Mánaskál |
|
Færslur: 2010 Júlí31.07.2010 22:38Fréttir úr sveitinni..Sumarfríið hleypur áfram, sem betur fer Atla vegna. Það styttist í að hann komi heim en hann er væntanlegur 13. ágúst og við Þórdís Katla getum ekki beðið. Dagarnir hér í sveitinni hafa verið alveg frábærir en það vantar samt pabbann í hópinn til að fullkomna fríið! Við erum búnar að vera heppnar með veður en það hefur ekki rignt neitt að viti síðan við komum norður og flestir dagar hafa verið mjög sólríkir. Þórdís er orðin útitekin og ég er sko meira að segja farin að líta út eins og meðal jón á miðjum vetri hehe. Ég er reyndar búin að fara mjög varlega í sólinni og nota sólarvörn óspart þar sem ég byrjaði sumarfríið á að fá sólarexem sem er ekki skemmtilegt. Mér hefur nú tekist að halda því niðri svo ég get ekkert kvartað. Ég er að reyna að vera dugleg í dundinu svo að Atli þurfi ekki að gera allt þegar hann kemur heim, það bíða hans alveg næg verkefni nú þegar. Ég var að klára að bera á skjólveggina á pallinum og er líka búin að bera á tréverkið við gluggana. Ég á eftir að bera á eitthvað aðeins í viðbót og klára það vonandi á næstu dögum. Ég er aldrei með bara eitt verkefni í gangi en núna stendur til að trukka af það sem komið er af stað. Ég er að undirbúa herbergið hans Agga undir málningu og verður enginn smá munur að sjá það herbergi hvítt en ekki bleikt eins og það hefur verið í tugi ára! Ég er líka byrjuð að hreinsa málningu af stiganum og ætla að reyna að gera hann upp og lakka hann. Ef þetta gengur vel þá ætti stiginn að verða voða gamaldags-huggulegur. Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvernig ég ætti að loka gerðinu mínu og tók ákvörðun í vor að loka því með neti allavega til að byrja með. Þá komast allavega ekki lítil folöld út úr því næsta vor þegar maður fer að skoða dýrgripina sína J Litla bleikálótta Hugsýnardóttirin stækkar og dafnar en daman er ekkert smá fyndin. Hún er búin að fá mikinn umgang í sumar þar sem hrossin eru nánast hér uppi á hlaði og þurft að hlusta á barnaskríki og fleira skemmtilegt. Hundurinn er eitthvað á vappinu og svo bílar og allt þetta sem fylgir okkur.. en ef ég fer og gef hrossunum brauð þá koma þau auðvitað öll askvaðandi og hún með.. en ef ég hendi brauði til hennar þá "deyr" hún.. og það í hvert skipti! Hehe bara fyndin þessi elska. Ég var eiginlega í kasti um daginn þegar ég var að skutla til hennar brauðmolum og þeir voru allir stórhættulegir! Btw.. ég þarf að fara að fá nafn á dýrið! Annars uppnefni ég hana hehe. Hrossin líta mjög vel út og ég er ánægð með þau. Birta og Vaka voru báðar of grannar síðasta vetur og voru búnar að braggast heilmikið á þessum mánuði sem þær voru í Víðinesi áður en ég kom með þær norður. Í dag eru þær feitar! Við erum sko að tala um bumbur! Birta fer að ná sömu stærð og síðasta sumar! Hugsýn er búin að bæta á sig síðan hún kom norður og heldur vonandi áfram að safna á síðurnar fyrir veturinn. Bylting lítur líka mjög vel út en hún kom líka vel undan vetri. Fengur er búinn að bæta á sig líka en það er bara gott mál. Hann var vel trimmaður og flottur þegar hann kom og er aðeins búinn að fá ístru. Hann hefur það ógurlega gott þessa dagana og liggur voða mikið og sólar sig enda fá verkefnin þessa síðustu daga. Elsku pabbi minn.. sakna þín svoooo og hlakka mikið til að koma á flugvöllinn að sækja þig og leika svo við þig fullt J Knúúuuss og kossar! Þórdís Katla sem er 18 mánaða eftir 2 daga! Skrifað af Kolla 24.07.2010 20:15Fréttir úr sveitinniblogg er bara stutt og laggott, aðallega til að láta vita að það er kominn slatti af nýjum myndum í albumið okkar Sumarfríið flýgur áfram hjá okkur Þórdísi Kötlu. Mamma og pabbi eru með okkur á Mánaskál og eru búin að vera í nokkra daga. Veðrið hefur leikið við okkur síðan fríið hófst og ekkert lát er á blíðunni. Heyskapur er hafinn þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika með sláttuvélina. Suðurtúnið er í þessum skrifuðu orðum sjálfsagt orðið slegið. Pabbi bjargar heyskapnum þetta árið því Atli er annað árið í röð erlendis þegar heyskapurinn bankar upp á. Hann er svo endalaust duglegur þessi maður að leggja það á sig að vera úti að vinna í 50°C plús!! Hann fær sko gott knús þegar hann kemur heim!!! Ég er að reyna að vera dugleg að gera eitthvað í fríinu og er nú þegar búin að bera á nýja tréverkið á húsinu, mála annað svefnherbergið og er að byrja á girðingavinnunni sem eftir er í nýjahestastykkinu okkar. Fleiri myndir í myndaalbuminu!! kyssa pabba!! Þetta Skrifað af Kolla 12.07.2010 21:41Hitt og þettaAtli fór til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadænum snemma á föstudagsmorgun. Það var nú hálf erfitt að horfa á eftir honum og honum þótti heldur ekki auðvelt að fara. Hann ætlar að vera þarna í nokkrar vikur og okkur Þórdísi Kötlu hlakkar mikið til að fá hann heim Ferðalagið tók ansi marga klukkutíma, uþb 10 klst í flugi og millilending í London með tilheyrandi bið og hann var auðvitað mættur snemma í Leifstöð líka. Þegar hann loksins er lentur í "Langtíburtistan" fær hann að vita að það er stutt í að vaktin hans byrji.. frábært! Engin hvíld eftir flugið og beint á 12 tíma vakt. Ég fékk skilaboð frá honum seinnipartinn á laugardag en þá var hann fyrst að komast í hvíld upp á hótel. Duglegur þessi maður!! Skrifað af Kolla 06.07.2010 20:15Helgarferð í sveitinaÉg dreif mig norður í sveitina strax eftir vinnu á föstudaginn enda búin að bíða alla vikuna eftir að komast í sæluna. Elsa Ýr flugvirki var samferða mér en hún er með annan fótinn í Víðidalnum á sumrin og er þar með sína hesta. Að sjálfsögðu var talað um hesta alla leiðina! Það var sko ekki leiðinlegt að hafa góðan félagskap á leiðinni. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300718 Samtals gestir: 37182 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is