Mánaskál |
|
Færslur: 2009 Maí25.05.2009 18:02Komin heim úr sveitinniJæja þá er fjölskyldan komin heim úr sveitasælunni. Þetta er nú meiri paradísin sem við eigum þarna! Við vorum heppin með veður, þetta var æðislegt! Þórdís Katla var eins og ljós allan tímann. Svaf báðar leiðir í bílnum, svaf allar nætur, svaf úti í vagni eins og hún fengi borgað fyrir það og svo kom út stundum út í vagninum og horfði á okkur vinna.. bara draumur! Skrifað af Kolla 20.05.2009 10:12.. á leið í sveitina!Jæja enn líður of langt á milli frétta á þessum bæ. Við erum á leið í Mánaskál í dag.. veðurspáin er fín fram á helgi og það á að mála þökin! Vá hvað það verða mikil viðbrigði að sjá allt í einu fagurrauð þök! Bærinn hefur verið hvít/grár litlaus forever svo þetta verða tíðindi! Svo á jú líka að reyna að klæða húsið að hluta í sumar.. smíða pall og fleira og fleira! Bylting er í tamningu á hjá Söndru Marin, þetta gengur ágætlega. Hún er ekkert vitlaus merin þó hún hafi aðeins skransað hjá henni um daginn. Ég geri mér allavega vonir um að framhaldið verði fínt. Ég ætla að girða smá fyrir hrossin í þessari norðurferð. Ekki veitir af að rýmka á þeim fyrir sumarið. Við erum ekki enn búin að fá traktór en núna er búið að auglýsa á Húnahorninu fyrir norðan svo kannski finnum við sniðuga vél þarna á svæðinu... sem minnir mig á það.. ég þarf að panta heyskap aftur :o) Atli fór út til Bretlands fyrir nokkrum dögum og var í 4 daga úti. Við Þórdís Katla vorum þá bara einar heima á meðan því meira að segja Svenni fór austur í sauðburð. Við vorum auðvitað voða kátar að fá hann pabba heim og hann var ekki síður glaður að hitta stelpuna sína aftur. Þórdís Katla er auðvitað svo endalaust sæt og fín að það hefur bara ekki verið til annað eins barn hehe! Gunni og Sveinbjörg voru að koma heim frá Svíþjóð og þau komu færandi hendi í gær. Þórdís fékk fullt af fínum stelpufötum og meira að segja sundföt.. svo nú verðum við að fara að drífa okkur í sund!
Skrifað af Kolla 08.05.2009 05:40prófin búin.. sumarið að hefjastJæja þá er próftörnin búin! Ég byrjaði í próflestri strax eftir skírn og hef varla verið viðræðuhæf síðan þá. Þórdís Katla hefur verið hálf móðurlaus en hún átti í staðinn duglegann pabba! Hún var á daginn hjá Karen frænku og svo var Sveinbjörg amma dugleg að taka hana og Lólý frænka líka Ég get ekki annað sagt annað en ég sé hæst ánægð með próflokin.. þetta er svo erfitt á meðan á því stendur.. og erfitt á eftir reyndar líka. Ég var eins og draugur í gær, þreytan eftir próftörnina var að gera út af við mig en ég er vonandi að komast á rétt ról. Núna tekur bara við bið eftir einkunnum, þær detta inn í rólegheitunum en sú fyrsta kemur væntanlega ekki fyrr en á þriðjudag og næsta á miðvikudag og svo hinar eitthvað aðeins seinna. Þórdís Katla er orðin rúmlega þriggja mánaða.. þetta líður svo hratt að ég á ekki orð! Ég hef ekki tekið mikið af myndum af henni undanfarið þar sem ég hef bara varla séð hana í 3 vikur.. en ég tók samt nokkrar í gær og í fyrradag af prinsessunni..
Ég er örugglega að gleyma einhverjum "fréttum" en ..jæja best að fara að gera eitthvað "að viti" .. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 204 Gestir í dag: 57 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300883 Samtals gestir: 37228 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:47:49 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is