Mánaskál |
|
28.02.2011 21:39Febrúar á endaÞá er enn einn mánuðurinn liðinn, alveg merkilegt hvað tíminn hleypur frá manni. Ég er loksins búin að setja inn myndir sem áttu að vera löngu komnar, sumar eru meira að segja orðnar þónokkuð gamlar. Við Þórdís Katla skelltum okkur í heimsókn í hesthúsið til Elsu í Mosfellsbæinn og tókum nokkrar myndir. Svo ætla ég að fara á bak hjá henni með hækkandi sól.. er meira að segja búin að frétta af pöbb í reiðfæri í mosfellsdalnum.. hljómar vel Þórdís tekur hesthúsið út Elsa hleypir út Þórdís og Brandur hennar Elsu ræðast við Myndirnar úr afmælisveislunum hennar Þórdísar Kötlu eru komnar í myndaalbumið, set nokkrar hingað inn líka. Frænkurnar skoða saman spil Sveinbjörg með Kormák litla Tinnu og Garðarsson og Tinna Lind er með Bjarka Rúnar Lólýjar og Kidda son ..ohhh vá nammi á kökunni .. afhverju má ég ekki borða það núna! .. fullt af fínum gjöfum tveir frændur Þórdís Katla blés á kertin alein .. stuð! Alexander og Christian búnir að finna dótaherbergið Síðustu helgi var mikið að gerast í Mánaskál. Atli var alla vikuna fyrir norðan að dunda sér. Stefnir snillingur kom til hans í vikunni og hjálpaði honum. Rúnar smiður frá Keldunúpi kom svo á fimmtudegi, Þorbergur, Konný og Pálína komu svo til okkar á föstudegi. Við Þórdís Katla komum líka norður á föstudeginum. Þessa helgi var unnið stanslaust eins og Atla er einum lagið. Upp reis þessi líka fíni kofi fyrir rafstöðina okkar. Stefnir var rosa flinkur á söginni Kapellan svokallaða Traktorinn að verða fínn eftir sprautun og fleira hjá Atla Húsið að verða tilbúið. Húsið var ekki klárað í þessari ferð en eftir er að klæða það með viðarklæðningu og skella torfi á þakið Það verður alvöru sveitastíll á þessu Hryssurnar mínar hafa það fínt og rjúka úr hárum, mér finnst það eiginlega alveg óþarfi svona í febrúar en væntanlega hefur þetta endalausa hlýja veður áhrif á það. Merarnar eru missverar og Birta mín vinnur alltaf þessa keppni. Bylting og Birta.. ætli það séu ekki örugglega farþegar þarna? Vaka er með vömb líka þó hún sjáist ekki vel þarna, en það er svosum nóg af holdi á þeim öllum.. ekki bara um þær miðjar! Hugsýn aldursforsetinn.. loðinn eins og loðfíll. Hún var sónuð með fyli og vonandi kastar hún í Júní Atli og Stefnir skiptu um síðustu glugganan í húsinu en nú eru glænýjir og fínir gluggar allan hringinn. Énn á þó eftir að smíða í kring um tvo glugga á framhliðinni. Kærar þakkir fyrir helgina og aðstoðina félagar! Alltaf velkomin í heimsókn Á morgun ætla ég að skreppa í heimsókn til Ylfu austur í Landeyjar að kíkja á Drunga minn sem er þar í góðu yfirlæti. Mér skilst að hann sé gott hestefni og ég hlakka til að kíkja á kappann. Vonandi næ ég einhverjum myndum af honum líka. Skrifað af Kolla 14.02.2011 22:32Janúar - febrúarÞað er alltaf nóg að gera á þessum bæ og vikurnar fljúga áfram. Atli kom heim frá Californiu í enda janúar. Það var ósköp gott að fá hann heima enda búinn að vera mikið erlendis sl. vikur. Þórdís Katla tók pabba sinn sko alveg í fyrsta og annað sætið til að byrja með og mamman varð að láta sér lynda það þriðja Svoleiðis mál skipta bara engu máli, við vorum báðar glaðar að fá hann heim. .. pabbi minn er bestur! duddu stelpa Þórdís Katla átti 2 ára afmæli þann 2. febrúar og deilir því afmælisdegi með pabba gamla. Mamma og pabbi eiga líka brúðkaupsafmæli þann 2. febrúar og svo á Jenný frænka mín líka afmæli þennan dag Það var hérna tvöföld afmælisveisla með öllu tilheyrandi. Þórdís var ekki lengi að átta sig á að gestirnir komu allir með pakka og tók því vel á móti öllum strax í forstofunni. Hún var voða lukkuleg með þennan dag stelpan og glöð með allt sem hún fékk. Myndavélin var á lofti en því miður finn ég ekki snúruna af stóru myndavélinni svo myndirnar koma ekki inn núna. Ég skelli þeim inn um leið og ég finn hana. bakar fyrir afmælið sitt Afmælisdagurinn sjálfur var rosa skemmtilegur. Mamman skrópaði í skólanum til að leika við hana úti í snjónum og auðvitað fékk hún líka pakka þegar hún kom heim af leikskólanum afmælisdagurinn runninn upp Skólinn minn er byrjaður á fullum karfti og nú er ég farin að vinna hálfan daginn til að geta sinnt skólanum betur. Ég verð því vonandi í góðu standi fyrir vorprófin sem eru líka síðustu prófin mín í bili. Eftir þessa önn á ég bara lokaverkefnið mitt eftir sem ég skrifa þá næsta haust. Þar á eftir tekur vonandi eitthvað spennandi við. Ég var svo mikill klaufi að klessa Benzinn okkar í janúar en við Þórdís Katla sluppum ómeiddar sem er svosum það eina sem skiptir einhverju máli. Hitt er jú bara bíll þó mér hafi þótt hann ansi góður. Við erum búin að fjárfesta í öðru farartæki en erum að bíða eftir að fá bílinn afhentann frá umboðinu en þeir eru aðeins að yfirfara hann fyrir okkur. Fyrir valinu varð fjórhjóladrifin Skoda Octavia, það þýðir nú varla minna fyrir okkur flökkukindurnar, nóg pláss í skottinu og drífur yfir snjóföl. Við fórum norður í Mánaskál síðustu helgi eftir langa bið (að minni hálfu). Mamma og pabbi komu líka og við fórum því á einum bíl þar sem við Atli erum enn bíllaus. Hestakerran var með í för og fyllt af dóti úr bílskúrnum svo það má segja að búslóðaflutningar séu hafnir! Þórdís Katla varð veik á laugardaginn en stóð sig eins og hetja á ferðalaginu heim. Ég færði stóðið mitt á milli hólfa með astoð pabba. Ég lét hrossin elta mig og ætlaði að færa þau þannig á milli sem var svosum ekkert stórmál nema að þau vildu ekki fara yfir skurðinn yfir á túnið. Við pabbi höfðum það að teyma Birtu yfir í von um að hin færu á eftir en það var ekki svo gott. Þar stóð eiginlega hnífurinn í kúnni og því varð ég að grípa til plans B sem var að hleypa hrossunum út í hinum endanum og láta þau skokka með mér eftir veginum í engu aðhaldi. Auðvitað gekk það eins og í sögu, ég teymdi Birtu og hin trítluðu með okkur. Hrossin létu ekki plata sig lengra (lækurinn er grunnur) Á sunnudag setti ég hrossin inn í hringgerðið áður en við fórum að ganga frá og pakka niður. Folaldið hennar Hugsýnar átti nefnilega að fara suður til Gumma og Sjafnar á Baugsstöðum. Þegar búið var að ferma bílinn gengum við til verks að koma folaldinu upp á kerruna. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þá en það tók dágóðan tíma. Því miður voru ekki teknar neinar myndir af þessum tilfæringum eða af hryssunum yfir höfuð þó að næg tækifæri hefðu gefist. Birta stóð t.d. á tímabili eins og hundur í bandi, með stóra lykkju um hálsinn og hinn endann lausann en stóð samt áfram á sama stað af gömlum vana þó það væri búið að taka af henni múlinn og nýta í annað hún er yndi þessi meri! Hryssurnar voru notaðar sem fyrirstaða og fleira ég held að Bylting mín hafi bara tamist heilmikið af þessu veseni öllu saman. Hún er líka að verða svo spök. Hún hefur alltaf átt sig sjálf en hún er að verða brauðdýr eins og þau hin og lætur sig hafa það að fá knús og kjass að launum. Atli varð eftir í Mánaskál og ætlar að dunda sér við smíðar og fleira í þessari viku. Hann skipti um glugga í stærra herberginu í vesturkjallaranum um helgina og er að undirbúa kjallaraherbergin undir flotun, svo á að klæða veggina og loftin. Hann fær líklega smið til sín næstu helgi og þá á að drífa af að smíða rafstöðvarhúsið. Hann er sko endalaust duglegur þessi maður. Nýji glugginn í kjallaraherberginu.. annars verða þessi herbergi svo fín að ég held að ég hætti að tala um kjallara og fari að tala um neðri hæðina Við hin lögðum af stað suður um kaffileyti með folaldið á kerrunni. Mamma og Þórdís Katla voru skildar eftir í Reykjavík en við pabbi héldum áleiðis á Baugsstaði til að skila folaldinu. Greyjið litla var örugglega dauðfegin að komast af kerrunni og á fast land eftir þetta langa ferðalag. Drungi er kominn í framhaldsnám hjá Ylfu og Konna. Hann er mikið sprækari núna eftir fríið og vonandi gengur vel í framhaldinu. Mér er allavega sagt að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu, þetta sé góður hestur. Ég fæ vonandi einhverjar myndir af honum fljótlega annars verð ég bara að fara og taka myndir af honum sjálf. Elsa vinkona sendi hross til Ylfu um helgina frá sér og öðrum. Ég held að Ylfa hafi þarna fengið alls 4 frumtamningartryppi á einu bretti, ég má nú til með að stríða henni á því að nú sé eins gott að hún standi sig því ég heyri annars allt kvartið Ég vona bara að það gangi jafn vel með þessi tryppi og með Drunga minn og svo förum við örugglega í road trip saman að kíkja á gæðingana okkar. Nóg blaður í bili.. Myndirnar úr afmælinu hennar Þórdísar Kötlu, heimsókn í hesthúsið til Elsu og fleira kemur inn þegar ég finn snúruna við Canon vélina Skrifað af Kolla 08.01.2011 22:43Árið er byrjað af kraftiÁrið 2011 virðist ætla að líða jafn hratt og 2010, allavega fer það af stað af krafti. Tíminn milli jóla og nýárs leið ansi hratt, ég ætlaði auðvitað að vera voða dugleg að læra til að vera vel undirbúin fyrir síðasta próf haustannarinnar sem var í byrjun janúar. Þrátt fyrir að tíminn hafi hlaupið frá mér gekk prófið í viðskiptalögfræði bara alveg ágætlega og nú bíð ég bara eftir síðustu einkunnum. Að því gefnu að ég hafi staðist síðustu prófin þá á ég einungis 4 fög eftir og lokaverkefnið! Allt að gerast sko. Ég er farin að skoða meistaranám og það er margt til og ég þarf að gefa mér góðan tíma í að spá í hlutunum. Fjölskyldan skellti sér norður í Mánskál yfir áramótin. Það er alltaf gott að koma í sveitina og nauðsynlegt að heilsa upp á hrossin Áramótin voru ósköp róleg hjá okkur enda vorum við bara þrjú.. og jú Samba "fjárhundur" sem var dauðfegin að komast frá sprenginunum í Reykjavík. Atli var duglegur að dunda sér eins og vanalega en ég notaði tækifærið og svaf aðeins meira en vanalega. Maður var orðinn ansi vanur því á tímabili að sofa allt of lítið. Við hentum helling af dóti úr kjallaranum og eldhússkápum í þessari ferð. Fullhlaðin kerra hvorki meira né minna og nóg eftir! Þetta virðist vera eilífðarverkefni að greina á milli þess sem á að halda eða sleppa og Atli minn varð mjög glaður í hvert skipti sem ég sagði "henda". Á gamlárs fórum við á Blönduós á flugeldasýningu sem var bara alveg ágæt.. allavega sagði Þórdís Katla mjög oft "vá" ! Þórdís Katla fór líka auðvitað að heilsa upp á hryssurnar. Hún var búin að bíða lengi eftir að sjá hestana og spurði töluvert um þá á leiðinni norður. Hún gaf þeim brauð og er farin að læra nöfnin á þeim því núna kallar hún Birtu með nafni meiri dúllan.. nú þarf hún bara að læra Bylting, Hugsýn, Vaka og Drungi .. kannski hefði verið auðveldara fyrir hana ef ég hefði bara áttu Blesur og Brúnkur en sjáum til, hún verður eflaust ekki lengi að ná þessu og svo bætast við nöfn í vor! Það verður sko æðislega spennandi! Þórdís spjallar við Birtu og Vöku Atli fór aftur af landinu nú í byrjun janúar. Í þetta skiptið er það California.. alltaf er hann þar sem það er hlýtt og gott.. ég er ekki frá því að ég sé dálítið bitur!! Ég er orðin þreytt á því hvað það er kalt hérna heima, ég skil eiginlega ekki hvað ég er orðin mikil kuldasræfa brrrr. Skólinn byrjar í næstu viku svo bráðum verður allt komið á fullt hjá mér aftur. Ég er ekki viss ennþá hvort ég muni skrifa lokaritgerðina á þessari önn eða geyma hana fram á sumar eða haust. Ég veit að það verður meira en nóg að gera hjá mér þó að ég láti ritgerðina bíða svo ég sé til hvernig aðstæður verða. Annars held ég að það sé ekki fleira í fréttum af þessari fjölskyldu, oft eru engar fréttir góðar fréttir svo við segjum þetta bara gott í bili... þangað til næst! Skrifað af Kolla 27.12.2010 22:46TamningSmá aukablogg þar sem ég gleymdi einni skemmtilegri frétt! Drungi minn er auðvitað í tamningu hjá henni Ylfu vinkonu og Konna hennar í Landeyjunum. Það gengur mjög vel með folann og Ylfa er rosa ánægð með hann. Henni finnst hann reyndar heita of drungalegu nafni því hann sé svo ljúfur. Drungi er mjög ljúfur karakter og það er mjög auðvelt að líka vel við hann. Hann er spakur og skynsamur og næst hvar sem er sem mér finnst afar mikill kostur við hross. Við Atli tókum Drunga með okkur suður eftir réttir í september og ég keyrði svo með hann austur til Ylfu þar sem hann hefur verið í góðu yfirlæti síðan. Drungi er draumareiðhross og ég efast ekki um að ég verði alsæl með hann undir hnakkinn. Það er búið að sleppa honum núna en Ylfa heldur svo áfram með hann í vetur. Ylfa og Konni tóku nokkrar myndir af Drunga áður en þau slepptu honum en hann var orðinn leiður greyjið og því var honum sleppt áður en ég komst austur að kíkja á hann. Leyfi nokkrum myndum að fylgja með. Ég hlakka bara til þegar ég get farið að prufa klárinn sjálf Svo er ég auðvitað farin að hlakka til vorsins með öllu því sem því fylgir!! Kerlurnar í vinnunni góndu á mig þegar ég var að tala um að ég hlakkaði til þegar færi að vora.. því það væru sko ekki einu sinni komin áramót! Mér er alveg sama um það.. ég hlakka bara til enda mikið til að hlakka til! Vonandi mörg folöld! Skrifað af Kolla 25.12.2010 23:27Okt, nóv og des!! Jahérna!! það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að það birtist ekki einu sinni blogg á forsíðunni lengur.. og ef ég man rétt þá hanga blogginn inni í þrjá mánuði! Vúps!
Skrifað af Kolla 22.09.2010 17:06Réttir og fleiraNú er orðið of langt síðan síðustu fréttir birtust á síðunni. Ég ætla hér með að bæta úr því. Skrifað af Kolla 16.08.2010 21:18Sumarfríið búiðJæja þá er sumarfríið á enda þetta árið og maður getur byrjað að telja niður í næsta sumarfrí Við Þórdís og Særós héldum heim á leið á fimmtudaginn en Atli var væntanlegur heim á föstudagskvöld. Við biðum voða spenntar eftir honum og kvöldið fannst mér líða ansi hægt en Þórdís lagði sig á eðlilegum tíma og var svo bara ræst til að fara á flugvöllinn að sækja pabba. Ég var voða spennt að sjá viðbrögðin hjá henni þegar hún sæi pabba sinn aftur eftir 5 vikur í burtu. Við biðum prúðar í komusalnum og það var æði að sjá brosið sem færðist yfir andlitið á litlu stelpunni hans pabba síns þegar hann birtist fyrir framan hana. Hún vissi sko alveg hver hann var Atli færði Þórdísi svo dúkku þegar við komum heim og hún var alsæl!! Sumarfríið var frábært fyrir utan það að Atli var ekki með okkur í þetta skiptið. Veðrið lék við okkur þó svo að gróðurinn hefði kosið meiri rigningu. Atli er samt alveg sáttur við dvölina í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og svei mér þá ég held að hann langi bara að flytja þangað í 50° plús! Petra frænka frá Suðureyri og fjölskylda voru í fríi við Vesturhóp og fórum við Þórdís Katla í heimsókn og gistum eina nótt í bústaðinum hjá þeim. Við skemmtum okkur vel og borðuðum eðalmat a la Leifur. Það var gaman að sjá stelpurnar leika sér saman og vá hvað Petra hefur það stundum gott að eiga eina Sóldísi stóru systir til að leika við Vigdísi og aðstoða. Við skelltum okkur svo í sund á Blönduósi Leifur og Petra keyrðu svo á eftir mér inn í dal en Leifur rúntaði á GMC gamla en hann vantaði far heim frá skoðunarstöðinni á Blönduósi. Sóldís Björt, Þórdís Katla og Vigdís Eva Særós Ásta dóttir Lilju vinkonu www.hrossasott.com kom til mín og var í nokkra daga að aðstoða með Þórdísi. Eftir að mamma og pabbi fóru voru ekki mörg verkin sem ég gerði en eftir að Særós kom gat ég farið að vinna eitthvað. Við Særós kláruðum að girða nýja stykkið og "Sléttatún" eins og Særós vildi nefna það því það var eiginlega ekkert slétt þegar maður keyrði út á það! Við kláruðum líka að mála herbergið okkar Atla svo núna er orðið heldur betur vistlegt í svefnálmunni. Ég hlakka til að byrja á nýju herbergjunum sem verða í kjallaranum! Við fórum tvisvar í sund og áttum góðar stundir saman í sveitinni og vonandi kemur Særós aftur til mín næsta sumar að leika við Þórdísi Kötlu sem verður þá hvorki meira né minna en rúmlega 2 ára og enn meiri sveitastelpa sem heldur að hún geti allt! Þórdís hefur ofuráhuga á hrossum sem mömmunni líkar mjög vel og hún veit sko alveg hvað heyrist í hestunum .. dobbi dobbi dobbi dobb og svo hossar hún sér í takt hehe.. bara sæt! Særós var dugleg að sýna henni hestana svo daman var alsæl, mamman nefnilega nennir ekki alltaf að fara aftur og aftur að skoða dobbi dobb en Særós fékk alveg að vinna svolítið fyrir matnum sínum eins og mamma hennar orðar hlutina. Um daginn var allt í einu eitt hross inni í nýju girðingunni okkar en þar átti enginn að vera. Hrossastóð var fyrir utan girðinguna en þetta hross þurfti endilega að klína sér innfyrir en girðingin var ekki orðin 100% hrossheld því það var hátt undir hana á nokkrum stöðum og þar hefur hrossið örugglega labbað inn og svo ekki fattað að fara sömu leið út aftur. Við Særós og Þórdís röltum niðureftir og ætluðum að opna hliðin og reyna að koma hrossinu rétta leið út þegar ég sá að þetta var bara hann Drungi minn sem var komin heim! Óheppinn hann, við fórum bara heim og sóttum girðingaefni og lokuðum girðingunni betur svo kann fékk ekkert að fara út. Drungi hefur gengið laus síðan í vor þegar hann og Bylting sluppu út þar sem að girðingin hafði slitnað undir bæjarhólnum. Bylting kom heim á mjög þægilegan hátt þegar við Atli vorum að girða norðurtúnið en þá kom hún bara inn um hliðið þegar ég opnaði. Kannski eru hrossin mín bara svona skynsöm hehe Drungi greyjið fann samt ekkert fyrir neinum létti að vera kominn heim og var ekki alveg sama þegar stóðið hans fór svo bara frá honum. Við settum því Birtu yfir til hans sem félagsskap. Drungi lítur vel út, feitur og fínn og klárlega tilbúinn í tamningu fyrir utan horið í nösinni Fengur fékk svo flutning síðustu helgi heim á Meðalfell og þá fengu Birta og Drungi að fara heim til hinna. Drungi minn var reyndar eitthvað útskúfaður af fröken Birtu en það vonandi jafnar sig fljótt. Mamma gerðist aðal hestavinnumaðurinn minn og kom hrossunum í réttina fyrir mig áður en hestabíllinn kom og færði svo Birtu og Drunga milli hólfa líka. Hún gerði það nú líka svo flott að þeim var bara hleypt út á veg og látin elta brauðpokann heim.. engin þörf á múl greinilega Jarpa vinkonan hans Fengs kom til okkar aftur í lok sumarfrísins en hún hafði verið límd við girðinguna hjá hestinum í heila viku fyrr í sumar.. svona eins og eitt gangmál eða svo . Hún er ósköp stillt og fannst bara að hún ætti heima hjá okkur. Þegar hún kom í annað skiptið virtist hún fylgja Drunga og eftir að Fengur fór og Drungi var færður varð hún alveg vængbrotin og alein eitthvað. Mamma hálf vorkenndi henni. Ég veit ekki hver á þetta tryppi en kannski á hún bara heima í stóðinu mínu frekar Ég er búin að nefna hana Þörf þannig að ef hún hefur enn ekki fengið nafn hjá eiganda sínum þá er ég búin að bjarga málunum. Núna er það bara fimm daga vinnuvikan sem bíður okkar, reyndar eru bara 4 dagar eftir en við stefnum á ferð í Mánaskál næstu helgi. Skrifað af Kolla 31.07.2010 22:38Fréttir úr sveitinni..Sumarfríið hleypur áfram, sem betur fer Atla vegna. Það styttist í að hann komi heim en hann er væntanlegur 13. ágúst og við Þórdís Katla getum ekki beðið. Dagarnir hér í sveitinni hafa verið alveg frábærir en það vantar samt pabbann í hópinn til að fullkomna fríið! Við erum búnar að vera heppnar með veður en það hefur ekki rignt neitt að viti síðan við komum norður og flestir dagar hafa verið mjög sólríkir. Þórdís er orðin útitekin og ég er sko meira að segja farin að líta út eins og meðal jón á miðjum vetri hehe. Ég er reyndar búin að fara mjög varlega í sólinni og nota sólarvörn óspart þar sem ég byrjaði sumarfríið á að fá sólarexem sem er ekki skemmtilegt. Mér hefur nú tekist að halda því niðri svo ég get ekkert kvartað. Ég er að reyna að vera dugleg í dundinu svo að Atli þurfi ekki að gera allt þegar hann kemur heim, það bíða hans alveg næg verkefni nú þegar. Ég var að klára að bera á skjólveggina á pallinum og er líka búin að bera á tréverkið við gluggana. Ég á eftir að bera á eitthvað aðeins í viðbót og klára það vonandi á næstu dögum. Ég er aldrei með bara eitt verkefni í gangi en núna stendur til að trukka af það sem komið er af stað. Ég er að undirbúa herbergið hans Agga undir málningu og verður enginn smá munur að sjá það herbergi hvítt en ekki bleikt eins og það hefur verið í tugi ára! Ég er líka byrjuð að hreinsa málningu af stiganum og ætla að reyna að gera hann upp og lakka hann. Ef þetta gengur vel þá ætti stiginn að verða voða gamaldags-huggulegur. Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvernig ég ætti að loka gerðinu mínu og tók ákvörðun í vor að loka því með neti allavega til að byrja með. Þá komast allavega ekki lítil folöld út úr því næsta vor þegar maður fer að skoða dýrgripina sína J Litla bleikálótta Hugsýnardóttirin stækkar og dafnar en daman er ekkert smá fyndin. Hún er búin að fá mikinn umgang í sumar þar sem hrossin eru nánast hér uppi á hlaði og þurft að hlusta á barnaskríki og fleira skemmtilegt. Hundurinn er eitthvað á vappinu og svo bílar og allt þetta sem fylgir okkur.. en ef ég fer og gef hrossunum brauð þá koma þau auðvitað öll askvaðandi og hún með.. en ef ég hendi brauði til hennar þá "deyr" hún.. og það í hvert skipti! Hehe bara fyndin þessi elska. Ég var eiginlega í kasti um daginn þegar ég var að skutla til hennar brauðmolum og þeir voru allir stórhættulegir! Btw.. ég þarf að fara að fá nafn á dýrið! Annars uppnefni ég hana hehe. Hrossin líta mjög vel út og ég er ánægð með þau. Birta og Vaka voru báðar of grannar síðasta vetur og voru búnar að braggast heilmikið á þessum mánuði sem þær voru í Víðinesi áður en ég kom með þær norður. Í dag eru þær feitar! Við erum sko að tala um bumbur! Birta fer að ná sömu stærð og síðasta sumar! Hugsýn er búin að bæta á sig síðan hún kom norður og heldur vonandi áfram að safna á síðurnar fyrir veturinn. Bylting lítur líka mjög vel út en hún kom líka vel undan vetri. Fengur er búinn að bæta á sig líka en það er bara gott mál. Hann var vel trimmaður og flottur þegar hann kom og er aðeins búinn að fá ístru. Hann hefur það ógurlega gott þessa dagana og liggur voða mikið og sólar sig enda fá verkefnin þessa síðustu daga. Elsku pabbi minn.. sakna þín svoooo og hlakka mikið til að koma á flugvöllinn að sækja þig og leika svo við þig fullt J Knúúuuss og kossar! Þórdís Katla sem er 18 mánaða eftir 2 daga! Skrifað af Kolla 24.07.2010 20:15Fréttir úr sveitinniblogg er bara stutt og laggott, aðallega til að láta vita að það er kominn slatti af nýjum myndum í albumið okkar Sumarfríið flýgur áfram hjá okkur Þórdísi Kötlu. Mamma og pabbi eru með okkur á Mánaskál og eru búin að vera í nokkra daga. Veðrið hefur leikið við okkur síðan fríið hófst og ekkert lát er á blíðunni. Heyskapur er hafinn þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika með sláttuvélina. Suðurtúnið er í þessum skrifuðu orðum sjálfsagt orðið slegið. Pabbi bjargar heyskapnum þetta árið því Atli er annað árið í röð erlendis þegar heyskapurinn bankar upp á. Hann er svo endalaust duglegur þessi maður að leggja það á sig að vera úti að vinna í 50°C plús!! Hann fær sko gott knús þegar hann kemur heim!!! Ég er að reyna að vera dugleg að gera eitthvað í fríinu og er nú þegar búin að bera á nýja tréverkið á húsinu, mála annað svefnherbergið og er að byrja á girðingavinnunni sem eftir er í nýjahestastykkinu okkar. Fleiri myndir í myndaalbuminu!! kyssa pabba!! Þetta Skrifað af Kolla 12.07.2010 21:41Hitt og þettaAtli fór til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadænum snemma á föstudagsmorgun. Það var nú hálf erfitt að horfa á eftir honum og honum þótti heldur ekki auðvelt að fara. Hann ætlar að vera þarna í nokkrar vikur og okkur Þórdísi Kötlu hlakkar mikið til að fá hann heim Ferðalagið tók ansi marga klukkutíma, uþb 10 klst í flugi og millilending í London með tilheyrandi bið og hann var auðvitað mættur snemma í Leifstöð líka. Þegar hann loksins er lentur í "Langtíburtistan" fær hann að vita að það er stutt í að vaktin hans byrji.. frábært! Engin hvíld eftir flugið og beint á 12 tíma vakt. Ég fékk skilaboð frá honum seinnipartinn á laugardag en þá var hann fyrst að komast í hvíld upp á hótel. Duglegur þessi maður!! Skrifað af Kolla 06.07.2010 20:15Helgarferð í sveitinaÉg dreif mig norður í sveitina strax eftir vinnu á föstudaginn enda búin að bíða alla vikuna eftir að komast í sæluna. Elsa Ýr flugvirki var samferða mér en hún er með annan fótinn í Víðidalnum á sumrin og er þar með sína hesta. Að sjálfsögðu var talað um hesta alla leiðina! Það var sko ekki leiðinlegt að hafa góðan félagskap á leiðinni. Skrifað af Kolla 28.06.2010 22:05Fréttir af síðustu dögumJæja þá er sumarið virkilega farið að fljúga áfram Atli og Þórdís Katla eru fyrir norðan á meðan ég er að vinna ennþá. Það er ferlega skrítið að vera svona alein heima en alveg gott líka að hafa allan tíman í heiminum til að vera latur eða hvað sem maður vill gera. Þórdís kemur svo í bæinn í þessari viku en fer svo austur á Klaustur um helgina með ömmu og afa í Hveró. Næstu helgi er svokölluð Mosahelgi en þá hittist familían á Mosum og á góðar stundir saman. Þórdís ætlar að mæta sem fulltrúi okkar fjölskyldu því við Atli ætlum að vera fyrir norðan. Skrifað af Kolla 21.06.2010 21:0217. júní og frábær helgi að MánaskálJúní þýtur afram og verður búinn áður en maður veit af! Við Þórdís Katla fórum á 17. júní skemmtun á Rútstúni í Kópavogi. Þetta var alveg fínasti dagur, gott veður og allt. Lólý, Kiddi og krakkarnir komu líka og svo var mamma í handverkstjaldinu með bás ásamt Emblunum í Bjarkarási. Þórdís fékk blöðru og fána og allt tilheyrandi og skemmti sér mjög vel. Þarna var mikið um að vera, söngur og sprikl, Latibær og fleira skemmtilegt.
Skrifað af Kolla 14.06.2010 23:35Fer í Mánaskál og fleiraÉg var að bæta inn myndum í myndaalbumið sem ég tók af Þórdísi Kötlu fyrir nokkrum dögum hérna úti í garði. Hún er orðin svo mikill krakki.. ég er bara ekki að átta mig á því hvað hún stækkar hratt! Sjálfsagt finnst öllum foreldrum þetta Ég er nú líka alltaf að furða mig á foreldrahlutverkinu. Ég vissi að þetta væri æðislegt en þetta kemur samt sífellt á óvart! Það eru þvílík forréttindi að eiga börn.. og sérstaklega svona æðislega litla stelpurófu sem foreldrarnir sjá ekki sólina fyrir Skrifað af Kolla 05.06.2010 23:03fréttir og ekki fréttirÞað er ekki margt að frétta af okkur um þessar mundir. Atli átti þó afmæli þann 3. júní og varð einu árinu eldri. Hann ber þó aldurinn vel drengurinn Við Atli erum búin að komast að niðurstöðu með stóðhest fyrir sumarið. Við fáum Fengur frá Meðalfelli til okkar í sumar. Fengur er vel ættaður foli sem örugglega eftir að gefa okkur fín folöld að ári. Ég setti upp sér síðu fyrir hann undir Stóðhestur 2010. Ég fæ vonandi betri myndir af honum fljótlega. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300718 Samtals gestir: 37182 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is