera rosa törn. Framundan er núna prófundirbúningur og ekki veitir af þar sem allt hefur setið á hakanum vegna verkefnavinnu. Próflok eru 6. maí hjá mér og ég bara vona það besta!

Þórdís Katla stækkar og dafnar. Úfff hún er að verða svo stór!


í nýja jakkanum sem kom frá Svíþjóð um daginn emoticon


með mynd af Birtu, Höbbu, Kára og Einari

Stelpurnar komu í heimsókn til mín á föstudagskvöld og við áttum góða stund saman. Það er alltaf gaman að kjafta frá sér allt vit! Ég fékk líka að hitta kærastann hennar Karenar svo þetta var allt voða spennó emoticon  mér leist bara vel á kauða. Á laugardagsmorgun fórum við Þórdís Katla svo í bæinn. Mamma passaði Þórdísi fyrir mig og ég skellti mér í Gust til Lilju í reiðtúr emoticon vá hvað þetta var orðið tímabært! Ég var ekki búin að fara á bak í marga mánuði. Ég fékk Vöku mína lánaða og ég var bara ánægð með hana. Hún stendur alltaf fyrir sínu. Verst hvað hún er enn horuð greyið emoticon


Hafþór á Sprungu á leið í reiðtúr

Ég kíkti svo örstutt á vetrarleikana, bara svona til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég hef nefnilega á mínum Gustsárum aldrei farið á vetrarleikana! Það var kominn tími til að sjá hvernig þetta virkar. Ég sá að ég gæti sko alveg keppt þarna. Það eru ekkert allir einhverjir snillingar sem taka þátt. Þegar ég mætti var unglingaflokkurinn í gangi og þar var Kolbeinn hennar Lilju mættur á Kviku hennar Særósar.


Kolbeinn á Kviku í unglingaflokki

Ég vona að ég komist í myndatökuferð bráðlega. Mig langar að taka myndir af Birtu og Vöku á meðan þær eru í brúkun. Svo verður þeim nefnilega haldið undir hest í sumar. Bylting fer líka undir hest svo það verða öll hrossin mín úti næsta vetur og ég verð svo hestlaus næsta sumar í þokkabót! Mér finnst það dálítið erfitt. Ég þarf að fara að koma honum Drunga mínum í tamningu og gera úr honum hest fyrir mig.

Atli fór í gærkvöldi austur á leið. Fyrsta stopp var afmæli hjá Ægi á Selfossi og snemma í morgun átti svo að leggja af stað austur á fimmvörðuháls að skoða gosstöðvarnar. Atli og Þorbergur fóru saman á jeppanum og ég efast ekki um að strákunum muni leiðast að jeppast dálítið. Svo er örugglega mikil upplifun að komast upp að gosinu. Ég læt mér nægja að skoða myndirnar í þetta skiptið allavega.

Páskafríið fer að skella á og ég get ekki beðið! Við förum af stað eftir fermingarveislu á skírdag. Mamma og pabbi fara líka og taka Ágúst Unnar og Söndru Diljá með sér. Atli og pabbi ætla eitthvað að dunda í traktornum svo hann verði klár í heyskap í sumar. Nýju gluggarnir koma líka með í þessari ferð og þeir verða svo settir í einhverja helgina emoticon 

11.03.2010 23:45

Við erum á lífi!!

Vá.. nú þarf ég sko að skammast mín.. síðasta færsla 19. janúar! úfff næstum því 2 mánuðir síðan. Á þessum 2 mánuðum hefur sko margt gerst! Ég ætla að reyna að stikla á stóru og gleymi vonandi engu.

Í janúar fórum við Atli og Þórdís Katla í Mánaskál og mamma, pabbi, Ágúst Unnar og Sandra komu með í þá ferð emoticon Það var fín færð og fært upp á hlað. Við fórum með 2 drekkhlaðnar kerrur af einangrunar ull til að einangra "kofann". Atli var super duglegur þessa helgi eins og alltaf! Hann dæmdi háaloftið yfir svefnálfunni og einangraði þar og einangraði svo líka loftið yfir ganginum. Ég fór í hrossaleiðangur þar sem hrossin mín voru ekkert á leiðinni niður úr fjalli sjálf. Svo var nú líka tilgangur með ferðinni því Vaka og Birta voru á leið í bæinn.

Ég gekk frá hlaðinu á Mánaskál upp í átt að Balaskarðinu, ég var búin að koma augu á hrossin þar uppfrá. Ég labbaði með hlíðinni og fór innfyrir stóðið.. og viti menn ég komst að þeim emoticon  Ég mýldi strax Drunga og Birtu en Vaka var með varann á sér. Ég þurfti því að koma öllu stóðinu niður til að ná henni og Byltingu. Ég sleppti Drunga og ákvað að teyma bara Birtu með mér, það var gott að hafa hana í taumi ef ég þyrfti að stýra því hvert hrossin færu.. ég treysti alveg á að hún myndi koma að góðum notum. Ég fór ein uppeftir og fann sko greinilega fyrir því að mig vantaði aðstoð þegar að ég hélt að ég yrði ekki eldri við að reyna að smala stóðinu! Það var alveg sama hvernig ég reyndi að tjónka við hrossunum, og skipti ekki máli hvort þetta voru reiðhestar eða gamlar stóðhryssur.. það ætlaði enginn að fara neitt! Ég var alveg við það að henda mér í þúfurnar og öskra þegar hrossin allt í einu tóku á rás með alveg svaka látum. Það var eins og þau hafi fengið flugelda í rassinn. Elsku Birta mín ætlaði að stökkva með en sætti sig svo við að vera í taumi. Ég dáðist að því hvað hún var stillt þessi elska! Stóðið hvarf okkur úr augsýn á augnabliki og Birta var alveg spólandi en samt svo kurteis og tók varla í taum! Við drifum okkur niður á eftir stóðinu og viti menn... allt komið inn á Gerðið eins og til stóð. Þetta er sko vel upp alið stóð hjá henni Signýju minni.. merarnar rata sko "heim". Pabbi og Atli aðstoðuðu mig svo við að ná Byltingu og Vöku og við Atli teymdum svo "stóðið" okkar heim. Þau voru voða glöð með Atla þegar hann kom með rúllu fyrir þau á traktornum emoticon  Það var ekki seinna vænna en að ná þeim heim þar sem þau voru farin að leggja af. Vaka mín var grennst og eiginlega allt of grönn en það bjargaðist fyrst hún kom í bæinn og á fóðurbæti og góða gjöf.

Þórdís Katla varð 1 árs þann 2. febrúar! Fyrsta barnaafmælið var dálítið stórt í huga mömmunnar sem hafði þónokkuð fyrir þessu. Það var margt um manninn og bæði þreytt afmælisbarn og þreytt mamma sem skriðu í bólið um kvöldið. Mér finnst ótrúlegt hvað litla stelpan mín er orðin stór! Hún fékk fullt af fínum pökkum en það sem stóð upp úr að hennar mati voru blöðrurnar sem amma og afi í Hveró komu með emoticon









Það eru ennfleiri fréttir á dagskrá.. við erum nefnilega flutt í Njarðvík! Jáhá hér á bæ gerast hlutirnir hratt. Eins og allir vissu þá var útibúinu mínu hjá Kaupþingi lokað í október svo það var óvissa um starf fyrir mig innan bankans eftir fæðingarorlofið. Svo fór að mér var á endanum boðin gjaldkerastaða í nýja sameinaða útibúinu í Kópavogi en það kom upp ca 2 vikum áður en fæðingarorlofinu lauk. Þá vorum við búin að taka ákvörðun um að flytja í Reykjanesbæ. Ég sótti um starf hjá Icelandair Technical Services og viti menn ég var ráðin í 3 febrúar og hóf störf þann 8. Þegar það var búið að bjóða mér starfið hjá ITS hringdum við strax í eiganda íbúðarinnar sem okkur langaði að leigja, gengum frá málum og fluttum 6. feb. Þórdís fékk strax pláss hjá dagmömmu á Ásabrautarróló www.barnaland.is/barn/15721 og það gengur mjög vel. Við erum alsæl með þessar dagmömmur og Þórdís hefur svo gott af þessu.










furðufatadagur á Ásabrautarróló emoticon

Mér gengur mjög vel í vinnunni og kann rosalega vel við þennan vinnustað. Við getum verið samferða á morgnana en vinnum samt ekki á sömu deild svo það er engin hætta á að við fáum ógeð á hvort öðru. Bara snilld.

Okkur líkar vel lífið í Innri Njarðvík en lífið er samt dálítið svona "vinna-éta-sofa" þessa dagana, það eru viðbrigði að fara að vinna fullan vinnudag, sjá um barn, heimili og skóla! Ég fór á Akureyri í "húsmæðraorlof" fyrir hálfum mánuði sem er saga ekki fyrir viðkvæma emoticon Taki það til sín sem eiga það emoticon hehe. Fínasta helgi og ég náði meira að segja að læra eitthvað!

Það eru stórir hlutir að gerast með Mánaskál daddara.. emoticon  Við komumst loksins að samkomulagi með útlit á nýju gluggunum og þeir eru í framleiðslu þessa dagana. Við fengum Rúnar frá Keldunúpi til að smíða fyrir okkur og Atli dundar sér svo við að fúaverja gripina. Þeir eru sko rosa flottir, ég hlakka til þess þegar þeir verða settir í! Rafstöðvarframkvæmdir eru alltaf á borðinu líka. Atli teiknar og spáir og skoðar og allt það. Við vorum að fá einhverskonar loku fyrir stöðina svo hægt verði að skrúfa fyrir vatnið ef svo ólíklega vildi til að gripurinn bilaði. Rúnar ætlar svo að smíða rafstöðvarhúsið líka og það verður svo flutt norður í hlutum. Allt að gerast á þessum bæ og bílskúrinn kemur svo sannanlega að góðum notum emoticon

meira blogg síðar.. fleiri myndir væntanlegar!

19.01.2010 17:04

Dagsins önn

Nú er skólinn kominn á skrið og það er ljóst að þessi önn verður mjög þung verkefnalega séð, en það þýðir ekki að gefast upp áður en ballið byrjar. Ég hef gott fólk í mínum hópum fyrir verkefnin svo ég held í bjartsýnina emoticon

Vinnumálin mín skýrast líklega á morgun en þá er ég að fara í viðtal í Borgartún. Ég veit svosum ca um hvað verður rætt en ómögulegt að vita hvað kemur út úr því. Nánar um það seinna!

Við Þórdís Katla fórum út að leika í dag og skemmtum okkur konunglega. Það var frekar erfitt að labba í mölinni á leikvellinum en ekkert því til fyrirstöðu að skríða þegar maður er vel gallaður emoticon









Við Atli vorum að fjárfesta í slatta af einangrunar ull svo nú á að einangra "kofann" á Mánaskál. Það á örugglega eftir að muna helling upp á hitann í húsinu þar sem þakið er gott sem óeinangrað! Við erum einmitt að fara norður næstu helgi en það á að gera aðra tilraun til að koma hrossunum heim á gjöf. Vaka og Birta eru líka báðar á leið í lán svo ég þarf að ná þeim. Birta fer í Gust og ætlar að fara í gegn um knapamerkin og Birta ætlar í Mána í Keflavík. Ég fæ þær þá vonandi vel trimmaðar í vor. Bylting og Drungi verða áfram úti, eða þangað til annað kemur í ljós.

Ég var í Kolaportinu um helgina að kynna Herbalife. Þetta gekk bara alveg ágætlega og vonandi fæ ég einhver viðskipti út á þetta. Ég fór allavega með góða sendingu í 101 Rvk áðan emoticon

Þórdís Katla er orðin svo stór.. ég er ekki að trúa því að hún sé að verða 1 árs!! Þetta ár hefur liðið ótrúlega hratt og kannski ekki annað hægt þar sem ég hef haft meira en nóg fyrir stafni. Þórdís tók svo á móti pabba sínum í gær með orðinu pabbi emoticon við mikla kátínu heimilsfólks! Þar höfum við það, pabbi kom á undan mömmu emoticon

Ég verð á Akureyri þarnæstu helgi á fjarnemadögum í skólanum svo tíminn bara flýgur áfram. Ég er bókuð margar helgar fram í tímann. Mánaskál, Akureyri, afmæli Þórdísar Kötlu, svo afmæli Jennýjar.. og so on. Mér leiðist þá allavega ekki á meðan emoticon  



04.01.2010 21:29

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er árið 2010 gengið í garð. Litla fjölskyldan átti ánægjuleg áramót á Mánaskál. Sveinbjörg og Gunnar komu til okkar og eyddu með okkur áramótunum auk Sömbu fjár"hundi".

Gleðilegt nýtt ár!

Á gamlársdag var fyrsta verk hjá Atla að setja upp jólaseríuna fínu, ég hugsa að þetta hafi aldrei verið gert áður á þessum bæ. Þetta tók sig bara ljómandi vel út og sást langar leiðir. Því miður kemur þetta ekki nógu fallega út á mynd en hér koma þær samt:





Þórdís Katla fékk snjóþotu áður en við lögðum af stað og það var sko ekkert smá gaman að vera úti og láta draga sig á þotu!







Á miðnætti á gamlárs vorum við með "rosa flugeldasýningu" sem samanstóð af stjörnuljósi og blysi!



Þórdís Katla missti af "flugeldasýningunni" og fékk því að fara út á nýjarsdag í staðinn og sjá smá ljós.







Það kemur aldrei neinn heim á bæ nema að lenda í smá vinnu, þeir feðgar settu í nokkra nýja glugga í þetta skiptið. Komnir 3 nýjir gluggar í kjallarann og á ganginn uppi. Svo er stefnan að smíða fleiri glugga og skipta um fleiri um páskana. Duglegir þessir drengir!!


Rosa gaman úti.. og í kuldagalla sem Atli átti þegar hann var lítill!

Við Atli gerðum tilraun til að koma hrossunum heim, það varð ekki ferð til fjár. Við gengum upp að stóði fyrir ofan balaskarð en við erum þó ekki 100% sannfærð að þetta hafi verið rétt stóð. Allavega þá kom enginn þó brauðpoka væri veifað sem er ólíkt mínum hrossum emoticon Ég sem var sko viss um að ég þyrfti sko ekki að labba alla leið þarna upp því hrossin kæmu á móti! Svo var sko alls ekki og létu hrossin okkur labba langleiðina til þeirra áður en þau ákvaðu að fara lengra upp! Ó nei ég elti sko ekki enda ekki séns að ná þeim ef þau ætluðu sér það ekki, sérstaklega ekki þarna í fjallinu og í snjónum. Þau koma þá bara heim við annað tækifæri. Það var næg beit hjá þeim of tíðin fín. Auðvitað hefði ég viljað fá þau heim, eða allavega sjá þau en svona er þetta bara. Þau voru feit og fín og það væsir örugglega ekki um þau.

Ég er enn að bíða eftir svari út af vinnunni minni. Útibúinu mínu var semsagt lokað í október og ég veit ekki enn hvert ég á að mæta 1. febrúar eða hvort ég á að mæta! Ég er að vona að það séu að koma svör allavega var starfsmannahald að reyna að ná í mig, sem er vonandi frekar góðar fréttir en slæmar. Ég er ekki búin að tryggja mér dagmömmu eða neitt fyrir Þórdísi, svo er líka á dagskrá að flytja og það er ekkert hægt að gera fyrr en ég veit eitthvað með vinnuna. Ég er t.d. ekki að flytja í Hafnarfjörðinn ef ég enda svo í vinnu í Borgartúni. Ég bíð enn "róleg", auðvitað er mér ekkert sama en það er ekkert við þessu að gera en að bíða.

Ég er að sanka að mér skólabókum fyrir vorönnina og er meira að segja byrjuð að lesa og önnin ekki byrjuð! Ég verð sko að byrja þetta vel ef ég er svo að fara í 100% vinnu 1. febrúar. Ég vona að það sé gott spark í rassinn að vera farinn að sjá fyrir endan á þessu, bara þessi önn og einn vetur í viðbót ef ég held áfram í geðveikinni (þe. fullu námi). Ég er sko allavega farin að hlakka til að klára þetta! emoticon  Hmmm hvert ætti ég að fara í útskriftarferð!

Tinna Lind systir Atla er að leika í sýningunni "Munaðarlaus" og auglýsingin fyrir verkið er svona:



.. hérna er sko bara Atli minn mættur með Tinnu systir í gamla daga emoticon  Bara sæt bæði tvö!

28.12.2009 22:53

Gleðilega hátíð!


Jæja gott fólk.. mikið var!

Ég veit nú varla hvar ég á að byrja, það er svo rosalega langt síðan ég bloggaði síðast, annað eins hefur ekki gerst.

Við Atli fórum til Seattle í nóvember, hann var að vinna og ég skellti mér með sem viðhengi. Fór í búðir og svona emoticon  Við áttum þarna góða daga, þetta er skemmtileg borg.




Cabelas - uppáhalds búðin hans Atla emoticon veiðibúð þar sem ALLT er til!

Við fórum upp í Nálina sem er útsýnisturn í borginni. Ótrúlegt nokk þá þorði ég að fara alla leið upp og fannst það svo ekkert skelfilegt þegar á hólminn var komið.








Ég var svo í ströngum próflestri fram í miðjan desember. Þetta tók verulega á en hafðist sem betur fer. Þórdís Katla var í pössun hjá Önnu frænku á daginn á meðan ég var í skólanum að læra. Hún hafði voða gott af þessu og Anna bjargaði mér algjörlega, ég hefði ekki átt séns að ná prófunum nema því ég gat fengið pössun fyrir litlu dömuna. Eftir að Þórdís hafði aðlagast nýju rútínunni undi hún sér vel í Flúðaselinu hjá Önnu og strákunum emoticon Atli minn var líka ótrúlega duglegur heima fyrir og sá um Þórdísi Kötlu á kvöldin, hún átti víst varla mömmu þarna á tímabili.

Ég fékk einkunnir í hús fyrir jól og stóðst öll prófin mín, það er alltaf töluvert fall og sérstaklega í einu faginu en þar var núna 65% fall hjá fjarnemum en það dugði ekki til að fella mig emoticon  Ég dansaði ekki einu sinni á línunni. Ég er því í dag hálfur viðskiptafræðingur emoticon  núna fer þetta allt að gerast! Styttist í að maður klári! Ég er alveg farin að velta fyrir mér um hvað ég ætla að skrifa í lokaritgerðinni.. jey!!

Eftir síðasta prófið tók svo við jólastúss og notaleg heit. Ég passaði mig nú á að tapa mér ekki í einu eða neinu. Mér tókst að koma jólakortunum út úr húsi fyrir jól og þá er ég sátt.


Jólakort 2009

Við Atli og Þórdís vorum í Austurkór á aðfangadag, semsagt með Lólý, Kidda, Ágústi og Söndru á fyrstu jólnum þeirra í nýja húsinu emoticon Það fór sko bara vel um okkur enda er neðri hæðin sem þau eru flutt inn á líklega stærri en íbúðin okkar Atla!  Þórdís Katla var algjört partýdýr, vakti til miðnættis með okkur og skemmti sér vel.


Ágúst Unnar, Þórdís Katla og Sandra Diljá


búin að opna fyrsta pakkann.. en ætlar ekkert að sleppa pakkabandinu og merkimiðanum!


Sandra leiðir lítinn engil emoticon

Á jóladag er það svo hangikjöt hjá mömmu og pabba. Yndislegt að þurfa lítið sem ekkert að spá í mat allar hátíðirnar, enda er maður ótrúlega latur á þessum tíma. Prófin búin að taka úr manni allt púður!

A annan í jólum fórum við í jólaboðið í Flúðaselinu hjá Önnu frænku og co. Við Atli stoppuðum svosum í styttra lagi enda á leið í Hveragerði í næsta party.





Í Hveragerði fengum við svo góðan mat hjá Ömmu Sveinbjörgu og Gunna afa. Tinna og Garðar komu líka.


Garðar að reyna að sanna að hann sé skemmtilegur





Núna er stefnan tekin norður í Mánskál en við ætlum að eyða áramótunum þar. Sveinbjörg og Gunnar verða með okkur og Samba líka. Það verður nóg að gera í þessari ferð eins og alltaf. Við Atli erum búin að panta rafal fyrir heimarafstöðina að utan svo Atli er á fullu að teikna og hanna þessa dagna, svo á að fara að smíða held ég. Líklega verða settir í nýjir gluggar í þessari ferð og örugglega eitthvað fleira skemmtilegt. Ég ætla að koma hrossunum mínum á gjöf og vona að ég hafi upp á þeim en ég geri ráð fyrir að það sé töluverður snjór á svæðinu miðað við fréttir af Akureyri og Þverárfjalli síðustu daga. Þá er nú gott að eiga snjósleða! emoticon Þórdís Katla fékk í dag glænýja snjóþotu svo hún á líka eftir að komast eitthvað um í snjónum.

Ég er í girðingahugaleiðingum eins og svosum alltaf! Pabbi og mamma gáfu okkur helling af þanvír í jólagjöf og svo er ég búin að fá heimild til að kaupa mér slatta af staurum. Svo er bara að vona að ég fái einhverja til að girða með mér næsta vor. Ég er líka í samningaviðræðum um stóðhestaeiganda fyrir næsta sumar svo það er margt á dagskrá hjá "stórbændum á Mánaskál" emoticon

Fullt af myndum í myndaalbuminu!

Þetta er orðið gott í bili, það koma nýjar fréttir strax eftir áramótin og líklega fullt af myndum!

30.11.2009 17:32

Ég er ekki hætt að blogga!

Vá, of langt síðan ég bloggaði svo allt í einu var forsíðan mín tóm. Isss svona á þetta ekki að vera. Ætla bara að láta vita að ég er sko langt frá því að vera hætt að blogga. Ég er á kafi í prófundirbúningi og kem með góða færslu þegar prófin eru búin. Síðasta próf er á dagskrá 14, desember!

Kv. Kolla

27.09.2009 19:08

Ég er ekki hætt að blogga!

Ég er ekki hætt að blogga en ég er viss um að margir hafi verið farnir að halda það! Tíminn líður bara eitthvað svo hratt hjá mér þessa dagana. Skólinn er kominn á fullt og allt að gerast! Ég ætla að reyna að stikla á stóru og gera grein fyrir síðustu vikum (get víst ekki lengur sagt dögum), eflaust gleymist eitthvað en ég bæti því þá við seinna.

Eins og ég sagði frá síðast þá komu Vaka og Birta á hús í heimsenda. Ég var með þær í húsinu hjá Ylfu og Konna í tvær vikur. Því miður tók skólinn of mikið af þeim tíma en ég náði þó að fara nokkrum sinnum á bak. Þórkatla frænka kom meira að segja með í eitt skiptið í alveg frábæru veðri! Ég lánaði henni Vöku en reið fröken Birtu sjálf, það var alveg kominn tími á brúkun fyrir hana þar sem hún hefur sloppið allt of vel í sumar. Birta er svo svakalega feit þó hún hafi farið þrjár ferðir yfir Kjöl í röð! Ég óska þess að einhver myndi vilja ríða henni í vetur, það þarf aðeins að rassskella hana en ekkert sem er mikið mál, ég myndi jafnvel borga hluta af uppihaldinu fyrir hana ef einhver vill taka hana til sín og brúka hana emoticon





Við Lilja fórum norður í Mánaskál í réttir. Við höfum ekki gert eitthvað svona saman svo rosalega lengi, ætli það séu ekki bara um 3 ár!! Hvað er málið með það! Særós og Hafþór komu með og voru rosalega dugleg að leika við Þórdísi og passa hana. Við fengum frábært veður þessa helgi, á réttardaginn var 17°C, bara æði! Við komum lítið að smalamennskunni en þó stukkum við af stað þegar við sáum að smalar í Langadalsfjalli misstu fé niður fyrir sig. Við Lilja og Hafþór spændum á bílnum og Særós varð eftir að passa Þórdísi. Rolluskjáturnar voru sko ekki skemmtilegar í smölun en þó hafðist þetta á endanum en eitt lamb slapp og ein rolla var dregin upp úr skurði þar sem hún neitaði að halda áfram. Við Hafþór hlupum út um móa og mela og úfff hvað ég var þreytt á eftir, ég dó! Særós og Hafþór voru svo rosalega dugleg að draga í réttunum fyrir hina og þessa bændur.





Fleiri myndir í myndaalbumi "Réttir 2009"

Stóðréttirnar voru svo síðustu helgi og þá fórum við Atli og Þórdís Katla auðvitað í sveitina. Samba kom með líka þar sem mamma og pabbi voru að fara í húsbílaferð. Sveinbjörg og Gunnar komu líka og hjálpuðu okkur mikið. Sveinbjörg sá um stelpuna og Gunnar var vinnumaður hjá Atla eins og vanalega emoticon Við Atli fórum á föstudagsmorgun af stað og þá með Birtu og Vöku á kerru. Núna var víst kominn tími á að sleppa reiðhestunum. Við sáum Myrkva og Drunga við ristarhliðið þegar við renndum inn í dal en þegar við fórum til að ath hvort við myndum ná þeim á múl voru þeir gufaðir upp. Enn var stóð við ristarhliðið en hvergi voru þeir. Við fundum þá svo í næturhólfinu við Skrapatungurétt svo við þurftum að "draga" í stóðréttunum í fyrsta skipti.

Á laugardeginum fór ég ríðandi með stóðrekstrinum í fyrsta skipti og skemmti mér rosalega vel. Ég ætla sko ekki að missa af þessu framar! Veðrið var æðislegt, sumarblíða og picknick fílingur við Kirkjuskarð. Njálsstaðafólk kom við hjá mér og við fórum í samfloti inn að Kirkjuskarði. Ég er búin að sjá að þetta er of stutt fyrir mig, næst ætla ég að gera meira úr þessu. Vaka stóð sig vel enda í æfingu eftir Kjalferðirnar. Hún vissi nú samt alveg hvenær var orðinn tími til að bruna á eftir stóðinu! Eftir langt og gott stopp við Kirkjuskarð riðum við á eftir stóðinu út dalinn og maður var sko mikið fljótari þá leiðina en í hina áttina. Það var sko ekkert slór og rosalega gaman emoticon Það var svo áð við Mánaskál eins og vanalega, ég ætlaði að lauma mér heim á bæ eftir veginum en þá var nú bara hvæst á mig. Það mátti víst ekki ríða nær stóðinu til að styggja það ekki.. iss viðkvæmni er þetta emoticon gerði nú ekkert til samt. Ég reið þá bara heim efri leiðina og í gegnum nýja fína hliðið fyrir ofan bæ. Ég er búin að leggja inn pöntun á hliði á suðurendanum á suðurtúninu en Atla leist ekki vel á það.. ætli ég verði þá ekki að setja upp WC og BAR skilti fyrir ofan til að vísa fólki leiðina heim á bæ. Ég kann svo vel við að fá heimsóknir í áningunni! Tengdó var búin að baka pönnsur og allt en svo komum við bara ekki heim.. þetta klikkar ekki aftur!





Á sunnudag var svo réttað. Við fórum að sjálfsögðu til að draga "stóðið" okkar. Bylting var með Signýjar hrossum á Balaskarði svo ég þurfti nú bara að sækja bræðurna. veðrið var ekki eins gott þennan daginn og fór að rigna vel á kafla. Ég var svo heppin að Myrkvi og Drungi komu frekar snemma inn í almenninginn og svo gekk glymrandi vel að "draga" þá, bara taka í kjálkabarðið, gefa þeim kúlu og teyma þá inn emoticon svona á ég nú mikið "stóð". Ég er dauðfegin að þetta gekk vel því mér fannst ég ansi lítil og varnarlaus þarna inni.. úfff! Við teymdum svo folana heim í samfloti með Signýju og Magnúsi. Samba stóð sig eins og "hetja" í réttunum, hringaði sig í dilknum hálfmóðguð enda var rigning! Hún fílar ekki svoleiðis! hehe


Þórdís Katla í stóðréttunum með Gunna afa

Þórdís Katla fór svo heim með ömmu og afa þar sem við Atli sáum fram á að vera seint á ferð heim. Það var nú eins gott þar sem við vorum að leggja af stað heim kl. 22. Við gengum frá húsinu og öllu sem því fylgir fyrir veturinn. Búið að setja tæki og tól undir þak og ég held að við séum bara í góðum málum fyrir vetur konung. Við rifum svo undan reiðhryssunum og snyrtum hófa, gáfum ormalyf, fluttum Birtu og Vöku yfir í Gerðið og settum Myrkva á kerru og brunuðum í bæinn.

Við stelpurnar hittumst hjá mér á fimmtudagskvöld sem var gaman eins og alltaf emoticon  Ég hef svo lítið hitt þær undanfarið, var auðvitað lítið sem ekkert heima í sumar og svo er september alltaf hrikalega upptekinn hjá mér. Þetta var því kærkominn hittingur! Við Þórkatla Eva vorum með smá kynningu fyrir stelpurnar enda er ég að reyna að koma öllum inn á heilbrigðan lífsstíl. Ég er semsagt orðin dreifingaraðili fyrir Herbalife í hjáverkum. Ég hef notað vörurnar dálítið lengi án þess að vera í einhverri megrun. Þetta er bara hollur matur sem allir hafa gott af emoticon  Þið vitið þá allavega hvert þið eigið að leita ef ykkur langar að breyta til.

Þórdís stækkar og stækkar eins og hún fái borgað fyrir það. Hún fer í 8. mán skoðun í næstu viku og ég hlakka til að sjá hvað hún viktar! Hún er að sprengja utan af sér ansi margar flíkur þessa dagana og í dag fóru hún í afmælisveislu til afa/langafa Simma sem er 75 ára í kjól sem er í stærð 12 mánaða og hann rétt passaði! Eins gott að maður fylgist með hvað hún á til af fötum svo maður missi ekki af að nota þau. Ég tók myndir af prinsessunni í fína kjólnum sem pabbi hennar keypti handa henni, þær koma inn eins fljótt og auðið er!




.. að kúra með besta pabba í heimi


.. fann býfluguhúfu í IKEA


.. á hestbaki í Lilju sveit


.. Ágúst og Sandra í heimsókn


.. komin heim úr afmælinu hans Simma langafa, í fína fína kjólnum sem pabbi gaf mér!



Atli var fyrir austan um helgina í stangveiði og skotveiði. Við Þórdís vorum bara heima yfir lærdómi á meðan. Ég fór svo í morgun og hjálpaði Lólý og Kidda eitthvað smávegis í húsinu þeirra sem þau eru að byggja. Þau eru nú að reyna að klára neðri hæðina til að geta flutt inn.

Við erum búin að fjárfesta í nýjum bíl. Keyptum okkur gamlan Benz fólksbíl, svona í stíl við jeppann. Lancerinn er enginn kaggi og fínt að fá sér aðeins skárri fjölskyldubíl. Við verðum örugglega fínar á þessum við Þórdís. Lancerinn okkar er því að leita að nýju heimili!

Það eru nú aldeilis fréttir úr bankanum sem ég var næstum búin að gleyma að segja frá! Útibúinu mínu verður lokað núna í byrjun október! Þrjú útibú verða sameinuð undir einn hatt í Smáratorgi, einhverjar uppsagnir hafa átt sér stað og einhverjar tilfærslur í starfi. Mér hefur ekki verið sagt upp ennþá en ég veit svosum ekkert hverju ég á von þegar ég ætla að koma aftur að vinna! Það eru 4 mánuðir þangað til fæðingarorlofinu lýkur og enginn veit hvort það verði til einhver staða fyrir mig þá! Verst finnst mér að vita ekki hvort ég hafi vinnu eða ekki, ég vil bara fá að vita það strax ef ég verð atvinnulaus eftir áramót!

Ég er með fullt af myndum í myndavélunum sem bíða birtingar. Ég finn ekki tölvusnúruna fyrir litlu vélina en þar eru allar myndirnar frá stóðréttunum t.d. en ég lofa að henda inn myndum úr stóru vélinni sem fyrst. Þar eru t.d. prinsessu myndir af Þórdísi í fína kjólnum frá pabba hennar og fleira skemmtilegt. Ég hendi núna inn örfáum myndum sem Lilja tók af Þórdísi í réttunum þarsíðustu helgi.

Tölvusnúran er fundin! og allar myndir komnar inn

Þangað til næst.. góðar stundir!

30.08.2009 19:30

Alir komnir "heim"

Jæja nú er svo langt síðan ég bloggaði að ég veit varla hvar ég á að byrja eða enda. Við semsagt komum heim síðasta sunnudag en Atli fór aftur norður á föstudag með Stefni til að halda áfram með ýmis verkefni. Það er víst nóg eftir enn!

Birta og Vaka eru búnar í Kjalferðunum sínum en núna vantar mig bara að koma þeim í bæinn. Ég hef ekki bíl í verkið og þarf eitthvað að finna út úr þessu. Ég veit ekki annað en að þetta hafi gengið vel allavega vildi einn túristinn endilega kaupa aðra hryssuna um daginn en nei hún var ekki til sölu. Ég held að Össi hafi ætlað að leggja á Birtu í þessari síðustu ferð en ég hef ekki fengið neinar fregnir af þeirra ævintýrum. Ég ætla að vera með prinsessurnar á húsi fram að stóðréttum og ef allt gengur upp þá fer ég ríðandi í stóðreksturinn. Ég er að krossa putta og vona að hestakerran mín verði komin á götuna fyrir stóðréttirnar en pabbi er á fullu að vinna í því fyrir mig. Ég hlakka líka til að geta hestast smá með Ylfu og Konna í Heimsenda. Það verður skrítið að vera ekki í Gusti með þær, ég hef aldrei verið annars staðar og rata ekkert þarna uppfrá. Ég gæti trúað að mig vanti "göturnar mínar", það er nefnilega svo gott að ríða göturnar í Gusti í hinum ýmsu æfingum. En annars vona ég bara að ég fái ekki bara "skemmtilega" haustveðrið sem nú fer bráðum að skella á.

Þórdís Katla fékk göngugrind um leið og við komum heim og er ótrúlega fljót að læra inn á hana. Hún er semsagt farin að rífa og tæta allt sem hún kems í. Nú á sko að láta mömmu sína vinna fyrir fæðingaroflofinu emoticon Hún er orðin svo sterk og dugleg að standa að ég spái því að hún verði farin að hlaupa fyrir eins árs... með fyrirvara um að bumban skemmi ekki jafnvægið hennar hehe. Hún er núna að detta í 7mánaða! þetta líður sko endalaust hratt.



Skólinn minn byrjar á morgun sem er bara fínt en það verða viðbrigði að vera ekki lengur í fríi. Alvara lífsins er að taka við með öllum sínum verkefnum og prófum. Ég er skráð í fullt nám og ætla að halda því til streytu. Ég er orðin allt of gömul til að dunda mér í skólanum.

Við Þórdís eyddum gærdeginum hjá mömmu og Lólý og hittum líka Agga bróðir sem kom upp á land á reunion. Við komum ekki heim fyrr en í gærkvöldi og svo fórum við aftur á flakk í dag en þessum degi var eytt í húsdýragarðinum í góða veðrinu.







Ég setti inn fleiri myndir myndaalbumið um daginn, allt undir Mánaskál sumar 2009. Ég held að þá sé nú flest komið þar inn.

10.08.2009 19:58

Fríið er að taka enda

Sumarfríið er að verða búið.. ohh hvað ég vildi að það væri hellingur eftir af því. Svona er þetta bara víst. Við erum búin að eiga frábært sumar svo ég ætla að vera þakklát fyrir það. Við höfum fengið margar heimsóknir og margt verið framkvæmt og margt annað uppi á tengingnum. Ég held að það sé ekki búið að biðja um meira.

 

Heyskapur er "hafinn" í Mánaskál en pabbi startaði honum með því að slá hluta af túninu fyrir neðan veg, neðan við bæinn. Semsagt, sláttuvélin gamla virkar enn! Þökk sé Signýju og Magnúsi því þau áttu gamla hnífa í svona sláttuvél. Það dugar víst ekki að slá með ¼ af hnífunum hehe. Mér sýnist að það verði ekkert slegið í þessari viku en kannski verður þurrkur í þeirri næstu.

 

Atli fór í vinnuferð á föstudag svo við Þórdís Katla erum einar í sveitinni að dunda okkur. Þórdís sendir pabba sínum sms til að segja honum hvað hún er að bardúsa með mömmu svo pabbi missi ekki af neinu þessa daga sem hann er í burtu. Stelpan er orðin svo stór og dugleg að ég er bara ekki að trúa því. Hún vill orðið helst standa, situr til borðs með okkur, er farin að borða smá alvöru mat, fer alein að sofa, burstar tennurnar og allt! Jeminn hvar endar þetta! Hún fór í 6 mánaða skoðun í síðustu viku og þyngdist um rétt tæpt kíló á einum mánuði og lengdist um 3 cm.. þrífst sko vel í sveitinni daman! Þórdís Katla er semsagt tæp 9 kg og 70 cm.

 

Ylfa og Konni gistu eina nótt hjá okkur á fimmtudag og stoppa vonandi lengur næst. Það var heljarinnar ferðalag á þeim þar sem þau komu alla leið frá Egilsstöðum í heimsókn til okkar! Mamma og pabbi komu svo á föstudag og Sveinbjörg og Gunnar gistu eina nótt áður en þau héldu áfram í sínu ferðalagi.

 

Um verslunarmannahelgina voru Sveinbjörg og Gunnar hjá okkur og Biggi bróðir Gunnars og Bryndís konan hans. Karlarnir grófu rás fyrir vatnsrörið í rafstöðina og Biggi kom með suðugræjur til að sjóða saman rörin. Þetta var ansi góð vinnuhelgi enda góður mannskapur að aðstoða Atla. Rörið er nánast komið alla leið og þetta verður klárað núna þegar Atli kemur norður aftur. Svo geri ég ráð fyrir að Atli fari á fullt við að reisa rafstöðvarhúsið fyrir veturinn.

 

Það er alltaf eitthvað sem þarf að klára fyrir veturinn og núna er örugglega í meira lagi af svoleiðis verkefnum. Þetta ætti nú alveg að hafast allt hjá okkur enda vinnur Atli yfirleitt á við fleiri en einn mann, alltaf svo rosalega duglegur þessi elska!

 

Vaka og Birta fóru yfir í Skagafjörð á föstudaginn og lögðu af stað suður yfir Kjöl á sunnudag. Þær ætla að trimmast á fjöllum í 3 vikur áður en þær koma á hús í Heimsenda. Ylfa og Konni ætla að skjóta skjólshúsi yfir okkur þrjár í september. Svo er aldrei að vita nema að ég geti aðstoðað þau eitthvað en það á sko ekkert að slaka á í tamningnum þó Ylfa eigi von á sér í október. Mér skylst að Konni verði settur á alla gripina þetta haustið og Ylfa verði meira í því að skipa fyrir hehe nei nei ég er nú bara að grínast en það er ljóst að Ylfa gerir örugglega minna en hún er vön!

 

Annars er allt gott héðan að frétta, ég man ekki fleira í bili.. þangað til næst..

 

Kv. Kolla og Þórdís Katla sveitakerlur

 

 

 

 

 

04.08.2009 17:29

Nokkurra daga gamalt blogg.. fyrst að koma inn núna

Tíminn líður sko áfram, þetta frí verður búið áður en við vitum af. Hugsanlega fer Atli erlendis í næstu viku sem myndi stytta fríið helling.


Framkvæmdir ganga vel. Síðustu helgi komu Sveinbjörg og Gunnar og Tinna systir Atla líka. Karlarnir smíðuðu glugga í kjallarann og kláruðu að klæða suðurgaflinn. Sveinbjörg dúllaðist með Þórdísi Kötlu og meira að segja var slegist um að fá að fara á fætur með henni á morgnana.. merkilegt!

Við Tinna skelltum okkur yfir á Sauðárkrók á föstudagskvöldinu þar sem það var ball á Króknum. Fullt af leikurum voru þar við tökur á bíómynd svo Tinnu langaði að kíkja á stemmninguna þar. Atli afþakkaði ballferð þar sem hann væri kominn með vinnumann og mætti engann tíma missa, við fórum því bara tvær.


Á laugardeginum fórum við Tinna á hestbak. Ég lagði á Vöku fyrir hana en fór sjálf á Birtu. Þetta var frekar skrautleg ferð gekk nú allt vel samt en þetta byrjaði nú t.d. á basli við að koma gjörð utan um Birtu.. hún er nú meira stykkið! Þetta endaði svo þannig að gamli hnakkurinn fór á Vöku og minn á Birtu en ég ætlaði að vera svo almennileg að lána Tinnu góða hnakkinn en hinn bara komst ekki yfir bumbuna á Birtu minni þrátt fyrir aðstoð Atla og Gunna. Eina gjörðin sem var þá á lausu var einföld gjörð fyrir Birtu. Tengdapabbi furðaði sig á því að ég notaði ekki reiða en ég sagði honum að ég væri eiginlega hætt að nota svoleiðis, hefði ekkert við hann að gera. Nema hvað að ég þurfti sko aldeilis á honum að halda í þessari ferð! Ég þurfti að fara mörgum sinnum af baki til að laga hnakkinn, hann rann alltaf fram á haus! Þetta var eiginlega hálf fáránlegt, ég man ekki eftir að hafa lent í svona rosa vandræðum áður. Við fengum svo á okkur ausandi rigningu og til að toppa þetta allt þá þurftum við að hitta bíl, svona til að það hafi örugglega einhver séð til mín fram á hálsi á hryssunni haha! Ég hefði eiginlega viljað eiga mynd af þessu. En það voru nú samt allir sáttir eftir þessa ferð. Birta mín stóð sig bara vel og Vaka eins og engill með Tinnu.


Ég fór svo á Birtu aftur í vikunni og teymdi þá Vöku með. Birta var ekkert rosa spennt fyrir því að hafa hross svona nálægt sér en svona er bara lífið. Þetta gekk samt bara ágætlega. Birta er svo ótrúlega feit, ég veit ekki hvernig hún væri ef hún fengi að ganga laus um dalinn núna.. hún yrði eins og kúla held ég bara. Ég vil endilega koma henni í brúkun í vetur til að hún fái ekki frí annan vetur þannig að ef einhvern vantar auka reiðhross þá er hún á lausu.. tekur frekar mikið pláss en þarf lítið sem ekkert að borða hehe. Hún er rosalega gæf og skemmtilegur karakter finnst mér, góður fótaburður og falleg á litinn.. hvað er hægt að biðja um meira :o)

Hér á bæ er allt á fullu í virkjana framkvæmdum. Rörin fyrir rafstöðina komu hingað heim á hlað í vikunni á flutningabíl. Bílstjórinn var nú ekki nema ca tvítug stelpa.. ég skammaðist mín nú eiginlega fyrir að geta varla bakkað station bíl þegar ég sá hvað þessi var flink á bílnum. Ég þarf greinilega að fara að æfa mig hehe. Hingað er svo mætt fólk til að sjóða saman rörin og grafa þau niður. Gaman gaman allt að gerast!


Petra og Leifur komu hér í heimsókn á mánudaginn með stelpurnar sínar. Það var rosalega gaman að sjá frænkurnar Þórdísi Kötlu og Vigdísi Evu saman. Þær eru ótrúlega svipaðar í þroska og getu þó að þær séu ótrúlega ólíkar. Við tókum helling af myndum af þeim saman og ég hlakka til að sjá hverju Petra náði á filmu. Mínar myndir verða ekki public fyrr en ég kem heim úr fríinu, það er bara ekki hægt að gera neitt hérna með þessa nettengingu.


Signý og Magnús komu á saman tíma í heimsókn með Björn Elvar og Stefaníu Dúfu með sér. Það er alltaf gaman að fá sveitunga sína í heimsókn og alltaf nóg að spjalla um. Við Atli vorum á kafi í að tæma háaloftið þegar gestirnir fóru að streyma. Eitt af því sem kom niður af lofti var hestur! Já, afi hefur greinilega látið súta skinnið af einhverju hrossi en Signý heldur að þetta sé hann Bleikur hans afa. Nú er ég að reyna að finna stað fyrir skinnið og fá samþykki fyrir því veggjaskrauti. Atli er nú ekki spenntur en við erum nú með hreindýr uppi á vegg heima í Reykjavík.. er þá eitthvað að því að vera með hest á vegg í sveitinni.. mér finnst það bara flott :o)


Ég kíkti á Byltingu í tamninguna í dag. Tamningunni miðar vel áfram og daman er bara í fínum gír. Ekkert óvænt og enginn vitleysisgangur. Víði líst bara ágætlega á hana og hún er bæði að bæta brokk og tölt. Merkilegt nokk að hún brokkar núna ekki nema utanvega, svona koma þessar sparimerar á óvart, ég sem var hrædd um að hún yrði rosalega klárgeng.., nei takk mín vill helst tölta.


Annars er að sjálfsögðu bara allt gott að frétta af okkur, lífið í sveitinni er yndislegt. Hér á ég heima.. mig langar ekkert aftur í bæinn. Gestir eru alltaf velkomnir! Ég á enn von á Lilju og co og Ylfu og Konna og ég get lengi bætt við :o)

23.07.2009 04:47

Netsambandið er lélegt.. erfitt að blogga

Jæja litla fjölskyldan er enn í sveitasælunni. Við fengum heimsókn síðustu helgi en þá komu frænku mínar, Ása og Jenný með Konnunum sínum og tvíburasonum Ásu. Það var því margt um manninn í kotinu og kemur sér vel að hafa húsbílinn, hann verður eins og auka svíta úti á hlaði! Við fórum á Húnavöku á laugardagskvöld en vorum svo of sein á staðinn svo við misstum af bakkasöngnum. Við sátum góða stund hjá Jóni Víkingi og Siggu á tjaldstæðinu í staðinn. 


Við fengum líka fullt af heimsóknum um helgina. Fyrst komu Skrapatungufólk með fríðu föruneyti, það er alltaf svo gestkvæmt hjá þeim og hópurinn skellti sér allur í heimsókn að kíkja á framkvæmdir. Eins gott að ég var búin að standa á haus í að baka pönnukökur og átti nóg með kaffinu :o) Þegar þau voru að fara birtist hér annar bíll en það voru Alla Rúna sem vinnur með Sveinbjörgu og maðurinn hennar sem er frá Núpi hér fyrir innan okkur. Það var gaman að fá þessa óvæntu heimsókn þar sem hann þekkti afa heitinn svo vel. Á sunnudag fengum við svo aðra óvænta heimsókn en það voru þau Ásdís og Ragnar frá Dal (Klaustri). Ragnar spjallaði við Atla um rafstöðvarmál enda er hann á kafi í félagi raforkubænda. Ég held að hann hafi náð að kveikja ansi vel í Atla sem var vel heitur fyrir.

Þórdís Katla stækkar og dafnar vel í sveitinni. Hún er farin að sitja alein eins og herforingi :o) og komin með 2 tennur og fleiri á leiðinni.. sko bara að verða stór stelpa held ég! Ég reyni að vera dugleg að taka myndir af henni núna en svo gengur bara ekkert að koma þeim á netið.

Af framkvæmdum er helst að frétta að hér verða smíðaðir gluggar um helgina og Atli er búinn að steypa undirstöður fyrir rafstöðvarhúsið! Já.. alveg rét.. það verður líklega komin rafstöð fyrir veturinn! bara frábært! Sveinbjörg og Gunnar (tengdó) og jafnvel Tinna systir Atla koma um helgina í heimsókn og þrælavinnu. Gunnar ætlar að hjálpa Atla í smíðunum og Sveinbjörg og Tinna verða líklega mest að dúllast með Þórdísi Kötlu. Ég ætti því að fá dágóðann tíma í að gera eitthvað skemmtilegt.. verst að það er spáð leiðindaveðri um helgina og ég verð því kannski ekki til stórræða. Það gæti meira að segja snjóað hjá okkur í dag og á morgun.. iss þetta er nú ekki vinsælt svona seinnipart sumars!

Ylfa og Konni eru búin að boða komu sína en það er enn aðeins óljóst hvenær þau koma.. ég skil það nú vel enda spáir slyddu eða snjókomu hjá okkur.. ekki alveg mest spennandi staðurinn á landinu þessa dagana! En við kvörtum ekki þar sem við erum búin að vera rosalega heppin með veður hingað til.

Ég fór á bak í gær og í fyrradag. Í fyrradag reið ég vöku út dalinn (vona að þetta sé rétt sagt) en snéri svo við þegar ég var að koma að hrossastóði. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir því að ríða beint í fangið á tryppakjánum en svo er það kannski bara ekkert til að vera smeikur við. Ég móðgaðist nú pínu þegar ég reið framhjá veiðihúsinu þar sem þar sat stór hundur á pallinum sem gelti á mig.. isss hann vissi greinilega ekki að ég er drottning í ríki mínu hérna hehe.. maður geltir sko ekki á hvern sem er. Nei en svona í alvöru.. þá er ég bara glöð að hann fór ekki af stað á eftir mér líka hehe.

Í gærkvöldi lagði ég á Birtu og prufukeyrði hana hérna heima. Þetta gekk bara ótrúlega vel og eiginlega betur en þegar ég var að prufa hana inni í gerðinu. Ég ætlaði að teyma Vöku með en hún virtist ekki alveg fíla það svo Vaka slapp það skiptið. Það gerist nú flest frekar hægt hérna en góðir hlutir gerast hægt eins og einhver sagði. Ég reyni að nýta tímann í hestana en það er ekki alltaf tími eða spennandi veður.

Ég er í vandræðum með nettenginguna hérna, netið er alltaf að detta út og mér gengur ekkert að koma inn myndum. Það eru komnar örfáar nýjar í myndaalbumið en ég er að reyna að koma fleirum inn.

17.07.2009 06:20

Helst í fréttum..

Jæja við komum aftur í Mánaskál á mánudaginn eftir helgardvöl á Kirkjubæjarklaustri. Áfram heldur fríið og ég er farin að hafa áhyggjur af því að það líði of hratt.. ekki nema mánuður eftir!

Atli er byrjaður að setja bárujárnið á húsið og þetta verður voða flott. Sólpallurinn er að taka á sig mynd og stór partur af honum er tilbúinn, skjólveggirnir komnir upp og garðhúsgögnin á sinn stað! Þetta er bara frábært! Það hefur verið frekar kalt síðan við komum aftur en í gær létti til og sólin lét sjá sig.. við vorum ekki lengi að grípa tækifærið og vígja pallinn með grillveislu fyrir okkur. Það er útlit fyrir skaplegasta verður næstu daga og ég efast ekki um að pallurinn verði vinsæll :o)

Ása, Konni og strákarnir og Jenný og hennar Konni ætla að koma í helgarferð til okkar. Þau koma snemma á morgun og ætla að vera fram á mánudag. Um helgina stendur yfir Húnavaka á Blönduósi og við ætlum að kíkja á dagskrána, brekkusöng, brennu og fleira. Þetta verður voða fínt held ég. Bara gaman að fá gesti.. og það verður rosa gaman að sjá Alexander og Christian því það er svo langt síðan við sáum þá síðast!

Ég skellti mér á bak í gær, reið Vöku og teymdi Birtu með mér. Þetta var ágætisferð en þær voru nú samt áberandi fúlar báðar tvær enda nýhættar í hestalátum ef þær eru hættar. Ég er jafnvel að spá í að fara ríðandi í stóðréttarreksturinn þetta árið. Maður verður nú að prufa ekki satt.. það finnst mér. Ég þarf þá að reyna að halda þeim í formi aðeins fram á haustið og aldrei að vita nema ég sendi þær báðar á Kjöl í ágúst til að trimma þær til. Þær hefðu báðar mjög gott af því.

Birta mín er alveg að standa sig í teymingunum miðað við að hún var teymd í hendi í fyrsta skipti síðasta vor og þá bara í eitt skipti. Núna teymist hún vel og ég er farin að binda utan á hana líka. Drungi fékk semsagt fyrstu hlaupaferðina sína áður en ég lagði af stað austur fyrir síðustu helgi. Ég er búin að lónsera hann í nokkur skipti, leggja við hann og binda utan á.. þetta er allt á réttri leið. Hann er ósköp stabíll og gæfur og ég vona að framhaldið verði jafn gott.

Myrkvi karlinn sleppur vel frá þessu öllu saman, hann er sá eini sem ekki er á járnum og þarf því ekki að vinna fyrir matnum sínum eins og hinir.. aftur á móti er hann duglegur að stela sér eftirréttum! Hann er nefnilega búinn að uppgötva að fara undir borðann ef ég hef þau í randbeit. Reyndar hefur verið rafmagnslaust á girðingunum hjá þeim mest allan tímann vegna framkvæmda heima við bæ. Myrkvi uppgötvaði þetta óvart og hefur ekki verið til friðs síðan. Þegar við komum heim að austan á mánudaginn voru hrossin öll inni í stykkinu sem þeim er gefið á á veturna og á að vera í hvíld fram á haustið.. en nei nei.. bara búið að traðka og éta helling.. urrr! Núna er kominn straumur á girðingarnar aftur og hrossin eru prúð og stillt ennþá. Ég fer að prufa randbeitina aftur en ætla þá að vera handviss um að það sé góður straumur á henni svo Myrkvi hætti þessu.

Ég er búin að segja njólanum stríð á hendur.. arg ég var búin að gleyma að ég ætlaði að eitra fyrir honum í vor! Lilja og Biggi réðust á hann hérna síðasta sumar en hann er farinn að vera of heimakær hér á hlaðinu og í garðinum og svo átti ég að eitra.. en það gleymdist. Ég er því núna að höggva illgresið niður núna og ég verð svo að muna að eitra næsta vor!! Það er ekkert ljótara en þegar njólinn er orðinn allt í kring um heilu sveitabæina. Öll ráð til að losna við njólann vel þegin!

Það verður líklega dálítill gestagangur hérna fram í ágúst sem er bara hið besta mál. Ása, Jenný, Konnarnir og strákarni eru á leiðinni. Tengdó koma líklega um verslunarmannahelgina og helgina þar á eftir. Ylfa og Konni (enn einn Konninn hehe) stefna á að koma í heimsókn í ágúst, strax eftir verslunarmannahelgi minnir mig og svo á ég von á Lilju, Bigga og krökkunum þeirra líka en eitthvað óljóst hvenær, kannski í kring um fiskidaginn á Dalvík. Ég geri auðvitað ráð fyrir að allir viti að þeir eru sjálfkrafa búnir að bjóða sig fram í þrælavinnu hehe og það er ekki afsökun að hafa ekki vitað af því og lesa ekki bloggið mitt hehehehe. Óléttar konur eru reyndar með undanþágu.. svo það er betra að kjafta frá ef einhverjar eiga það eftir :P

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ég er búin að bæta inn myndum í myndaalbumið undir Mánaskál / Sumarfrí 2009. Ég á enn eftir að fá myndir hjá mömmu og Lólý til að skella þar inn. Ég reyni nú að setja inn myndir oft þó það séu ekki nema örfáar í einu því þetta er svo hrikalega seinlegt.

Góðar stundir gott fólk! Kveðja úr Paradís!


Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar