Mánaskál

Færslur: 2012 Febrúar

28.02.2012 06:12

Sex vikur að verða liðnar

Þá eru sex vikurnar að klárast hérna í Budapest. Það er með ólíkindum hvað þetta hefur liðið hratt! Fjölskyldan er ekki á heimför eins og til stóð heldur er ferðinni heitið til Hamborgar í Þýskalandi í aðrar sex vikur. Það verður því smá seinkun á því að Þórdís fari á leikskólann og ég í vinnuna að ógleymdu hesthúsinu! Folöldin mín bíða eftir mér í hesthúsinu á Blönduósi og mér skilst að þau séu stillt og prúð. Orða litla er að verða spök eins og Brattur og ég hlakka ansi mikið til að koma heim upp á hestamennskuna að gera þó að hér sé ansi frábært að vera. Reiðhestarnir eru úti á gjöf og Sindri stórbóndi á Neðri Mýrum sér um þau fyrir mig. Hugsýn mín hefur það vonandi gott og vonandi er nú folald í henni þetta árið. Hún var sónuð með fyli í sumar, en það gerði hún líka sumarið þar á undan en svo virðist hún hafa misst fylið þá. Ég vona að sagan endurtaki sig ekki og ég fái fallegt folald í vor undan henni og Abraham frá Lundum II. Nú má vorið allavega fara að koma til að skera úr um þetta emoticon 

Svo fer alveg að líða að því að ég fari á yfirsnúning vegna stóðhestamála. Til stendur að gera aðra tilraun til að halda Vöku sparimeri þar sem hún hefur ekki átt folald áður, svo held ég Hugsýn og hinni brúnu Össu frá Þóroddssstöðum. Ég ætla aðeins að sjá til hvað ég geri með Gleði þá rauðskjóttu frá Þóroddsstöðum, það kemur í ljós í vor hvort ég ætla að halda henni eða ekki þetta árið. 

Vaka undan Svarti frá Unalæk


Hugsýn undan Kjarval frá Sauðárkróki

Assa undan Núma frá Þóroddsstöðum og Þrúði frá Laugarvatni


Gleði undan Hilmi frá Sauðárkróki

Lokaverkefnið mitt gengur ágætlega og er farið að taka á sig góða mynd. Það er ótrúlegur tími sem fer í eina svona ritgerð, ég er búin að liggja yfir þessu og á samt ótrúlega mikið eftir. Ég er svo glöð að hafa fengið tækifæri til að skrifa ritgerðina í fríi frá vinnu. Ég get ekki sagt annað en að maður sé farinn að sjá útskriftina handan við hornið en það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir í skil á ritgerðinni og þá er ég búin! Hlakka ótrúlega til emoticon


Þórdís Katla að leira kökur




..snúa sér í hringi








Við fórum í útsýnissiglungu á ánni sem rennur í gegn um Budapest. Þetta er rosalega falleg borg og hún er algjört æði þegar það er farið að rökkva. Margar af þessum hrikalega fallegu byggingum eru upplýstar eins og t.d. Parlamentið þeirra.


Parlament building - Þinghúsið

Í gærkvöldi fórum við í göngu niður um verslunarhverfi þar sem ein aðalgata, svipað og laugavegurinn okkar. Úti á götu voru líka fjölistamenn og þessi var rosalega skemmtilegur að mati okkar. Þórdís Katla hljóp um tortið og elti sápukúlurnar hans emoticon





Það er allt að verða tilbúið fyrir Þýskalandsferðina. Við bókuðum flug með Ryanair en ég held að við gerum það ekki aftur. Maður verður bara pirraður yfir öllum aukagjöldnum sem þeir demba á mann. Það þarf að borga sérstaklega fyrir það að bóka sig, velja sæti og svo framvegis og maður bíður alltaf eftir næsta gjaldi. Ég ætla samt ekki að kvarta ef við komumst yfir til Þýskalands á réttum tíma. Við erum búin að panta okkur bílaleigubíl í Þýskalandi til að koma okkur frá flugvellinum til Hamborgar og til að sækja nýja bílinn okkar. Atli er semsagt búinn að finna bíl handa okkur þarna úti og fyrir valinu varð svartur station Benz, eins Benz og við áttum nema station fyrir Týra og hann er líka sjö manna svo það er nóg pláss fyrir sundferðirnar á Blönduós í sumar emoticon

Týri minn hefur það gott í Vestmannaeyjum. Hann varð 11 ára um daginn og fékk gott að borða í tilefni dagsins. Hann hefur aldeilis verið dekraður þarna í Eyjum og fær meðal annars harðfisk með smjöri á tillidögum og fær heila dýnu til að sofa á inni hjá heimasætunni. Nú er bara spurning hvort hann vill koma heim með mér aftur!



Það er kominn mikill framkvæmdahugur í hobby "bændurna" á Mánaskál. Mörg flott verkefni liggja á teikniborðinu og það verður sko gaman að koma heim og taka hendur fram úr ermum. Ef við verðum heima í allt sumar þá verður sko mikið gert á okkar bæ emoticon Fyrsta verk á dagskrá er að girða nýtt stykki en þar á að sá korni fyrir Neðri Mýra bóndann. Svo stendur til að klára að klæða húsið og fara í eldhús og bað. Svo koma örugglega upp ný og spennandi verkefni þegar líður á sumarið. 

Nú er best að koma sér aftur í ritgerðasmíðin

Kveðja frá Budapest

15.02.2012 06:04

Fréttir frá Budapest

Tíminn flýgur hérna í Budapest!

Það er ekki hægt að segja annað en að fjölskyldan hafi það ósköp gott. Ég reyni að vinna í lokaverkefninu mínu en það er stundum erfitt að halda einbeitingunni. Verkefnið þokast áfram og skil eru í apríl svo ég þarf að fara að haska mér.


Hótelgarðurinn í vetrarbúningi

Þórdís Katla er hress og kát en þó verður þreytandi til lengdar að umgangast bara fullorðna. Á hótelinu okkar virðast ekki vera börn, allavega höfum við ekki hitt þau. Við sjáum stundum börn á leikvöllum úti en Þórdís vill ekki reyna að leika við þau þó maður sjái að hún hafi mikinn áhuga á þeim. Ég er búin að prufa að auglýsa eftir íslensku barnafólki hérna í Budapest en ég veit að Íslendingar hafa verið duglegir að sækja nám hingað, en leitin hefur ekki skilað neinu. Það styttist í að við förum héðan en það eru ekki nema ca tvær vikur núna. Heimferðinni okkar seinkaði samt því við förum til Hamborgar í Þýskalandi í sex vikur um næstu mánaðarmót. Þórdís Katla er farin að tala við vinkonur sínar í gegn um Skype svo vonandi finnur hún minna fyrir vinaleysinu hérna úti. Þær vinkonur voru báðar hálf óframfærnar í fyrsta símtali en ég er nú viss um að það jafni sig og þær verði farnar að blaðra um heima og geyma innan skamms. 



Þórdís Katla að borða snjó





Við erum búin að finna íbúð rétt fyrir utan Hamborg við smábæ sem heitir Buxtehude. Þaðan er stutt að skreppa yfir til Hamborgar ef maður vill. Við erum núna að leita að bíl í Þýskalandi en við erum að hugsa um að kaupa okkur nýjan bíl þar. Skodinn okkar er því til sölu!  ( http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=1&cid=250093&sid=247423&schid=28c32743-da1b-4893-ba73-ac48b4eec020&schpage=1 ) Ég verð með svefnsófa ef einhver vill kíkja í heimsókn! 

Ég var að fikta í hrossahluta heimasíðunnar. Er búin að bæta inn upplýsingum um Össu, Gleði og Orðu. Það á eftir að draga til tíðinda á þessari síðu fljótlega! Ég er alltaf að brasa eitthvað emoticon manninum mínum til mikillar gleði!! emoticon


Assa með folaldið sitt undan Ás frá Ármóti


Gleði undan Hilmi frá Sauðárkróki


Orða

Sindri á Neðri Mýrum er að sinna hrossunum mínum heima. Þar er jörð auð en girðingar eru illa farnar vegna fannfergisins sem var framan af vetri. Vonandi verður ekki eins mikið af snjó seinni hluta vetrar. Við erum svo farin að spá í framkvæmdir vorsins en það stendur til að girða og rækta upp! emoticon Húsfreyjan á Mánaskál getur ekki bætt við sig hrossum nema að fá almennilega uppskeru.

Ég hlakka til að koma heim og taka reiðhestana undir hnakkinn. Ég er farin að hugsa um hestaferð í sumar og auðvitað stóðréttirnar í haust! Ég var að búa til facebook síðu fyrir hestaferð/stóðréttir og ætla að reyna að fara í léttann business í hestatengdri ferðaþjónustu. Það er ekki frá því að ég sé orðin ansi spennt! Ég fer bara alveg á flug að skoða myndirnar frá þessu, þetta er svo rosalega skemmtilegur tími emoticon Ég mæli sko með því að fólk prufi þetta! 

Fleiri myndir komnar í Budapest albumið!
Kveðjur frá Budapest!
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar