Mánaskál

Færslur: 2012 Ágúst

07.08.2012 21:21

Hestaferð, verslunarmannahelgi og fleira

Sumarið æðir áfram og veðrið hefur verið frábært í allt sumar. Allt í einu er bara kominn ágúst og mánuður frá síðasta bloggi! 



Ég eyddi dálítið af júlí í höfuðborginni á meðan Atli var að vinna hjá Icelandair í Keflavík. Við notuðum ferðirnar í að versla inn á baðherbergið en það var ráðist í framkvæmdir hér á bæ fyrir um mánuði síðan. Allt var rifið út af baðinu, loft, veggur, hurð og tækin. Núna er að komast mynd á baðið aftur og ég hlakka verulega til að sjá afraksturinn.. já og geta baðað mig í almennilegri sturtu! Við erum farin nokkur ár aftur í tímann þar sem "sturtan" er komin aftur niður í kjallara og maður þarf að smúla sig sjálfur.

Þó sumarið líði hratt þá hef ég reynt að ríða dálítið út og höfum við nágrannakona mín bara verið ágætlega duglegar saman. Ég fór svo líka í miðnætur reiðtúr í júlí með sveitungum en þá var riðið frá Hæli og inn á Blönduós nema hvað að ferðafélögum mínum þótti ekki nóg að ríða á Blönduós svo það var riðið alla leið heim líka! Ferðin tók því dálítið lengri tíma en áætlað var og vorum við Rák komnar að Neðri-Mýrum undir morgun og þá átti eftir að mjólka emoticon 

Það var sónað frá Dagfara frá Sauðárkróki í síðustu viku og Gleði frá Þóroddsstöðum var fengin en Vaka mín ekki emoticon Ég sem hafði planað að járna hana og koma henni i form fyrir stóðréttir. Hún fær að vera áfram hjá hestinum og vonandi fyljast hún. Hún verður nú samt komin á járn fyrir stóðréttir. Ég hef svo ekki heyrt enn af því hvenær verður sónað frá Kvist eða Abraham en þetta skýrist allt með tímanum. 



Núna um verslunarmannahelgina fengum við fullt af góðum gestum en foreldrar Atla og systur mættu hingað með fjölskyldum og einnig bróðir Sveinbjargar og fjölskyldan hans. Hérna var mikið fjör og veðrið lék við okkur. Við Garðar skelltum okkur í hestaferð út á Skagaströnd á föstudag og laugardag.



Auðvitað detta alltaf einhverjar skeifur undan


Hrossin lögð af stað frá Skagaströnd og vita alveg í hvaða átt á að hlaupa



Garðar kominn í hnakkinn






Fleiri myndir úr ferðinni eru hér

Við fengum líka kanínur í heimsókn yfir helgina og þeir sem vildu fengu að fara á hestbak. 


Brynja Pála og Kolla


Þórdís Katla og Habba frænka


Birta


Brynja Pála


Þórdís Katla í reiðtúr með mömmu

Fleiri myndir frá verslunarmannahelginni eru hér

Auðvitað var eitthvað unnið líka en Einar var ansi duglegur að taka til hérna heima við bæinn, girðingadræsur voru rifnar upp, keyrð möl og fleira gagnlegt. Atli og Gunni byrjuðu að flísaleggja baðherbergið og í dag voru settar nýjar heitavatnslagnir í húsið okkar emoticon Hér er alltaf nóg um að vera! 


  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar