Mánaskál |
|
Færslur: 2008 Nóvember26.11.2008 09:53Ferð í Mánaskál, próf og fleiraNú eru öll verkefni og próf annarinnar búin og eftir þessa viku koma svo lokaprófin! Ég klára síðasta prófið 15. des og get ekki beðið! Eftir það ætla ég að einbeita mér að því að vera ólétt og hafa það gott og dunda mér í öllu því sem ég hef ekki getað gert hingað til. Jólaskrautið er komið í bæinn svo ég ætti að geta gert huggulegt fyrir jólin ![]() Ég var í mæðraskoðun í morgun, enn lítur allt vel út og ég get ekkert kvartað að ráði. Auðvitað er lífið orðið eitthvað erfiðara en það er ekkert sem ég þarf að velta mér uppúr. Ég kemst enn fram úr rúminu óstudd, sef á nóttunni og get gengið án verkja. Ég er semsagt bara nokkuð sátt. Ég er nú samt hrædd um að prófin eigi eftir að taka toll, núna stend ég frammi fyrir mikilli lærdómstörn og ég á ekki endilega gott með að sitja lengi. Ég er búin að fá lengri próftíma svo ég geti staðið upp og teygt úr mér án þess að þurfa að skera það niður af eðlilegum próftíma. Svo mun ég sitja við bækunar allar stundir fram í miðjan des svo ég er hrædd um að þreyta fari að segja til sín. Núna á ég að fara í mæðraskoðun á tveggja vikna fresti og næst verður farið að skoða hvernig barnið snýr og svoleiðis. Ég er gengin rúmar 32 vikur svo það eru tæpar 8 eftir.. og þetta líður hratt! Ég fór upp í kjós á laugardaginn að kíkja á Birtu, hún er bara sátt að vera komin út sýnist mér. Sárið lítur rosa vel út og ég fer bara að senda hana norður mjög fljótlega. Hún var ekkert endilega vinsælust í stóðinu eins og gerist alltaf þegar ný hross bætast í hópinn en það var samt ekki búið að éta hana ![]() Atli og Siggi Vals fóru norður á fimmtudaginn og löbbuðu um alla landareignina í leit að rjúpum. Þeir sáu fáar en náðu þó 3 fuglum. Ég og Steffý hans Sigga fórum svo saman norður á laugardaginn til strákana. Þegar við vorum að komast heim á bæ sá ég tófu koma hlaupandi og æstist auðvitað öll upp enda vel upp alin í þessum veiðimálum ![]() ![]() Hrossin hafa það enn bara gott en þau verða nú komin á gjöf fyrir jól. Aldrei að vita nema að þau fái rúllu nú um helgina. Ég sé enga ástæðu til að spara heyjið ofan í þau ef það á að fara norður hvort sem er. Það þarf nú líka að passa að sparigrísirnir byrji ekki að léttast. Bylting er feitust sem kemur ekkert á óvart. Myrkvi og Drungi eru ekki jafn feitir en fínir samt, þó vil ég alls ekki að Myrkvi grennist neitt, mér finnst hann aldrei nógu feitur. Atli stefnir á að fara norður um helgina og sjálfsagt fara einhverjir gaurar með honum. Núna er síðasta rjúpnahelgin og vonandi verða þeir eitthvað varir allavega. Svo myndi þeim ekki leiðast ef tófan kæmi í heimsókn ![]() ![]() Ég er aðeins búin að dunda mér í síðunni eins og sést, komið annað lúkk og svona. Ég bjó til ný myndaalbum af hrossunum og breytti hestahluta síðunnar líka. Ég geri ráð fyrir að fikta eitthvað meira í henni á næstunni en það verður ekkert fyrr en í janúar samt held ég. Búin að blaðra nóg í bili..þangað til næst Skrifað af Kolla 20.11.2008 11:05Draumatófan - Birta farin útÞessi vika líður rosalega hratt, helgin er bara alveg að skella á! Skrifað af Kolla 18.11.2008 10:20Vika 32 - fengið að láni frá doktor.is# Barnið vegur 1,9 kg og lengd þess nálgast 30 cm # Þvermál höfuðsins er 8,2 cm. # Fitulagið undir húðinni þykknar og því breytist húðlitur barnsins frá rauðum yfir í bleikan lit. # Táneglur vaxa # Í sérhverri mæðraskoðun er fyglst með blóðþrýstingnum og athugað hvort þú hafir eggjahvítu í þvagi eða vaxandi bjúg. Þá er m.a. verið að leita að einkennum um meðgöngueitrun. Það virðist aðeins vera farið að minnka leikplássið! Skrifað af Kolla 16.11.2008 22:26Allt of langt síðan síðast..Jæja nú er sko kominn tími á blogg og vel það.. allt of langt síðan síðast. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 81 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 313 Gestir í gær: 40 Samtals flettingar: 377145 Samtals gestir: 43292 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:05:52 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is