Mánaskál |
|
Færslur: 2011 Janúar08.01.2011 22:43Árið er byrjað af kraftiÁrið 2011 virðist ætla að líða jafn hratt og 2010, allavega fer það af stað af krafti. Tíminn milli jóla og nýárs leið ansi hratt, ég ætlaði auðvitað að vera voða dugleg að læra til að vera vel undirbúin fyrir síðasta próf haustannarinnar sem var í byrjun janúar. Þrátt fyrir að tíminn hafi hlaupið frá mér gekk prófið í viðskiptalögfræði bara alveg ágætlega og nú bíð ég bara eftir síðustu einkunnum. Að því gefnu að ég hafi staðist síðustu prófin þá á ég einungis 4 fög eftir og lokaverkefnið! Allt að gerast sko. Ég er farin að skoða meistaranám og það er margt til og ég þarf að gefa mér góðan tíma í að spá í hlutunum. Fjölskyldan skellti sér norður í Mánskál yfir áramótin. Það er alltaf gott að koma í sveitina og nauðsynlegt að heilsa upp á hrossin Áramótin voru ósköp róleg hjá okkur enda vorum við bara þrjú.. og jú Samba "fjárhundur" sem var dauðfegin að komast frá sprenginunum í Reykjavík. Atli var duglegur að dunda sér eins og vanalega en ég notaði tækifærið og svaf aðeins meira en vanalega. Maður var orðinn ansi vanur því á tímabili að sofa allt of lítið. Við hentum helling af dóti úr kjallaranum og eldhússkápum í þessari ferð. Fullhlaðin kerra hvorki meira né minna og nóg eftir! Þetta virðist vera eilífðarverkefni að greina á milli þess sem á að halda eða sleppa og Atli minn varð mjög glaður í hvert skipti sem ég sagði "henda". Á gamlárs fórum við á Blönduós á flugeldasýningu sem var bara alveg ágæt.. allavega sagði Þórdís Katla mjög oft "vá" ! Þórdís Katla fór líka auðvitað að heilsa upp á hryssurnar. Hún var búin að bíða lengi eftir að sjá hestana og spurði töluvert um þá á leiðinni norður. Hún gaf þeim brauð og er farin að læra nöfnin á þeim því núna kallar hún Birtu með nafni meiri dúllan.. nú þarf hún bara að læra Bylting, Hugsýn, Vaka og Drungi .. kannski hefði verið auðveldara fyrir hana ef ég hefði bara áttu Blesur og Brúnkur en sjáum til, hún verður eflaust ekki lengi að ná þessu og svo bætast við nöfn í vor! Það verður sko æðislega spennandi! Þórdís spjallar við Birtu og Vöku Atli fór aftur af landinu nú í byrjun janúar. Í þetta skiptið er það California.. alltaf er hann þar sem það er hlýtt og gott.. ég er ekki frá því að ég sé dálítið bitur!! Ég er orðin þreytt á því hvað það er kalt hérna heima, ég skil eiginlega ekki hvað ég er orðin mikil kuldasræfa brrrr. Skólinn byrjar í næstu viku svo bráðum verður allt komið á fullt hjá mér aftur. Ég er ekki viss ennþá hvort ég muni skrifa lokaritgerðina á þessari önn eða geyma hana fram á sumar eða haust. Ég veit að það verður meira en nóg að gera hjá mér þó að ég láti ritgerðina bíða svo ég sé til hvernig aðstæður verða. Annars held ég að það sé ekki fleira í fréttum af þessari fjölskyldu, oft eru engar fréttir góðar fréttir svo við segjum þetta bara gott í bili... þangað til næst! Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is