Mánaskál

Færslur: 2009 Maí

25.05.2009 18:02

Komin heim úr sveitinni

Jæja þá er fjölskyldan komin heim úr sveitasælunni. Þetta er nú meiri paradísin sem við eigum þarna! Við vorum heppin með veður, þetta var æðislegt! Þórdís Katla var eins og ljós allan tímann. Svaf báðar leiðir í bílnum, svaf allar nætur, svaf úti í vagni eins og hún fengi borgað fyrir það og svo kom út stundum út í vagninum og horfði á okkur vinna.. bara draumur!



Atli var samur við sig.. á fullu í allskonar verkefnum. Hann málaði eina umferð á þakið á íbúðarhúsinu og er búinn að blettagrunna þakið á skemmunni. Þetta verður voða fínt þegar það verður klárað.


hérna sést íbúðarhúsið í bakgrunninum





Atli setti líka nýja hurð á skemmuna og stóran glugga með æðislegu útsýni.. beint upp í skálina!





Ég setti upp sumargirðinguna í norðurtúninu fyrir hrossin og í lautina heima við. Atli girti svo frá hlaðinu og niður í hestastykkið fyrir neðan bæ. Núna er "réttarhólfið" mitt nánast tilbúið. Ég er semsagt að vonast til að við setjum upp rétt/gerði í sumar fyrir neðan bæinn svo ég geti dundað í hrossunum í sumarfríinu. Við eigum meiri hlutann af efninu í gott gerði svo þetta er aðallega spurning um tíma.

Birta, Myrvki og Drungi líta mjög vel út. Ég er mjög sátt við það hvernig þau koma undan vetri. Þau eru engar fitubollur en í fínum holdum samt. Strákarnir eru bara reglulega flottir. Ég er voða skotin í Drunga mínum, hann er að þroskast svo fallega. Hann er mjög laglegur og svo eru fallegar hreyfingar í honum líka. Þeir bræður eru báðir spennandi finnst mér, og allur gangur laus í þeim báðum. Hrossin voru hress og kát og mikill leikur í þeim þegar ég hleypti þeim út úr vetrarstykkinu og inn á annað. Bylting missti af þessu partyi þar sem hún er í tamningu. Við kíktum á dömuna og fengum að sjá hvernig gengur. Hún er nú voða sæt þessi primadonna mín.. og já.. primadonna er hún. Hún er með einhverja smá prinsessustæla í tamningunni en það er nú örugglega bara svo að það viti nú allir hvað þeir eru með í höndunum. Hún er sko ekki primadonna fyrir ekki neitt!


Birta frá Blönduósi







Myrkvi


Bræðurnir, Drungi og Myrkvi frá Mánaskál


Drungi frá Mánaskál







Atli bar áburð á plönturnar sínar og kjarr í nánasta nágrenni okkar.

Við slóðadróum svo suðurtúnið og hestastykkið.. og þar sem við erum ekki enn búin að finna traktor þá var þetta gert með ekki minna tæki en húsbílnum hehe!



Fjórhjólið var auðvitað notað helling líka.. og munar sko heilmikið um það í girðingavinnunni!

Ég er sjálfsagt að gleyma einhverju en þetta ætti nú að vera það helsta. Annars er ég bara svo spennt fyrir sumarfríinu í sveitinni að ég er að springa. Þetta verður svo notalegt og svo margt á prjónunum!

Eitt að lokum.. síðasta einkunn er komin í hús.. var ekki nærri því jafn góð og ég átti von á! Svoleiðis er alltaf spælandi en þó voru bara 3 sem náðu hærri einkunn en ég svo ég verð bara að vera sátt við þetta. Ég var því með þeim hæðstu í 3 fögum en 2 voru ekki alveg svo góð. Núna er bara málið að spýta í lófana fyrir næstu önn!

Fleiri myndir í myndaalbuminu

Endilega kvittið í gestabókina eða commentið

20.05.2009 10:12

.. á leið í sveitina!

Jæja enn líður of langt á milli frétta á þessum bæ.

Ég er ekki búin að fá allar einkunnir enn, en ég er þó búin að fá út úr 4 fögum af 5 og þetta er bara allt í gúddí. Ég veit að mér gekk vel í síðasta faginu líka þannig að fyrsta árinu í viðskiptafræði er hér með lokið! Ég ætla svo að taka 4 fög í sumar.. vona að það gangi eitthvað þar sem það er jú auðvelt að finna sér eitthvað annað að gera á sumrin!

Við erum á leið í Mánaskál í dag.. veðurspáin er fín fram á helgi og það á að mála þökin! Vá hvað það verða mikil viðbrigði að sjá allt í einu fagurrauð þök! Bærinn hefur verið hvít/grár litlaus forever svo þetta verða tíðindi! Svo á jú líka að reyna að klæða húsið að hluta í sumar.. smíða pall og fleira og fleira!

Bylting er í tamningu á hjá Söndru Marin, þetta gengur ágætlega. Hún er ekkert vitlaus merin þó hún hafi aðeins skransað hjá henni um daginn. Ég geri mér allavega vonir um að framhaldið verði fínt.

Ég ætla að girða smá fyrir hrossin í þessari norðurferð. Ekki veitir af að rýmka á þeim fyrir sumarið. Við erum ekki enn búin að fá traktór en núna er búið að auglýsa á Húnahorninu fyrir norðan svo kannski finnum við sniðuga vél þarna á svæðinu... sem minnir mig á það.. ég þarf að panta heyskap aftur :o)

Atli fór út til Bretlands fyrir nokkrum dögum og var í 4 daga úti. Við Þórdís Katla vorum þá bara einar heima á meðan því meira að segja Svenni fór austur í sauðburð. Við vorum auðvitað voða kátar að fá hann pabba heim og hann var ekki síður glaður að hitta stelpuna sína aftur. Þórdís Katla er auðvitað svo endalaust sæt og fín að það hefur bara ekki verið til annað eins barn hehe!

Gunni og Sveinbjörg voru að koma heim frá Svíþjóð og þau komu færandi hendi í gær. Þórdís fékk fullt af fínum stelpufötum og meira að segja sundföt.. svo nú verðum við að fara að drífa okkur í sund!


í nýju dressi frá ömmu og afa í Hveró


hress og kát með pabba áður en hann fór út.. og í legghlífum og gallakjól!


að prufuheyra nýja rúmið.. og þetta dót er sko æðislegt!


alltaf í æfingum á leikteppinu


ég og elsku pabbi minn!


gaman í baði.. en sjáið baðendurnar.. þær synda á hliðinni hehe



Fleiri myndir í myndaalbuminu

Nýjar fréttir koma eftir helgi þegar við komum heim úr sveitinni!

08.05.2009 05:40

prófin búin.. sumarið að hefjast

Jæja þá er próftörnin búin! Ég byrjaði í próflestri strax eftir skírn og hef varla verið viðræðuhæf síðan þá. Þórdís Katla hefur verið hálf móðurlaus en hún átti í staðinn duglegann pabba! Hún var á daginn hjá Karen frænku og svo var Sveinbjörg amma dugleg að taka hana og Lólý frænka líka emoticon Ég get ekki annað sagt annað en ég sé hæst ánægð með próflokin.. þetta er svo erfitt á meðan á því stendur.. og erfitt á eftir reyndar líka. Ég var eins og draugur í gær, þreytan eftir próftörnina var að gera út af við mig en ég er vonandi að komast á rétt ról. Núna tekur bara við bið eftir einkunnum, þær detta inn í rólegheitunum en sú fyrsta kemur væntanlega ekki fyrr en á þriðjudag og næsta á miðvikudag og svo hinar eitthvað aðeins seinna.

Atli fór eina ferð norður í Mánaskál á meðan ég var í prófum. Hann fór með Byltingu í tamningu fyrir mig til Söndru Marinar á Efri Mýrum. Ég hlakka til að sjá hvernig rætist úr primadonnunni minni.  Vaka á að fara norður líka en það getur verið að hún fái að hlaupa norður sjálf. Hugsanlega fer hún með Lilju yfir Kjöl í lok júní og verður þá komin í form þegar við förum í sumarfrí í júlí emoticon ohh hvað það verður gaman hjá okkur! Litla fjölskyldan ætlar að vera saman í sveitinni í heilan mánuð! Ég hef hrossin mín og Atli er búinn að finna sér allskonar verkefni til að dunda í emoticon Ætli ég verði ekki með öll hrossin á járnum í sumar. Ég vona að ég geti riðið Byltingu eitthvað eftir að hún kemur frá Söndru, og svo verður Vaka á járnum og vonandi gengur mér vel að komast af stað með Birtu. Nú og ef vel gengur með prinsessurnar þá vil ég hafa Drunga og Myrkva á járnum líka og dunda eitthvað í þeim í sumar. Atli getur eflaust hjálpað mér við "tamningarnar" emoticon

Þórdís Katla er orðin rúmlega þriggja mánaða.. þetta líður svo hratt að ég á ekki orð! Ég hef ekki tekið mikið af myndum af henni undanfarið þar sem ég hef bara varla séð hana í 3 vikur.. en ég tók samt nokkrar í gær og í fyrradag af prinsessunni..


í Bumbó stólnum.. sem er kallaður koppurinn dags daglega emoticon


einbeitt hehe





sæt og kát.. enda er ég farin að sjá mömmu mína meira emoticon


 
Fleiri myndir í albuminu!

Gústa amma var í Boston um daginn og Þórdís Katla græddi heilan helling! Maður græðir sko á því að vera lítil og sæt! Amma keypti sko samfellur, sokka, boli, náttgalla, kjóla, skó, jakka, smekki, eyrna hitamæli, leikföng og fleira! Úff.. hvað ætli gerist eiginlega þegar mamman kemst sjálf til útlanda!

Bíllinn minn dó.. það hlaut að koma að því! Reyndar er hægt að lífga hann við en vatnskassinn sprakk á leiðinni heim einn daginn. Eins og það er nú "gaman" að verða stopp á háanna tíma á Kringlumýrarbrautinni þá þurfti fólk að vera að flauta á mig! Hvað er málið! Það var eins og fólk héldi að ég væri að leika mér að því að stoppa umferð! En nota bene það bauðst enginn til að hjálpa mér að ýta bílnum í burtu.. nei en endilega flautum á gelluna sem er ein með dauðan bíl sem er fyrir öllum! Tillitssemin er alveg að fara með fólk á þessum síðustu og verstu dögum! En að sjálfsögðu var mér komið til bjargar.. Svenni minn og vinur hans úr skólanum voru akkúrat einir af þessum sem hugsuðu "hvaða hálfviti er stopp þarna" .. og sáu svo hvaða bjáni var þarna á ferð og komu mér til bjargar emoticon svo er kannski dálítið lýsandi fyrir samfélagið okkar að það kom svo einn ókunnugur og hjálpaði okkur að íta bílnum upp á umferðareyju og það var útlendingur! Íslendingar eru víst ekki svo hálpsamir!

Þar sem skólinn er "búinn" ætla ég að skella mér í ræktina.. nema hvað að Baðhúsið sem er í næst götu við mig býður ekki upp á barnagæslu..isssss! Ég þarf því að leita annað sem er mjög spælandi því það hefði verið svo gott að geta labbað yfir í Baðhúsið með barnavagninn og spriklað þar. Í staðinn þarf ég að taka stelpuna með í bílinn og hún sofnar líklega á leiðinni og verður kannski pirruð þegar hún vaknar og allt eftir því, en hún hefði geta sofið bara í vagninum á meðan ég væri að púla í baðhúsinu. Svona er þetta bara.. við reddum okkur einhvern veginn.

Núna þegar önnin er búin þarf ég að fara ákveða hvaða fög ég ætla að taka í sumar! Jább.. ég er rugluð.. ætla að vera í skólanum í sumar líka! Ég ætla samt ekki að taka alveg fulla önn því ég ætla að eiga eitthvað sumarfrí líka með fjölskyldunni.. en ég ætla að reyna að flýta fyrir náminu og taka auka fög í sumar fyrst það er boðið upp á það emoticon

Ég er örugglega að gleyma einhverjum "fréttum" en ..jæja best að fara að gera eitthvað "að viti" ..

  • 1
Flettingar í dag: 204
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300883
Samtals gestir: 37228
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:47:49

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar