Ég er bara farin að blogga "daglega".. meiri dugnaðurinn
Ég kíkti á Sturluhól í dag til að kíkja á féð og sjá hvernig gengur með íbúðarhúsið. Atli og Jói frændi hans voru iðnir um helgina og núna er húsið alveg klárt undir járn og þeir byrjuðu meira að segja á þakkantinum
Byggingarfulltrúinn kom í dag til að taka út ullina og smiðurinn mætir í fyrramálið til að byrja að setja járnið á! Spennandi!
Gimbrarnar hafa það gott inni og ég smellti nokkrum myndum af þeim.
Litla grábotnótta gimbrin hennar Söndru sem gengur undir nafninu Sandra þar til Sandra gefur henni nafn. Systir hennar fékk nafnið Diljá (seinna nafnið hennar Söndru).
Skessa Drífandadóttir
Ein af ónefndu Smáhamragimbrunum.
Smáhamra Flekka sem á eftir að fá nafn.
Nýji kollótti hrúturinn.. það er ekkert verið að standa upp samt fyrir myndatökur
Eldri ærnar eru úti við hlöðuna og hafa það alveg gott þó svo að þær séu ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera í hlöðunni í góðri rúllu. Allavega ákvað Grána að koma aftur í girðinguna eftir að hafa stungið af um leið og henni var hleypt út eftir lambadómana.
Fleirum finnst reyndar líka gott að vera hjá okkur..
Á heimleiðinni tók ég myndir af bænum okkar og fína dalnum. Ég fæ bara ekki nóg af því.
Þrátt fyrir að það sé kuldalegt í þessu fallega veðri þá er það sko ekki alslæmt. Fröken Nótt finnst snjórinn ekki leiðinlegur.. og gólfunum mínum ekki heldur! Þvílíkur munur þegar hundurinn getur farið út og komið inn aftur.. ennþá hrein