Jahérna!! það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að það birtist ekki einu sinni blogg á forsíðunni lengur.. og ef ég man rétt þá hanga blogginn inni í þrjá mánuði! Vúps!
Það hefur semsagt ekki komið stafur frá mér síðan í september sem er ekki nógu gott en það hefur líka verið brálað að gera í allt haust. Ég ætla að reyna að fara yfir allt það helsta á síðustu þremur mánuðum en ansi hætt er við að eitthvað gleymist.
Í byrjun október fórum við Ása frænka í verslunarferð til Manchester. Rosa góð og skemmtileg fer þar sem mottoið "shop until you drop" var við lýði. Í þessari ferð kynntist Ása verslunarferðarútgáfunni af mér.. sem er aðeins frábrugðin þessari meðalútgáfu af mér sem yfirleitt forðast verslunarmiðstövar Ég held að Ása hafi bara haft gaman að því að sjá svona mynd af mér, við versluðum helling og fórum mjög sáttar og glaðar heim.
Money money money
.. á leiðinni eitthvað út
Jólafílingur í lobbyinu á hótelinu okkar
Tilvalin jólakortamynd 2010
Í október voru líka fjarnemadagar á Akureyri, dagskráin mín fyrir þessa önnina var frekar ömurleg þar sem ég var í tímum á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og svo sunnudag! Bæði var ég lengi í þetta skiptið og leiðinlegt að eiga frí á laugardegi en svo einn tíma á sunnudegi. Við Kristjana gerum alltaf gott úr þessum dögum og eigum smá húsmæðraorlof á Akureyri samhliða náminu. Þessir fjarnemadagar voru erfiðastir til þessa þar sem það var svo mikið að gera í verkefnum akkúrat þessa daga, við vorum meira uppi í skóla en úti á lífinu í þetta skiptið, sem hefur aldrei gerst áður.
Kristjana og ég á fjarnemadögum
Ég flaug norður en ég fékk svo fregnir af því að það væri auka hross í girðingu hjá mér heima á Mánaskál svo ég fór heim með Kristjönu á bíl til að bjarga málunum. Svona er bara að eiga hross.. það eru ekki bara góðar stundir Færðin á Akureyri var skelfileg! Á sunnudagsmorgninum fórum við í 180° snúning innan bæjar á Akureyri.. ekki gott þegar maður var í þann mund að fara að keyra alla leið suður Mér stóð sko eiginlega ekki á sama og hefði aldrei farið á bíl ef ég hefði ekki þurft að kíkja á hrossin. Við nestuðum okkur upp og lögðum af stað í suðurátt.. ég hélt að ég myndi deyja! Það var brjáluð hálka og við vorum eiginlega bara tvær litlar hræddar stelpur held ég þarna á tímabili! Rétt áður en við fórum út úr bænum sáum við puttaling úti í snjónum sem vantaði far. Á einhvern óskiljanlegan hátt datt okkur í hug að vera almennilegar og bjóða viðkomandi far. Þetta reyndist vera íslenskur strákur á leið á Akranes og hann þáði far þrátt fyrir að vita að við ættum eftir að stoppa í sveitinni að smala. Örfáum mínútum seinna stoppaði Kristjana bílinn og lét strákinn skipta við sig.. og viti menn mér leið bara mikið betur með hann undir stýri þó svo að ég hefði ekki hugmynd um það hvernig ökumaður hann væri! hehehe
Við komumst semsagt alla leið á Mánaskál en því miður var orðið dimmt. Það bjargaði mér alveg að það var tunglbjart svo maður sá eitthvað allavega. Við fundum aukahrossið í girðingunni og ég taldi best að sækja Birtu og nota hana sem tálbeitu. Birta lét auðvitað ná sér strax og ég teymdi hana í hinn endann á girðingunni þar sem tryppið kom hlaupandi til okkar og beint út úr hólfinu. Við röltum svo bara til baka og Birta fór aftur í hólfið sitt. Það er svo gott að eiga svona hross!!
Ég komin með brauð og múl
Ég og Birta mín
Atli fór til Abu Dhabi í enda október og var þar fram að jólum. Þrátt fyrir að það sé leiðinlegt að vera að heiman og vinna langa vinnudaga þá hafði hann það annars bara ágætt.. eins og sjá má á meðfylgjandi myndum..
Atli á hótelinu
útsýnið frá íbúðinni hans
Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég hafi verið hálf öfundsjúk!
Í nóvember gaf ég mér tíma til að fara norður og ganga frá hliðinu á girðingunni sem hrossin voru í svo hægt væri að byrja að gefa þeim. Dagný Eva kom með mér í smá sveitaferð og skólabækurnar voru teknar með enda nóg að gera hjá okkur báðum. Hrossin litu mjög vel út, feit og fín en það var töluverður snjór. Girðingarnar voru að stórum hluta fastar undir snjóskel og ég dunaði mér við það að losa það sem hægt var að losa svo þær myndi síður slitna. Eftir að ég hafði lagað hliðið hringdi ég í Einar og fékk hann til að koma á traktornum og gefa þeim. Hrossin voru alsæl að fá rúllu enda harðfent og leiðinleg tíð fyrir þau.
Vaka feit og falleg
Birta og Bylting
Bylting
Birta
Birta og Hugsýn
Hugsýn
Einar mættur með rúllu
Birta
Hugsýnar dóttir og Vaka t.v.
Stóðið alsælt með rúlluna
Vaka og Birta með tuggu
Fleiri myndir í myndaalbumi!
Á meðan ég er í hrossagírnum þá fékk ég senda mynd um daginn af Hugsýnardótturinni Þökk frá Holtabrún sem er undan Mekki frá Hómahjáleigu. Það gengur mjög vel með þessa 4. vetra hryssu og þykir hún mjög efnileg. Systir hennar er einnig í tamningu og kemur vel til. Ég hef haft áhuga á að leiða Hugsýn mína undir Mátt frá Hólmahjáleigu sem er sonur Makkar frá Hólmahjáleigu og aldrei að vita nema ég láti verða af því á næsta ári fyrst þessi dama kemur svona vel út.
Hugsýn frá Holtabrún 4. vetra. Mynd HGG
Það var nóg að gerast í barnamálum í þessari fjölskyldu í haust. Lólý systir reið á vaðið og átti dreng þann 19. október, Tinna systir Atla átti dreng 25. október og Jenný frænka átti stelpu 29. október. ..maður spyr.. hvað var eiginlega í gangi í kring um 20. janúar?? var ekkert í sjónvarpinu?
Litli hennar Lólýar var skírður Bjarki Rúnar, dóttir Jennýar var nefnd Emma Júlía og núna á þorláksmessu var sonur Tinnu og Garðars nefndur og blessaður og fékk nafnið Kormákur Cortes
Bjarki Rúnar á skírnardaginn
Ég fékk góða gesti í heimsókn í nóvember en þá komu Annika systir, Örn maðurinn hennar og krakkarnir þeirra þau Þorsteinn Ingi og Sólveig Alda komu í heimsókn til okkar Þórdísar Kötlu. Atli missti af þeim þar sem hann var nýfarinn út til Abu Dhabi. Það var voða gaman að sjá þau því það voru mörg ár síðan ég sá þau síðast. Ég tók engar myndir frá heimsókninni en ég stal einni gamalli af facebook síðunni hans Arnar af okkur Anniku og Þorsteini Inga frá því í "gamla daga" Annika kom færandi hendi með lopapeysu handa Þórdísi Kötlu og aðra alveg eins á dúkkuna hennar! Bara æðislegt. Ég þarf að taka mynd af henni og dúkkunni í lopapeysunum annars var Þórdís alveg með það á hreinu að peysurnar væru báðar fyrir dúkkurnar! .. bara fyndin þessi elska.
.. ég verð nú að fá hrós fyrir þessa klippingu hehe
Þórdís Katla fór í myndatöku hjá Rakel Ósk og útkoman var æðisleg
Fleiri myndir í myndaalbumi!
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í skólanum og Atli akkúrat erlendis á þessum erfiða tíma. Karen frænka er auðvitað bara best í heimi og hún kom til okkar Þórdísar í Njarðvíkina og aðstoðaði mig í gegn um prófin. Sveinbjörg og Gunnar voru rosalega dugleg að koma til okkar og vera með Þórdísi eftir að Atli fór út en svo kom Karen þegar skólinn var búinn hjá henni og bjargaði restinni. Hún og Þórdís Katla voru að skottast saman á meðan ég var í skólanum eða í Hafnarfirði að læra. Á sama tíma og ég var á haus í lærdómi byrjaði Þórdís Katla á leikskólanum Akri hér í Innri Njarðvík. Hún er alsæl þar þó að Fjóla dagmamma hafi auðvitað verið frábær.
Þórdís Katla komin í skólaföt á leið í leikskólann
Fyrsti dagur í aðlögun
stillt og prúð
Prófin gengu þokkalega fyrir sig, ég held að ég geti bara verið ánægð með árangurinn miðað við fulla vinnu og 120% háskólanám á sama tíma. Ég á reyndar eftir eitt próf sem ég tek í janúar og ég er ekki búin að fá allar einkunnir en þetta er allt að hafast. Svo á ég vonandi bara eina önn eftir í versta falli þarf ég að geyma lokaverkefnið mitt fram á næsta haust en það kemur í ljós seinna. Ég er komin með hugmynd að lokaverkefni og leiðbeinanda sem fannst hugmyndin góð. Nú er bara að vona að ég hafi einhvern tíma til að skrifa ritgerðina.
Ég kláraði prófin 17. desember sem er leiðinlega seint að mínu mati. Síðustu dagana fyrir jól hafði ég meira en nóg að gera og komst svo ekki yfir allt sem átti að vera búið fyrir jól.. að blogga var meira að segja eitt af því! Við Karen röltum laugaveginn á þorláksmessu og versluðum síðustu jólagjafirnar sem var bara ansi huggulegt. Ég held að maður verði að halda áfram að fara laugaveginn á þorláksmessu, það er svo mikil stemmning í því. Atli kom svo heim um tvö aðfaranótt aðfangadags eftir langt ferðalag. Það var æðislegt að fá hann loksins heim!! Þórdís Katla var sofandi þegar hann kom en virtst samt hafa orðið vör við að hann væri kominn því hún muldraði pabbi pabbi upp úr svefni. Svo fékk hún að koma uppí um morguninn og kúrði alsæl hjá pabba sínum
Á aðfangadag komum við síðustu kortunum og gjöfunum frá okkur og fórum við í möndlugraut til Lólýar og fjölskyldu. Við fórum svo til tengdó í Hveragerði og eyddum aðfagandegi með þeim og Tinnu, Garðari og yndislega Kormáki litla Það var nóg um gjafirnar og fínheitin og Þórdís Katla var sko rosa kát með jólagjöfina sem pabbi kom með heim frá Abu Dhabi.. heilt fjórhjól!! Hún er sko örugglega flottasta tæplega tveggja ára skvísan á þessu hjóli! Hún fékk auðvitað fullt af öðrum fínum gjöfum, úlpu, Dóru náttföt, fín föt, bækur, leikföng, snjóþotu, hárskraut og margt fleira.
Þórdís Katla með dúkku matarstólinn sem hún fékk frá Höbbu og fjölskyldu í Svíþjóð
..sýnir pabba fína bók
.. búið að rúlla fjórhjólinu fram!
.. rosa ánægð!
Ég er sjálfsagt að gleyma einhverju en ég er allavega búin að stikla á stóru. Við erum þessa dagana bara að njóta þess að vera öll saman og eiga góðar stundir með fjölskydunni yfir jólahátiðina. Svo stendur til að eyða áramótunum fyrir norðan. Ég verð vonandi dugleg að blogga á árinu 2011 !!
Gleðileg jól elsku vinir og fjölskylda!!