Mánaskál

28.02.2011 21:39

Febrúar á enda

Þá er enn einn mánuðurinn liðinn, alveg merkilegt hvað tíminn hleypur frá manni.

Ég er loksins búin að setja inn myndir sem áttu að vera löngu komnar, sumar eru meira að segja orðnar þónokkuð gamlar.

Við Þórdís Katla skelltum okkur í heimsókn í hesthúsið til Elsu í Mosfellsbæinn og tókum nokkrar myndir. Svo ætla ég að fara á bak hjá henni með hækkandi sól.. er meira að segja búin að frétta af pöbb í reiðfæri í mosfellsdalnum.. hljómar vel emoticon


Þórdís tekur hesthúsið út


Elsa hleypir út


Þórdís og Brandur hennar Elsu ræðast við

Myndirnar úr afmælisveislunum hennar Þórdísar Kötlu eru komnar í myndaalbumið, set nokkrar hingað inn líka.



Frænkurnar skoða saman spil




Sveinbjörg með Kormák litla Tinnu og Garðarsson og Tinna Lind er með Bjarka Rúnar Lólýjar og Kidda son emoticon


..ohhh vá nammi á kökunni


.. afhverju má ég ekki borða það núna!


.. fullt af fínum gjöfum




tveir frændur


Þórdís Katla blés á kertin alein


.. stuð!


Alexander og Christian búnir að finna dótaherbergið emoticon

Síðustu helgi var mikið að gerast í Mánaskál. Atli var alla vikuna fyrir norðan að dunda sér. Stefnir snillingur kom til hans í vikunni og hjálpaði honum. Rúnar smiður frá Keldunúpi kom svo á fimmtudegi, Þorbergur, Konný og Pálína komu svo til okkar á föstudegi. Við Þórdís Katla komum líka norður á föstudeginum.

Þessa helgi var unnið stanslaust eins og Atla er einum lagið. Upp reis þessi líka fíni kofi fyrir rafstöðina okkar.






Stefnir var rosa flinkur á söginni


Kapellan svokallaða








Traktorinn að verða fínn eftir sprautun og fleira hjá Atla




Húsið að verða tilbúið.

Húsið var ekki klárað í þessari ferð en eftir er að klæða það með viðarklæðningu og skella torfi á þakið emoticon  Það verður alvöru sveitastíll á þessu

Hryssurnar mínar hafa það fínt og rjúka úr hárum, mér finnst það eiginlega alveg óþarfi svona í febrúar en væntanlega hefur þetta endalausa hlýja veður áhrif á það. Merarnar eru missverar og Birta mín vinnur alltaf þessa keppni.


Bylting og Birta.. ætli það séu ekki örugglega farþegar þarna?


Vaka er með vömb líka þó hún sjáist ekki vel þarna, en það er svosum nóg af holdi á þeim öllum.. ekki bara um þær miðjar!


Hugsýn aldursforsetinn.. loðinn eins og loðfíll. Hún var sónuð með fyli og vonandi kastar hún í Júní emoticon





Atli og Stefnir skiptu um síðustu glugganan í húsinu en nú eru glænýjir og fínir gluggar allan hringinn. Énn á þó eftir að smíða í kring um tvo glugga á framhliðinni.

Kærar þakkir fyrir helgina og aðstoðina félagar! Alltaf velkomin í heimsókn emoticon

Á morgun ætla ég að skreppa í heimsókn til Ylfu austur í Landeyjar að kíkja á Drunga minn sem er þar í góðu yfirlæti. Mér skilst að hann sé gott hestefni og ég hlakka til að kíkja á kappann. Vonandi næ ég einhverjum myndum af honum líka.

14.02.2011 22:32

Janúar - febrúar

Það er alltaf nóg að gera á þessum bæ og vikurnar fljúga áfram.

Atli kom heim frá Californiu í enda janúar. Það var ósköp gott að fá hann heima enda búinn að vera mikið erlendis sl. vikur. Þórdís Katla tók pabba sinn sko alveg í fyrsta og annað sætið til að byrja með og mamman varð að láta sér lynda það þriðja emoticon  Svoleiðis mál skipta bara engu máli, við vorum báðar glaðar að fá hann heim.


.. pabbi minn er bestur!


duddu stelpa



Þórdís Katla átti 2 ára afmæli þann 2. febrúar og deilir því afmælisdegi með pabba gamla. Mamma og pabbi eiga líka brúðkaupsafmæli þann 2. febrúar og svo á Jenný frænka mín líka afmæli þennan dag emoticon  Það var hérna tvöföld afmælisveisla með öllu tilheyrandi. Þórdís var ekki lengi að átta sig á að gestirnir komu allir með pakka og tók því vel á móti öllum strax í forstofunni. Hún var voða lukkuleg með þennan dag stelpan og glöð með allt sem hún fékk. Myndavélin var á lofti en því miður finn ég ekki snúruna af stóru myndavélinni svo myndirnar koma ekki inn núna. Ég skelli þeim inn um leið og ég finn hana.


bakar fyrir afmælið sitt

Afmælisdagurinn sjálfur var rosa skemmtilegur. Mamman skrópaði í skólanum til að leika við hana úti í snjónum og auðvitað fékk hún líka pakka þegar hún kom heim af leikskólanum emoticon


afmælisdagurinn runninn upp
















Skólinn minn er byrjaður á fullum karfti og nú er ég farin að vinna hálfan daginn til að geta sinnt skólanum betur. Ég verð því vonandi í góðu standi fyrir vorprófin emoticon sem eru líka síðustu prófin mín í bili. Eftir þessa önn á ég bara lokaverkefnið mitt eftir sem ég skrifa þá næsta haust. Þar á eftir tekur vonandi eitthvað spennandi við.

Ég var svo mikill klaufi að klessa Benzinn okkar í janúar en við Þórdís Katla sluppum ómeiddar sem er svosum það eina sem skiptir einhverju máli. Hitt er jú bara bíll þó mér hafi þótt hann ansi góður. Við erum búin að fjárfesta í öðru farartæki en erum að bíða eftir að fá bílinn afhentann frá umboðinu en þeir eru aðeins að yfirfara hann fyrir okkur. Fyrir valinu varð fjórhjóladrifin Skoda Octavia, það þýðir nú varla minna fyrir okkur flökkukindurnar, nóg pláss í skottinu og drífur yfir snjóföl.

Við fórum norður í Mánaskál síðustu helgi eftir langa bið (að minni hálfu). Mamma og pabbi komu líka og við fórum því á einum bíl þar sem við Atli erum enn bíllaus. Hestakerran var með í för og fyllt af dóti úr bílskúrnum svo það má segja að búslóðaflutningar séu hafnir! Þórdís Katla varð veik á laugardaginn en stóð sig eins og hetja á ferðalaginu heim.

Ég færði stóðið mitt á milli hólfa með astoð pabba. Ég lét hrossin elta mig og ætlaði að færa þau þannig á milli sem var svosum ekkert stórmál nema að þau vildu ekki fara yfir skurðinn yfir á túnið. Við pabbi höfðum það að teyma Birtu yfir í von um að hin færu á eftir en það var ekki svo gott. Þar stóð eiginlega hnífurinn í kúnni og því varð ég að grípa til plans B sem var að hleypa hrossunum út í hinum endanum og láta þau skokka með mér eftir veginum í engu aðhaldi. Auðvitað gekk það eins og í sögu, ég teymdi Birtu og hin trítluðu með okkur.


Hrossin létu ekki plata sig lengra (lækurinn er grunnur)

Á sunnudag setti ég hrossin inn í hringgerðið áður en við fórum að ganga frá og pakka niður. Folaldið hennar Hugsýnar átti nefnilega að fara suður til Gumma og Sjafnar á Baugsstöðum. Þegar búið var að ferma bílinn gengum við til verks að koma folaldinu upp á kerruna. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þá en það tók dágóðan tíma. Því miður voru ekki teknar neinar myndir af þessum tilfæringum eða af hryssunum yfir höfuð þó að næg tækifæri hefðu gefist. Birta stóð t.d. á tímabili eins og hundur í bandi, með stóra lykkju um hálsinn og hinn endann lausann en stóð samt áfram á sama stað af gömlum vana þó það væri búið að taka af henni múlinn og nýta í annað emoticon hún er yndi þessi meri! Hryssurnar voru notaðar sem fyrirstaða og fleira ég held að Bylting mín hafi bara tamist heilmikið af þessu veseni öllu saman. Hún er líka að verða svo spök. Hún hefur alltaf átt sig sjálf en hún er að verða brauðdýr eins og þau hin og lætur sig hafa það að fá knús og kjass að launum.

Atli varð eftir í Mánaskál og ætlar að dunda sér við smíðar og fleira í þessari viku. Hann skipti um glugga í stærra herberginu í vesturkjallaranum um helgina og er að undirbúa kjallaraherbergin undir flotun, svo á að klæða veggina og loftin. Hann fær líklega smið til sín næstu helgi og þá á að drífa af að smíða rafstöðvarhúsið. Hann er sko endalaust duglegur þessi maður.


Nýji glugginn í kjallaraherberginu.. annars verða þessi herbergi svo fín að ég held að ég hætti að tala um kjallara og fari að tala um neðri hæðina emoticon




Við hin lögðum af stað suður um kaffileyti með folaldið á kerrunni. Mamma og Þórdís Katla voru skildar eftir í Reykjavík en við pabbi héldum áleiðis á Baugsstaði til að skila folaldinu. Greyjið litla var örugglega dauðfegin að komast af kerrunni og á fast land eftir þetta langa ferðalag.

Drungi er kominn í framhaldsnám hjá Ylfu og Konna. Hann er mikið sprækari núna eftir fríið og vonandi gengur vel í framhaldinu. Mér er allavega sagt að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu, þetta sé góður hestur. Ég fæ vonandi einhverjar myndir af honum fljótlega annars verð ég bara að fara og taka myndir af honum sjálf. Elsa vinkona sendi hross til Ylfu um helgina frá sér og öðrum. Ég held að Ylfa hafi þarna fengið alls 4 frumtamningartryppi á einu bretti, ég má nú til með að stríða henni á því að nú sé eins gott að hún standi sig því ég heyri annars allt kvartið emoticon  Ég vona bara að það gangi jafn vel með þessi tryppi og með Drunga minn og svo förum við örugglega í road trip saman að kíkja á gæðingana okkar.

Nóg blaður í bili..

Myndirnar úr afmælinu hennar Þórdísar Kötlu, heimsókn í hesthúsið til Elsu og fleira kemur inn þegar ég finn snúruna við Canon vélina emoticon

08.01.2011 22:43

Árið er byrjað af krafti

Árið 2011 virðist ætla að líða jafn hratt og 2010, allavega fer það af stað af krafti.

Tíminn milli jóla og nýárs leið ansi hratt, ég ætlaði auðvitað að vera voða dugleg að læra til að vera vel undirbúin fyrir síðasta próf haustannarinnar sem var í byrjun janúar. Þrátt fyrir að tíminn hafi hlaupið frá mér gekk prófið í viðskiptalögfræði bara alveg ágætlega og nú bíð ég bara eftir síðustu einkunnum. Að því gefnu að ég hafi staðist síðustu prófin þá á ég einungis 4 fög eftir og lokaverkefnið! Allt að gerast sko. Ég er farin að skoða meistaranám og það er margt til og ég þarf að gefa mér góðan tíma í að spá í hlutunum.

Fjölskyldan skellti sér norður í Mánskál yfir áramótin. Það er alltaf gott að koma í sveitina og nauðsynlegt að heilsa upp á hrossin emoticon  Áramótin voru ósköp róleg hjá okkur enda vorum við bara þrjú.. og jú Samba "fjárhundur" sem var dauðfegin að komast frá sprenginunum í Reykjavík. Atli var duglegur að dunda sér eins og vanalega en ég notaði tækifærið og svaf aðeins meira en vanalega. Maður var orðinn ansi vanur því á tímabili að sofa allt of lítið. Við hentum helling af dóti úr kjallaranum og eldhússkápum í þessari ferð. Fullhlaðin kerra hvorki meira né minna og nóg eftir! Þetta virðist vera eilífðarverkefni að greina á milli þess sem á að halda eða sleppa og Atli minn varð mjög glaður í hvert skipti sem ég sagði "henda".

Á gamlárs fórum við á Blönduós á flugeldasýningu sem var bara alveg ágæt.. allavega sagði Þórdís Katla mjög oft "vá" ! emoticon 




Þórdís Katla fór líka auðvitað að heilsa upp á hryssurnar. Hún var búin að bíða lengi eftir að sjá hestana og spurði töluvert um þá á leiðinni norður. Hún gaf þeim brauð og er farin að læra nöfnin á þeim því núna kallar hún Birtu með nafni emoticon  meiri dúllan.. nú þarf hún bara að læra Bylting, Hugsýn, Vaka og Drungi .. kannski hefði verið auðveldara fyrir hana ef ég hefði bara áttu Blesur og Brúnkur en sjáum til, hún verður eflaust ekki lengi að ná þessu og svo bætast við nöfn í vor! Það verður sko æðislega spennandi!


Þórdís spjallar við Birtu og Vöku







Atli fór aftur af landinu nú í byrjun janúar. Í þetta skiptið er það California.. alltaf er hann þar sem það er hlýtt og gott.. ég er ekki frá því að ég sé dálítið bitur!! Ég er orðin þreytt á því hvað það er kalt hérna heima, ég skil eiginlega ekki hvað ég er orðin mikil kuldasræfa brrrr.

Skólinn byrjar í næstu viku svo bráðum verður allt komið á fullt hjá mér aftur. Ég er ekki viss ennþá hvort ég muni skrifa lokaritgerðina á þessari önn eða geyma hana fram á sumar eða haust. Ég veit að það verður meira en nóg að gera hjá mér þó að ég láti ritgerðina bíða svo ég sé til hvernig aðstæður verða.

Annars held ég að það sé ekki fleira í fréttum af þessari fjölskyldu, oft eru engar fréttir góðar fréttir svo við segjum þetta bara gott í bili... þangað til næst!


 

27.12.2010 22:46

Tamning

Smá aukablogg þar sem ég gleymdi einni skemmtilegri frétt! Drungi minn er auðvitað í tamningu hjá henni Ylfu vinkonu og Konna hennar í Landeyjunum. Það gengur mjög vel með folann og Ylfa er rosa ánægð með hann. Henni finnst hann reyndar heita of drungalegu nafni því hann sé svo ljúfur. Drungi er mjög ljúfur karakter og það er mjög auðvelt að líka vel við hann. Hann er spakur og skynsamur og næst hvar sem er sem mér finnst afar mikill kostur við hross.

Við Atli tókum Drunga með okkur suður eftir réttir í september og ég keyrði svo með hann austur til Ylfu þar sem hann hefur verið í góðu yfirlæti síðan. Drungi er draumareiðhross og ég efast ekki um að ég verði alsæl með hann undir hnakkinn. Það er búið að sleppa honum núna en Ylfa heldur svo áfram með hann í vetur.

Ylfa og Konni tóku  nokkrar myndir af Drunga áður en þau slepptu honum en hann var orðinn leiður greyjið og því var honum sleppt áður en ég komst austur að kíkja á hann. Leyfi nokkrum myndum að fylgja með.











Ég hlakka bara til þegar ég get farið að prufa klárinn sjálf emoticon Svo er ég auðvitað farin að hlakka til vorsins með öllu því sem því fylgir!! Kerlurnar í vinnunni góndu á mig þegar ég var að tala um að ég hlakkaði til þegar færi að vora.. því það væru sko ekki einu sinni komin áramót! Mér er alveg sama um það.. ég hlakka bara til emoticon enda mikið til að hlakka til! Vonandi mörg folöld!

25.12.2010 23:27

Okt, nóv og des!!

 Jahérna!! það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að það birtist ekki einu sinni blogg á forsíðunni lengur.. og ef ég man rétt þá hanga blogginn inni í þrjá mánuði! Vúps!

Það hefur semsagt ekki komið stafur frá mér síðan í september sem er ekki nógu gott en það hefur líka verið brálað að gera í allt haust. Ég ætla að reyna að fara yfir allt það helsta á síðustu þremur mánuðum en ansi hætt er við að eitthvað gleymist.

Í byrjun október fórum við Ása frænka í verslunarferð til Manchester. Rosa góð og skemmtileg fer þar sem mottoið "shop until you drop" var við lýði. Í þessari ferð kynntist Ása verslunarferðarútgáfunni af mér.. sem er aðeins frábrugðin þessari meðalútgáfu af mér sem yfirleitt forðast verslunarmiðstövar emoticon Ég held að Ása hafi bara haft gaman að því að sjá svona mynd af mér, við versluðum helling og fórum mjög sáttar og glaðar heim.


Money money money


.. á leiðinni eitthvað út



Jólafílingur í lobbyinu á hótelinu okkar


Tilvalin jólakortamynd 2010

Í október voru líka fjarnemadagar á Akureyri, dagskráin mín fyrir þessa önnina var frekar ömurleg þar sem ég var í tímum á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og svo sunnudag! Bæði var ég lengi í þetta skiptið og leiðinlegt að eiga frí á laugardegi en svo einn tíma á sunnudegi. Við Kristjana gerum alltaf gott úr þessum dögum og eigum smá húsmæðraorlof á Akureyri samhliða náminu. Þessir fjarnemadagar voru erfiðastir til þessa þar sem það var svo mikið að gera í verkefnum akkúrat þessa daga, við vorum meira uppi í skóla en úti á lífinu í þetta skiptið, sem hefur aldrei gerst áður.


Kristjana og ég á fjarnemadögum

Ég flaug norður en ég fékk svo fregnir af því að það væri auka hross í girðingu hjá mér heima á Mánaskál svo ég fór heim með Kristjönu á bíl til að bjarga málunum. Svona er bara að eiga hross.. það eru ekki bara góðar stundir emoticon Færðin á Akureyri var skelfileg! Á sunnudagsmorgninum fórum við í 180° snúning innan bæjar á Akureyri.. ekki gott þegar maður var í þann mund að fara að keyra alla leið suður emoticon  Mér stóð sko eiginlega ekki á sama og hefði aldrei farið á bíl ef ég hefði ekki þurft að kíkja á hrossin. Við nestuðum okkur upp og lögðum af stað í suðurátt.. ég hélt að ég myndi deyja! Það var brjáluð hálka og við vorum eiginlega bara tvær litlar hræddar stelpur held ég þarna á tímabili! Rétt áður en við fórum út úr bænum sáum við puttaling úti í snjónum sem vantaði far. Á einhvern óskiljanlegan hátt datt okkur í hug að vera almennilegar og bjóða viðkomandi far. Þetta reyndist vera íslenskur strákur á leið á Akranes og hann þáði far þrátt fyrir að vita að við ættum eftir að stoppa í sveitinni að smala. Örfáum mínútum seinna stoppaði Kristjana bílinn og lét strákinn skipta við sig.. og viti menn mér leið bara mikið betur með hann undir stýri þó svo að ég hefði ekki hugmynd um það hvernig ökumaður hann væri! hehehe

Við komumst semsagt alla leið á Mánaskál en því miður var orðið dimmt. Það bjargaði mér alveg að það var tunglbjart svo maður sá eitthvað allavega. Við fundum aukahrossið í girðingunni og ég taldi best að sækja Birtu og nota hana sem tálbeitu. Birta lét auðvitað ná sér strax og ég teymdi hana í hinn endann á girðingunni þar sem tryppið kom hlaupandi til okkar og beint út úr hólfinu. Við röltum svo bara til baka og Birta fór aftur í hólfið sitt. Það er svo gott að eiga svona hross!!


Ég komin með brauð og múl




Ég og Birta mín

Atli fór til Abu Dhabi í enda október og var þar fram að jólum. Þrátt fyrir að það sé leiðinlegt að vera að heiman og vinna langa vinnudaga þá hafði hann það annars bara ágætt.. eins og sjá má á meðfylgjandi myndum..


Atli á hótelinu


útsýnið frá íbúðinni hans




Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég hafi verið hálf öfundsjúk!

Í nóvember gaf ég mér tíma til að fara norður og ganga frá hliðinu á girðingunni sem hrossin voru í svo hægt væri að byrja að gefa þeim. Dagný Eva kom með mér í smá sveitaferð og skólabækurnar voru teknar með enda nóg að gera hjá okkur báðum. Hrossin litu mjög vel út, feit og fín en það var töluverður snjór. Girðingarnar voru að stórum hluta fastar undir snjóskel og ég dunaði mér við það að losa það sem hægt var að losa svo þær myndi síður slitna. Eftir að ég hafði lagað hliðið hringdi ég í Einar og fékk hann til að koma á traktornum og gefa þeim. Hrossin voru alsæl að fá rúllu enda harðfent og leiðinleg tíð fyrir þau.






Vaka feit og falleg


Birta og Bylting


Bylting


Birta


Birta og Hugsýn


Hugsýn


Einar mættur með rúllu


Birta




Hugsýnar dóttir og Vaka t.v.


Stóðið alsælt með rúlluna


Vaka og Birta með tuggu

Fleiri myndir í myndaalbumi!

Á meðan ég er í hrossagírnum þá fékk ég senda mynd um daginn af Hugsýnardótturinni Þökk frá Holtabrún sem er undan Mekki frá Hómahjáleigu. Það gengur mjög vel með þessa 4. vetra hryssu og þykir hún mjög efnileg. Systir hennar er einnig í tamningu og kemur vel til. Ég hef haft áhuga á að leiða Hugsýn mína undir Mátt frá Hólmahjáleigu sem er sonur Makkar frá Hólmahjáleigu og aldrei að vita nema ég láti verða af því á næsta ári fyrst þessi dama kemur svona vel út.


Hugsýn frá Holtabrún 4. vetra. Mynd HGG

Það var nóg að gerast í barnamálum í þessari fjölskyldu í haust. Lólý systir reið á vaðið og átti dreng þann 19. október, Tinna systir Atla átti dreng 25. október og Jenný frænka átti stelpu 29. október. ..maður spyr.. hvað var eiginlega í gangi í kring um 20. janúar?? var ekkert í sjónvarpinu? emoticon

Litli hennar Lólýar var skírður Bjarki Rúnar, dóttir Jennýar var nefnd Emma Júlía og núna á þorláksmessu var sonur Tinnu og Garðars nefndur og blessaður og fékk nafnið Kormákur Cortes


Bjarki Rúnar á skírnardaginn

Ég fékk góða gesti í heimsókn í nóvember en þá komu Annika systir, Örn maðurinn hennar og krakkarnir þeirra þau Þorsteinn Ingi og Sólveig Alda komu í heimsókn til okkar Þórdísar Kötlu. Atli missti af þeim þar sem hann var nýfarinn út til Abu Dhabi. Það var voða gaman að sjá þau því það voru mörg ár síðan ég sá þau síðast. Ég tók engar myndir frá heimsókninni en ég stal einni gamalli af facebook síðunni hans Arnar af okkur Anniku og Þorsteini Inga frá því í "gamla daga" Annika kom færandi hendi með lopapeysu handa Þórdísi Kötlu og aðra alveg eins á dúkkuna hennar! Bara æðislegt. Ég þarf að taka mynd af henni og dúkkunni í lopapeysunum emoticon annars var Þórdís alveg með það á hreinu að peysurnar væru báðar fyrir dúkkurnar! .. bara fyndin þessi elska.
 

.. ég verð nú að fá hrós fyrir þessa klippingu hehe

Þórdís Katla fór í myndatöku hjá Rakel Ósk og útkoman var æðisleg emoticon










Fleiri myndir í myndaalbumi!

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í skólanum og Atli akkúrat erlendis á þessum erfiða tíma. Karen frænka er auðvitað bara best í heimi og hún kom til okkar Þórdísar í Njarðvíkina og aðstoðaði mig í gegn um prófin. Sveinbjörg og Gunnar voru rosalega dugleg að koma til okkar og vera með Þórdísi eftir að Atli fór út en svo kom Karen þegar skólinn var búinn hjá henni og bjargaði restinni. Hún og Þórdís Katla voru að skottast saman á meðan ég var í skólanum eða í Hafnarfirði að læra.  Á sama tíma og ég var á haus í lærdómi byrjaði Þórdís Katla á leikskólanum Akri hér í Innri Njarðvík. Hún er alsæl þar þó að Fjóla dagmamma hafi auðvitað verið frábær.


Þórdís Katla komin í skólaföt á leið í leikskólann


Fyrsti dagur í aðlögun


stillt og prúð emoticon

Prófin gengu þokkalega fyrir sig, ég held að ég geti bara verið ánægð með árangurinn miðað við fulla vinnu og 120% háskólanám á sama tíma. Ég á reyndar eftir eitt próf sem ég tek í janúar og ég er ekki búin að fá allar einkunnir en þetta er allt að hafast. Svo á ég vonandi bara eina önn eftir emoticon  í versta falli þarf ég að geyma lokaverkefnið mitt fram á næsta haust en það kemur í ljós seinna. Ég er komin með hugmynd að lokaverkefni og leiðbeinanda sem fannst hugmyndin góð. Nú er bara að vona að ég hafi einhvern tíma til að skrifa ritgerðina.

Ég kláraði prófin 17. desember sem er leiðinlega seint að mínu mati. Síðustu dagana fyrir jól hafði ég meira en nóg að gera og komst svo ekki yfir allt sem átti að vera búið fyrir jól.. að blogga var meira að segja eitt af því! Við Karen röltum laugaveginn á þorláksmessu og versluðum síðustu jólagjafirnar sem var bara ansi huggulegt. Ég held að maður verði að halda áfram að fara laugaveginn á þorláksmessu, það er svo mikil stemmning í því. Atli kom svo heim um tvö aðfaranótt aðfangadags eftir langt ferðalag. Það var æðislegt að fá hann loksins heim!! Þórdís Katla var sofandi þegar hann kom en virtst samt hafa orðið vör við að hann væri kominn því hún muldraði pabbi pabbi upp úr svefni. Svo fékk hún að koma uppí um morguninn og kúrði alsæl hjá pabba sínum emoticon

Á aðfangadag komum við síðustu kortunum og gjöfunum frá okkur og fórum við í möndlugraut til Lólýar og fjölskyldu. Við fórum svo til tengdó í Hveragerði og eyddum aðfagandegi með þeim og Tinnu, Garðari og yndislega Kormáki litla emoticon Það var nóg um gjafirnar og fínheitin og Þórdís Katla var sko rosa kát með jólagjöfina sem pabbi kom með heim frá Abu Dhabi.. heilt fjórhjól!! Hún er sko örugglega flottasta tæplega tveggja ára skvísan á þessu hjóli! Hún fékk auðvitað fullt af öðrum fínum gjöfum, úlpu, Dóru náttföt, fín föt, bækur, leikföng, snjóþotu, hárskraut og margt fleira.


Þórdís Katla með dúkku matarstólinn sem hún fékk frá Höbbu og fjölskyldu í Svíþjóð


..sýnir pabba fína bók


.. búið að rúlla fjórhjólinu fram!


.. rosa ánægð!

Ég er sjálfsagt að gleyma einhverju en ég er allavega búin að stikla á stóru. Við erum þessa dagana bara að njóta þess að vera öll saman og eiga góðar stundir með fjölskydunni yfir jólahátiðina. Svo stendur til að eyða áramótunum fyrir norðan. Ég verð vonandi dugleg að blogga á árinu 2011 !!

Gleðileg jól elsku vinir og fjölskylda!!



22.09.2010 17:06

Réttir og fleira

Nú er orðið of langt síðan síðustu fréttir birtust á síðunni. Ég ætla hér með að bæta úr því.

September hefur flogið áfram og er allt í einu að verða búinn! September er alltaf frekar þéttur hjá mér, mikið að gera og skólinn situr á hakanum. Þessi september var ekkert frábrugðinn, afmæli og veisla fyrstu helgina og svo réttir næstu tvær og þá er maður farinn að sjá fyrir endann á mánuðinum. Ef ég væri ekki að reyna að mennta mig þá myndi ég sko halda áfram og skella mér í fleiri stóðréttir emoticon

Lífið hefur annars gengið sinn vanagang síðan sumarfríið kláraðist. Skólinn er kominn á fullt og mikið meira en nóg að gera! Þórdís Katla heldur áfram að stækka og stækka enda styttist ótrúlega í 2 ára afmælið ótrúlegt en satt!


teiknar mynd


les með pabba


mátar koppinn


og borðar kvöldmatinn með báðum dúkkunum!

Amma og afi í "Torfó" sem nú búa í Furugerði áttu 30 ára brúðkaupsafmæli þann 6. september. Í því tilefni hittist fjölskyldan heima hjá bróður mömmu og sló upp veislu fyrir þau gömlu. Afi og amma vissu ekki betur en að þau væru á leiðinni í mat til Jóns og Siggu svo að þetta kom þeim skemmtilega á óvart emoticon


Þórdís kissir Alexíus frænda í veislunni

Aðra helgina í september voru göngur og réttir fyrir norðan. Við fórum því í sveitina og Jói frændi hans Alta og fjölskyldan hans komu með. Þetta var mjög skemmtileg helgi og mikið um börn í ferðinni því Jói og Ásdís eiga 4 börn, og auk þess fengu Stefanía og Björn Elvar far á Syðri-Hól til pabba síns og Signýjar.


Jói kom með allskonar dót.. þar á meðal reiðhjól sem Þórdísi fannst skemmtilegt.


Axel Hrafn og Þórdís Katla á stóra fjórhjólinu


Guðrún Árný á litla hjólinu


Þrjár frænkur, Ása Lind, Guðrún Árný og Þórdís Katla




Þórdís stóra frænka leiðir Arnar Þór






krakkarnir fylgjast með fénu í réttunum





Það er alltaf rosa gaman þegar Jói og co koma í sveitina svo ég vona bara að þau komi sem oftast. Krakkarnir skemmta sér vel saman og leiktækin sem Jói kemur alltaf með slá algjörlega í gegn. Ég er viss um að hann verður uppáhalds frændi í framtíðinni ef fer sem horfir emoticon 

Síðasta vika fór ekki í neitt nema að láta sig dreyma um stóðréttirnar. Ég fékk loksins góðar fréttir á miðvikudagskvöld, búið að redda hestum! Spenningurinn fyrir helgina var mikill og hún stóð sko algjörlega undir væntingum. Bryce vinur hans Atla sem vann með honum hjá ITS fyrir nokkru síðan er á Íslandi og því var hann drifinn með í stóðréttir þó að honum finnist hross stórhættulegar skepnur. Elsa flugvirki sem vinnur með okkur Atla kom líka og sá þá sveitina okkar í fyrsta skipti. Ása María vinkona mín og hjartahjúkka með meiru kom líka í stóðréttir og vildi líka fá hest og fara ríðandi þó að hún teljist seint vera hestamaður. Svo komu Siggi í Hörgsdal og Sissi á Dal alla leið norður til okkar líka! Semsagt.. bara góð ferð! 

Við stelpurnar fórum saman á bíl norður á föstudeginum og skemmtum okkur bara vel á leiðinni. Elsa fékk lánaðann hest hjá einum í vinnunni svo við fórum aukakrók að sækja það hross. Við vorum því heldur lengur á leiðinni en strákarnir en seint koma sumir en koma þó emoticon  Atli var búinn að grilla fyrir okkur þegar við komum en verst hvað við vorum lengi að vesenast í hrossunum að kjúklingurinn bæði brann og kólnaði..góður var hann samt! 

Þegar við komum heim á Mánaskál var komið myrkur. Planið var að setja hryssuna hennar Elsu í hólf með Hugsýn og folaldinu. Bæði vildi ég ekki sleppa henni út í myrkrið nema að hross væri nálægt og eins vildi ég ekki að Birta kenndi henni lífsreglurnar til morguns. Það vildi ekki betur til en svo að þegar ég var búin að sigta Hugsýn, folaldið og Vöku frá Birtu og Byltingu þá hljóp folaldið á hliðið og sleit allt draslið. Ég var svo hissa á þessu þar sem það stóð við hliðina á móður sinni þegar það tók á rás og æddi í gegn um girðinguna. Hrossin spýttust auðvitað eitthvað út í myrkrið og þá var að reyna að finna þau og koma þeim til baka. Hryssan hennar Elsu var enn á kerrunni og var hin rólegasta. Við Elsa fórum í hrossaleiðangur út á Suðurtúnið í kolniðamyrkri! Maður sá sko ekki tærnar á sér hvað þá meira en við sáum hrossin áður en við gengum á þau þar sem það gliltti í hvítt á skjóttu hryssunum. Annars var maður alveg eins og auli, alveg gjörsamlega staurblindur! Elsa var ótrúelega köld.. óð út á tún og hafði ekki einu sinni hugmynd um það hvað það væri stórt, eða hvort það væru skurðir... enda gekk hún akkúrat yfir gömlu tóftirnar í túninu og má þakka fyrir að hafa ekki dottið á hausinn emoticon  Hrossin komu svo auðvitað til baka á endanum og þetta endaði með því að Birta var ein tekin frá en hryssan hennar Elsu var sett saman við rest.

Á föstudagskvöldi var étið og aðeins smakkað vín..mis mikið þó! Allavega fórum við stelpurnar að sofa einhvern tíman um nóttina en það virðist sem strákarnir hafi ekki gert það! Á laugardagsmorgni var svo smurt nesti og drifið sig af stað í Langadalinn. Það gekk alveg eins og í sögu að handsama hryssuna sem Elsa kom með og setja hana á kerruna. Við komum á Strjúgsstaði á tilsettum tíma en hann reyndist heldur knappur þegar upp var staðið. Við vorum að verða sein af stað, langflestir lagðir af stað upp skarðið og Ása var sett í hnakkinn með engar leiðbeiningar og bara la go! 
 
Ferðin var rosalega skemmtileg og veðrið var frábært! Við fengum öll fína hesta undir hnakkinn þó svo að Elsa hafi verið áberandi best ríðandi. Rosalega spennandi hryssa sem hún fékk lánaða og heillaði okkur upp úr skónum. Siggi fékk hest í hendurnar sem var sagður þægur en lítið taminn.. ekki beint traustvekjandi en klárinn stóð sig vel eins og hin hrossin. Við Siggi hefðum alveg getað hugsað okkur að eignast hrossin sem við riðum í ferðinni og Elsa auðvitað líka! Við lögðum af stað kl 10 frá strjúgsstöðum í Langadal, vorum komin að Kirkjuskarði í Laxárdal rétt fyrir kl 14 og svo vorum við komin rúmlega 18 í Skrapatungurétt.Maður var alveg orðinn aumur og stirður enda langt síðan maður fór á bak síðast en það var ekkert sem smá Ibufen bjargaði ekki.

Eftir stóðreksturinn var grillað aftur og trallað heima á bæ þangað til við fórum á ball með Pöpunum á Blönduósi. Ballið var stórtgott og allir sáttir held ég. Dódó á Njálsstöðum reddaði okkur bílstjóra þar sem eini starfandi leigubílstjórinn á Blönduósi er próflaus og þar með gagnslaus! Signý systir Dódóar og Lilla keyrðu okkur á ballið emoticon og skiluðu okkur svo heim aftur.

Á sunnudag kíktu flestir í réttirnar en það höfðu ekki allir heilsu til þess. Í þetta skiptið var ég í hressara liðinu og hafði ekki undan neinu að kvarta emoticon  Við stoppuðum stutt í réttunum í þetta sinn en í staðinn var farið heim að ganga frá og dunda. Ég, Elsa og Sissi klipptum hófa og gáfum ormalyf á meðan aðrir hentu sér undir sæng á ný. Ég er rosa ánægð með nýja hófbítinn minn sem ég keypti fyrir helgina. Ég klippti öll hrossin sjálf og var ekki lengi að því svo ég segi sjálf frá. Hér áður gafst ég alltaf upp og lét Atla klippa því ég var orðin handlama. Góð verkfæri gera greinilega gæfumuninn og þetta gekk mjög vel. Við færum svo hrossin yfir á nýja stykkið fyrir neðan veg eftir að hryssan hennar Elsu var komin á kerruna. "Stóðið" mitt ætti sko að hafa nóg að bíta og brenna á næstunni því það er alveg vel loðið nýja stykkið.

Eftir að gestirnir renndu af stað til Reykjavíkur fór ég í kirkjugarðinn og setti niður nokkra haustlauka á leiðið hjá ömmu og afa. Ég held að ég sé búin að fá góða hugmynd að því hvernig við ættum að ganga frá leiðinu á næsta ári svo að það verði alltaf fallegt emoticon

Ég svaf svo nánast alla leiðina suður. Það var gaman að sækja Þórdísi til mömmu og pabba og hún tók svo hressilega á móti okkur þessi elska. Rosa glöð að sjá mömmu og pabba!  þegar við vorum komin í Njarðvíkina var sko mesta dótinu hent inn og gengið beint inn í herbergi og undir sæng Zzzzz Góð helgi að baki!!

Í öllum látunum við að koma sér af stað í hestaferðina skildi ég úlpuna eftir með bæði bjórnum og myndavélinni!! Ég stal reyndar myndavélinni af Sissa því ég vissi að ég myndi taka fleiri myndir en hann. Það koma því myndir vonandi fljótlega en ég er að bíða eftir þeim.

Atla gengur vel með íbúðarhúsið. Hann er nú búinn að klæða framhliðina líka og húsið lítur rosa vel út emoticon





Fleiri hestafréttir fyrir fólkið mitt.. því það hefur "endalausan" áhuga á hestum..
Það gengur vel með Drunga minn í tamningunni. Ylfa er farin að ríða honum um allt. Henni finnst hann líka heita of drungalegu nafni þar sem hann sé algjört yndi! Ég á því ekki von á öðru en að tamningin muni ganga hratt og vel fyrir sig og ég verði komin með nýja reiðhest áður en ég veit af! emoticon

Fleiri myndir í myndaalbumi!
Myndir væntanlegar frá stóðréttarhelginni!


16.08.2010 21:18

Sumarfríið búið

Jæja þá er sumarfríið á enda þetta árið og maður getur byrjað að telja niður í næsta sumarfrí emoticon
Við Þórdís og Særós héldum heim á leið á fimmtudaginn en Atli var væntanlegur heim á föstudagskvöld. Við biðum voða spenntar eftir honum og kvöldið fannst mér líða ansi hægt en Þórdís lagði sig á eðlilegum tíma og var svo bara ræst til að fara á flugvöllinn að sækja pabba. Ég var voða spennt að sjá viðbrögðin hjá henni þegar hún sæi pabba sinn aftur eftir 5 vikur í burtu. Við biðum prúðar í komusalnum og það var æði að sjá brosið sem færðist yfir andlitið á litlu stelpunni hans pabba síns þegar hann birtist fyrir framan hana. Hún vissi sko alveg hver hann var emoticon Atli færði Þórdísi svo dúkku þegar við komum heim og hún var alsæl!!

Sumarfríið var frábært fyrir utan það að Atli var ekki með okkur í þetta skiptið. Veðrið lék við okkur þó svo að gróðurinn hefði kosið meiri rigningu. Atli er samt alveg sáttur við dvölina í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og svei mér þá ég held að hann langi bara að flytja þangað í 50° plús!

Petra frænka frá Suðureyri og fjölskylda voru í fríi við Vesturhóp og fórum við Þórdís Katla í heimsókn og gistum eina nótt í bústaðinum hjá þeim. Við skemmtum okkur vel og borðuðum eðalmat a la Leifur. Það var gaman að sjá stelpurnar leika sér saman og vá hvað Petra hefur það stundum gott að eiga eina Sóldísi stóru systir til að leika við Vigdísi og aðstoða. Við skelltum okkur svo í sund á Blönduósi emoticon Leifur og Petra keyrðu svo á eftir mér inn í dal en Leifur rúntaði á GMC gamla en hann vantaði far heim frá skoðunarstöðinni á Blönduósi.


Sóldís Björt, Þórdís Katla og Vigdís Eva

Særós Ásta dóttir Lilju vinkonu www.hrossasott.com kom til mín og var í nokkra daga að aðstoða með Þórdísi. Eftir að mamma og pabbi fóru voru ekki mörg verkin sem ég gerði en eftir að Særós kom gat ég farið að vinna eitthvað. Við Særós kláruðum að girða nýja stykkið og "Sléttatún" eins og Særós vildi nefna það því það var eiginlega ekkert slétt þegar maður keyrði út á það! Við kláruðum líka að mála herbergið okkar Atla svo núna er orðið heldur betur vistlegt í svefnálmunni. Ég hlakka til að byrja á nýju herbergjunum sem verða í kjallaranum! Við fórum tvisvar í sund og áttum góðar stundir saman í sveitinni og vonandi kemur Særós aftur til mín næsta sumar að leika við Þórdísi Kötlu sem verður þá hvorki meira né minna en rúmlega 2 ára og enn meiri sveitastelpa sem heldur að hún geti allt!





Þórdís hefur ofuráhuga á hrossum sem mömmunni líkar mjög vel og hún veit sko alveg hvað heyrist í hestunum .. dobbi dobbi dobbi dobb og svo hossar hún sér í takt hehe.. bara sæt! Særós var dugleg að sýna henni hestana svo daman var alsæl, mamman nefnilega nennir ekki alltaf að fara aftur og aftur að skoða dobbi dobb emoticon en Særós fékk alveg að vinna svolítið fyrir matnum sínum eins og mamma hennar orðar hlutina.

Um daginn var allt í einu eitt hross inni í nýju girðingunni okkar en þar átti enginn að vera. Hrossastóð var fyrir utan girðinguna en þetta hross þurfti endilega að klína sér innfyrir en girðingin var ekki orðin 100% hrossheld því það var hátt undir hana á nokkrum stöðum og þar hefur hrossið örugglega labbað inn og svo ekki fattað að fara sömu leið út aftur. Við Særós og Þórdís röltum niðureftir og ætluðum að opna hliðin og reyna að koma hrossinu rétta leið út þegar ég sá að þetta var bara hann Drungi minn sem var komin heim! Óheppinn hann, við fórum bara heim og sóttum girðingaefni og lokuðum girðingunni betur svo kann fékk ekkert að fara út. Drungi hefur gengið laus síðan í vor þegar hann og Bylting sluppu út þar sem að girðingin hafði slitnað undir bæjarhólnum. Bylting kom heim á mjög þægilegan hátt þegar við Atli vorum að girða norðurtúnið en þá kom hún bara inn um hliðið þegar ég opnaði. Kannski eru hrossin mín bara svona skynsöm hehe emoticon
Drungi greyjið fann samt ekkert fyrir neinum létti að vera kominn heim og var ekki alveg sama þegar stóðið hans fór svo bara frá honum. Við settum því Birtu yfir til hans sem félagsskap.


Drungi lítur vel út, feitur og fínn og klárlega tilbúinn í tamningu fyrir utan horið í nösinni emoticon

Fengur fékk svo flutning síðustu helgi heim á Meðalfell og þá fengu Birta og Drungi að fara heim til hinna. Drungi minn var reyndar eitthvað útskúfaður af fröken Birtu en það vonandi jafnar sig fljótt. Mamma gerðist aðal hestavinnumaðurinn minn og kom hrossunum í réttina fyrir mig áður en hestabíllinn kom og færði svo Birtu og Drunga milli hólfa líka. Hún gerði það nú líka svo flott að þeim var bara hleypt út á veg og látin elta brauðpokann heim.. engin þörf á múl greinilega emoticon

Jarpa vinkonan hans Fengs kom til okkar aftur í lok sumarfrísins en hún hafði verið límd við girðinguna hjá hestinum í heila viku fyrr í sumar.. svona eins og eitt gangmál eða svo emoticon .





Hún er ósköp stillt og fannst bara að hún ætti heima hjá okkur. Þegar hún kom í annað skiptið virtist hún fylgja Drunga og eftir að Fengur fór og Drungi var færður varð hún alveg vængbrotin og alein eitthvað. Mamma hálf vorkenndi henni. Ég veit ekki hver á þetta tryppi en kannski á hún bara heima í stóðinu mínu frekar emoticon Ég er búin að nefna hana Þörf þannig að ef hún hefur enn ekki fengið nafn hjá eiganda sínum þá er ég búin að bjarga málunum.

Núna er það bara fimm daga vinnuvikan sem bíður okkar, reyndar eru bara 4 dagar eftir en við stefnum á ferð í Mánaskál næstu helgi.

31.07.2010 22:38

Fréttir úr sveitinni..

Sumarfríið hleypur áfram, sem betur fer Atla vegna. Það styttist í að hann komi heim en hann er væntanlegur 13. ágúst og við Þórdís Katla getum ekki beðið. Dagarnir hér í sveitinni hafa verið alveg frábærir en það vantar samt pabbann í hópinn til að fullkomna fríið! Við erum búnar að vera heppnar með veður en það hefur ekki rignt neitt að viti síðan við komum norður og flestir dagar hafa verið mjög sólríkir. Þórdís er orðin útitekin og ég er sko meira að segja farin að líta út eins og meðal jón á miðjum vetri hehe.  Ég er reyndar búin að fara mjög varlega í sólinni og nota sólarvörn óspart þar sem ég byrjaði sumarfríið á að fá sólarexem sem er ekki skemmtilegt. Mér hefur nú tekist að halda því niðri svo ég get ekkert kvartað.











Ekki eru allar fréttir góðar.. Hún Skella mín er farin til forfeðranna. Hún var svæfð 27/7 þá tæplega 7 ára. Set inn nokkrar myndir af henni en ég er með fáar núna við hendina.
Askan hennar verður svo jörðuð á Mánaskál eða henni dreift.








pínulítil og rosa sæt!!

Mamma og pabbi eru búin að vera með okkur mestallan tímann sem hefur verið frábært, bæði félagsskapur og svo ég hef geta gert meira en ella ef ég hefði verið alein með Þórdísi í sveitinni. Pabbi er svo búinn að vera mjög duglegur að hjálpa okkur og var eiginlega í hörku vinnu hér fyrstu dagana. Hann fékk það verkefni að sjá um heyskapinn og svo keyrði hann rúllurnar heim fyrir mig líka. Dagana fyrir heyskapinn var hann að dytta að vélunum og koma öllu í stand fyrir vertíðina svo þetta tók nokkra daga fyrir karlinn. Pabbi er líka búinn að gera við GMC fyrir okkur Atla svo nú er hægt að fara með gripinn í skoðun í næstu viku. Pabbi fór líka með litla Benz í skoðun í Rvk í síðustu viku fyrir okkur.



Einar á Neðri Mýrum er góður granni og hann kom og rúllaði fyrir okkur 25. júlí og fengum við 23 rúllur í þetta skiptið, heldur minna en ég hefði kosið en ætli ég splæsi ekki í einhvern áburð á næsta ári til að lífga upp á sprettuna. Ég á nokkrar rúllur frá því í fyrra og ætti því að eiga nóg ofan í "stóðið" mitt.  Pabbi rakaði saman suðurtúnið en það sprakk á fínu múgavélinni hans pabba og því var brugðið á það ráð að fá lánað dekk á Kúfskerpi. Ekki vildi betur til en að það passaði bara ekki og Einar bjargaði þá málunum og fór og sótti sína vél og var sko mikið fljótari að raka!



Ég er að reyna að vera dugleg í dundinu svo að Atli þurfi ekki að gera allt þegar hann kemur heim, það bíða hans alveg næg verkefni nú þegar. Ég var að klára að bera á skjólveggina á pallinum og er líka búin að bera á tréverkið við gluggana. Ég á eftir að bera á eitthvað aðeins í viðbót og klára það vonandi á næstu dögum. Ég er aldrei með bara eitt verkefni í gangi en núna stendur til að trukka af það sem komið er af stað. Ég er að undirbúa herbergið hans Agga undir málningu og verður enginn smá munur að sjá það herbergi hvítt en ekki bleikt eins og það hefur verið í tugi ára! Ég er líka byrjuð að hreinsa málningu af stiganum og ætla að reyna að gera hann upp og lakka hann. Ef þetta gengur vel þá ætti stiginn að verða voða gamaldags-huggulegur. Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvernig ég ætti að loka gerðinu mínu og tók ákvörðun í vor að loka því með neti allavega til að byrja með. Þá komast allavega ekki lítil folöld út úr því næsta vor þegar maður fer að skoða dýrgripina sína J

Ég dreif mig í að klára réttina í gær þar sem ég á von á dýralækni hér eftir helgi til að sónarskoða hryssurnar
J ég er bæði spennt og kvíðin fyrir þessu því ég er búin að vera svo smeik um að hryssurnar séu ekki að fyljast. Núna er ég farin að róast því mér finnst eins og þær séu einhverjar orðnar fylfullar því þær ættu að vera byrjaðar í hestalátum aftur. Bylting gekk bara einu sinni að ég held og ég tel að hún ætti klárlega að vera búin að ganga aftur svo ég giska á að hún sé fylfull, Birta var í hestalátum þegar Fengur kom en fór svo aftur í hestalæti tveimur vikum seinna en ég hef ekki orðið vör við hestalæti í henni síðan þá (og það fer sko ekki á milli mála með þessa dömu) svo ég vona að hún sé fengin,  Vaka var í hestalátum þegar Fengur kom en líklega alveg í bláendann á gangmálinu, hún var svo að ganga aftur aðeins seinna en Birta nú síðast svo dýri ætti að sjá fyl í sónar eftir helgi ef hún hefur fengið. Annars var Fengur eitthvað að sýna henni áhuga í gær en ég vona að það þýði ekki að hún sé að byrja aftur í hestalátum heldur frekar að honum finnist hann hafa orðið of lítið að gera J Hugsýn er dálítið tvísýn þykir mér, ég er hrædd um að hún hafi ekkert gengið  og sé því tóm. Ef það reynist rétt hjá mér þá getur dýralæknirinn vonandi komið henni af stað svo hún nái einu gangmáli áður en Fengur fer til baka. Hestapestin er hér á þessum bæ ennþá! Hugsýn var að hósta þónokkuð hér um daginn en ég hef ekki heyrt í henni í einhverja daga. Annars held ég að öll hrossin séu búin að hósta einu sinni eða tvisvar svo ég heyri til síðan Fengur kom. Hvenær ætlar þetta eiginlega að vera búið! Ég heyri líka hrossin á dalnum hósta í þessi fáu skipti sem ég hef orðið vör við hross. Ég hef varla séð hross í tvær vikur eða þangað til stóru stóði var hleypt á dalinn, ég giska á að það séu hryssur frá Enni. Ég taldi lauslega milli 60-70 hryssur með folöldum og það er ótrúlega mikill tætingur á þessu stóði. Ég vona að þau séu að róast en þau hafa oftar en einu sinni komið á ferðinni út dalinn eins og þau væru með dauðann á hælunum og enginn elti! .. hrossunum mínum til mikillar "gleði" en þau uppveðrast að sjálfsöðgu við svona hamagang.







Litla bleikálótta Hugsýnardóttirin stækkar og dafnar en daman er ekkert smá fyndin. Hún er búin að fá mikinn umgang í sumar þar sem hrossin eru nánast hér uppi á hlaði og þurft að hlusta á barnaskríki og fleira skemmtilegt. Hundurinn er eitthvað á vappinu og svo bílar og allt þetta sem fylgir okkur.. en ef ég fer og gef hrossunum brauð þá koma þau auðvitað öll askvaðandi og hún með.. en ef ég hendi brauði til hennar þá "deyr" hún.. og það í hvert skipti! Hehe bara fyndin þessi elska. Ég var eiginlega í kasti um daginn þegar ég var að skutla til hennar brauðmolum og þeir voru allir stórhættulegir! Btw.. ég þarf að fara að fá nafn á dýrið! Annars uppnefni ég hana hehe.



Hrossin líta mjög vel út og ég er ánægð með þau. Birta og Vaka voru báðar of grannar síðasta vetur og voru búnar að braggast heilmikið á þessum mánuði sem þær voru í Víðinesi áður en ég kom með þær norður.  Í dag eru þær feitar! Við erum sko að tala um bumbur! Birta fer að ná sömu stærð og síðasta sumar! Hugsýn er búin að bæta á sig síðan hún kom norður og heldur vonandi áfram að safna á síðurnar fyrir veturinn. Bylting lítur líka mjög vel út en hún kom líka vel undan vetri. Fengur er búinn að bæta á sig líka en það er bara gott mál. Hann var vel trimmaður og flottur þegar hann kom og er aðeins búinn að fá ístru. Hann hefur það ógurlega gott þessa dagana og liggur voða mikið og sólar sig enda fá verkefnin þessa síðustu daga.


"Stóðið"


Bumbur!

Við fórum að veiða í Svínavatni í dag á bátnum. Það veiddust nokkrir tittir og þá meina ég í alvöru tittir! Þetta var ágætis skemmtun og skemmtilegur dagur til útivistar. Við fórum á húsbílnum og vagninn hennar Þórdísar var tekinn með svo við höfum allt til alls. Þórdís fékk ekki að veiða sjálf í þessari ferð en klárlega á næsta ári. Við vorum nefnilega bara að veiða úti á bátnum og hún er kannski of ung í svoleiðis ferðalag.






Særós Ásta dóttir hennar Lilju ætlar að koma í næstu viku og vera barnapía þangað til við förum heim. Ég veit að ég þarf engar áhyggjur að hafa af henni, hún er algjör sveitastelpa og við eigum bara eftir að hafa það gott hérna saman. Hún er líka búin að bíða eftir að fá að koma síðan síðasta sumar svo það er eins gott að ég standi undir væntingum ! Best að byrja að plana sundferðir og fleira skemmtilegt svo ég fái hana til mín á hverju sumri J

Elsku pabbi minn.. sakna þín svoooo og hlakka mikið til að koma á flugvöllinn að sækja þig og leika svo við þig fullt J Knúúuuss og kossar! Þórdís Katla sem er 18 mánaða eftir 2 daga!





með fínt hár..


.. mamma í alvöru hættu að taka myndir!!

Bestu kveðjur úr sveitinni

Fleiri myndir í myndaalbuminu Sumarfrí 2010!!

24.07.2010 20:15

Fréttir úr sveitinni

blogg er bara stutt og laggott, aðallega til að láta vita að það er kominn slatti af nýjum myndum í albumið okkar emoticon Sumarfríið flýgur áfram hjá okkur Þórdísi Kötlu. Mamma og pabbi eru með okkur á Mánaskál og eru búin að vera í nokkra daga. Veðrið hefur leikið við okkur síðan fríið hófst og ekkert lát er á blíðunni. Heyskapur er hafinn þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika með sláttuvélina. Suðurtúnið er í þessum skrifuðu orðum sjálfsagt orðið slegið. Pabbi bjargar heyskapnum þetta árið því Atli er annað árið í röð erlendis þegar heyskapurinn bankar upp á. Hann er svo endalaust duglegur þessi maður að leggja það á sig að vera úti að vinna í 50°C plús!! Hann fær sko gott knús þegar hann kemur heim!!! Ég er að reyna að vera dugleg að gera eitthvað í fríinu og er nú þegar búin að bera á nýja tréverkið á húsinu, mála annað svefnherbergið og er að byrja á girðingavinnunni sem eftir er í nýjahestastykkinu okkar.

Fleiri myndir í myndaalbuminu!!






kyssa pabba!!

Þetta

12.07.2010 21:41

Hitt og þetta

Atli fór til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadænum snemma á föstudagsmorgun. Það var nú hálf erfitt að horfa á eftir honum og honum þótti heldur ekki auðvelt að fara. Hann ætlar að vera þarna í nokkrar vikur og okkur Þórdísi Kötlu hlakkar mikið til að fá hann heim emoticon Ferðalagið tók ansi marga klukkutíma, uþb 10 klst í flugi og millilending í London með tilheyrandi bið og hann var auðvitað mættur snemma í Leifstöð líka. Þegar hann loksins er lentur í "Langtíburtistan" fær hann að vita að það er stutt í að vaktin hans byrji.. frábært! Engin hvíld eftir flugið og beint á 12 tíma vakt. Ég fékk skilaboð frá honum seinnipartinn á laugardag en þá var hann fyrst að komast í hvíld upp á hótel. Duglegur þessi maður!!

Við mæðgur ásamt Sömbu fórum norður í Mánaskál á föstudaginn.Ferðin gekk mjög vel en það er alltaf gott að vera kominn á leiðarenda. Lólý og fjölskylda auk vinafólks gistu aðfaranótt föstudags í húsinu en það er bara fínt að fólk geti notfært sér aðstöðuna. Þau voru öll á leið á fótboltamót á norðurlandinu.


Samba komin í sveitina

Amma og afi í Hveró komu ásamt Ásu og Axel í Mánaskál á föstudagskvöld með nýja sófann í stofuna. Mamma keypti nefnilega svefnsófa því oft veitir ekki af að hafa gistipláss í sveitinni. Núna fjölgaði "herbergjunum" semsagt um eitt og fjölgar vonandi um 2 í viðbót þegar við klárum kjallarann sem verður vonandi í vetur emoticon Þessi sófi er svosum ekki frásögu færandi nema að það var útlit fyrir það á tímabili að sófinn yrði til eilífðarnóns í stiganum, upp ætlaði hann ekki blessaður fyrr en einhverjum datt í hug að taka hann í sundur hehe. Ég var farin að sjá fyrir mér að þurfa að saga sófann í tvennt eins og í Friends í gamla daga eða að saga handriðið frá sófanum til að losa hann emoticon  En upp fór gripurinn og sómir sér bara vel í stofunni okkar.




Á laugardaginn vorum við Þórdís að dunda okkur við að girða pínulítið og færa hrossin á milli hólfa. Þórdís er alveg hestasjúk og verður líklega til "vandræða" þegar hún stækkar. Hún er nú þegar farin að stinga af til að fara til hestanna emoticon hún hlustar sko ekkert á mömmu sína þegar hún reynir að útskýra að við erum búin að tala við hestana og við förum aftur seinna.. isss.. hún fer þá sko bara sjálf! Algjör perla þessi stelpa emoticon

Ég er að reyna að vera dugleg að taka myndir handa Atla svo hann missi af sem minnstu. Ég var því að búa til sér myndaalbum fyrir hann með myndum af Þórdísi sem vonandi verður stúfullt af skemmtilegum myndum á næstu dögum.


Haaaa..








Góða nótt pabbi minn emoticon

Þórdís er komin í sumarfrí frá dagmömmunni en ég aftur á móti ekki fyrr en eftir þessa viku. Þá er nú gott að eiga góða að. Jenný og Konni pössuðu dömuna í dag fyrir mig, hún ætlar svo að fara til Lólýjar og co á morgun og svo til ömmu og afa í Hveró þar á eftir. Hún er sko öllu von hún Þórdís, vanhirt og flækingsdýr á köflum emoticon  nei nei henni finnst þetta bara skemmtilegt og þroskandi.

Hrossin hafa það gott og Fengur hefur enn verkefni fyrir höndum. Birta var í hestalátum aftur núna svo ekki hefur hún fest fang um daginn en ég sá ekki neitt í gangi hjá Vöku. Ég hef ekki orðið vör við að Hugsýn hafi farið í hestalæti en vonandi er eitthvað að gerast núna. Lilja, Biggi og krakkarnir eru á norðurleið og munu pottþétt fylgjast vel með þessum málum fyrir mig.


frekar merkileg sjón.. Bylting bregur fyrir sér 5. gírnum!








Fengur virðir fyrir sér útsýnið




Báðar skjónurnar mínar eru hvítar milli kjálkabarðanna.. Bylting


.. og Hugsýn


Birta alltaf að glenna sig emoticon



Næstu helgi er Húnavaka á Blönduósi og við Þórdís ætlum að mæta galvaskar á krakkadagskrána. Ása María stefnir á að koma til okkar og okkur langar ógurlega mikið á Sálarballið en fyrst "barnapían" mín er í Abu Dhabi þá veit ég ekki hvernig það gengur. Ása er þó að reyna að redda okkur barnapínu af svæðinu emoticon Ég vona bara að ef við höfum það af að komast á ball að við verðum ekki áberandi "gamla liðið" á ballinu sem enn er að mæta hehehehe það er nefnilega ekki nema 16 ára aldurstakmark.

Fleiri fréttir og myndir síðar

******************************************************************************************************************
Systursonur Sömbu er í heimilisleit.
Hann Kersins Svarti Pétur sem er undan Þórdunu Séra Sóma og Týru systur Sömbu sem er eins og hún á litin, útiliti og hegðun!. Séra Sómi er undan frægu mórauðu Eyju og Pabbi Týru er einnig undan sömu mórauðu tík svo það er mikið mórautt blóð í þessum hundi. Í gotinu hans fæddist einn mórauður hundur sem býr hjá Helgu og heitir Kersins Undramundur.


Kersins Undramundur. www.kersins.is


06.07.2010 20:15

Helgarferð í sveitina

Ég dreif mig norður í sveitina strax eftir vinnu á föstudaginn enda búin að bíða alla vikuna eftir að komast í sæluna. Elsa Ýr flugvirki var samferða mér en hún er með annan fótinn í Víðidalnum á sumrin og er þar með sína hesta. Að sjálfsögðu var talað um hesta alla leiðina! Það var sko ekki leiðinlegt að hafa góðan félagskap á leiðinni.

Svenni og Sissi voru hjá Atla þegar ég kom norður og voru búnir að standa sig vel í vinnubúðunum. Svenni tók þó eftir því að Stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi var farið að auglýsa fundi og taldi það beina afleiðingu frá því að Atli væri mættur á svæðið með þrælabúðirnar emoticon Við slóum svo upp grillveislu, á borðum var hreindýr, naut og hross. Mmmmm!

Síðastliðna viku var ansi margt gert, klárað að smíða í kring um gluggana, búið að steypa gólfið í kjallaranum og grunninn undir rafstöðvarhúsið, sníða og setja upp loftlista í "Agga" herbergi, smíða gluggakistu við nýja gluggan í því herbergi líka. Atli var líka byrjaður að setja grind utan á framhliðina til að hægt sé að klára að klæða þá hlið. Strákarnir voru þar að auki búnir að vera í girðingavinnu, allt er nú gert fyrir mig! emoticon


húsið að verða svo fínt emoticon

Þórdís Katla fór austur á Mosa með ömmu og afa í Hveró svo við Atli vorum bara ein í kotinu eftir að strákarnir drifu sig af stað á laugardaginn. Við eyddum helginni að mestu leyti í að girða fyrir neðan veg og er búið að loka girðingunni en ég mun klára að setja upp neðri vírinn sjálf. Ég vona að þetta stykki dugi eitthvað fyrir hrossin mín en þetta eru jú ferlegar sláttuvélar!


Horft heim á bæ úr nýja hestastykkinu



Fengur er búinn að vera stilltur og prúður heima við bæ að sinna hryssunum. Ég tók eitthvað af myndum af honum og hryssunum þegar ég kom með hann þar síðustu helgi en var ekki búin að koma myndunum á netið. Þær eru semsagt loksins komnar inn. Ég tók lítið af myndum þessa helgina þrátt fyrir feikinóg myndefni en ég var alltaf að glata myndavélinni en sem betur fer fann ég hana alltaf aftur.

n
Fengur mættur í Laxárdalin


.. aðeins að sýna sig fyrir dömurnar






.. og viti menn ein var til í tuskið!


... og önnur!

Atli kom svo með mér í bæinn svo ég fékk Guðrúnu í Tungu til að líta á eftir hrossunum í nokkra daga. Ég get ekki beðið eftir að komast í sveitina til að eyða sumarfríinu þar. Ég verð með næg verkefni eins og að girða, mála, bera á timbrið og fleira emoticon  Svo ætlum við Þórdís Katla auðvitað að eiga gott frí líka saman og fara í sund og göngutúra og auðvitað skoða hestana en daman er þegar farin að sýna hrossunum áhuga emoticon . Særós Ásta dóttir Lilju og Bigga ætlar að koma til mín í ágúst og það verður örugglega rosalega gaman hjá okkur. Hún verður eflaust dugleg að aðstoða mig með Þórdísi.

28.06.2010 22:05

Fréttir af síðustu dögum

Jæja þá er sumarið virkilega farið að fljúga áfram Atli og Þórdís Katla eru fyrir norðan á meðan ég er að vinna ennþá. Það er ferlega skrítið að vera svona alein heima en alveg gott líka að hafa allan tíman í heiminum til að vera latur eða hvað sem maður vill gera. Þórdís kemur svo í bæinn í þessari viku en fer svo austur á Klaustur um helgina með ömmu og afa í Hveró. Næstu helgi er svokölluð Mosahelgi en þá hittist familían á Mosum og á góðar stundir saman. Þórdís ætlar að mæta sem fulltrúi okkar fjölskyldu því við Atli ætlum að vera fyrir norðan.

Á föstudaginn fór ég norður með Ásu vinkonu en hún var á leiðinni á Akureyri í skemmtiferð. Það var rosa gott að hitta Atla og Þórdísi Kötlu. Þórdís meira að segja fékk að vaka eftir mömmunni sinni sem mamman var sko ánægð með! Við áttum mjög fína helgi í rosa góðu veðri emoticon það er sko ekki hægt að biðja um meira!

Atli og Gunni voru á fullu að skipta um glugga fyrir helgina, núna eru komnir nýjir gluggar á suðurgaflinn og vá hvað þetta munar miklu! Þeir eru svo búnir að vera að sníða efni í kring um gluggana síðustu daga svo það fer að koma rétt útlit á húsið. Atli er svo núna að setja grind utan á restina af framhliðinni svo hægt sé að klára að klæða hana emoticon







Á laugardaginn fórum við svo á Vatnsleysu í Skagafirði að sækja Feng frá Meðalfelli sem ætlar að sinna hryssunum okkar í sumar. Mér líst mjög vel á þennan hest, bæði myndarlegur og með góðar hreyfingar og ættin er auðvitað bara frábær. Það var rosalega gaman að fylgjast með hrossunum þegar við slepptum honum samanvið. Hann hvíaði fyrir allan peninginn og varð auðvitað voða töffari og karlmenni til að ganga í augun á hryssunum. Við Atli vorum að tala um það á leiðinni að það væri leiðinlegt hans vegna að komast loksins út og í merar og engin þeirra vildi hann samt. Ég átti nefnilega ekki von á að nein væri að ganga.. það reyndist sko ekki rétt því Vaka og Birta voru svo bara báðar í látum og hann fékk nóg að gera emoticon Vaka var líklegast að klára gangmálið þar sem hún var ekki eins spennandi á sunnudeginum. Birta var aftur á móti mjög spenanndi og aðgangshörð bæði laugardag og sunnudag. Mér finnst rosalega gaman að fylgjast með hvernig hrossin haga sér, t.d. giska ég á að Bylting sé að fara að byrja í látum bara afþví hvernig hún lætur við hann. Svo er líka merkilegt hvað þessir stóðhestar þurfa að þola, það er engin smá harka í merunum og þeir þurfa sko alveg að vinna fyrir matnum sínum annars fá þeir það bara óþvegið.

Ég klikkaði aldeilis á aðalatriðinu þessa helgina en það eru myndirnar af stóðhestinum. Ég tæmdi vélina í tölvuna mína og lánaði svo Atla tölvuna og eyddi myndunm úr vélilnni. Ég set því ekki inn myndir af Feng fyrr en eftir næstu helgi.





Þórdís Katla var algjört yndi um helgina, það var svo gaman hjá henni að göslast úti. Hún fékk sandkassa framan við húsið um helgina sem á örugglega eftir að nýtast vel. Það er sko allt nýtt í sveitinni en nýji sandkassinn er sko umgjörðin utan um gamla baðgluggann emoticon









Atli lagaði sjónvarpið um helgina, þvílíkt kraftaverk því það hefur verið sjónvarsplaust í Mánaskál í marga mánuði og Atli heldur betur glaður að geta séð einhverja HM leiki. Það þurfti kannski HM til að farið yrði í sjónvarsviðgerðir að einhverju marki.. þarna er ég allavega búin að finna eitt jákvætt við HM emoticon

Svo er það bara að láta þessa vinnuviku klárast og drífa sig aftur norður yfir helgina, get ekki beðið!

21.06.2010 21:02

17. júní og frábær helgi að Mánaskál

Júní þýtur afram og verður búinn áður en maður veit af! Við Þórdís Katla fórum á 17. júní skemmtun á Rútstúni í Kópavogi. Þetta var alveg fínasti dagur, gott veður og allt. Lólý, Kiddi og krakkarnir komu líka og svo var mamma í handverkstjaldinu með bás ásamt Emblunum í Bjarkarási. Þórdís fékk blöðru og fána og allt tilheyrandi og skemmti sér mjög vel. Þarna var mikið um að vera, söngur og sprikl, Latibær og fleira skemmtilegt.







Við fórum norður í sveitina um helgina með Jóa frænda hans Atla og krökkunum hans. Með í ferð voru hryssurnar okkar sem voru hér fyrir sunnan og nýja hryssan hún Hugsýn og folaldið hennar sem Gummi og Sjöfn á Baugsstöðum eiga. Atli og Jói fóru á föstudaginn austur að Baugsstöðum að sækja Hugsýn og folaldið og hittu okkur Þórdísi svo í Víðinesi þar sem Birta og Vaka voru. Hermann í Víðinesi smalaði fyrir mig á föstudagsmorgun svo dömurnar biðu eftir mér inni í stíu. Ekkert smá góð þjónusta að geta haft hrossin tilbúin þegar maður kemur að sækja þau. Atli var duglegur að vatna hryssunum alla leiðina norður svo það fór bara vel um alla. Atli, Jói og Axel fóru á Gemsanum með hestakerruna en við stelpurnar, Guðrún Árný, Ása Lind og Þórdís Katla fórum á bílnum hans Jóa. Spenningurinn var mikill og ekkert sofið alla leiðina!

Þegar við vorum loksins komin í Laxárdalinn sprakk á jeppanum og affelgaðist! Þetta gerði lítið til því varadekkið var með í ferð og strákarnir voru skotfljótir að skipta um. Atli og Jói tóku svo hryssurnar af kerrunni á meðan ég sinnti Þórdísi. Hugsýn var frekar skondin, hún harðneitaði að fara yfir bæjarlækinn, enginn læti eða neitt, bara sá greinilega ekki ástæðu fyrir því að fara þarna yfir! Það kemur sér vel að hún er dauðspök og maður tekur hana hvar sem er því hún átti að fylgja hinum hryssunum yfir á norður túnið en gerði það svo ekki. Eftir þó nokkrar æfingar lét hún sig loksins hafa það að fara yfir lækinn, það er greinilegt að það hafi ekki verið lækir í hennar sveit emoticon Hryssurnar voru ánægðar að vera komnar á leiðarenda og fóru bara beint á beit, ekki einu sinni gefinn tími til að hlaupa um og skoða hólfið.

Á laugardaginn fór ég með stelpurnar í kvennahlaupið á Blönduósi. Þórdís er þar með búin að fara tvisvar í kvennahlaup og fá gullpening.. klárlega íþróttakona emoticon eins og mamma sín. Eftir hlaupið fengu krakkarnir að leika sér á fjórhjólinu sem Jói kom með fyrir þau. Ekkert smá stuð að eiga svona dót!


Guðrún Árný var þrælflink á hjólinu

Atli og Jói röltu niður á mel þar sem járnadrasl stendur, þar á meðan gamli Zetorinn hans afa sem var hent fyrir mörgum árum. Þeir höfðu með sér bjór og spreybrúsa og ákváðu að koma traktórnum í gagnið aftur. Á traktorinn fór dísel olía, smá sprey og klapp og svo var hann dreginn upp á veg og dreginn örstuttan spotta eftir veginum og hóst hóst og í gang fór hann! emoticon  og var svo keyrður alla leið upp á hlað!








Guðrún Árný og Ása Lind á hjólinu en Axel og Þórdís Katla vilja ólm fá að fara á það líka!




mikið um að vera á melnum


Zetor 3511 árgerð 1969




verið að draga gamla Zetor af stað


ekki dauður úr öllum æðum ennþá!


kominn heim á hlað emoticon

Krakkarnir áttu góða helgi og við fullorðna fólkið ekki síður. Það er rosalega gaman að fá skemmtilegt fólk með sér og extra gaman ef það eru börn líka. Þórdís skemmtir sér svo miklu betur með góða leikfélaga emoticon  Ég held að það séu bara allir mjög sáttir eftir þessa ferð!


Axel leiðir Þórdísi áfram






Atli fer aldrei norður nema að koma einhverju í verk í leiðinni. Í þessari ferðinni var settur í nýr gluggi á baðinu. Enginn smá munur að sjá út! og geta opnað glugga emoticon





Núna eru allir gluggarnir komnir í á þessari hlið

Á aðfaranótt sunnudags birtist allt í einu hundur á hlaðinu hjá okkur. Ég vissi nú ekkert hvað ég átti að gera við hann en ákvað að taka hann inn og hringja svo út um morguninn til að finna hvaðan hann kom. Ekki vildi betur til en að tíkin opnaði allar hurðir og vildi ekki vera inni. Þegar hún byrjaði að hamast á útidyrahurðinni og hafði ekki að opna hana fór ég á fætur og hleypti henni út, hún hlaut að fara heim til sín. Viti menn þegar ég fór á fætur um morguninn þá heyrði ég væl neðan úr forstofu og þar var hún! Búin að hleypa sér inn aftur, vildi greinilega vera inni eftir allt. Ég hringdi svo á Syðri Hól til að forvitnast um líklega eiganda. Magnús benti mér á að hafa samband við Njálsstaði því þar væru ungir hundar sem gætu hafa farið að kanna heiminn.. og viti menn hundurinn var frá þeim.. EN þetta var sko bara hún Skessa, enginn unghundur þar á ferð en líklega fékk hún nóg af ungu hundunum sem voru í pössun og flutti út tímabundið emoticon

Ég kann mjög vel við það að hafa hrossin heima við bæ, mér finnst æðislegur sjarmur yfir því. Nýju hryssurnar hafa það bara gott núna, liggja á meltunni hálfan daginn og standa á beit hina stundina.
Vaka og Birta líta mjög vel út og hafa bætt helling á sig á þessum mánuði sem þær hafa verið úti. Hugsýn er einnig í góðu standi og orðin ansi stóðmerarleg, faxprúð og belgmikil.. bara æði emoticon








óskírð Hugsýnardóttir frá Baugsstöðum



Á sunnudaginn skiluðum við hestinum hennar Signýjar yfir á Balaskarð og settum Byltingu saman við hinar hryssurnar. Hugsýn og Bylting fengu ormlayf en Vaka og Birta fengu ormalyf áður en þær fóru út. Við Atli klipptum líka hófa á Byltingu en þá er Hugsýn eftir og svo Drungi þegar hann verður í færi. Við klippum Hugsýn bara næstu helgi úti í hólfi þar sem hún næst allsstaðar þessi elska.

Atli og Þórdís Katla fara svo aftur í sveitina á miðvikudaginn en þá ætla Sveinbjörg og Gunnar líka að fara norður og vera í viku. Þórdís fær þá að leika við ömmu í Hveró á meðan feðgarnir finna sér einhver skemmtileg verkefni. Ég byrja ekki í fríi fyrr en um miðjan júlí en þangað til fer ég norður til Atla um helgar emoticon

Fleiri myndir í myndaalbumi

14.06.2010 23:35

Fer í Mánaskál og fleira

Ég var að bæta inn myndum í myndaalbumið sem ég tók af Þórdísi Kötlu fyrir nokkrum dögum hérna úti í garði. Hún er orðin svo mikill krakki.. ég er bara ekki að átta mig á því hvað hún stækkar hratt! Sjálfsagt finnst öllum foreldrum þetta emoticon Ég er nú líka alltaf að furða mig á foreldrahlutverkinu. Ég vissi að þetta væri æðislegt en þetta kemur samt sífellt á óvart! Það eru þvílík forréttindi að eiga börn.. og sérstaklega svona æðislega litla stelpurófu sem foreldrarnir sjá ekki sólina fyrir emoticon









Við Atli fórum barnlaus í Mánaskál á laugardaginn í stutt stopp. Þórdís Katla var hjá ömmu og afa í Hveró á meðan og skemmti sér eflaust mjög vel. Aðal tilgangur ferðarinnar var að slækja húsbílinn til að nota sem hestabíl og fleira. Hryssurnar eru að fara norður og það styttist í að við sækjum stóðhestinn.

Við fengum alveg ágætis veður, þurrt á laugardeginum en svo byrjaði að rigna á sunnudag. Túnin og hestahólfin eru farin að grænka vel og vætan sl. daga hefur örugglega góð áhrif á sprettuna.









Atli hífði camperinn af pallinum með traktórnum og honum var komið fyrir á hlaðinu þannig að hægt verði að nota hann í sumar ef auka pláss vantar.





Við notuðum líka tækifærið og kláruðum girðinguna á norðurtúninu. Við áttum eftir að staga hornstaurana og ýmislegt smálegt.





Eins og ég var búin að fjalla um áður þá sluppu hrossin mín út í apríl eða maí. Girðingin var slitin á einum stað og þau trítluðu yfir í stóðið hennar Signýjar. Ég ætla að halda Byltingu nú í sumar svo ég þurfti auðvitað að handsama dömuna og sá jafnvel fyrir mér að það yrði einhver fyrirhöfn. Hrossin komast yfir svo stórt svæði og oft langt að sækja þau. T.d. var stóðið hátt í Langadalsfjalli þegar við komum á laugardaginn. En viti menn! Þegar við Atli vorum að klára girðinguna á sunnudag kemur stóðið trítlandi og Bylting í broddi fylkingar. Ég opnaði hliðið á norðurendanum á túninu og stóðið kom inn á tún emoticon Við Atli sigtuðum svo fröken Byltingu frá stóðinu með því að lokka hana inn í lautina. Sko ég vissi að allar þessar girðingar og hlið kæmu að góðum notum emoticon Drungi var ekki í þessum hrossahóp svo mig vantaði hross til að hafa með Byltingu þangað til hinar hryssurnar koma norður. Ég fékk því lánaðann einn reiðhest frá Signýju. Singý er nýbúin að hitta Drunga svo ég hef engar áhyggjur af honum, hann hefur bara fundið sér betri félagsskap.







Við Atli verðum á ferðinni norður aftur fljótlega, hugsanlega aðeins fyrr en við höfðum gert ráð fyrir. Við komum þá með hryssurnar með okkur og sækjum svo Feng á Vatnsleysu. Ég get ekki beðið eftir að eyða sumarfríinu í sveitasælunni. Þórdís á eftir að skemma sér svo vel líka og ég hlakka til að upplifa það með henni emoticon

Nýjar myndir í myndaalbuminu
OG
Ný myndbönd líka!

05.06.2010 23:03

fréttir og ekki fréttir

Það er ekki margt að frétta af okkur um þessar mundir. Atli átti þó afmæli þann 3. júní og varð einu árinu eldri. Hann ber þó aldurinn vel drengurinn emoticon 

Við Þórdís Katla fórum á hátíðina Sjóarann síkáta í Grindavík í dag. Þetta er rosalega fín fjölskylduhátið þar sem mikið er um að vera fyrir börnin. Þórdís sá brúðubílinn og fannst sýningin mjög áhugaverð, sérstaklega þegar það var sungið emoticon Ég held að við mætum klárlega aftur á næsta ári og aldrei að vita nema maður mæti með húsbílinn og verði yfir helgina.

Við Atli erum búin að komast að niðurstöðu með stóðhest fyrir sumarið. Við fáum Fengur frá Meðalfelli til okkar í sumar. Fengur er vel ættaður foli sem örugglega eftir að gefa okkur fín folöld að ári. Ég setti upp sér síðu fyrir hann undir Stóðhestur 2010. Ég fæ vonandi betri myndir af honum fljótlega.

Ég var að setja inn myndband af Þórdísi Kötlu á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=-Km9qlv65xM bara svona til gamans. Hér er hún að æfa sig að hoppa emoticon

Þangað til næst..

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300718
Samtals gestir: 37182
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar