Mánaskál |
|
Blog records: 2011 N/A Blog|Month_108.01.2011 22:43Árið er byrjað af kraftiÁrið 2011 virðist ætla að líða jafn hratt og 2010, allavega fer það af stað af krafti. Tíminn milli jóla og nýárs leið ansi hratt, ég ætlaði auðvitað að vera voða dugleg að læra til að vera vel undirbúin fyrir síðasta próf haustannarinnar sem var í byrjun janúar. Þrátt fyrir að tíminn hafi hlaupið frá mér gekk prófið í viðskiptalögfræði bara alveg ágætlega og nú bíð ég bara eftir síðustu einkunnum. Að því gefnu að ég hafi staðist síðustu prófin þá á ég einungis 4 fög eftir og lokaverkefnið! Allt að gerast sko. Ég er farin að skoða meistaranám og það er margt til og ég þarf að gefa mér góðan tíma í að spá í hlutunum. Fjölskyldan skellti sér norður í Mánskál yfir áramótin. Það er alltaf gott að koma í sveitina og nauðsynlegt að heilsa upp á hrossin ![]() Á gamlárs fórum við á Blönduós á flugeldasýningu sem var bara alveg ágæt.. allavega sagði Þórdís Katla mjög oft "vá" ! ![]() Þórdís Katla fór líka auðvitað að heilsa upp á hryssurnar. Hún var búin að bíða lengi eftir að sjá hestana og spurði töluvert um þá á leiðinni norður. Hún gaf þeim brauð og er farin að læra nöfnin á þeim því núna kallar hún Birtu með nafni ![]() Þórdís spjallar við Birtu og Vöku Atli fór aftur af landinu nú í byrjun janúar. Í þetta skiptið er það California.. alltaf er hann þar sem það er hlýtt og gott.. ég er ekki frá því að ég sé dálítið bitur!! Ég er orðin þreytt á því hvað það er kalt hérna heima, ég skil eiginlega ekki hvað ég er orðin mikil kuldasræfa brrrr. Skólinn byrjar í næstu viku svo bráðum verður allt komið á fullt hjá mér aftur. Ég er ekki viss ennþá hvort ég muni skrifa lokaritgerðina á þessari önn eða geyma hana fram á sumar eða haust. Ég veit að það verður meira en nóg að gera hjá mér þó að ég láti ritgerðina bíða svo ég sé til hvernig aðstæður verða. Annars held ég að það sé ekki fleira í fréttum af þessari fjölskyldu, oft eru engar fréttir góðar fréttir svo við segjum þetta bara gott í bili... þangað til næst! Written by Kolla
Today's page views: 2027 Today's unique visitors: 91 Yesterday's page views: 346 Yesterday's unique visitors: 142 Total page views: 337591 Total unique visitors: 40439 Updated numbers: 5.2.2025 22:44:28 |
Archive
Links
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel