Mánaskál |
|
Færslur: 2015 Janúar25.01.2015 23:03SveitastörfinNú er Merle vinnukona farin frá okkur, hún er reyndar í Reykjavík framyfir helgi en svo heldur hún heim á leið. Hún hélt úti bloggsíðu á meðan hún dvaldi hérna. Þetta er allt á þýsku og ég hef ekki google translate-að þetta ennþá en ég kem því kannski í verk einhvern tímann. Hún tók skemmtilegar myndir og birti með bloggunum sínum. Hér er slóðin á síðuna hennar http://gluecklichesekunden.jimdo.com/mein-blog/ Merle langaði í íslenska lopapeysu svo ég Gunna "mákona" prjónaði peysu fyrir hana. Merle valdi sjálf peysuna og litina og mamma verslaði garnið fyrir mimg. Útkoman var æði og Merle var mjög ánægð með hana. Hún tók líka æðislegar myndir af stelpunum okkar. Fallegi dalurinn okkar Sönnun fyrir því að ég mokaði sjálf upp jeppann um daginn Freyja að velta sér Nú hefur Atli verið að heiman undanfarið svo við stelpurnar erum að redda okkur með dagleg verkefni. Við fengum nýja vinnukonu á föstudaginn en sú er Hollensk en uppalin í frakklandi. Hún var eiginlega strax sett í vinnu því ég þarf dálitla aðstoð með stelpurnar svona þegar Atli er ekki heima. Ég er þá ein um að sinna búskapnum .. en mér leiðist það nú ekkert. Nú um helgina er ég búin að yfirfara girðinguna sem hrossin eru í og bæta við streng ýmist undir eða yfir eftir aðstæðum. Ég er að vona að með þessu verði hægt að halda straum á girðingunni. Ég gaf svo kindunum í hlöðunni, hrossunum sem eru úti og setti rúllu inn í hesthús. Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð sátt við þessa helgi Ég stenst sjaldan mátið að mynda þessar prinsessur mínar Hófsemi undan Hvítserk og Hugsýn Kjarvalsdóttur Aldrei undan Hvítserk og Össu Númadóttur Þessi litla leikskólaskotta blómstrar Nótt er mjög áhugasöm um Lopa kanínu. Ég hef ekki enn þorað að leyfa þeim að hittast laus á gólfinu en það kemur vonandi að því. Hérna er Nóttin að skoða nýjasta vin sinn í gegn um rimlana Skrifað af Kolla 18.01.2015 17:38MyndirSíðasta vika leið mjög hratt enda upplifir maður það stundum að það séu ekki nægilega margir tímar í sólarhringnum. Það er samt bara gaman því það er ljóst að manni leiðist ekki á meðan Það er gott að hafa nóg að gera í sveitinni. Ég fór aðeins út með myndavélina um helgina en ég er að reyna að taka mig á í myndatökum. Hrossin okkar eru á gjöf á Sturluhóli og hafa það fínt þar. Hófsemi frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Kjarvalsdóttur Ég er ánægð með það hvað folöldin eru forvitin. Svo vera þessar tvær Hvítserksdætur okkar teknar inn og gerðar bandvanar við tækifæri. Aldrei frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Númadóttur. Askja kíkir á Merle vinnukonu Askja er á öðrum vetri undan Kvist frá Skagaströnd og Númadóttur. Vörður hennar Brynju Pálu er forvitinn Hér er hún Lovísa sem er á leið til Þýskalands, hún er ein af gestahrossunum hjá okkur. Lovsía frá Borgarnesi Ekta-Von frá Álfhólahjáleigu Freyja frá Fremri-Fitjum Ljósbrá frá Hólkoti Ýla frá Felli er hérna lengst til vinstri en hún er ein af gestahryssunum og folaldið hennar Ljósbrár þar við hliðina. Þær elstu tvær voru ekkert að fara mikið úr heyinu þó við værum þarna Hugsýn mín gamla Rákin mín Við Nótt fórum svo í smá göngutúr áðan í frostinu og tókum myndavélina með Myndavélin var líka tekin með í fjárhúsið Þessar tvær eru í einkakró í hesthúsinu og fengu ekki að vera hjá hrút. Sú kollótta kom sér reyndar einhvern veginn í annan hrútinn um daginn svo það gæti nú verið að hún beri í vor. Fósturvísatalningar verða svo um mánaðarmótin febrúar mars en ég er mjög spennt fyrir þeim Óvænt og Aldís (sem hefur viðurnefnið Stappa því hún er sístappandi niður fótunum). Óvænt litla kom af fjalli í september þá ekki nema ca 2 vikna gömul. Hún hefur stækkað alveg helling og verður vonandi að alvöru kind einn daginn Já og kanínubúskapurinn gengur enn, kanínurnar eru allavega enn á lífi. Svo bættist aðeins í fjölskylduna fyrir helgina en hann Lopi kanína kom til okkar. Hann er reyndar bara heima á Mánaskál enn sem komið er en flytur líklega í hesthúsið til hinna kanínanna síðar. Nú styttist í að Merle fari aftur heim til Þýskalands og hennar verður saknað. Hún er búin að standa sig svo vel hjá okkur og hún er sérstaklega dugleg að leika við stelpurnar. Skrifað af Kolla 14.01.2015 21:14Nýtt árNýtt ár er mætt og nóg að gera í sveitinni. Haustið hefur liðið ótrúlega hratt og mér finnst örstutt síðan kindurnar fóru upp á Sturluhól. Atli hefur verið mjög duglegur að vinna á Sturluhóli og aðstaðan í hlöðunni fyrir kindurnar er orðin ansi góð. Við erum með eina stóra gjafagrind fyrir allar ærnar en skiptum þeim upp í tvo hópa þar sem gimbrarnar fá að vera öðrum megin og eldri ærnar á móti. Það er mjög rúmt á báðum hópum og þær hafa það fínt. Hrútarnir eru svo með stóra kró í hesthúsinu. Við fengum eina litla óvænta gimbur í heim haust sem ekki tók að lóga og svo settum við á eina sem var heldur smá til að setja í hrút svo þær tvær hafa haft sína sér stíu líka í hesthúsinu þar sem þær fá nægt fóður og fóðurbæti. Atli er búinn að koma rafmagninu í stand í útihúsinu en það var algjör skortur á því. Núna er nóg af inni og úti ljósum og meira að segja næturlýsing fyrir skeppnur og menn. Atli er svo nýbúinn að ganga frá vatninu í hesthúsinu svo nú eru komar vatnsskálar í báðar krær í hlöðunni og í allar stíur í hesthúsinu sem er mikill munur. Í haust tók ég að mér nokkrar hryssur í fóðrun sem eru á leið í útflutning til Þýskalands. Þær eru á Sturluhóli ásamt mínum hrossum og hafa það gott þar á gjöf. Reyndar fór svo að ein af þessum hryssum hefur verið seld til ábúandans á Sturluhóli svo hún fer ekki út. Nótt mín fór á hundasýningu í haust á meðan ég sat heima með lungnabólgu og sárt ennið. Ég er svo heppin að hafa góða að því ég gat fundið far fyrir prinsessuna og fengið samastað fyrir hana í Reykjavík, bað og blástur, sýnanda og allan pakkann! Nótt fékk 1. sæti í unghundaflokki með Excellent og meistaraefni og áframhaldandi keppnisrétt um bestu tík tegundar. Hún landaði þar þriðja sæti í annað skipti og fékk vara alþjóðlegt meistarastig og frábæra umsögn! Ég var alveg í skýjunum yfir þessum árangri. Hún er enn ung og á eftir að taka út þroska en ég vona að hún eigi bara eftir að halda áfram að blómstra. Heimsenda Sumar Nótt Þriðja besta tík tegundar, meistaraefni og vara alþjóðlegt meistarastig Þó að Nóttin sé fín á hundasýningu þá er þessi drottning bara flottust heima í sveitinni. Við samstilltum allar ærnar okkar með svömpum til að stýra sauðburðinum og vonandi fá fullt af fínum gimbrum undan sæðisstöðvahrútum. Við ætlum að halda áfram að fjölga fénu svo við verðum endilega að fá mikið af góðum gimbrum í ásetning. Ég skellti mér svo á námskeið í sauðfjársæðingum í haust og það var mjög skemmtilegt, ekki síst að fá að koma á sauðfjárræktarbúið að Hesti í Borgarfirði og sjá aðstöðuna þar. Við sæddum svo 15-18. desember og bíðum spennt eftir fósturvísatalningu! Þetta var fyrsta sæðingin okkar og maður er reynslunni ríkari fyrir næsta ár. Við fylgdumst með ánum þegar kominn var tími á næsta gangmál og því miður gengu of margar upp, en endanleg niðurstaða er ekki ljós ennþá. Við krossum allavega putta um að frjósemin verði fín og svo óska ég auðvitað eftir extra háu hlutfalli af gimbrum svo ég eigi nóg í ásetning í haust. Ég er allavega þakklát fyrir það að ég á nokkrar sparikindur sem ég ef ekki orðið vör við að hafi beitt upp svo ég krossa putta! Jól og áramót voru ósköp yndisleg en við vorum heima í þetta skiptið og nutum þess að hafa allt afslappað og rólegt. Hin þýska Merle sem kom til okkar í október var með okkur yfir jólin og átti góðar stundir með okkur. Jólin okkar eru töluvert frábrugðin hennar hefðum en ég held að hún hafi haft gaman af þessu öllu saman. Pakkaflóðið klikkaði auðvitað ekki og fengu stelpurnar margar og góðar gjafir sem við erum þakklát fyrir. Spenningurinn var auðvitað mikill en stelpurnar stóðu sig svo vel í biðinni. Jólaljósin á aðventunni voru dálítið spennandi Þórdís Katla tilbúin með bjúgu fyrir bjúgnakræki. Ketkrókur fékk líka hangilæri! Milli jóla og nýárs voru svo hross tekin á hús. Vaka og Kóngur voru tekin inn ásamt 5 hrossum frá Gísla og Hafdísi á Sturluhóli. Ég og Merle eru búnar að fara nokkrar ferðir á bak og það er voða ljúft að vera komin með hross á hús.. en þó verður að viðurkennast að það vantar dálítið upp á tímann í þetta. Ég skráði mig nú samt á reiðnámskeið á Blönduósi í vetur og ætla að vera þar með Kóng í knapamerkjum. Merle er vön að ríða pólóhestum og vill bara ríða berbakt, ég kýs hnakkinn Ég hef nú alltaf verið dýrasjúk og fæ reglulega einhverjar flugur í hausinn. Sú nýjasta eru kanínur. Ég er búin að kaupa tvær holdakanínukerlingar og ætla að sjá hvernig mér líst á að eiga kanínur. Ég hef nóg af plássi og eins og er þá eru þessar tvær í allaveg 10 fm stíu í hesthúsinu. Ég er reyndar nú þegar búin að panta eina kanínu í viðbót og lofa að taka að mér eina kanínu í heimilisleit en það er nóg pláss enn Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is