Mánaskál |
|
Blog records: 2008 N/A Blog|Month_131.01.2008 21:19MyndirVoðalega er ég ódugleg við að blogga.. en myndirnar eru allavega loksins komnar í tölvuna mína :) Ég stefni enn á að fara norður næstu helgi þar sem Miami ferð Atla er dottin uppfyrir. Atla datt nú meira að segja dottið í hug að taka með og það er ótrúlega góð tilhugsun í kuldanum hérna heima. En ferðin datt úpp fyrir og það þýðir ekkert að gráta það. Ég er líka ótrúlega spennt að fá að sjá tryppin mín og komast í sveitina. Jæja.. nóg komið í bili.. fréttir væntanlegar eftir þorrablót :) 24.01.2008 11:28Jæja, kominn tími á blogg! Ég er búin að fá fréttir af tryppunum mínum fyrir norðan. Þau eru komin heim á bæ hjá Signýju og komin á gjöf. Ég er auðvitað voðalega glöð að heyra þetta þar sem ég var komin með óþægindi í magann yfir þeim. Mér heyrðist á Signýju að hún og Magnús hefðu þurft að hafa svolítið fyrir þessu og lent í ævintýrum í leiðinni. Ég vona bara að ég geti hjálpað þeim eitthvað í næsta stríði í staðinn. Mér finnst voðalega gaman að hestastússast en maður hefur bara of sjaldann tíma í það. Þetta á nú vonandi eftir að breytast. Ég stefni á að fara norður aðar helgina í febrúar og hlakka mikið til að kíkja á bangsana mína :) 18.01.2008 09:17vikan að klárast...Ása María varð þrítug á miðvikudag þann 16. janúar og ég gleymdi að hringja í hana. Einnig átti Aggi bróðir afmæli þann 16. janúar og ekki mundi ég heldur eftir að hringja í hann.. ég er alveg ferleg! Til hamingju með afmælin bæði tvö :)
15.01.2008 22:46Janúar hálfnaður.. hætt að vinna hjá KB í Smáranum..Janúarmánuður er hálfnaður.. ég er nú ekki alveg að ná þessu. Þetta ár ætlar að líða enn hraðar en það síðasta held ég. 08.01.2008 22:34Byrjuð í ræktinniÉg kom mér loksins af stað í ræktina aftur eftir jólafríið. Ég er algjör hetja þó ég segi sjálf frá :) Núna er bara að standa við stóru orðin og vera samviskusöm. Það styttist hratt í bikinítíð og þá er eins gott að vera húsum hæfur. Ég mætti semsagt í ræktina í morgun og planið er að mæta á morgnana flesta morgna vikunnar. Ég er alveg búin að sjá að ég nenni þessu ekki þegar ég er búin að vinna. Það eru komnar 6 vikur síðan ég hætti að reykja!! og gengur enn vel :) .. hvar eru pakkarnir mínir!! :P Ása frænka er enn að standa sig líka eftir því sem ég best veit. Núna er mamma í ferlinu líka og ég ætla nú bara að opinbera það hérna til að setja pressu á kerlu. Hún er líka orðin svona gsm skvísa eftir að ég gaf henni gemsa í jólagjöf. Ég held að ég sleppi nú reyndar að opinbera símanúmerið hennar en fyrir þá sem vita það þá má hringja í hana.. hún þarf að æfa sig :) Hún kom mér reyndar ótrúlega á óvart í tækninni þar sem hún er að nota fítusa sem ég hef ekki nennt að nota. Ég á tæknilegasta símann á markaðnum (ekki einu sinni kominn til íslands!) og ég hringi, svara og sendi sms.. geri ekki mikið meira en það. Ég á að sækja Ótta austur á laugardaginn og ég er að vona að Kristján hestabílstjóri reddi því fyrir mig þar sem ég á ekki kerru og ekki bíl til að draga kerru heldur. Hann er reyndar ekki svo stór.. ég gæti lagt niður sætin í station og troðið honum í skottið hehe. Lilja er búin að setja hausinn á sér að veði því hún er búin að marglofa Villa (sem ég verð í hesthúsi hjá) að ég sé ekki erfið í umgengni og gefi "yfirleitt" þegar ég á að gefa. Greinilega eins gott að standa sig hehe. Ég hef reyndar engar áhyggjur af þessu, ef einhver þekkir mig þá er það Lilja og ég veit að hún hefði ekki reddað mér plássi nema hún væri viss um að missa ekki hausinn fyrir vikið. Takk Lilja mín... hlakka til að eiga góðar stundir í hesthúsinu :) Ég er semsagt ekki á leið norður þessa helgi því Atli verður að vinna og fer í skólann. Það er bara allt í lagi, ég get þá tekið á móti Ótta og leikið mér í hesthúsinu. Það rifjaðist t.d. upp fyrir mér að gerðið hjá Villa er frekar stórt og það verður spennandi að koma Ótta inn í húsið eftir að hann fær að fara í gerðið í fyrsta skipti... sjálfboðaliðar óskast! Vá hvað ég er að verða spennt.. úlala.. ótrúlega gaman. Úú.. sem minnir mig á það.. ég þarf kannski að skjótast í dótabúð hestamannsins og kaupa mér lítinn sætann folaldamúl fyrir óskafola þjóðarinnar. Sem er auðvitað bara flottastur og flottastur á litinn líka.. og þið sem haldið að hann sé brúnn skuluð halda ykkar skoðunum út af fyrir ykkur þar sem þetta er svona "nýjufötinkeisarans" dæmi.. það er bara bilað fólk sem sér ekki rétta litinn á honum. Hann er að sjálfsögðu úr skýragulli : Það eru loksin komnar fréttir af þorrablótinu á Klaustri. Það reyndist ekki vera síðustu helgina í janúar eins og ég hélt heldur helgina þar á eftir sem er að sjálfsögðu vinnuhelgi! ohh.. alltaf jafn heppin ég! En þetta reddaðist, ég gat fengið skipt um helgi og vinn þá síðust 2 helgarnar í janúar í staðinn. Jenný frænka á einmitt afmæli sama dag og þorrablótið er sem hlítur að gera þetta extra skemmtilegt. Pabbi á auðvitað afmæli þá líka og mamma og pabbi eiga eins árs brúðkaupsafmæli líka! Við frænkurnar erum að verða ansi spenntar fyrir þorrablótinu enda er þetta orðin svona hefð. Núna koma reyndar "makar" með.. hehe finnst fyndið að segja þetta.. við erum ekki nógu fullorðnar fyrir svona tal :) svo þetta verður örugglega aðeins öðruvísi en örugglega rosalega gaman samt. Það er brjálað að gera í vinnunni núna.. úfff. Útibúið mitt er að flytja upp í Hamraborg í næstu viku svo það verður í nógu að snúast hjá okkur að pakka niður og svona. Ég vona bara að þetta verði ekki mjög leiðinlegt. Það stendur núna "keisari" á bak við mig.. er farin í bólið.. :) 05.01.2008 22:34Gleðlilegt nýtt árJæja þá er víst komið árið 2008.. og ekki yngist maður við það!
Today's page views: 2027 Today's unique visitors: 91 Yesterday's page views: 346 Yesterday's unique visitors: 142 Total page views: 337591 Total unique visitors: 40439 Updated numbers: 5.2.2025 22:44:28 |
Archive
Links
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel