Mánaskál |
|
Færslur: 2008 Febrúar28.02.2008 09:16Tamning að byrjaÉg kíkti í hesthúsið í gærkvöldi og dundaði aðeins í hryssunni. Þetta er nú allt létt til að byrja með, ég tók upp fætur og klappaði og strauk hægri vinstri. Svo setti ég á hana múl og teymdi hana út. Samba kom með mér í hesthúsið og fylgdist náið með þessum aðferðum. Ég teymdi hana aðeins um gerðið og það var ekki hik á henni, alveg eins og hundur bara. Svo leyfði ég henni að hreyfa sig aðeins í gerðinu. Hún byrjaði á því að leggjast og velta sér, rosalega ánægð með frelsið. Svo tók hún smá montrúnt um gerðið og lék sér í loftköstum. Ég var rosalega ánægð þegar ég fór úr hesthúsinu því mér líst svo vel hana, hreyfingarnar góðar og allt til fyrirmyndar. Ég hlakka SVO til að byrja almennilega á henni. Ef ég kemst í kvöld þá ætla ég að lónsera hana í fyrsta skipti. Ég tók auðvitað Canon EOS myndavélina mína með en svo var ég búin að fikta svo mikið í henni að ég strandaði. Ég fékk ekkert vit út úr henni. Ég þarf greinilega að kíkja með vélina í heimsókn til Ásgeirs aftur og biðja hann að leiðrétta ruglið í mér. Ég er auðvitað alltaf með litlu myndavélina með mér líka þó að hún sé prump í samanburði við hina. Ohh svo gott að leggjast í snjóinn ..og velta sér svo gaman að vera til :) Bylting fylgdist mikið með því sem var að gerast í kring um sig. Það er nú auðvitað ein "aðal umferðaræðin" framhjá gerðinu hennar, mikið af fólki sem ríður þar framhjá. Þegar einhver kom ríðandi þá hljóp hún meðfram gerðinu samferða útreiðafólki, frekar sætt. Svo sýndi daman auðvitað bæði tölt og brokk! Ég er voðalega spennt fyrir framhaldinu. Svo gat ég líka tekið hana út í gerði og teymt hana inn á múlnum. Ég átti frekar von á því að hún myndi ekki láta ná sér og færi frekar inn á eigin forsendum. Ég er allavega bara mjög sátt með mitt :) 26.02.2008 10:29Bylting kom í gærkvöldi, nýtt myndaalbumÉg var að búa til nýtt myndaalbúm á síðunni undir Hestar. Ég á svo eftir að setja fleiri myndir þar inn. En jæja.. ég er víst í vinnu.. ég fer svo í hesthúsið á eftir og heilsa upp á dömuna :) 25.02.2008 21:46
Búin að klára bloggið á undan.. Dagurinn byrjaði á ræktinni í morgun.. ég var nú samt ógurlega þreytt. Það er svo gott að "þurfa" að keyra Atla í vinnuna.. þá fer ég í rætkina. Ef ég "þyrfti" ekki að keyra hann þá væri ég örugglega ekki dugleg að mæta á svona ókristinlegum tíma í sporthúsið. Kristján hringdi svo og lét mig vita að hann kæmi í bæinn um hálf tólf... ég verð nú sennilega þreytt í fyrramálið. En það er líka gaman að geta tekið sjálf á móti henni. Bylting verður örugglega mjög fengin að fá fast undir fót enda búin að vera í 8 tíma á ferðinni þegar hún kemur til mín. 24.02.2008 21:45Helgi í Mánaskál, Bylting á leið í bæinnJæja þá er maður kominn heim úr sveitinni :) Þegar við komum niður kíktum við á stóðið í túninu í Balaskarði. Tryppin mín heilsuðu öll upp á mig en þó voru strákarnir mínir mannelskari.
20.02.2008 21:02Tíminn líður og líður.. 18.02.2008 11:04Febrúar hálfnaðurJæja þá er enn einni vinnuhelginni lokið.. og einn einn mánudagurinn tekinn við :( Það er ósköp fátt að frétta hjá mér held ég. Síðasta vika var viðburðalítil, nema að minnið sé að stíða mér :) Á föstudagskvöld hittumst við stelpurnar "með mökum" til að spila og djúsa. Konni hennar Ásu var reyndar sá eini sem mætti af "mökunum" og fær hann prik í kladdann fyrir það. Konni hennar Jennýjar var með strákinn sinn og því löglega afsakaður, Atli var svo að mála bæinn rauðann einhvers staðar. Ég var bara í rólega gírnum og keyrði stelpurnar í bæinn og fór svo heim að sofa. Þetta var bara fínt spilakvöld, ég og Sara systir Karenar og Dagnýjar rústuðum auðvitað þessu spili sem var tekið.. ég sem hélt að það væri verra fyrir okkur að einu 2 edrú manneskjurnar væru dregnar saman í lið. En svona er þetta.. þetta fulla lið er ekki nógu skarpt á móti okkur Söru.. ég held að það sé alveg á hreinu eftir þetta :) Það stefnir í að þessi vika verði viðburðalítil einnig en næstu helgi verður gerð önnur tilraun til að fara í Mánaskál. Ég ætlaði auðvitað að fara norður þarsíðustu helgi en þá kom stormur.. hvað ætli gerist næst?? Ég kíkti á spána á mbl.. hún er ekkert frábær.. en það er nú bara mánudagur. Ég veit allavega að ég þarf að komast norður til að kíkja á hrossin mín, þetta gengur ekki lengur. Svo er ég farin að bíða eftir því að fá Bytlingu í bæinn til mín. Plássið hennar stendur bara autt þar sem Ótti hefur enn ekki skilað sér í bæinn. Ég sé ekki að hann sé á leiðinni og því kemur hann örugglega ekki alla leið suður, fer örugglega beint að Stokkseyri. Það eru ýmis járn í eldinum varðandi Byltingu en eitt er víst að ég vil fá hana í bæinn, helst um mánaðarmótin. Núna þarf hún að byrja að vinna fyrir matnum sínum þessi elska. en jæja.. ég þarf víst að vinna líka.. ég er svo auðvitað með myndir í vélinni minni sem detta inn við tækifæri :) 09.02.2008 21:00MyndatímiJæja.. þá koma myndirnar.. 08.02.2008 09:12Nýtt blogg - loksinsJæja ég sveik það að blogga í fyrrakvöld eins og ég ætlaði.. ég hafði alveg ágæta afsökun.. var þreytt :) Myndirnar eru væntanlegar..
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is