Mánaskál

29.06.2015 21:57

Ótitlað

Ég gerði tilraun til að mynda folaldið sem kom í heiminn í gær en hryssurnar voru ekkert á því að hleypa mér of nálægt. Á svona dögum vantar mig Hugsýn mína til að hafa hemil á stóðinu, hún haggast aldrei. Alltaf er hægt að ganga upp að henni og taka hana þó maður svoleiðis sveifli framan í hana múlnum og mæti brauðlaus og allt. Hún stendur alltaf kyrr þessi elska emoticon

Ég smellti nokkrum myndum af öðrum hrossum í leiðinni og þessi 2. vetra Össudóttir er sérstaklega mikið fyrir augað emoticon



Svo loksins stoppuðu þessar drottningar og leyfðu örlitla myndatöku áður en þær æddu af stað aftur.



Atli hamast í að klára að styrkja gamla hesthúsið á Sturluhóli svo hægt sé að setja nýja járnið utan á það en það gerist vonandi á morgun!





Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 304
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 330469
Samtals gestir: 39776
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:35:00

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar