Mánaskál |
|
Færslur: 2008 Mars27.03.2008 09:09Ótti EiðssonurÉg gleymdi alveg að segja Óttasöguna síðast. Ég fékk nefnilega sms frá Lilju á páskadag sem sagði að Ótti væri kominn á hús. Ég hringdi þá í Lilju og vildi vita hvar og hvenær og hvernig hún vissi það, enginn hafði sagt mér neitt. Lilja hitti þá víst mann í Gusti sem var að taka inn folöld og fór með þau í Þorlákshöfn og í þeim hóp var víst eitt fyrir einhverja konu í Reykjavík (síðan hvenær er ég kona.. kornung stúlkan!) Lilju fer að gruna eitthvað og pumpar karlinn og kemst að því hvar folaldið var og undan hverju það væri. Þá var þetta bara hann Ótti minn og einhverra hluta vegna hélt maðurinn að þessi foli væri falur fyrir háar fjárhæðir og eitthvað. Ekki það að hann er alveg kannski falur fyrir háar fjárhæðir.. hver er það ekki.. en ég var aldrei búin að verðleggja folann upp úr öllu valdi Furðulegt allt saman. Ég fékk svo loksins símtal á annan í páskum og mér var sagt hvar folaldið væri og að ég ætti að sækja það. Ótti átti auðvitað að fara að Baugsstöðum þar sem það er mánuður síðan ég missti plássið hans í Gusti. Ég fékk lánaða kerru hjá Gumma og Sjöfn og fór austur með Atla og Sissa í gær að flytja Ótta á milli. Kerran var fyrst sótt við Eyrarbakka og svo farið í Höfnina að sækja folann. Mér hálfbrá þegar ég kom inn í húsið og spurði hvar folaldið mitt væri. Mér var bent á brúnan fola inn í einni stíunni.. þetta var sko ekkert folald heldur foli! Úps.. og ég sem gerði aldrei ráð fyrir að ég myndi ekki ráða við hann.. hver ræður ekki við eitt folald! Svo hafa mín folöld öll verið mannvön og ekkert vandamál með þau.. en karlinn talaði endalaust um það hvað það yrði erfitt að mýla þennan og ég ætti að passa að hann myndi ekki berja mig! Hann væri sko snarvitlaus af styggð. Ég spurði manninn hvort hann væri að grínast.. tvisvar! Hann var víst aldrei að grínast en ég er ekki viss um að hann hafi vitað að hrossin mín láta ekki svoleiðis Við fórum með tamið hross inn í stíuna til hans og króuðum hann af í horni, þar var hann mýldur og svo teymdur á eftir hrossinu upp á kerru. Allt gekk eins og í sögu. Fyrir algjöran aulaskap þá gleymdi ég að taka með tryppamúl og gleymdi svo líka að fá múl hjá Sjöfn. Honum var því sleppt þegar hann kom upp á kerruna og ég treysti bara á að það væri hægt að bakka upp að húsi með hann að Baugsstöðum. Þegar við komum þangað var hann mýldur á kerrunni aftur, og hann var nú bara ekki erfiðari eða hættulegri en það að ég gerið það bara alein. Ég sá meira að segja voðalega lítið því það var myrkur úti og á kerrunni, svartur foli og útiljósið skein framan í mig. Ótti var svo bara teymdur af kerrunni og inn í hús eftir löngum gangi og inn í stíu. Lilju hafði verið sagt að hann væri stór, og ég sá að hann var stór í Þorlákshöfn en ég hélt að það væri meira heimskan í mér að fatta ekki að það væri ekki nóvember.. auðvitað væri hann stærri en folöldin eru vanalega því hann er nú bara að verða veturgamall. En þegar hann gekk inn í stíuna á Baugsstöðum þá datt af mér andlitið, hann var lang lang stæðstur. Hann er sko nokkrum númerum stærri en hin folöldin.. bara fyndið. Hann var líka bara voðalega rólegur yfir þessu, mér líst bara vel á hann. Hann verður ekki lengi að spekjast og átta sig á lífinu og tilverunni. Peran fór í folaldahúsinu og því var erfitt að taka myndir í myrkrinu. Ég klikkaði alveg á því að gera það í Þorlákshöfn. Ég tók þó einhverjar og hér er eitthvað, þó það sé varla nothæft. Ótrúlega mikill stærðarmunur í stíunni. Ótti er þessi stóri brúni. Heilsar upp á Bófa Ég er að vinna um helgina og fer því bara í næstu viku austur til að kíkja betur á hann og byrja að dúllast í honum. 24.03.2008 20:54Páskar 2008Skírdagur fór í hestastúss hjá mér þar sem Atli var að vinna. Ég lagði á Byltingu og Lilja kom svo og aðstoðaði mig. Ég fór á bak og Lilja hafði taum í hryssunni til að byrja með en svo tók hún hann bara af mér og ég þurfti bara að redda mér 19.03.2008 10:00Síðasti vinnudagur fyrir páskaVá hvað ég er glöð að páskafríið er að byrja! Þessi tími er alltaf jafn frábær.. vorfílingurinn er farinn að kræla á sér og svo veit ég til þess að Tjaldurinn er farinn að sjást svo það er pottþétt að vorið er á næsta leyti. Ég fór í hesthúsið í gærkvöldi til að dunda mér. Ylfa "smáraútibúsgella" og Konni hennar.. haha nóg af þessum Konnum í kring um mig.. komu ríðandi til mín frá Heimsenda. Ylfa var á rauðblesóttri hryssu sem mig langaði að skoða. Daman er til sölu og ég get auðvitað lengi á mig blómum bætt :) ég á nú líka allt of lítið af hrossum finnst mér, ég á ekki einu sinni eitt tamið.. ég má sko alveg kaupa mér hest Ég ætla að kíkja á hryssuna aftur eftir páska.
18.03.2008 09:20Árshátíðin búin, að koma páskarJæja nú hef ég ekki bloggað í nokkra daga. Í síðustu viku dundaði ég bara áfram í hryssunni, steig í ístöðin og djöflaðist. Ég hafði það nú aldrei að setjast alveg í hnakkinn þó ég væri komin á bak. Hrossin í næsta gerði voru úti og þau eru svo uppáþrengjandi að ég hef bara ekki kynnst öðru eins! Þau hamast endalaust í snýkjugangi og frekju, naga reiðtygin og hamast í merinni.. bara óþolandi hross.. og það er ekki einu sinni hægt að hrekja þau í burtu.. urrr Á miðvikudaginn lét ég það allavega vera að setjast í hnakkinn þar sem hrossin voru að gera hryssuna mjög pirraða, hún var auðvitað bundin mjög stutt á gerðið og svo fékk hún engann frið. Svanur var í hesthúsinu á sama tíma í þetta skiptið og var að baða hrossin sín. Mér fannst fínt að Bylting sæi slönguna áður en ég færi að baða hana og henni var alveg sama eftir smá stund.. þangað til Svanur byrjaði að baða hana! Hún flogaði eitthvað smá en svo stóð hún þetta bara af sér þó henni væri alls ekki sama! Ég gerði svo ekkert um helgina í hrossamálum. Á fimmtudaginn var Bingó í Gusti og ég mætti með Ágúst og Söndru.. og hin börnin.. mömmu og Önnu frænku hehe. Við fengum smá vinninga en krakkarnir fengu samt ekki páskaegg. Ég var búin að gera samning við alla, ef þau fengju hestavinning myndi ég skipta við þau á páskaeggi. Ég taldi mig eiga hesthúsið á fimmtudögum en þegar ég kom uppeftir eftir Bingó þá var Vilhjálmur búinn að gera allt. Ég þurfti að vinna óvænt á föstudag þó ég hefði verið búin að fá frí, það var því ekkert hrossast það kvöldið. Á laugardag var auðvitað árshátíð Kaupþings. Ég mætti í klippingu kl. hálf ellefu. Það eina sem ég bað um væri að ég myndi halda síddinni! Eftir klippinguna fékk ég einhverjar ofur krulllur fyrir árshátíðina en ég sá í raun aldrei hárið á mér eftir að það var klippt. Ég fór svo bara eins og hálfviti í Smáralind og sótti það sem mig vantaði fyrir árshátíðina, greiðslan átti auðvitað eftir að síga og verða eðlilegri.. en vá hvað mér leið illa í smáranum! Ég fór svo bara heim og tók mig til og fór til Elísabetar í bjór áður en við mættum í fyrirpartyið. Árshátíðin var fín og fyrirpartyið líka. Sveppi og Auddi voru veislustjórar.. mér finnst þeir nú svolítið skemmtielgir. Skemmtiatriðin voru góð, maturinn líka og allt eins og það á að vera. Við fórum heim af árshátíðinni en ekkert í bæinn í þetta skipti en við gerum bara betur næst. Sunnudagur var algjör letidagur! Við sváfum framyfir hádegi og fórum ekki framúr heldur sofnuðum aftur og sváfum framyfir kvöldmat! Við gerðum heldur ekkert um kvöldið nema að sækja bílana og fá okkur að borða, meiri letihaugarnir! Svona er þetta bara daginn eftir árshátíð.. allt leyfilegt! Hárið mitt.. já blessað hárið mitt!! Hvað getur maður gert! Fólk tók strax eftir því að ég hefði farið í klippingu.. ég var virkilega að vona að það virkaði svona stutt út af krullunum.. en svo þegar ég fór í sturtu kom í ljós að hárið á mér er bara svona stutt!! ARG.. hún stytti hárið á mér helling!! .. og ég má alveg tuða yfir því!!!! Mér finnst þetta hræðilegt, eina sem ég bað um var að halda síddinni!!! og ofan á allt annað þá klíndi hún hárlit yfir hálft andlitið á mér svo ég gat ekki breytt hárgreiðslunni því ég gat ekki sýnt ennið eða eyrun.. kreist!! Svo borgar maður helling fyrir þetta.. vá hvað ég er reið yfir hárinu. Ég er búin að vera að safna síðan ég var 18 ára og ekkert gengur!! Litla frænka mín sem er ekki orðin 4 ára er með síðara hár en ég En jæja.. nóg um hárið.. Í gær var víst komin ný vinnuvika. Ég fór í Bónus eftir vinnu og keypti páskaegg handa börnunum.. þar með Atla og Svenna . Ég fór nú til að kaupa egg handa Ágústi og Söndru en Svenni bað mig svo fallega um daginn að ég bara varð að kaupa egg handa honum líka... "Kolla viltu kaupa handa mér páskaegg með íþróttastrump".. hehe ég fann 1 íþróttastrump.. og hann var í fýlu á varamannabekknum haha mér fannst það svo fyndið að ég keypti handa honum eggið og auðvitað annað egg handa Atla líka Eftir Bónus fór ég í hesthúsið núna hafði Bylting sloppið í marga daga í röð og það er nú ekki alveg að ganga. Ég lagði á hana úti á stétt og lagði við hana líka. Rölti svo út í gerði og lónseraði hana með hnakkinn sem henni er nú bara alveg sama um held ég. Þegar við komum til baka þá batt á hana við gerðið og hnoðaðist á bak. Vilhjálmur bauðst til að teyma undir mér á stéttinni sem ég auðvitað bara þáði og þetta gekk bara rosalega vel. Hún sá ekkert endilega tilganginn með því að ganga í hringi á eftir Villa en hún lét sig hafa það samt. Ég hlakka bara til að fara að gera meira og ath hvort það komi einhverjir stælar í ljós. Svo eru bara páskarnir að fara að skella á. Við Atli förum norður ef veður og færð leyfa.. núna þarf bara að fylgjast með verðurfréttunum. Ég sá brot af þeim í gær og það leit illa út fyrir skírdag.. en sjáum til. 11.03.2008 21:11Allt að komaJæja, tamningunni miðar ágætlega áfram. Þetta er nú allt í litlum skrefum en miðar allt þó í rétta átt. Ég sagði um daginn að ég ætlaði að vera komin í hnakkinn eftir 2 vikur og mér sýnist ég bara vera á áætlun. Þetta gengur bara eins og í sögu. Bylting er búin að vera inni í 2 vikur og ég er bara alveg að fara að skríða á bak. Í gær var daman bundin utan á og teymd kirkjugarðshringinn. Það var eins og hún hefði gert þetta oft áður, alveg sama um umhverfið og fylgdi vel. Lilja hafði hana utan á teymingarhrossi en ég reið Sjón á eftir og hafði víst eitthvað hlutverk en það var svo bara ekki þörf á mér. Hryssan bremsaði aldrei og ekkert vesen. Tryppin voru eitt sinn bundin utan á hross og teymd á milli bæja þegar ég var með hrossin fyrir austan. Það er sko greinilegt að maður uppsker eins og maður sáir. Tilbúin að legga af stað í fyrstu ferð Í dag batt ég hana út á stétt og lagði á hana hnakkinn í annað skipti. Ég dundaði mér við þetta vel og lengi og danglaði ístöðunum í hana og reyndi að láta sem mest klingja í öllu dótinu. Hryssan hræðist ekkert og stendur eins og klettur. Ég lagði auðvitað á hana frá báðum hliðum og oftar en einu sinni, svo steig ég í ístöðin og hékk í þeim og.. ekki haggast hryssan. Ég fór nú ekki alla leið í dag en ég stóð þó í báðum ístöðunum og danglaði mér. Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta, ég held að ég hefði bara ekki geta fengið betra hross sem mitt fyrsta tamningatryppi... daman er bar æði! Ég er líka farin að kynna fyrir henni nasamúlinn. Henni var nú bara alveg sama áðan og það verður örugglega bara þannig áfram. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég fylltist bara stolti og gleði þegar hún stóð við gerðið með hnakk, beisli og nasamúl.. og bara alveg eins og fínasta reiðhross .. það þarf greinilega lítið til að gleðja mig Á morgun heldur prógramið svo áfram, allt í litlum skrefum en mjakast þó. Ég er bara mjög spennt fyrir prógraminu en vildi óska að ég hefði 2 tamin hross til að nota með, ég gæti þá gert mikið meira. En þetta gengur ótrúlega vel samt og ég kvarta sko ekkert. Á fimmtudaginn er bingó hjá Gusti og ég ætla að mæta með Söndru og Ágúst. Lilja á þetta víst inni hjá mér síðan hún mætti á díf bingóið mitt (Deild ísl. fjárhundsins). Þetta verður örugglega bara gaman og fullt af fínum vinningum. Ég er búin að tilkynna Kidda að ég kaup páskaegg fyrir hvern vinning sem ég fæ frá krökkunum þar sem eitthvað af þeim eru hestatengdir. Honum leist nú ekkert á hugmyndina um mörg páskaegg og vill þá að ég beri ábyrgð á krökkunum um pákana hehe Á laugardag er svo árshátíðin hjá Kaupþing og ég veit ekki enn í hverju ég ætla! Reyndar eru skórnir í höfn en ég fer nú ekki í þeim einum saman.. eða hvað?? Jæja þangað til næst.. 10.03.2008 09:52Tamningu miðar vel, vinnuhelgi að baki.Bylting var járnuð á föstudaginn en ég gat ekki verið viðstödd þar sem ég var búin að lofa mér í afleysingu í blómabúðina. Fannar járnaði fyrir mig í húsinu hjá Lilju og að sjálfsögðu stóð drottiningin eins og klettur... svo vel tamin auðvitað 05.03.2008 11:41Tamingar, nýr vinnustaður, afmæliÉg er ekki alveg að standa mig í blogginu, ég hef bara of lítinn tíma í svona dunderí. Ég komst ekki í hesthúsið í gær þar sem útibúið mitt var að flytja aftur! Núna fórum við reyndar bara hinum megin við vegginn góða en við vorum bara í bráðabirgðahúsnæði. Ég er því komin með skrifstofu og fínerí og útibúið er auðvitað mikið flottara en það sem við vorum með. Flutningarnir gengu vel fyrir sig og þessa vikuna er boðið upp á kökur og með því svo það eru allir velkomir að kíkja á mig í vinnuna.. Kaupþing, Hamraborg 9 Ég fór í hesthúsið á mánudagskvöld en hafði ekki mikinn tíma í það skiptið, þar sem það var keyrt á bílinn minn þegar ég að leggja af stað uppeftir! Ég dundaði smá í hryssunni og ég er sko alveg búin að komast að því að taming er alveg eins og að kenna hundi og hundauppeldi er eins og barnauppeldi.. svo ég held að ég sé bara í góðum málum á öllum stöðvum. Reyndar er hundurinn minn ekki vel upp alinn.. ætli það sé slæmt ?hehe. Bylting er semsagt að læra trix núna, t.d. að lyfta fótum og framfótarsnúning. Ég er viss um að hún verður eins og hundur í vor! Jæja en að bílamálunum.. ég var semsagt að skutla Atla heim og ætlaði að hendast aftur í hesthúsið en í þann mund sem hann steig út úr bílnum var bíl bakkað á "fullri ferð" inn í hliðina á bílnum.. farþega hliðina! Ég er dauðfegin að Atli varð ekki undir!! Út úr bílnum steig stelpukind, voðalega vandræðaleg eins og gefur að skilja. Til að gera langa og fyndna sögu stutta þá var hún nýbúin að festa kaup á bílnum, búin að greiða fyrir hann en hann var ekki skráður á hana og ekki búið að breyta tryggingunum. Hún var að taka bílprófið og var enn með bráðabirgðaskírteini! og hún er jafn gömul og ég! Frekar fyndið allt saman Núna þarf ég semsagt að bæta tryggingaskoðun við "to-do" listann.. það þarf nefnilega að gera ýmislegt fyrir bílinn minn.. t.d. að þrífa hann.. en ég er líka enn að bíða eftir geislaspilaranum sem ég keypti í Boston í haust.. einhver gæðadrengur ætlaði að tengja hann fyrir mig.. haha nú fæ ég skammir !! Ég veit ekki betur en að það eigi að járna drottinguna mína í dag. Fannar ætlar að koma í húsið til Lilju og járna fyrir okkur Maríu og jafnvel Lilju líka. Núna fer boltinn að rúlla þegar daman er komin á járn.. gaman gaman. Þrátt fyrir frekar háann aldur hef ég komist að því að ég kann ekki að telja! Ég var að sjá að ég er í fríi helgina fyrir afmælið mitt en ég hélt að ég væri að vinna. Ég á afmæli 7. apríl en það mega samt allir gleyma því þar sem ég er að verða 27 sem er "fullorðins". Þið sem ekki gleymið, takið frá laugardagskvöld 5. apríl :) Það er aldrei að vita nema að ég geri eitthvað skemmtilegt með aðdáendum mínum Hef ekki fleira í fréttum í bili.. þangað til næst 03.03.2008 10:43Helgin, vinna og hesthúsJæja þá er enn ein vinnuhelgin að baki. Á laugardag var pókerparty hjá Atla og Svenna og rosa gaman bara. Svo er aldrei að vita nema ég fái lánaðar myndir hjá Svenna til að skella inn. Við Atli fórum reyndar ekki í bæinn, ég var að vinna um helgina svo það var ekki alveg í boði fyrir mig að leggja af stað í bæinn eftir kl. 04.. þá var best að fara í bælið... enda er það alltaf gott :) Strákarnir drifu sig samt í bæinn og ætluðu að mála bæinn rauðann. Þegar ég vakaði svo rúmlega átta á sunndagsmorgun var party frammi. Nei sko.. Svenni kom heim með stelpukindur! Góður! Nánar um það síðar.. kemur allt í ljós ;) Ég ætlaði að fara í hesthúsið á sunnudagsmorgun en svo var bara svo gott að kúra að það varð ekkert úr því. Reyndar fékk ég sms frá Vilhjálmi þar sem hann bað mig að gefa. Ég reddaði því auðvitað en þar sem það var svo erfitt að fara uppúr bælinu fengu hrossin að éta í seinna fallinu. Betra er þó seint en aldrei! Ég er byrjuð að lónsera Byltingu. Ég gerði það fyrst á fimmtudaginn minnir mig sem gekk bara ótrúlega vel. Ég tók nú bara sénsinn á að hún myndi teymast alla leið í hringgerðið, það er nefnilega ótrúlega bjánalegt að standa allt í einu úti á miðri götu og hrossið bara neitar að halda áfram. Það getur verið vont að lenda í svoleiðis aðstæðum aleinn og yfirgefinn. Þetta gekk nú samt bara eins og í sögu. Ég lét hana nú ekki hlaupa marga hringi enda snérist þetta um að læra hvað á að gera en ekki að púla. Annars er ég bara enn að strjúka henni og lyfta fótum og svona. Hún mannast örugglega mjög hratt enda er hún ekkert hrædd, það er bara í nösunum á henni ef eitthvað er. Ég fór í hesthúsið á laugardagsmorgun, ótrúlega fersk bara.. meira að segja komin á undan Lilju uppeftir.. þá hlít ég nú að vera hetja! Ég gaf og dundaði mér. Samba kom með mér og fannst sko ekki leiðinlegt, hún fór meira að segja með mér að lónsera og hljóp fyrst með hryssunni utan með gerðinu en svo hætti hún að nenna því og settist bara inn í miðju hjá mér :) Ég á eftir að sækja allt hestadótið mitt í húsið til Lilju og koma því fyrir í "húsinu mínu". Svo á ég von á að Bylting verði járnuð í vikunni líka og þá fer boltinn að rúlla. Ég er búin að semja við Lilju um teymingar og svona svo núna fer taminingin af stað fyrir alvöru. Nú þarf hún sko að vinna fyrir matnum sínum eins og Lilja segir svo oft :) cheers í bili..
Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300718 Samtals gestir: 37182 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is