Mánaskál |
|
21.06.2007 20:40Á leið í MánaskálJæja þá er vinnuvikan að verða búin. Ég fer norður annað kvöld og tek Skellu mína með. Planið er að kíkja á hrossin. Það á að smala saman hrossunum og fara með hryssurnar á Balaskarði undir Flipa frá Njálsstöðum. Ég nota tækifærið til að gefa tryppunum mínum ormalyf og snyrta hófa. Það verður gaman að sjá þau og vonandi get ég tekið eitthvað af myndum. Dimmusonurinn hefur ekki enn fengið nafn en ég er með eitt í huga en það kemur í ljós eftir helgi hvort ég skipti um skoðun. Hann er líklega núna í girðingu hjá Þey frá Akranesi með Dimmu. Ég á nú von á að fá einhverjar myndir af honum frá eiganda Dimmu og svo verður spennandi að sjá hvernig hann verður á litinn þegar hann missir folaldahárin. Svo er ég nú líka að velta fyrir mér hvort ég eigi að selja hann eða halda honum, svona er ég nú klikkuð.. get aldrei ákveðið mig. Meira af þessu seinna.. 13.06.2007 21:59Allt að gerast..Jæja þá held ég að þetta sé allt að koma hjá mér.. loksins!! Það er allavega komin smá síða fyrir folann hér til vinstri. Svo er bara að sjá hverju ég bæti við. 13.06.2007 21:37ARG ekkert virkar.. veit ekki hvað ég er að gera vitlaustÉg er búin að gera síðu fyrir nýjasta Dimmusoninn en einhverra hluta vegna birtist hún ekki. Myndirnar eru þó orðnar virkar inn í myndaalbúminu. Þessi prufuaðgangur er ekki alveg að selja sig.. allavega ekki miðað við gráu hárin sem ég sé spretta upp úr kollinum á mér akkúrat núna!! Djö! 13.06.2007 20:10Ný heimasíðaÉg er að spá í að starta nýrri heimasíðu þar sem ég get ekki uppfært gömlu síðuna mína www.manaskal.tk Til að byrja með er ég að gera smá síðu um nýjasta fjölskyldumeðliminn sem er hestfolald undan Dimmu minni og Eið frá Oddhóli. Svo er bara að sjá hvernig heimasíðusmíðin ganga.. ég veit ekkert hvað ég er að gera. Kv. Kolla Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300718 Samtals gestir: 37182 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is