Mánaskál |
|
Færslur: 2008 Maí23.05.2008 09:03Loksins nýtt blogg - MyndirJæja það hefur verið allt of mikið að gera hjá mér undanfarið.. og er reyndar enn. Ég ætla samt að henda inn myndum af Byltingu og Birtu síðan í vikunni. Svona á ég nú sætar dömur. Skrifað af Kolla 11.05.2008 12:25HvítasunnudagurÉg fór snemma á fætur.. á sunnudagi.. frekar ólíkt mér Ég dreif mig í hesthúsið gaf í húsinu mínu og hengdi upp netin hjá Lilju fyrst ég "vakti" húsið. Ég fór eina bunu á Vöku í rokinu og merkilegt að ég hafi ekki fokið af á köflum. Voðalega er ég ánægð með þessa hryssu, hún stendur sko undir sínu. Tekur ekki feilspor í hávaða roki, fyrir vinnuvélum eða öðru sem á vegi manns verður.. meira að segja sáum við tófu.. hvíta tófu í Kópavoginum.. það hlítur að teljast spes svona innan bæjarmarka Reyndar held ég að þessi tiltekna tófa sé ekki að fara neitt. Ég næ kannski mynd af henni seinna. Skrifað af Kolla 10.05.2008 21:52Birta komin í bæinn - fyrstu myndirDagurinn byrjaði á því að ég sótti Siggu, Særós, Hafþór og Táslu rétt fyrir kl. 10 í morgun.. reyndar byrjaði ég á að taka til í bílnum og ryksuga hann.. en fyrir flesta er það svosum ekki afrek. Ég keyrði Særós og Hafþór í fimleika þar sem Lilja var á næturvakt og Sigga er vön að fara með börnin í strætó í fimleikana sem tekur fáranlega langann tíma á milli hverfa í Kópavogi. Tásla má heldur ekki fara í strætó svo það var lang gáfulegast að ég myndi bara sækja hópinn og koma öllum á sinn stað fyrst ég var á leiðinni í hesthúsið hvor sem var. Við Sigga drifum okkur svo kirkjugarðshringinn á gæðingunum okkar, ég á Vöku og Sigga á Sjón sinni. Ég lónseraði svo Myrkva sem verður dálítið útundan þessa dagana. Ég hefði farið á bak nema að hnakkurinn minn er ekki kominn til baka úr skoðuninni og ég nennti ekki að gera mér aðra ferð til að sækja hnakk til Lilju. Birta, nýja hryssan mín kom í bæinn seinnipartinn. Ég gat sjálf skroppið og tekið á móti henni en stoppaði ekkert því ég þurfti að flýta mér aftur í vinnuna. Hryssan er bara sæt að sjá en ég er nú bara búin að fá svona augnabliksskoðun á hana. Ég kíkti við hjá henni eftir vinnu í kvöld til að ath hvort það væri ekki allt með sóma. Ég setti hana út augnablik til að fá að sjá hana almennilega og auðvitað tók ég myndir. María kom akkúrat á sama tíma til að gefa og Birta vildi auðvitað bara fara beint inn.. ég leyfði henni það bara þar sem ég hef nægann tíma til að skoða hana seinna.
Skrifað af Kolla 10.05.2008 00:29ÓtitlaðÉg var í fríi í vinnunni í dag þar sem ég tók daginn frá til að vera til staðar fyrir Atla og lokaverkefnið. Þetta fór allt saman vel og við Atli fórum með verkefnið í útprentun og innbindingu. Ég er bara voðalega stolt af drengnum mínum, búinn með lokaverkefnið og vonandi að fara að útskrifast úr HR .. svo er bara að sjá hvað ég á eftir að standa mig vel á næstu árum ég á þetta víst eftir. Skrifað af Kolla 07.05.2008 23:30Ég var á námskeiði í dag og slapp svo ótrúlega vel frá vinnunni, var komin snemma í hesthúsið og náði að fara með hnakkinn minn í Lífland. Eitt að lokum.. Karen frænka (www.123.is/ior) er komin með dagsetninu á aðgerðina sína.. það eru 12 dagar í þetta.. semsagt 19. maí. Hún er algjör hetja og hefur staðið sig svo vel. Ég hlakka til að fylgjast með henni ganga í gegn um þetta ferli.. og knús til þín Karen mín Skrifað af Kolla 06.05.2008 21:37Myndir af VökuJæja þá er enn ein vikan á góðri leið og verður búin áður en maður veit af. Við Lilja fórum saman eina bunu í kvöld og auðvitað fór ég á sparimerinni "minni" henni Vöku. Lilja er svo auðvitað að temja Byltingu og það gengur bara ok. Hún er búin að fara eina götu á henni og hún komst allavega heim í heilu lagi.. það dugar mér í bili Reyndar þarf ég að panta tíma fyrir hana hjá Björgvini dýra í munnskoðun þar sem okkur grunar að eitthvað sé að angra hana. Skrifað af Kolla 03.05.2008 12:26Kominn tími á blogg.. mikið að gerast!Ég er ekki alveg að standa mig í bloggheimum. Ég hef haft svo mikið að gera.. aðallega þó það sem ég vil helst gera. Ég er búin að vera dugleg í hesthúsinu undanfarið en ég þarf að fara að gefa mínum eigin hrossum smá tíma! Ég er farin að ríða svolítið út með Lilju og ríð þá auðvitað bara þjálfunarhrossunum hennar. Ég held að ég fari að taka prósentur hehe. Ég er búin að fara á hundavaði yfir líðandi stund þar sem ég er að leysa af í þjónustuveri bankans.. vá hvað það hringja margir inn! En svona er þetta.. ég kom þá allavega einhverju frá mér. Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is