Mánaskál

Færslur: 2009 Apríl

18.04.2009 23:24

Daman er komin með nafn!

Jæja þau stórtíðindi áttu sér stað í dag að Litla Atladóttir var skírð og fékk hún nafnið Þórdís Katla emoticon Betra er seint en aldrei eins og einhver sagði. Ég held að það séu bara allir voða sáttir við nafnið hennar og ekki leiðinlegt fyrir skvísuna að heita í höfuðið á besta pabba í heimi emoticon


Þórdís Katla hjá langafa Simma (langafa í Torfó)


hjá langömmu Ásu (langömmu í Torfó)


með ömmu Gústu


og ömmu Sveinbjörgu


hjá afa Guðna


hjá afa Gunna


og hjá Tinnu frænku

Ég tók voða fáar myndir sjálf í veislunni og óska hér með eftir myndum. Ég á t.d. engar myndir af okkur Atla en nóg var tekið af myndum svo eitthvað hlítur að skila sér. Ég bæti inn myndum á næstu dögum. Nokkrar myndir í viðbót í myndaalbuminu.

Annars er fátt um fréttir.. við vorum á Klaustri um páskana. Það var vinnuhelgi í húsinu hjá afa hans Atla og nóg að gera. Við Þórdís Katla dunduðum okkur á meðan og lærðum aðeins. Við hittum langafa Jón sem býr á Klaustri og tókum myndir við það tilefni

 



Í baði með ömmu Sveinbjörgu


Þórdís Katla fékk páskaegg frá afa og ömmu í Sæviðarsundi. Það mátti auðvitað ekki mismuna barnabörnunum.. lítil eða ekki þá fékk hún sko líka egg emoticon

þetta er nú svolítið spennandi

Ég átti nú víst afmæli um daginn, kerlan bara orðin 28 takk fyrir.. úff! Voðalega er maður að þroskast. Það er samt svo skrítið að mér líður samt ekkert öðruvísi en þegar ég var 27..

Atli fór norður þarna um daginn sem gekk vel. Stefnir fór með honum og þeir gátu aðeins leikið sér á sleða. Þeir keyrðu líka Benzinn upp í fjall í snjónum en þegar á reyndi voru þeir myndavélalausir, eins og það hefði verið gaman að eiga myndir af þessu. Svo var auðvitað eitthvað unnið líka enda duglegir strákar á ferð. Það er margt á dagskrá á næstunni, og sumarið verður skemmtilegt. Atli verður í fæðingarorlofi í júlí og við ætlum að vera allan mánuðinn í Mánskál! Ég, Atli, Þórdís Katla, hrossin, skemman (bílskúrinn hans Atla) og góða veðrið... hvað er betra! Það er aldrei að vita nema það verði kominn traktor í Mánaskál fyrir sumarið, allavega höfum við augastað á einum flottum en sjáum til hvað verður úr því.

Pabbi fór austur um páskana og skoðaði traktor sem honum leist svo ekki nógu vel á. Hann græddi samt múgavél í ferðinni og eitthvað meira. Þau mamma fóru svo norður með gersemina svo það er aldrei að vita nema við snertum eitthvað heyskap sjálf í sumar. Ég er svo auðvitað með nokkur verkefni í huga fyrir Atla þegar hann verður kominn á nýja traktorinn sinn emoticon
Bylting er á leið í tamningu. Ég hlakka til að sjá hvað verður úr henni. Svo er alveg inní myndinni að halda henni í sumar ef tamingin gengur vel. Ég hef augastað á Glám hans Villa Gustara sem ég leigði pláss hjá í fyrravetur. Ég held að það gæti bara verið mjög spennandi samsetning en sjáum hvað verður.

Vaka hefur ekki selst eins og til stóð svo hún fer norður í Mánaskál við tækifæri og verður notuð í sumar. Ég vona að mér gangi vel með Birtu og ég geti þá notað þær tvær í að teyma Myrkva og Drunga og fleira. Ég held barasta að við Atli eigum eftir að ríða út eitthvað saman eftir að Vaka kemur norður. Hann er nú alveg hestfær drengurinn og ég myndi þiggja félagsskapinn og aðstoðina. Til stendur að byrja á Drunga þar sem hann er orðinn 4. vetra. Ég held að hann verði ekkert til vandræða enda vel mannvanur og var inni sem folald og aftur aðeins veturgamall. Ég veit ekki alveg hvað verður með Myrkva, það þyrfti nú endilega að byrja almennilega á honum. Ef ég get þá reyni ég að dúlla eitthvað meira í honum, teyma hann og svona í sumar en það er alveg kominn tími á meiri tamningu.  Ég þarf að komast norður til að fara með Byltingu til Söndru Marinar í tamningu og vona að við finnum eitthvað út úr því.

Skella mín er komin á nýtt heimili! Ég á því engann hund lengur. Skella varð óvænt heimilislaus en  hún hafði verið hjá mömmu hans Ragga í Þorlákshöfn í dágóðann tíma við gott yfirlæti. Nú voru góð ráð dýr og ég fékk eitthvað hugskeyti að hafa samband við hana Moniku (www.tofradogs.com) og athuga hvort hún vildi nokkuð ættleiða einn vitleysing emoticon nema hvað að hún hafði svo bara áhuga. Ég held að ég hafi sko dottið í lukkupottinn þarna þar sem hún og Rúnar eru svo áhugsöm um hundana sína og sinna þeim vel. Monika er hundaþjálfari og notar clicker við sína þjálfun. Skella hefur bara gott af því að læra eitthvað nýtt og gott og ég held að það geti bara allir verið sáttir með sitt. Ég held að þetta muni allt fara vel, Skella kann allavega vel við sig, hundarnir þeirra tóku vel á móti henni og svo sýnist mér að hún fái að vera prinsessa þarna eins og hún er vön emoticon


En jæja ég held að það sé kominn tími til að fara í bælið. Núna er próftörnin að skella á svo ég á ekki von á uppfærslum í einhvern tíma. Ég skelli þó inn fleiri myndum frá skírninni þegar þær berast til min.

Kveðja Kolla og Þórdís Katla emoticon

Fleiri myndir í myndaalbumi

03.04.2009 23:04

.. nóg að gera

Jæja lífið er enn ljúft og gott á þessum bæ. Verkefnatörnin mun líklega taka enda á hjá fyrr en síðar. Ég er að leggja lokahönd á verkefni sem á að skila á sunnudag og um helgina eru líka 2 próf.. gaman gaman! Svo held ég nú að brjálæðið sé búið í bili.. næst dembist bara yfir mig próflesturinn.

Þar sem ég er nú svona upptekin þá fór Atli með Litlu í 9. vikna skoðunina í dag emoticon Hún er orðin 5370 gr og 60,1 cm.. bara stækkar og stækkar.

Atli ætlar svo að fara í Mánaskál á morgun og vera eina nótt. Við Litla verðum heima á meðan og reynum að læra áfram. Atli er að fara í dótaferð í sveitina, með vélsleða og fleira skemmtilegt emoticon Hann verður bara að heilsa upp á hrossin fyrir mig þar sem ég kemst ekki fyrr en eftir próf norður.

Við Litla tökum myndir öðru hverju svona þegar vel stendur á.. hér eru nokkrar..


svo fín í dressinu frá Agga og Snæju


svo var hún að fá svona rosa flotta prjónaða peysu frá Önnu Siggu og Dedda

aðeins byrjuð að halda á dóti


... sjáið þið bara emoticon
verst að hún endaði svo á að slá sig í andlitið með dótinu..og það var hart. Mamma þarf greinilega að kaupa eitthvað mjúkt dót sem daman getur æft sig með.

nokkrar myndir í viðbót í albuminu

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar