Mánaskál |
|
Færslur: 2009 Ágúst30.08.2009 19:30Alir komnir "heim"Jæja nú er svo langt síðan ég bloggaði að ég veit varla hvar ég á að byrja eða enda. Við semsagt komum heim síðasta sunnudag en Atli fór aftur norður á föstudag með Stefni til að halda áfram með ýmis verkefni. Það er víst nóg eftir enn!
Við Þórdís eyddum gærdeginum hjá mömmu og Lólý og hittum líka Agga bróðir sem kom upp á land á reunion. Við komum ekki heim fyrr en í gærkvöldi og svo fórum við aftur á flakk í dag en þessum degi var eytt í húsdýragarðinum í góða veðrinu. Skrifað af Kolla 10.08.2009 19:58Fríið er að taka endaSumarfríið er að verða búið.. ohh hvað ég vildi að það væri hellingur eftir af því. Svona er þetta bara víst. Við erum búin að eiga frábært sumar svo ég ætla að vera þakklát fyrir það. Við höfum fengið margar heimsóknir og margt verið framkvæmt og margt annað uppi á tengingnum. Ég held að það sé ekki búið að biðja um meira. Heyskapur er "hafinn" í Mánaskál en pabbi startaði honum með því að slá hluta af túninu fyrir neðan veg, neðan við bæinn. Semsagt, sláttuvélin gamla virkar enn! Þökk sé Signýju og Magnúsi því þau áttu gamla hnífa í svona sláttuvél. Það dugar víst ekki að slá með ¼ af hnífunum hehe. Mér sýnist að það verði ekkert slegið í þessari viku en kannski verður þurrkur í þeirri næstu. Atli fór í vinnuferð á föstudag svo við Þórdís Katla erum einar í sveitinni að dunda okkur. Þórdís sendir pabba sínum sms til að segja honum hvað hún er að bardúsa með mömmu svo pabbi missi ekki af neinu þessa daga sem hann er í burtu. Stelpan er orðin svo stór og dugleg að ég er bara ekki að trúa því. Hún vill orðið helst standa, situr til borðs með okkur, er farin að borða smá alvöru mat, fer alein að sofa, burstar tennurnar og allt! Jeminn hvar endar þetta! Hún fór í 6 mánaða skoðun í síðustu viku og þyngdist um rétt tæpt kíló á einum mánuði og lengdist um 3 cm.. þrífst sko vel í sveitinni daman! Þórdís Katla er semsagt tæp 9 kg og 70 cm. Ylfa og Konni gistu eina nótt hjá okkur á fimmtudag og stoppa vonandi lengur næst. Það var heljarinnar ferðalag á þeim þar sem þau komu alla leið frá Egilsstöðum í heimsókn til okkar! Mamma og pabbi komu svo á föstudag og Sveinbjörg og Gunnar gistu eina nótt áður en þau héldu áfram í sínu ferðalagi. Um verslunarmannahelgina voru Sveinbjörg og Gunnar hjá okkur og Biggi bróðir Gunnars og Bryndís konan hans. Karlarnir grófu rás fyrir vatnsrörið í rafstöðina og Biggi kom með suðugræjur til að sjóða saman rörin. Þetta var ansi góð vinnuhelgi enda góður mannskapur að aðstoða Atla. Rörið er nánast komið alla leið og þetta verður klárað núna þegar Atli kemur norður aftur. Svo geri ég ráð fyrir að Atli fari á fullt við að reisa rafstöðvarhúsið fyrir veturinn. Það er alltaf eitthvað sem þarf að klára fyrir veturinn og núna er örugglega í meira lagi af svoleiðis verkefnum. Þetta ætti nú alveg að hafast allt hjá okkur enda vinnur Atli yfirleitt á við fleiri en einn mann, alltaf svo rosalega duglegur þessi elska! Vaka og Birta fóru yfir í Skagafjörð á föstudaginn og lögðu af stað suður yfir Kjöl á sunnudag. Þær ætla að trimmast á fjöllum í 3 vikur áður en þær koma á hús í Heimsenda. Ylfa og Konni ætla að skjóta skjólshúsi yfir okkur þrjár í september. Svo er aldrei að vita nema að ég geti aðstoðað þau eitthvað en það á sko ekkert að slaka á í tamningnum þó Ylfa eigi von á sér í október. Mér skylst að Konni verði settur á alla gripina þetta haustið og Ylfa verði meira í því að skipa fyrir hehe nei nei ég er nú bara að grínast en það er ljóst að Ylfa gerir örugglega minna en hún er vön! Annars er allt gott héðan að frétta, ég man ekki fleira í bili.. þangað til næst.. Kv. Kolla og Þórdís Katla sveitakerlur Skrifað af Kolla 04.08.2009 17:29Nokkurra daga gamalt blogg.. fyrst að koma inn núnaTíminn líður sko áfram, þetta frí verður búið áður en við vitum af. Hugsanlega fer Atli erlendis í næstu viku sem myndi stytta fríið helling.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is