Mánaskál

Færslur: 2007 Júlí

20.07.2007 21:42

Ótti og Mánaskálar Dropi

Jæja ég er ekki alveg að standa mig í blogginu og reyni hér með að bæta úr því.

Dögg er komin til mín aftur og hún er bara æðisleg, mig langar svo að eiga hana!  En maður getur víst ekki unnið eins og vitleysingur og hugsað um hund svo ég get alveg gleymt því.

Við Linda Björk fórum austur í gærkvöldi til að gera aðra tilraun til að kíkja á Ótta Dimmuson. Við fundum hann í þetta skiptið og fengum að stússast svolítið í kring um hrossin. Linda er búin að senda mér hluta af myndunum sem hún tók...











Næst fórum við í heimsókn til Mánaskálar Dropa.. sem er auðvitað bara sætur! .. og mig langar líka að eiga hann!









13.07.2007 23:21

Ótitlað

Hér eru myndir af hryssunni undan Gloríu og Eið frá Oddhóli. Dimma og Ótti voru víst farin frá Þey. Ég veit allavega hvar þau eru núna og get rennt austur til að skoða.





13.07.2007 09:37

Langt síðan síðast..

Jæja ég er nú ekki alveg að standa mig í blogginu, reyni hér með að bæta úr því.

Ég er með Sömbu hennar mömmu í pössun þar sem gamla settið fór í húsbílaferð til Evrópu. Síðast þegar ég vissi var búið að rigna á þau í hálfann mánuð.. spennandi!

Ég bætti svo við mig öðrum hundi því ég tók hana Dögg mína til baka. Ég get reyndar ekki fengið mér hund eins og er og því var þetta bara tímabundið. Ég reyndi að finna henni annað heimili sem gekk eiginlega hraðar en ég átti von á. Ég var nú bara með hana eina helgi. Dögg er allavega núna hjá Írisi í Njarðvík en hún á íslenskar tíkur fyrir og þetta virðist allavega allt ganga mjög vel. Dögg kom mér nú líka bara á óvart, hún er bara ótrúlega stillt og meðfærileg. Mig dauðlagar að eiga hana sjálf en maður fær víst ekki allt sem maður vill. Ég vona bara að Dögg gangi vel hjá Írisi og hún komi ekki aftur til mín þar sem ég veit að það er erfitt fyrir mig að láta hana frá mér.

Við Linda fórum suður í Njarðvík á miðvikudag eftir vinnu og fórum í smá hundalabb með Írisi. Við vorum með 4 tíkur, hver annari stilltari. Þær skemmtu sér rosalega vel og við Linda erum þarna búnar að finna úrvals stað til að viðra hundana.

Í gærkvöldi lögðum við Linda aftur land undir fót og skelltum okkur til Helgu í Miðengi að skoða hvolpana undan Ýlu og Orra. Hvolparnir eru auðvitað bara flottastir! Ég er nú alveg ástfangin af tík þarna en vonandi heldur Helga henni bara sjálf. Hún heitir líka svo flottu nafni.. Kersins Kolrassa Krókríðandi!

Við skoðuðum aðeins hrossin hennar Helgu. Ég sá folalaldið hans Guðna Reynis undan Hæru og Eið frá Oddhóli og það er stórglæsilegur hestur.. en það er spurning hvernig hann er á litinn, það verður bara að koma í ljós.

Samba er að lóða nema hvað að Helga á systur hennar og tíkin riðlaðist á Sömbu minni. Við Linda erum svo kvikyndislegar að við tókum myndir af þessu og ég ætla að senda mömmu mynd í sms-i og skrifa textann "Fyrirgefðu" undir. Mamma veit auðvitað ekkert að þetta er tík sem er aftan á tíkinni hennar, hún heldur örugglega að það hafi farið á hana hundur! Haha.. svona er maður nú kvikyndislegur!

Við Linda tókum svo næst stefnuna á girðinguna hjá Þey frá Akranesi þar sem Dimma mín átti að vera hjá honum. Ég ætlaði að kíkja á hann Ótta Eiðsson og reyna að taka einhverjar myndir. Ég hringdi í Óðinn umsjónarmann hestsins og fékk staðsetningu á girðingunni. Við Linda vorum reyndar í smávægilegum ógöngum á tímabili, eltum víst vitlaust símamastur en jæja við fundum þetta rétta á endanum.. og pústið og bensíntankurinn eru enn á sínum stað. Ég er handviss um að við fundum klárinn og merarnar hans en Dimma mín var bara ekki þar! Eyjólfur hefur greinilega farið með hana undir annan hest en hann sagðist ætla að gera. Ég sá aftur á móti Gloríu.. eða er svona 99,9% viss og Eyjólfur hefur nú ekki sagt mér alveg rétt með litinn á Eiðsdótturinni sem gengur undir merinni því hún er greinilega jarpskjótt en ekki brúnskjótt og líka með fína stjörnu. Verra er að folaldið er gullfallegt og með flottar hreyfingar, ég hefði ekkert haft á móti því að eiga þessa dömu. Ég veit að Linda náði góðum myndum á fínu myndavélina sína og ég hendi þeim hingað inn þegar hún sendir mér þær. Ég fór því bara heim með sárt ennið, búin að hafa mikið fyrir því að finna merarnar, skríða undir rafmagnsgirðinguna og komast inn í stóðið.. en komst svo að því að ég átti bara ekkert folald þarna! Ég þarf greinilega að finna eitthvað út úr þessu því ég er bara búin að sjá flott folöld undan Eið og nú langar mig að sjá Ótta karlinn aftur. Það er svo fínt að eiga eina svona Lindu Björk.. alltaf hægt að plata hana í einhverja vitleysu. Hver fer eiginlega að leita að graðhesti þar sem maður þekkir ekki framyfir miðnætti á virku kvöldi? Ég skil nú bara ekki að ég hafi ekkert þurft að sannfæra hana sérstaklega um að þetta væri góð hugmynd.

Annars er bara fátt að frétta, ég átti að vera að vinna um helgina en það  breyttist óvænt. Það er því aldrei að vita nema ég geri eitthvað skemmtilegt, sérstaklega ef veðrið verður gott. Kannski fer ég bara í annan "Ótta-leiðangur" í kvöld ef ég næ í Eyjólf. Ég þarf nú fyrst að vita hvar Ótti og Dimma eru.

Það stefnir allt í að ég sé á leið á þjóðhátíð í Eyjum. Ása frænka ætlar reyndar að beila á mig þar sem hún er núna að spreða peningum á Benidorm með hinum frænkunum. Ég ætla nú ekki að gráta það voðalega mikið og held barasta að ég ætli samt að fara. Ég á orðið allavega pláss í Herjólfi til Eyja og búin að fá gistingu og alles.. hvað þarf maður meira? Ef einhver skemmtilegur vill fara með mér þá má skoða það. Umsóknir sendast til mín merktar "þjóðhátíð 2007" hehe


  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300718
Samtals gestir: 37182
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar