Mánaskál |
|
Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_320.03.2012 15:58ÞýskalandTíminn líður á ógnarhraða hérna í Þýskalandi. Ég ætlaði að skrifa fréttir strax eftir ferðalagið hingað frá Budapest en svo eru allt í einu 20 dagar liðnir! Alveg merkilegt. Við erum í Hedendorf sem er úthverfi frá Buxtehude sem er
bær rétt sunnan við Hamburg. Við erum semsagt eiginlega úti í sveit. Hérna í
þessum smábæ, sem er örugglega ekki stærri en Blönduós, eru hesthús og fjós
inni í íbúðagötum, það er fjárhús fyrir aftan húsið hjá okkur og þar eru örfáar
kindur á beit allan daginn. Sauðburður er greinilega á næsta leiti, allavega er
komið eitt lamb í hópinn. Um daginn mættum við Þórdís stelpu á hesti hérna í
götunni okkar. Þetta er semsagt allt voðalega sveitó hérna.
Hér eru tré örítið stærri en gengur og gerist heima Gatan okkar Við erum í íbúð í jarðhæð í rosalega fallegum þýsku húsi með
fínum garði fyrir okkur að leika í. Búð er í göngufæri svo við Þórdís björgum
okkur hérna á daginn. Við komum hingað 1.
mars en fórum strax daginn eftir til Bremen til að skoða bíl.. og viti
menn.. kagginn var tekinn með heim. Um er að ræða 7 manna Benz station svo það
ætti að vera nóg pláss fyrir fjölskylduna í þessu farartæki.. já eða aðallega
kannski draslið sem fylgir okkur endalaust. Húsið okkar og bílinn fyrir utan.. já og Atli og Þórdís Katla líka Á efri hæðinni í húsinu okkar býr maður sem er kominn á eftirlaun, hann er alveg yndislegur við okkur. Hann setti t.d. fuglahús við glugann hjá okkur og gaf Þórdísi Kötlu fuglafóður til að gefa fuglunum. Hún er voðalega dugleg að sjá um smáfuglana. Þórdís Katla með fótboltamarkið sitt og traktorinn (ekki þennan stóra sem mömmuna dreymir um að kaupa handa henni!) Þórdís Katla keypti sér þýska fánann. N/A Blog|WrittenBy Kolla
Antal sidvisningar idag: 2027 Antal unika besökare idag: 91 Antal sidvisningar igår: 346 Antal unika besökare igår: 142 Totalt antal sidvisningar: 337591 Antal unika besökare totalt: 40439 Uppdaterat antal: 5.2.2025 22:44:28 |
Arkiv
Länkar
|
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel