Mánaskál |
|
Blog records: 2009 N/A Blog|Month_629.06.2009 07:45Fréttir úr fríinuJæja þá er sumarfríið hafið.. æðislegt! Við lögðum af stað seinnipart fimmtudags en ég hafði eytt deginum í að græja okkur fyrir fríið, pakka niður, versla og allt það. Atli fór aftur á móti austur fyrir Selfoss snemma morguns til að kaupa traktor! Jei loksins traktor í Mánaskál J Traktoramálin enduðu þannig að vélin fór á bíl í Staðarskála og Atli keyrði svo traktorinn þaðan.
Ég er ekki búin að fá járningu ennþá en það stendur til bóta.
Written by Kolla 23.06.2009 20:00Langþráð frí..Litla fjölskyldan fór austur á Klaustur á svokallaða Mosahelgi. Þar kemur móðurfjölskyldan hans Atla saman einu sinni á ári á Mosum rétt fyrir utan Klaustur. Hátíðin var vel mætt, 58 stykki ef ég man rétt. Þórdís Katla fékk fullt af athygli hjá ömmum og frænkum og allir skemmtu sér vel.
Written by Kolla 10.06.2009 09:45Ferð austur og fleiraVið vorum ekki heima síðustu helgi frekar en aðrar. Við skelltum okkur austur á Klaustur í þetta skipti. Atli var að vinna fyrir veiðifélagið og ég að hestastússast.
Hestaferðalagið með Vöku gekk bara vel en ég heimleiðinni stoppuðum við á Glóru en þar var einmitt gulrótin sem dró Atla með mér austur.. traktórinn sem okkur langar svo í! Atli er búinn að vera með hugann við þessa vél í nokkra mánuði, eitthvað búið að karpa um verð og svona svo þegar hann var loksins ákveðinn að kaupa vélina og borga það sem karlinn vildi fá fyrir hana þá var hann líklega hættur við að selja hana! Þetta er nú bara svona ef maður hikar.. og svo er maður bara oft svo ferlega óheppinn. Nema hvað karlinn hafði samband aftur í gær og vélin er föl eftir allt saman Við fórum því að skoða hana svona formlega og því miður er hún meira ryðguð en okkur fannst áður svo nú erum við aftur orðin efins um að kaupa hana.. þetta er voðalega erfitt að ákveða. Þetta skýrist örugglega á næstu dögum.. spennó! Written by Kolla 04.06.2009 05:49Önnur sveitaferðVið skelltum okkur aðra ferð í Mánaskál, við vorum þar síðustu helgi og fram á þriðjudag. Atli var duglegur eins og alltaf og í þessari ferð voru t.d. gluggarnir á skemmunni pússaðir og málaðir og þakið á skemmunni fékk fyrstu umferð. Það er sko allt annað að sjá heim á bæ þegar þökin eru orðin svona "sveitabæjarauð". allt annað að horfa heim á bæ! Það er allt í einu eins og við Atli eigum fullt af fé.. allavega lítur út fyrir það ef það er horft heim á bæ til okkar þessa dagana. Kindurnar sækja voða mikið í okkur og virðast ekki fá straum þegar þær fara inn í öll hólf hjá okkur. Reyndar er alveg greinilegt að þær kunna þetta því þær setja undir sig hausinn og hlaupa þegar þær ætla í gegn! Svo var ég búin að taka eftir því líka að þær stoppa hjá hrossunum og fá sér salt og vítamín. Ætli þetta verði ekki fastur áfangastaður hjá þeim í sumar á rúntinum. Ég held að við þurfum bara að eignast kindur líka, það þarf hvort sem er að gefa hrossunum.. er ekki bara hægt að gefa fé út rúllur líka og leyfa þeim að ganga inn og út úr skemmunni? Bara hugmynd.. ég veit allavega að það væri mjög flott að eiga fulla kistu af lambakjöti núna þegar grilltímabilið er að renna í garð! Við erum á leið austur í dag og verðum yfir helgina. Atli þarf að veiðistússast eitthvað fyrir veiðifélagið og ég ætla að sækja Vöku mína og koma henni á Kjóastaði. Lilja ætlar að taka hana með sér yfir Kjöl sem er bara besta mál, Vaka kemst þá í form áður en ég byrja sumarfríið mitt. Written by Kolla
Today's page views: 2027 Today's unique visitors: 91 Yesterday's page views: 346 Yesterday's unique visitors: 142 Total page views: 337591 Total unique visitors: 40439 Updated numbers: 5.2.2025 22:44:28 |
Archive
Links
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel