Mánaskál

Færslur: 2009 Febrúar

26.02.2009 08:35

Klárlega kominn tími á fréttir

Það er sko aldeilis kominn tími á fréttir af litlu fjölskyldunni, mér gengur bara ekkert að blogga þessa dagana.

Lífið gengur sinn vanagang, litlan drekkur og sefur og kúkar og allt það, bara eins og þetta á að vera. Reyndar tók hún upp á því að vilja ekki taka brjóstið og lét hafa ansi mikið fyrir sér á tímabili. Mamma og pabbi voru orðin ansi þreytt á orginu en það virðist ríkja eitthvað samkomulag um þessa brjóstagjöf núna, allavega eins og er.

Það hefur verið alveg brjálað að gera í skólanum, það er merkilegt hvað það þarf alltaf allt að vera á dagskrá á sama tíma, prófin og verkefnin hellast yfir mig þessa dagana. Atli og litlan hafa verið dugleg að bjarga sér á meðan ég er í skólanum og svo hef ég geta lært eitthvað smávegis.

Nýjasta nýtt er að ég fékk flensu.. oj bara. Ég hata að vera veik, það er svo ömurlegt. Nema hvað að ofan á það þá var litla óvær akkúrat þegar ég lá í flensu sem er ekki skemmtilegt. Ég er eitthvað að hressast sem betur fer og verð örugglega búin að hrista þetta af mér fljótlega. Við vorum meira að segja á leiðinni í Mánaskál þegar ég lagðist í bælið sem gerir þetta enn leiðinlegra.


Birta frænka að passa


Kári frændi stóð sig líka vel


Í ömmustólnum.. og í gallanum af mömmu emoticon

Ég þarf endilega að henda inn myndum af mér í þessum galla.. kannski við séum bara dálítið líkar.


ohhh eitthvað svo sár

Fleiri myndir í myndaalbuminu

10.02.2009 14:00

Daman rúmlega vikugömul

Jæja þá er prinsessan á heimilinu orðin rúmlega vikugömul.. já þetta líður sko hratt!! Heimilislífið gengur vel fyrir sig. Hún er dugleg að drekka og sofa og kúka í bleyjur.. hvað á maður svosum annað að gera þegar maður er svona lítill emoticon Næturnar hafa verið góðar, hún vaknar einu sinni á nóttu og svo bara aftur um morguninn, eftir þann sopa má sko bara alveg halda áfram að sofa. Pabbinn hefur aldrei sofið eins mikið og hann hefur gert núna og kannski var löngu kominn tími á að hann hvíldist almennilega, hann er alltaf eins og þeytiskífa því það er svo margt skemmtilegt hægt að gera ef maður á pínu lausann tíma emoticon

Við fengum heimsókn frá Svíþjóð á laugardaginn því þá kom Habba systir Atla og krakkarnir hennar Birta og Kári. Birta ætlar að vera barnapía hjá okkur og Kári ætlar að guttast eitthvað á meðan. Þau verða hjá okkur fram á næstu helgi og það er sko ekki leiðinlegt fyrir okkur að hafa svona marga að snúast í kring um prinsessuna, þeim mun fleiri pásur fyrir okkur emoticon

Ég er búin að vera með myndavélina uppivið til að gleyma nú ekki að taka myndir. Svona kríli stækka svo ógurlega hratt að maður verður að passa að missa nú ekki af neinu.


Ágúst Unnar og Sandra Diljá með litlu frænku


Á leiðinni í 5 daga skoðun á barnaspítalann





Fleiri myndir eru í myndaalbumi hægra megin á síðunni



05.02.2009 03:08

Fjölskyldan komin heim

Jæja þá er litla fjölskyldan komin heim og kominn tími til að koma með fréttir.

Eins og hefur komið fram þá fæddist lítil prinsessa á afmælisdaginn hans pabba 2. febrúar sem jafnframt er brúðkaupsdagur mömmu og pabba emoticon Reyndar á Jenný frænka mín líka afmæli 2. febrúar og lítill frændi hans Atla svo þetta hlítur að vera góður dagur.

Við Atli mættum á meðgöngudeildina að kvöldi 1. febrúar í gangsetningu. Ég fékk töflu til að koma mér af stað sem virkaði líka svona glymrandi vel. Ég fékk mjög fljótlega verki en var nú ekkert mikið að kvarta framan af þar sem þetta átti jú að vera vont. Við horfðum á smá sjónvarp framan af en mjög fljótlega eftir að ég fékk aðra töflu varð ég viðþolslaus. Ég fór yfir á fæðingarganginn kl. 2 og allt var komið á fullt. Ferlið gekk allt mjög hratt fyrir sig með tilheyrandi verkjum og allt það en það þýðir ekkert að kvarta núna, þetta er löngu gleymt! Daman fæddist kl. 8.59, 17 merkur - 4270 gr og 53 cm. Það þurfti aðeins að grípa inní í lokin þegar mamman var orðin uppgefin og litla daman sýndi þreytumerki á mónitornum. Prinsessan kom því í heiminn með aðstoð tanga en var voða hress og spræk emoticon og mamma og pabbi dauðfegin að þetta væri búið. Ég hélt á tímabili að þetta ætlaði aldrei að taka enda.

Nýbakaður faðir stóð sig eins og HETJA í öllum hamaganginum. Fyrir honum leið þetta örugglega mikið hægar en í mínum huga. Ég gat bara hugsað um sjálfa mig og varla það og hann hélt þessu öllu saman. Ég hefði ekki getað þetta án hans!

Við erum auðvitað bara eins og allir nýbakaðir foreldrar að rifna úr monti. Okkur finnst stelpan okkar svooooo sæt að við erum að kafna. Ég vissi að lítil börn væru sæt en ég held í alvöru að sætara barn finnist hverngi emoticon Þetta er semsagt ekki þjóðsaga að öllum foreldrum þyki sitt barn fallegast í öllum heiminum.

Við fengum að fara heim af fæðingardeildinni í fyrradag og lífið er bara yndislegt. Það gengur allt svo vel, hún er svo vær, brjóstagjöfin er öll að koma til og við getum bara ekki kvartað undan neinu held ég. Hún er bara fullkomin emoticon  Fyrstu nóttina heima enduðum við á að gefa henni smá ábót úr sprautu um kl. 2 þar sem hún var bara ekki að fá nóg hjá mér. Hún sofnaði eftir það og svaf til morguns takk fyrir! Ég vaknaði kl. 8 og þá var bara öll fjölskyldan enn steinsofandi! Ég fór svo bara á fætur og skipti um bleyju og svo lögðum við okkur bara upp í hjá pabba og héldum áfram að sofa! Gærdagurinn var mjög góður líka, bara vaknað til að drekka smá og svo sofið áfram. Nóttin í nótt var svo glæsileg. Daman fékk að drekka um tólf - hálf eitt og fékk svo eina gjöf í nótt og svaf til 9. Þetta getur ekki verið betra!

Og jæja.. það er kominn tími á myndir!!


4270 gr og 53 cm










Pabbi að klæða mig í fyrsta skipti




með för á hausnum eftir tangirnar




Heimferðin




orðin dúðuð og fín


Við mamma "gamla" að leggja í´ann






Komin heim




ohhhh svvooo sæt!


02.02.2009 14:28

Stelpa fædd

Ég sé að þetta var komið inn í kommentin við seinustu færslu en ákvað samt að skella þessu hér inn eins og um var samið emoticon

Kolla og Atli eignuðust "litla" stelpu í morgun. Hún fæddist kl. 8:59 og var 17 merkur og 53 cm emoticon Stærðarstelpa á ferð greinilega. Öllum heilsast vel emoticon

Hér kemur mynd af skvísunni en Kolla bætir svo við fleiri myndum ásamt frekari upplýsingum emoticon



Til hamingju elsku Kolla og Atli emoticon

-Karen.

01.02.2009 17:34

Gangsetning, fædd frænka

Petra frænka átti stelpu í dag, ég hef ekki fengið myndir eða fregnir af stærð en öllum heilsast vel og þetta gekk vel fyrir sig. Til hamingju Petra, Leifur og Sóldís stóra systir emoticon

Jæja núna fer líklega að líða að tíðindum hjá okkur. Ég á að mæta kl. 21 á Landspítalann í gangsetningu svo væntanlega kemur erfinginn í heiminn á morgun. Hér eru allir þokkalega rólegir, búið að taka til það sem þarf að hafa meðferðis og gera síðustu handtökin heima fyrir. Núna á bara eftir að snæða kvöldmat og tía sig af stað! Jii þetta er nú svolítið spes.. að mæta bara klukkan eitthvað ákveðið til að eiga barn! ..og það er ég sem er að fara að eiga barn!

Jæja svona að tilefni þess að þetta er væntanlega síðasti dagurinn minn með ofurbumbu.. á morgun verð ég líklega með eitthvað minni bumbu emoticon þá tók ég bumbumyndir! Ég hef ekki verið dugleg við það og á eiginlega engar.. en hérna kemur eitthvað.. 41 vika + 6 dagar og á leið á fæðingardeildina!








.. þangað til næst
..
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300768
Samtals gestir: 37197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar