Mánaskál |
|
Blogghistorik: 2008 N/A Blog|Month_1223.12.2008 09:13Jólin alveg að skella áJæja núna er Atli minn loksins kominn heim ohh það er svo notalegt. Hann er reyndar hálfslappur greyjið sem er ekki nógu gott en hann jafnar sig vonandi fljótlega. N/A Blog|WrittenBy Kolla 19.12.2008 22:23komin helgi og jólin nálgastMikið er ég fegin að það er komin helgi.. það er bara erfitt að vera komin aftur í vinnuna. Ég á eftir að gera jólagjafainnkaupin og þrífa og fleira svo helgin er mjög kærkomin. Í gærkvöldi gerði ég huggulegt inni í svefnherbergi, breytti pínkulítið og er alveg farin að sjá fyrir mér barnarúmið. Ég held að það sé um að gera að breyta sem mest á meðan Atli er ekki á landinu svo ég fái nú að ráða einhverju hehe Einkunn nr. 2 var að detta inn. Ég fékk 7 sem ég var ekki nógu sátt við en svo ákvað ég að það væri ekkert hægt að vera í fýlu yfir því. Ég get örugglega ekkert þrætt við kennarann og ég nenni því heldur ekki þar sem hún er bresk og er farin af landinu. Ég ætla bara að vera sátt við að vera búin að ná þessu fagi og þakka fyrir að þurfa aldrei að spá í þessu rugli aftur Þetta var með tilgangslausari áföngum sem ég hef setið. Svo á ég að fá út úr 2 fögum í næstu viku og þá er það bara bókfærslan sem bíður framyfir áramót. N/A Blog|WrittenBy Kolla 17.12.2008 09:19JólafríJæja þá er kominn tími á smá fréttir af mér og mínum. N/A Blog|WrittenBy Kolla 08.12.2008 22:28PróftörnJæja þá ætla ég að leyfa mér að líta aðeins upp úr bókunum og blogga smá. Ég var í fríi alla síðustu viku og verð í fríi þessa viku og fram á þriðjudag vegna prófanna. Próftörnin byrjaði á fimmtudag í þarsíðustu viku og hefur verið stanslaus síðan þá. Ég tók 2 próf í síðustu viku, markaðsfræði og aðferðarfræði. Mér gekk mjög vel í báðum prófunum enda varla annað hægt miðað við undirbúninginn sem var lagður í þetta. Við vorum alltaf 3-5 saman að læra og skiptum með okkur köflum til að glósa og fleira í þeim dúr. Við stóðum vaktina frá morgni og fram á nótt flesta daga. Ég er búin að búa í skólanum í allan þennan tíma, hef réttsvo komið heim til að sofa. Strax eftir markaðsfræðiprófið voru næstu bækur opnaðar og undirbúningi fyrir næsta próf skellt í gír. Helgin fór svo öll í stærðfræðilærdóm. Ég fór ásamt fleirum í einkakennslu í stærðfræði á laugardags- og sunnudagsmorgun og svo var setið fram á kvöld yfir skruddunum. Í gærdag var ég svo slæm í skrokknum, með samdrætti og bakverki, að ég fór bara heim um sexleitið og lagði mig. Ég var farin að halda að ég færi af stað í stressinu. Ég ákvað því að fara heim og ná að slaka smá á og læra heima í rólegheitum til að ná mér niður. Atli sat svo með mér yfir stærðfræðinni til að verða 2 í nótt og hjálpaði mér. Alveg yndislegur þessi drengur Í morgun fór ég svo upp í skóla og hélt áfram að læra fyrir prófið sem var kl. 2. Jáhh.. get ekki sagt að prófið hafi farið vel. Ég er fallin nema að prófið verði kært og allir hækkaðir um eitthvað í einkunn. Það er mikil óánægja með þetta próf, bæði þung og mjög langt. Ég held að það hafi bara 2 verið farnir þegar að próftíminn var búinn. Við vorum eitthvað um 40 í prófinu. Ég átti nú von á að mér gengi ekkert sérstaklega vel en ég átti ekki von á að engum gengi vel. Miðað við það sem ég hef heyrt þá verða endurtektarprófin í janúar ansi þéttsetin. Næsta próf er á fimmtudag og svo bókfærslan á mánudag. Eftir það ætti ég að geta slakað pínu á.. en þá bíður auðvitað blessaða stærðfræðiprófið ennþá Ég verð bara að krossleggja fætur og vona að ég nái að taka prófið í janúar. N/A Blog|WrittenBy Kolla
Antal sidvisningar idag: 2027 Antal unika besökare idag: 91 Antal sidvisningar igår: 346 Antal unika besökare igår: 142 Totalt antal sidvisningar: 337591 Antal unika besökare totalt: 40439 Uppdaterat antal: 5.2.2025 22:44:28 |
Arkiv
Länkar
|
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel