Mánaskál |
|
Færslur: 2007 Desember26.12.2007 19:16Gleðileg jólGleðileg jól!! Síðustu dagarnir fyrir jól liðu ansi hratt enda nóg að gera fyrir jólin. Ég snyrti einn laugardag í Dýrabæ (man ekki hvort það var búið að koma fram) og það var ósköp gaman að hundast aftur. Ég var á nokkuð góðu róli með jólagjafainnkaupin þó að aðalgjöfin hafi beðið fram á Þorláksmessu. Ég var nú alltaf nokkurn veginn ákveðin í því hvað ég ætlaði að kaupa handa Atla svo ég var ekki mjög stressuð. Ég held meira að segja að hann hafi bara verið mjög ánægður með dótið sem hann fékk. Atli kom heim á Þorláksmessumorgun og ég sótti hann í Leifsstöð. Við fórum svo bara heim og lögðum okkur enda var ennþá nótt hjá honum eftir dvölina í Kanada og ég var líklega ekki búin að sofa í nema um 4 tíma þegar ég þurfti að fara á fætur til að sækja hann. Það var rosa gott að fá hann heim :) Þorláksmessa var svo bara mjög skemmtileg, aðallega letilíf. Við enduðum svo á því að fara með Svenna á Þrjá frakka í skötuveislu. Meira að segja ég fékk mér skötu og smá íslenskt brennivín. Mér fannst nú tvöfalt staup einum of og lét strákana draga mig að landi. Á jóladag var svo matarboð hjá mömmu í hádeginu. Við hefðum nú alveg verið til í að sofa út en ég er aldrei til í að missa af hangikjöti sem maður fær nú yfirleitt bara á jólunum. Atli kom með mér og sýndi mikinn hetjuskap fannst mér. Þetta gekk auðvitað stóráfallalaust fyrir sig og að sjálfsögðu komst til tals hvað drengurinn minn væri sætur eftir að við fórum :) Jóladagur var svo með rólegra móti, bara rólegheit og leti. 19.12.2007 14:395 dagar til jólaNúna styttist aldeilis í jólin, 5 dagar í hátíðina. Ég er enn hætt að reykja og alveg að verða búin með jólagjafainnkaupin. Jólin mega bara bráðum koma.. svona þegar ég er búin að kaupa síðustu gjöfina, búin að fara í klippingu og svo framv. það er sko nóg að gera þessa síðustu daga! Ég fór í ræktina í morgun og í síðustu mælinguna á þessu ári. Ekki er ég nú mjög kát með afrekið.. búin að þyngjast, fitna og stækka síðan í haust þrátt fyrir lágmark 3 skipti á viku í ræktinni. Ég hef nú heldur ekki étið svona mikið á þessum tíma, eða það finnst mér ekki! Ég er nú reyndar alltaf svöng eftir að ég hætti að reykja en ég er samt ekki að háma í mig nammi.. hef bara svolítið meiri matarlyst.. hvað getur maður eiginlega gert. ARG hvað þetta er pirrandi! Í kvöld eru litlu jólin hjá okkur frænkunum. Ætlum að hittast hjá Karen, borða saman, hlusta á jólalög og eitthvað fleira skemmtilegt. Svo verður auðvitað skipst á litlum pökkum í tilefni dagsins.
18.12.2007 22:42Dottin í hestana :)Jæja verð bara að henda inn myndum af okkur Jörð. Ég fór semsagt í hesthúsið til Lilju í kvöld og við skelltum okkur í reiðtúr. Vá hvað þetta var gaman! Lilja mín passaði sko líka upp á að ég fengi gott hross undir rassin, þessi hryssa er mjög skemmtileg. 18.12.2007 13:34styttist í jólin..Ég hef ekki reykt svo lengi núna að mér finnst varla taka því að telja dagana lengur. Ég er semsagt búin að vera reyklaus í 3 vikur og gengur glymrandi vel. Ég fer nú alveg að hætta að tala um þetta. Um jólin verður kominn mánuður og mesta hættan yfirstaðin. Ég er alveg að spá í að kaupa mér 10 girðingastaura á mánuði eða eitthvað fyrst ég er ekki að spreða í sígarettur. Mér finnst dýrt að fara og kaupa 200 girðingastaura en ef ég fer nú og kaupi 10 á mánuði þá gerir það nú bara 120 staura á ári. Ég spái í þetta.. en ég held að pabbi yrði ekki kátur ef ég myndi smám saman hertaka bílskúrinn hans með girðingarstaurum haha! Kannski get ég líka samið við Lífland og fengið þetta í áskrift eins og ávaxtabílinn, heimsent einu sinni í viku :) Svo eru allir að væla um að þeir viti ekki hvað á að gefa mér í jólagjöf.. girðingastaura og net!! :) ég er ekki eins erfið og fólk heldur! 13.12.2007 15:01Komin með hrossasóttinaÉg er alveg að deyja úr hrossasótt núna! Lilja vinkona hringdi í mig í gær og við mæltum okkur mót í hesthúsinu í næstu viku. Við þetta hestatal fór allt af stað í hausnum á mér og ég er að deyja.. mig langar svo að taka inn!! Ég er alvarlega að spá í að reyna að finna mér pláss og taka Byltingu inn. Ég hugsa um hross núna allan sólarhringinn og er að verða ég sjálf aftur held ég.. ég hlít að hafa legið í dvala. Það eru að koma jól.. og það þýðir bara eitt.. að maður á að taka inn hestana sína og byrja að ríða út!
12.12.2007 10:04Fyrsti jólasveinninn kominn til byggðaDagur 16 í reykleysi.. ég fer að hætta að nenna að telja lengur því ég er að standa mig svo vel.. ég veit að þetta er í höfn :) Ég verð þó að viðurkenna að ég á í pínu erfiðleikum með skapsveiflurnar ennþá. Ég fór t.d. í verslunarleiðangur í gær þar sem ég leitaði að buxum. Ég skil ekki alveg hvernig Lólý systir nennir með mér í svona því það er ekkert sem fer meira í skapið á mér! Í fyrsta lagi þá eru ekki nema 2 verlsanir í Smáralind sem selja buxur í minni sídd.. halló ég er enginn dvergur samt! Það er óþolandi að fá aldrei buxur í réttri sídd því ég er yfirleitt ekki ánægð þegar ég læt stytta buxur fyrir mig. En ég kom heim með einar buxur sem er betri árangur en sl. mánuði. Ég geri ráð fyrir nokkrum buxnaleiðöngrum í viðbót næstu daga.. úfff greyjið ég. Ég heyrði aðeins í Signýjyu á Balaskarði í vikunni. Tryppin mín eru í allavega 2 hópum á dalnum og tíðin ekki svo slæm. Ég vona bara að þetta haldist allt í góðu lagi. Ég er komin með smá mömmuáhyggjur af börnunum mínum. Signý sá Myrkva um daginn og segir hann líta vel út. Það eru góðar fréttir og ég vona að það haldist svo. Ég stefni á að fara norður fyrstu lausu helgi í janúar og skoða gripina. Atli fer út á morgun til Kanada. Ég er nú hálf leið yfir því, ég væri sko alveg til í að hafa hann svona rétt fyrir jólin. Hann kemur ekki heim fyrr en á þorláksmessu en ég er að vinna þá.. vona að ég geti fengið frí. Fyrsti jólasveinninn kom loksins til byggða.. nema að hann kom ekki að heimsækja mig. Ég held að ég sé búin að vera voðalega stillt og þess vegna skil ég þetta bara ekki. Mér dettur reyndar í hug að Atli hafi staðið vaktina í nótt og hrakið hann í burtu.. þarf greinilega að ræða þetta við hann. Ég á ekki mikið eftir í jólaundirbúningi. Ég er búin með flestar gjafir og það sem er eftir er nokkurn veginn ákveðið. En ég þarf endilega að drífa mig af stað til að klára þetta. Annars þekki ég mig.. verð á síðustu stundu í reddingum!. Við Lilja erum búnar að mæla okkur mót í hesthúsinu næsta mánudag.. vá hvað ég hlakka til!! Ég er alveg með fráhvarfseinkenni frá hestamennskunni. Ég fæ eitthvað gott undir bossann en það verður forvitnilegt að sjá hvort ég passa í reiðbuxurnar mínar :S 10.12.2007 11:04Dagur 14. - fyrsti sveinki kemur til byggða.Í dag er 14. reyklausi dagurinn minn, ótrúlega er þetta fljótt að líða! Ég er þvílík hetja.. og geðheilsan er að verða ok líka. Allir að segja já.. þú ert hetja! Ég var að vinna um helgina í blómabúðinni, þetta var bara ágætis helgi enda liggur yfirleitt vel á fólki þegar það verslar jólaskreytingar og er greinilega að dunda í heimilinu. Ég fór eiginlega í fíling líka og langar að gera skreytingar fyrir mig. Fjölskyldan er hætt að föndra saman fyrir jólin eins og var. Keramik var mjög heitt í nokkur ár og öll heimili innan fjölskyldunnar bera þess greinileg merki. Mamma er búin að vera í öllu held ég, allskonar körfuskreytingar (hver man ekki tímabilið þegar ég var send upp í tré að sækja köngla), keramik, leir, gler, tré.. Ég trúi því auðvitað að ég sé voðalega góð í þessu öllu þar sem ég á svo flinka mömmu. Ég hlít að vera með svolítið græna fingur líka.. og nei Ása.. enga Kermit brandara!! Annars eru jólin svo greinilega á næsta leyti.. úff hvað tíminn líður. Ég byrjaði snemma í jólagjöfunum þetta árið en svo eru allt í einu að koma jól og ég er ekkert komin lengra með gjafakaupin en fyrir þremur vikum. Svona er þetta þegar maður er svo ánægður með hvað maður er búinn með mikið að maður þarf ekki að flýta sér lengur.. og situr svo í sömu súpunni og hin árin þegar jólin eru alveg að koma. Ég er meira að segja eiginlega komin styttra en fyrir þremur vikum því ég er búin að ákv. að skila hluta af gjöfunum og kaupa eitthvað annað í staðinn. Það er voðalega erfitt að vera svona óákveðinn! Ég skrópaði í ræktinni í morgun.. en það var svooo þess virði! Ég var svo þreytt og það var svo hlýtt og gott undir sænginni.. svo fékk maður knús líka og það var bara til að toppa það! Í staðinn fer ég víst í ræktina eftir vinnu, ég má ekki svindla mikið í reykleysinu. Ég ætla sko ekki að hlaupa í spik. Þessi vika verður örugglega mjög fljót að líða. Ég er svo í fríi næstu helgi en það er ekki alveg ákv. hvernig þeirri helgi verður ráðstafað. Fyrsti jólasveinninn kemur í heimsókn í nótt. Ég er reyndar hætt að fá í skóinn en kannski fæ ég bara heimsókn í staðinn. Jólasveinninn gæti nefnilega átt leið hjá, allavega fékk Svenni enn í skóinn í fyrra þó að ég hafi ekki alveg skilið hvað jólasveinnin vildi að Svenni gerði við þennan upprúllaða latex-sokk sem hann fékk :) 06.12.2007 09:38dagur 10.. kæri jóli
Það er kominn 6. desember.. 18 dagar til jóla! vá hvað þetta líður hratt. Mér finnst svo stutt síðan árið byrjaði.. og þetta þýðir bara eitt.. ég fer að verða árinu eldri. Atli kom heim í gær en því miður stendur það ekki lengi yfir því hann er að fara út aftur eftir nokkra daga. Það er nóg að gera hjá mér, ég er að vinna um helgna og auk þess er vinnustaðahittingur hjá trygginaráðgjafa útibúsins á laugardaginn og ég held að við fáum eitthvað gott að borða. Þetta eru svona hálfgerð litlujól sem þýðir að ég þarf að muna eftir að kaupa pakka! Þarnæstu helgi fer ég kannski norður en það er ekki alveg ákveðið. Ég þarf eitthvað að fara að gera fyrir blessuð tryppin mín. Ég er farin að vorkenna þeim að vera úti og langar að fara að koma þeim á gjöf. Enn hef ég ekkert frétt af Ótta en ég held að hann sé í góðum málum ennþá því hann er gengur enn undir Dimmu. Meðan hún mjólkar þá heldur hann áfram að stækka og dafna en auðvitað þarf að fylgjast vel með hrossunum í svona tíð eins og hefur verið. Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af Dimmu en af Ótta. Ég fór í ræktina í gær.. ohh ég er svo dugleg! Nema hvað að ég kom mér fyrir á uppáhalds hlaupabrettinu mínu og þá er bara engin stöð 2.. getur þetta company ekki borgað áskriftargjöldin! Vá hvað þetta var ömurlegt.. ég sem er alveg að verða komin inn í Bold and the beautiful og Neighburs! Það er algjör snilld að þessir þættir eru sýndir alla daga.. á þeim tíma sem ég fer í ræktina.. perfect! Ef þetta er ekki komið í lag þegar ég fer eftir vinnu í dag þá veit ég ekki hvað ég geri!. Reyndar var ég mjög heppin í gær því Dýravinir voru á skjá einum en það er bara einu sinni í viku svo ég vil fá stöð 2 aftur! Þegar ég var búin á hlaupabrettinu og ákvað að þetta væri bara komið nóg sný ég mér við og .. vola.. blessaður Raggi! Haha ótrúlega fyndið, ég er að verða komin yfir óþægindin sem fylgja því að fara í ræktina, þe. hræðsluna að það sé einhver að horfa á mann aulast.. svo er maður í sakleysi sínu að hlaupa og áttar sig svo á að einhver sem þú þekkir er á bretti fyrir aftan þig. Frekar óþægilegt en þetta hlítur að lærast eins og annað. En þetta er sko allt í góðu því Atli keypti handa mér svona tösku undir iPhone til að festa símann á upphandlegginn þannig að þegar ég er búin að setja tónlist í símann minn þá verð ég ótrúlega flott á því að hlusta á tónlist úr símanum mínum í ræktinni. Það eru sko ekki margir sem eiga jafn flottann síma og ég :) Stelpur hvað segið þið um að hafa síðasta frænkukvöldið fyrir jól svona hálfgerð litlu jól.. við getum eldað saman.. hlustað á jólalög og jafnvel bakað! Who is in? 04.12.2007 11:58.. og enn er bloggaðJæja í dag er 8. reyklausi dagurinn minn. Í gær var fyrsti dagurinn minn án nikótínplásturs. Þetta er bara alveg að ganga hjá mér, ég fann reynar alveg fyrir því í gær að ég væri ekki með plásturinn, sérstaklega á skapinu en þetta gekk upp. Svo er kominn nýr dagur og enn er ég plásturslaus. Ég er reyndar endalaust svöng og nartþörfin er að drepa mig.. en það á eftir að líða hjá. Ég er að reyna að standa mig í ræktinni til að koma í veg fyrir að ég verði eins og hvalur um jólin! Ég er enn að lyfta þrisvar í viku fyrir vinnu hjá Skarpa í Sporthúsinu. Núna er ég svo að fara eftir vinnu líka í brennslu. Ég fór 3 sinnum eftir vinnu í síðustu viku og í þessari viku ætla ég að fara á þri og fim. Ég var slöpp í gær og fór því bara heim eftir vinnu og á föstudaginn er ég að vinna í Dögg svo ég þarf að sleppa ræktinni eftir vinnu. Annars er planið bara að halda áfram að lyfta þrisvar í viku og fara helst að brenna 5 sinnum í viku. Þá trúi ég ekki að ég fitni! Ég held allavega að Kári í deCode gæti þá fundið fitugenið í mér ef ég fitna þrátt fyrir alla þessa hreyfingu.. spurning um að selja honum smá blóð :) Í raun ætti ég að fara í rætkina á miðvikudaginn líka en ég á pantaðan tíma í klippingu þá og Atli er að koma heim ef verður leyfir. Reyndar þarf hann að læra fyrir próf svo kannski finn ég smugu til að fara í ræktina. Að öðru leiti er allt við það sama held ég. Ég er mikið að hugsa til tryppanna minna sem eru úti fyrir norðan. Það getur verið að ég fari norður þarnæstu helgi, þe. á næstu fríhelgi til að freista þess að ná þeim. Ég vil fara að koma þeim undir mannahendur svo ég geti verið örugg um að öllum líði vel. Ég hugsa rosalega mikið norður þessa dagana, kannski er það vegna þess að ég hef ekki margt annað að gera. Ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég myndi eiga marga hunda ef ég ætti heima í Mánaskál, ég er búin að sjá fyrir mér hundaaðstöðuna, hvar reiðhestarnir eiga að vera og allt það... alltaf er jafn gaman að láta sig dreyma. .. jæja ég er víst í vinnu.. þarf að gera eitthvað.. þangð til næst.. 01.12.2007 23:01Kominn tími til..Jæja gott fólk.. nú skal byrja að blogga Það er ekki mikið að frétta af mér. Ég virðist hafa lítið frá að segja þegar ég er ekki með Skellu mína og þar af leiðandi engar sögur af okkar ævintýrum. Hestaheimurinn er líka fátæklegur, ég á engann reiðhest lengur og tryppin ganga úti. Ég var á jólahlaðborði á vegum Smáraútibús í gær. Rosalega fínt og flott og mjög skemmtilegt í alla staði. Ég er svo fyndin.. ég var svo ákveðin að fara í pæjuspariskónum sem ég keypti í Boston um daginn en þeir eru opnir og það var svo ótrúlega kalt í gær að ég tók með sokka og stígvél ef ég skyldi gefast upp á nýju fínu skónum. Ég gleymdi líka alveg að ganga þá til. En ótrúlegt en satt, mér varð ekki kalt eða illt, datt ekki eða neitt og báðir hælarnir á sínum stað þegar ég kom heim. Jenný frænka fékk þá svo lánaða í dag því hún fór á jólahlaðborð í kvöld. Þetta eru sko bara the official jólahlaðborðsskór, pantanir í síma 699-0456. Það er bara svo ótrúlega gott að eiga frænku í sama skónúmeri ef mann langar að fá eitthvað lánað :)
Flettingar í dag: 89 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 303 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 300768 Samtals gestir: 37197 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:26:41 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is