Mánaskál

Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 11:17

Nýjar myndir

Það var eins og ég hélt.. Litla er enn að þyngjast og allt eins og það á að vera emoticon Hún var 5.170 grömm á fimmtudaginn og 58,5 cm.

Það er svo brjálað að gera í skólanum hjá mér að það er ekki fyndið.. en það góða er að það styttist í að önnin klárist emoticon

Litla frænka okkar fyrir vestan var skírð um helgina og fékk nafnið Vigdís Eva emoticon  Við hittum hana og fjölskylduna í gærkvöldi. Það var rosa stuð með öll þessi kríli. Við hittust heima hjá Ásu og tvíburunum og svo mætti ég með Litlu og Petra með Vigdísi Evu emoticon  Ég tók reyndar engar myndir af þessum hitting en geri ráð fyrir að stelpa myndum frá Petru og Ásu til að sýna.

Við erum búin að festa dag fyrir skírn, já það hlaut að koma að því.. stúlkan fær nafn 18. apríl

Gunni afi kom færandi hendi í síðustu viku með smekki.. þessi mynd var tekið við það tilefni.. Grandpa´s little Angel emoticon




á leiðinni í bað


vel innpökkuð eftir baðið

hress og kát og komin í náttgallann




komin í Hello Kitty gallann frá Birtu frænku í Svíþjóð





Fleiri myndir í myndaalbuminu

25.03.2009 22:17

Fréttir, myndir

Vá hvað tíminn líður hratt! Ég er nú eiginlega farin að skammast mín fyrir bloggleysið. Svona er þetta víst bara þegar maður er orðinn "full time mom", það er lítill tími í annað.

Af fjölskyldunni er fátt í fréttum. Atli er farinn að vinn aftur og er þessa dagana í kvöld- og næturtörn. Við Litla fáum að hafa hann á daginn í staðinn svo við erum sáttar. Það er brjálað að gera í skólanum hjá mér, endalaus verkefnaskil og próf og svo er nú bara mánuður eftir af önninni.. og inn í því er páskafríið svo þetta er orðið ansi stutt. Ég kvíði fyrir prófunum en ég hlakka líka til þegar próftörnin verður búin.. þá er komið sumar emoticon

Litla fór í skoðun á heilsugæsluna fyrir hálfum mánuði og þá kom í ljós að daman var að léttast emoticon Ég mjólka greinilega ekki nóg fyrir hana og þarna er komin skýringin á því afhverju hún var svo oft pirruð og erfið, hún var bara svöng emoticon Núna fær hún pela líka og er farin að þyngjast. Ég ætla með hana í aukaviktun á morgun til að vera viss um að hún sé enn að þyngjast því næsta reglubundna skoðun er ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Ég á ekki von á öðru en að hún sé búin að þyngjast eðlilega.
Litla er farin að sofa úti í vagni og sefur þá vel og lengi. Ég held að við séum að verða komnar með góða rútínu fyrir daginn og allir sáttir. Hún sefur tvo góða lúra úti og svo er háttatíminn að kvöldi orðinn fastur. Hún er rosalega dugleg að fara sjálf að sofa, bæði í vagninum og í vöggunni á kvöldin og svo sefur hún vel á nóttunni.. hvað getur maður beðið um meira emoticon Hún er auðvitað bara fínust emoticon 

Síðasta vika var ansi strembin á þessu heimili, það var skólavika hjá mér og Atli var að vinna á kvöldin. Sveinbjörg Amma, Gunni afi og Tinna frænka redduðu okkur á meðan ég var í skólanum emoticon Kærar þakkir fyrir það!
Ég reyni að vera dugleg að taka myndir, hérna koma nokkrar..


Litla er farin að brosa og hjala mikið


í bleika dressinu af mömmu emoticon



Litla í bílaviðgerðum með pabba


Svenni frændi kom heim með gullfisk af djamminu.. hvað dregur hann heim næst hehe


Svenni Akerlie og Gulla komu í heimsókn.. og auðvitað var litla vinsæl emoticon

Það styttist í skírnina, við erum ekki alveg búin að negla dagsetningu en vonandi verður hún fyrir páska.. nánar um það síðar. Það er sko nóg að gera í skírnum þessa dagana. Petra frænka er að koma suður og ætlar að skíra dóttur sína næstu helgi. Ása og Konni skýra svo prinsana helgina eftir páska. Það er búið að nefna tvíburana, þeir verða skírðir Christian Arnþór og Alexander Jens en það er spennandi að vita hvað Petrudóttir á að heita emoticon

Ég er alveg pottþétt að gleyma helling þar sem það er svo langt síðan ég bloggaði síðast.

Fleiri myndir í myndaalbuminu

08.03.2009 18:18

Nýjar myndir

Litla fjölskyldan skellti sér í sveitina í viku og hafið það voða gott í snjónum. Ég og snúlla vorum auðvitað bara inni en Atli gat dundað helling í skemmunni. Það var hvítt en auður vegur þegar við komum en bætti heilmikið í snjóinn á meðan við vorum þarna. Flesta dagana var still og bjart en þegar við vorum farin að hugsa okkur til hreyfings heim gerði byl og ófærð. Það gerði ekki mikið til, Atli komst á Blönduós í búðina og við biðum róleg eftir betra ferðaveðri.






mamma er svo fyndin emoticon


að skoða pabba sinn


með súperman skykkjuna emoticon smekkurinn var víst oftar á bakinu en að framan

Hrossin hafa það ósköp gott í sveitinni. Ég tók nokkrar myndir af þeim þó að ég hafi lítið sem ekkert verið utandyra í þessari ferð.


Birta


Bylting


Drungi


Myrkvi


Við Snúlla kíktum í heimsókn til Ásu frænku og tvíburanna í vikunni. Strákarnir eru sko búnir að stækka helling síðan ég sá þá síðast enda eru þeir að verða 2. mánaða! Tíminn líður ekkert smá hratt.. Snúlla Atladóttir er líka að verða 5 vikna!


Christian, Alexander og Litla Atladóttir

Mamma og pabbi komu í heimsókn um daginn og Samba fékk að koma með. Hún spáði ekki mikið í litlunni fyrr en það heyrðist í henni.. þá stökk hún til og varð að fá að skoða hvað þetta eiginlega var!..


dömurnar að skoða hvor aðra emoticon

Fleiri myndir í myndaalbuminu

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar