Mánaskál |
|
Færslur: 2009 Júlí23.07.2009 04:47Netsambandið er lélegt.. erfitt að bloggaJæja litla fjölskyldan er enn í sveitasælunni. Við fengum heimsókn síðustu helgi en þá komu frænku mínar, Ása og Jenný með Konnunum sínum og tvíburasonum Ásu. Það var því margt um manninn í kotinu og kemur sér vel að hafa húsbílinn, hann verður eins og auka svíta úti á hlaði! Við fórum á Húnavöku á laugardagskvöld en vorum svo of sein á staðinn svo við misstum af bakkasöngnum. Við sátum góða stund hjá Jóni Víkingi og Siggu á tjaldstæðinu í staðinn. Skrifað af Kolla 17.07.2009 06:20Helst í fréttum..Jæja við komum aftur í Mánaskál á mánudaginn eftir helgardvöl á Kirkjubæjarklaustri. Áfram heldur fríið og ég er farin að hafa áhyggjur af því að það líði of hratt.. ekki nema mánuður eftir! Birta mín er alveg að standa sig í teymingunum miðað við að hún var teymd í hendi í fyrsta skipti síðasta vor og þá bara í eitt skipti. Núna teymist hún vel og ég er farin að binda utan á hana líka. Drungi fékk semsagt fyrstu hlaupaferðina sína áður en ég lagði af stað austur fyrir síðustu helgi. Ég er búin að lónsera hann í nokkur skipti, leggja við hann og binda utan á.. þetta er allt á réttri leið. Hann er ósköp stabíll og gæfur og ég vona að framhaldið verði jafn gott. Myrkvi karlinn sleppur vel frá þessu öllu saman, hann er sá eini sem ekki er á járnum og þarf því ekki að vinna fyrir matnum sínum eins og hinir.. aftur á móti er hann duglegur að stela sér eftirréttum! Hann er nefnilega búinn að uppgötva að fara undir borðann ef ég hef þau í randbeit. Reyndar hefur verið rafmagnslaust á girðingunum hjá þeim mest allan tímann vegna framkvæmda heima við bæ. Myrkvi uppgötvaði þetta óvart og hefur ekki verið til friðs síðan. Þegar við komum heim að austan á mánudaginn voru hrossin öll inni í stykkinu sem þeim er gefið á á veturna og á að vera í hvíld fram á haustið.. en nei nei.. bara búið að traðka og éta helling.. urrr! Núna er kominn straumur á girðingarnar aftur og hrossin eru prúð og stillt ennþá. Ég fer að prufa randbeitina aftur en ætla þá að vera handviss um að það sé góður straumur á henni svo Myrkvi hætti þessu. Skrifað af Kolla 08.07.2009 07:02Fréttir úr sveitinniÞað hefur gengið erfiðlega að blogga en ég netsambandið hér í Mánaskál gerist bara ekki hægara og því fara allar myndir beint í myndaalbum en ekki inn á bloggið. Ég náði loksins að setja inn síðustu færslu sem aldrei birtist. Ég setti inn myndir í albumið í gær og það tók ekki nema 6-7 klukkutíma, ég er ekki alveg viss hvenær upphalið hætti því ég fór að sofa! Mig vantar líka eitthvað af myndum sem mamma og Lólý eru með í sínum vélum. Ég bið þær að setja þær beint inn fyrir mig bráðlega.
Atli er að verða tilbúinn með suðurgaflinn undir járn, það verður rosalega spennandi að sjá hvernig húsið mun líta út. Sólpallurinn er líka að taka á sig mynd, skjólveggirnir eru komnir upp svo það verk er líka á áætlun.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is