Mánaskál |
|
Færslur: 2008 Október28.10.2008 11:04Ferð í Mánaskál og fleiraJæja tíminn flýgur áfram.. núna er október að verða búinn! Ég er komin rúmar 28 vikur á leið, rúmlega 6 mán. svo þetta er allt að styttast. Litla krílið mitt er ansi fyrirferðarmikið á köflum og minnir reglulega á sig í bumbunni Mér líður bara ósköp vel þrátt fyrir auka þyngslin og allt það. Ég er alveg fær í flestan sjó ennþá og læt ekkert stoppa mig sem þarf ekki að gera það. Atli er líka voða voða góður við mig og passar upp á að ég fari mér ekki að voða. Ég fæ svo mikla athygli þessa dagana og endalaus knús að ég verð örugglega bara abbó út í litla barnið þegar það fer að stela athyglinni frá mér Mér finnst svo ósköp notalegt að fá alla þessa hlýju. Skrifað af Kolla 16.10.2008 20:10ÓtitlaðJæja hérna koma nýjustu myndirnar af Birtu minni Skrifað af Kolla 16.10.2008 11:09Akureyri, fréttir af Birtu og fleiraLífið heldur áfram.. Ég fór á fyrstu fjarnemadagana mína á Akureyri í síðustu viku. Ég flaug norður á miðvikudegi eftir vinnu og var búin að leigja íbúð frá starfsmannafélagi Kaupþings í bænum. Ég bauð svo nokkrum stelpum að vera með mér enda hefði ég dáið úr leiðindum ef ég hefði átt að vera þarna alein. Við vorum þarna 5 þegar mest lét og höfðum það bara fínt. Við vorum auðvitað lítið heimavið þar sem dagskráin í skólanum var mjög stíf og svo var farið út á lífið á kvöldin. Eftir að sitja í skólanum allan daginn og á pöbb á miðvikudags- og fimmtudagskvöldi þá var ég eiginlega bara búin á því. Á föstudeginum var einmitt kennsla frá 8 um morguninn til 8 um kvöldið og það var bara meira en nóg fyrir mig.. ég hafði mig ekki út á djammið loksins þegar aðal djammið átti að vera! Það var svo kennsla á laugardeginum líka og það seint að ég hefði ekki átt að ná síðasta flugi heim, ég ætlaði því að fara á sunnudagsmorgni með flugi. Laugardagsfagið var svo tilgangslaust að kennslustofan hálf tæmdist í hléinu og ég dreif mig bara líka. Beint heim í íbúðina að þrífa og ganga frá og svo upp í flugvél og heim! Sunnudagurinn varð ekki til mikilla stórræða hjá mér þrátt fyrir næg verkefni, ég þurfti bara að jafna mig á þessari törn. Svo til að toppa allt þá var skólavika strax vikuna á eftir svo ég er eiginlega ekki búin að ná mér niður ennþá. Skrifað af Kolla 05.10.2008 15:37Mikið að geraJæja ég blogga allt of sjaldan.. ég er farin að fá skammir. Meira að segja Atli segist þurfa blogg til að vita hvað sé í gangi hjá mér á hverjum tíma. Ég skil bara ekkert í svona kommentum, ég hef aldrei talið mig vera fámálu týpuna.. ég þarf eitthvað að skoða þetta greinilega. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is