Mánaskál |
|
Blogghistorik: 2015 Visa kommentarer29.07.2015 01:04Hundasýning og fleiraSumarið æðir áfram en þó er maður einhvern veginn enn að bíða eftir að það komi. Þetta er allt hálf skrítið finnst mér. Hitinn hefur verið ótrúlega lítill það sem af er sumri en auðvitað er maður samt þakklátur fyrir þá góðu daga sem þó hafa komið. Heyskapur fór af stað 5. júlí sem er mikið fyrr en hingað til. Ég heimtaði að fá úrvalshey í þessar sparikindur sem ég á svo við tókum sénsinn og fórum í heyskap á sama tíma og aðrir óðalsbændr á svæðinu. Við fengum held ég þarna frábært hey fyrir ærnar og ég hlakka eiginlega til að byrja að gefa þeim það
![]() ![]() ![]() Bjarki á Breiðavaði kom og rakaði fyrir okkur
![]() Nýræktin á Mánaskál
Atli fór til Chicago að vinna í þarsíðustu viku og kom heim á sunnudaginn. Hann er svo mikill bóndi í sér þessi elska að hann fór auðvitað beint í að slá fyrir okkur. Núna voru 2 stykki slegin á Sturluhóli en svo erum við með fleiri stykki bæði þar og heima á Mánaskál sem verða slegin í hrossin aðeins síðar.
Við Iris og Paulette eyddum síðustu helgi í Reykjavík því þá var tvöföld útisýning hjá HRFÍ. Við Nótt látum okkur sko ekki vanta á slíka viðburði og mættum í höfuðborgina á fimmtudagskvöldi. Á föstudeginum fórum Nótt í snyrtingu og ég leit svo við á hvolpasýningunni á föstudagskvöldinu.
Á laugardeginum var Reykavik Winner 2015 og fékk Nótt 1. sæti í opnum flokki með meistaraefni (CK)
![]() ![]() ![]() ![]() Linda og Nótt á Reykjavík winner 2015
Fyrir svona hundasýningarfíkla eins og mig er frábært þegar hægt er að ná 2 sýningum í einni ferð til Reykjavíkur en það var einmitt þannig nú. Á sunnudeginum var alþjóðleg sýning. Nótt mætti galvösk til leiks, staðráðin í því að ná í meistarastigið eftirsótta.. já eða ég var allavega mjög staðráðin í því
![]() ![]() Á mánudaginn kom svo Þórdís Katla heim frá Svíþjóð en hún var svo heppin að fá að fara með Tinnu mágkonu og Kormáki syni hennar að heimsækja Höbbu og fjölskyldu í Gautaborg. Ferðin var dekur frá upphafi til enda held ég. Þau fóru í Liseber skemmtigarðinn, Astrit Lindgren garðinn og margt fleira!
Hryssurnar okkar eru allar komnar heim eftir heimsókn til stóðhesta. Assa fékk við Roða frá Garði þann 28. júní og kom heim eftir sónarskoðun þann 14. Ég sótti svo Glóð til Blæs frá Miðsitju 23. júlí en ég á eftir að láta sóna hana til að vera viss um að hún sé með farþega innanborðs. Hugsýn var svo sótt í gær til Ljósvíkings frá Steinnesi.
Glóð loksins komin í ný heimkynni
Hugsýn og Hugulsemi
Kanínuungarnir vaxa og dafna og ég þarf nú að fara að læra að kyngreina þá svo þetta fari ekki allt í vitleysu hjá mér :) Það er voða gaman að þessum greyjum. Koma hlaupandi þegar þeu verða vör við mann enda vön að fá eitthvað gott að borða þegar við komum til þeirra
![]() Ég stefni á að vera með myndavélina á mér næstu daga til að bæta upp fyrir hálfgerða myndaleysið í sumar. Það er svo mikið um að vera hjá okkur alltaf hreint að það væri svo gaman að ná myndum af sem flestum framkvæmdum. Maður er nefnilega svo fljótur að gleyma!
Í dag sett Atli niður nýtt ræsi milli stykkja á Sturluhóli svo það sé óhætt fyrir verktakann að fara með nýju rúllusamstæðuna yfir skurðinn á morgun. Ég fór þarna sjálf yfir gamla ræsið á traktornum í dag, ekki með neina margmilljóna samstæðu í eftirdagi, og ég var með hjartað í buxunum! Ég er því mjög fengin að Atli dreif sig af stað í að laga þetta
![]() ![]() Við erum búin að fá byggingaleyfið fyrir klæðningunni á íbúðarhúsið á Sturluhóli. Ég get ekki beðið eftir að það verði búið að klæða það! Ég held að þetta verði ógeðslega flott
![]() Á næstu dögum stendur svo til að moka út úr fjárhúsinu, setja nýtt hlið á fjallhólfið okkar og margt fleira! Aldrei verkefnaleysi hér á þessum bæ.
N/A Blog|WrittenBy Kolla
Antal sidvisningar idag: 2027 Antal unika besökare idag: 91 Antal sidvisningar igår: 346 Antal unika besökare igår: 142 Totalt antal sidvisningar: 337591 Antal unika besökare totalt: 40439 Uppdaterat antal: 5.2.2025 22:44:28 |
Arkiv
Länkar
|
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel